Morgunblaðið - 26.06.1971, Síða 26
26
MOHGUNBLAÐIÐ, LAUCARDAGUK 26. JÚNI 1971
Fimmtudags-
mót FlRR
EINS og frá var skýrt í blað-
Inu í gær var eitt íslandsmet
sett á fimmtudagsmóti FÍRR,
sem fram fór á Melavellinum í
fyrrakvöld. Ragnhildur Pálsdótt
ir, 13 ára stúlka úr Garða-
hreppi, hljóp 1500 metra á
5:17.5 min., sem er hinn ágæt-
asti tími og bendír tii þess að
Ragnhildur geti orðið frækin
iþróttakona ef áhuginn helsst
áfram og æfingarnar, en greini
legt er að hún er í hinni ágæt-
ustu æfignu.
Þá náði Erlendur Vaidimars-
son ágætu afreki i kringlukasti,
kastaði 52.99 metra, við eins
frumstæðar aðstæður og frek-
er hægt að hugsa sér. í
þeasu lengsta kasti Erlends
lenti kringlan upp á grjót-
örlítið ætti hann að geta leikið
sér að því að kasta 16 metra.
Þarna er á ferðirmi geysilega
mikið efnt.
1 kringlukasti sveina vakti
hinn ungi ÍR-ingur, Óskar Jak-
obsson, athygli. Ekki er að sjá
að hann hafi mikla tilsögn feng
ið, þar sem atrennan hjá hon-
um er nánast engin. En drengur
inn virðist vera sterkur vel, og
er furðulegt að hann skuli
geta kastað svona langt með svo
lélegum snúningi.
Helztu úrslit á mótimu urðu
þessi:
100 metra hlaup sek.
Bjarni Stefánsson, KR, 10.8
Valbjörn Þorláksson, Á, 11.0
Vilm. Vilhjálmsson, KR, 11.3
Þorv. Benediktsson, ÍBV, 11.5
Nils Gustavee, Svíþjóð, 11.5
1500 m hlaup kvenna mín.
Ragnh. Pálsdóttir, UMSK 5:17.5
Anna Haraldsdóttir, ÍR, 5:41.6
Kringlukast metr.
Erlendur Valdimarss., ÍR, 52.99
Hreinn Halldórsson, HSS, 43.26
Valbjöm Þoriáksson, Á, 42.85
Grétar Guðmundsson, KR, 36.88
Páll Eiriksson, KR, 34.58
Kringlukast sveina metr.
Óskar Jakobsson, iR, 53.81
Árni Helgason, KR, 47.90
Sigurbjöm Lárusson, Á, 42.88
Kúluvarp metr.
Guðmund. Hermannss., KR 17.35
Hreinn Halldórsson, HSS, 15.02
Grétar Guðmundsson, KR, 12.61
Valbjörn Þorláksson, Á, 12.47
4x100 m boðhl. kvenna sek.
1. Sveit Ármanns 56.0
2. Sveit UMSK 57.5
3. Sveit ÍR A 61.1
4. Sveit ÍR B 69.6
800 m hlaup mín.
Halldór Guðbjörnss., KR 2:01.7
Ágúst Ásgeirsson, ÍR, 2:01.9
Einar Óskarsson, UMSK 2:08.7
Gunnar Snorrason UMSK 2:09.2
Viðar Toreid, Noregi, 2.10.9
Kristján Magnússon, Á, 2:12.9
Leikur Breiðabliks og KR einkenndist af ónákvæmum sendingum, sem gengu langtímum sam
an mótherja á milli. Er efri myndin dæmigerð fyrir þann „stífudans“ en neðri myndin sýn-
ir hættulegasta tækifæri KR í leiknum. Skotið var af alllöngu færi og smaug boltinn með stöng-
inni og út. I.jósm. Mbl. Sv. Þorm.
V erðskuldaður
sigur Breiðabliks gegn KR 1-0
Leikskrá fyrir hvern leik til
mikilla bóta fyrir áhorfendur
Ragnhildur Pálsdóttir setti
gott met í 1500 metra hlaupi.
hrúgu, sem hefur verið um einn
metri að hæð, og brotnaði við.
Er það sennilega dýrt spaug fyr
ir Erlend að kasta kringlunni
þarna, því að verkfærið kostar
á annað þúsund krónur, en end
ist ekki nema nokkrar æfingar.
Auk þess hefur Erlendur svo
týnit einmi kringiu í mikilli
epýtnahrúgu, sem er þama í
homi vaharins.
Guðmundur Hermanmsson náði
einnig ágætu afreki í kúluvarp-
inu, en þar má segja að hið
sama giiti og í kringlukastinu.
Aðstæðurnar hefðu tæpast get-
að verið verri. Hreinn Hail-
dórsson kastaði 15.02 metra, og
með þvi að bæta atrennu sína
Happdrætti ÍBK
DREGIÐ hefur verið í skyndi-
happdrætti ÍBK, hjá bæjarfóget-
amim i Keflavísk, og upp kornu
eftirfcalin númer: Nr. 4997 —
ferð til Coista del Sol á vegum
Uitsýnar; er verðmæti virmings
kr. 40.000.00. Nr. 3820 — tjald
Ærá Kaupfélagi Suðumesja kr.
3.500. Nr. 35 — svefripoki frá
Kaupfélagi Suðumesja kr. 1.500.
Nr. 363 — íþróttavörur frá Sport-
vdk kr. 1.500. Nr. 4442 — íþrótta-
vörur frá Sportvík kr. 1.500. Nr
303 — íþróttavörur frá Sportvík,
kr. 1.000 og nr. 302 íþróttavörur
frá Sportvik kr. 1.000.
(Birt án ábyrgðar).
BREIÐABLIK var sterkari að-
ilinn í slökum leik gegn KR á
Melavellinum sl. fimmtudags-
kvöld. Lítið va.r um skemmti-
leg tilþrif í leiknum, en Breiða-
blik hafði betur með meiri sam-
leik og allt þar til á síðustu
míiiútum leiksins, meiri ákveðni
með boltann. Eina mark leiksins
skoraði Breiðablik á 30. min.
fyrri hálfleiks og var sigurinn
verðskuldaður.
Fyrir þennan leik lét Breiða-
blik útbúa leikskrá, mjög ein-
falda í sniðum, en með öllum
nöfnum leikmanna og númer-
um þeirra. Er þetta lofsvert
framtak, en Keflvíkingar munu
fyrstir hafa tekið upp þann sið
að útbúa einfalda leikskrá fyrir
hvern leik í íslandsmótinu og í
rauninni ætti hvert lið sem sér
um leik að sjá sóma sinn í að
útbúa slíka leikskrá til þess að
áhorfendur eigi möguleika á að
vita hver er hvað á vellinum.
Öll lið nema KR hafa búninga
sína númeraða, en slík leikskrá
ætti að skapa meiri áhuga hjá
almenningi til þess að sjá liðin
og Iæra að vita hver er hvífi.
Hins vegar ættu KR-ingar að
taka það til alvarlegrar íhugun-
ar að setja númer á svartar
buxur leikmannanna. Slíkt ætti
ekki að vera kostnaðarsamara
fyrir KR en önnur lið, auk þess
sem einhverjar tekjur hljóta að
vera af sölu leikskrárinnar með
nauðsynlegum upplýsingum og
ivafi auglýsinga.
Það er lágmarkskurteysi
hvers liðs, sem sér um leik að
gefa áhorfendum kost á leik-
skrá, þó að hún sé upp á ein-
faldasta máta.
í fyrri hálfleik sótti Breiða-
blik mun meira og nokkur
hætituleg tækifæri sköpuðust, en
öll utan eitt, runnu út í sand-
inn og réð þar miklu góð mark
varzla Magnúsar markvarðar
KR.
Strax á fyrstu mínútum leiks
inis glopraði Hreiðar niður góðu
tækifæri Breiðbl. og á 15. mín.
skapaðist einnig hættulegt tæki
færi við mark KR og nokkru
síðar átti Haraldur fast skot að
KR-markinu, en Magnúsi tókst
að verja. KR átti á þessu tíma-
bili engin beitt upphlaup, en á
30. mín. varði Magnús mark-
vörður þrívegis í mikilli pressu
Breiðabliks á markið og mdnútu
Síðar varð aftur þvaga við KR-
markið, sem endaði með þvi að
Haraldur lék sig út úr þvög-
unni á markteig og skoraði ör-
ugglega. Á 37. mín. átti Sigþór
Jakobsson failega spyrnu að
marki Breiðabliks, en boltinn
skreið með stönginni utanvert.
Framanritað sýnir að hættulegri
tækifæri sköpuðust hjá Breiða-
bliki og var sókn þeirra mun
ákveðnari en hjá KR, þó að
aldrei hafi hún orðið verulega
beitt, enda fór mestur hluti
leiksims fram á miðjunni.
Síðari hálfleikur var öhu jafn
ari, en þó hélzt það áfram að
Breiðablik spilaði mun betur
saman en KR. Um miðjan síðari
hálfleik kom Baldvin Baldvins-
son inn á í stað Sigmundar Sig-
urðssonar og færðist sóknin þá
heidur meira yfir á vallarhelm-
ing Breiðabliks, en fátt varð
til að hressa upp á áhorf-
endur sem vomuðu um í norð-
an kælunni og lauk þessum
leik með sigri Breiðabliks, sem
eniginn skyldi ætla annað en til
alis víst í framtíðinni. Mikil
deyfð er hins vegar yfir KR-lið-
inu og virðist ekkert geta komið
því til lífsins, nema leikir gegn
Eyjamönnum.
Beztu leikmenn: Breiðabiik:
1. Haraldur Erlendsson, 2.
Hreiðar Breiðfjörð, 3. ólafur
Hákonarson markvörður. KR:
1. Magnús Guðmundsson, mark-
vörður, 2. Sigþór Jakobsson,
3. Hörður Markan.
Lið Breiðabliks: Ólafur Há-
konarson, Steinþór Steinþórs-
son, Magnús Steinþórsson,
Bjarni Bjamason, Guðmundur
H. Jónsson, Þór Hreiðarsson,
Hreiðar Breiðfjörð, Einar Þór-
hallsson, Guðmundur Þórðar-
son, Haraldur Erlendsson og
Trausti Hallsteinisson. Vara-
menn voru: Gissur Guðmunds-
son, Ríkarður Jónsson, Sveinn
Þórðarson og Sigurjón Valdi-
marsson.
Lið KR: Magnús Guðmunds-
son, Pétur Kristjánsson, Sig-
mundur Sigurðsson, Björn Árna
son, Sigurður Indriðason, Þórð-
ur Jónsson, Baldvin Baldvins-
son, Jón Sigurðsson Sigurþór
Jakobsson, Hörður Markan og
Bjöm Pétursson og varamenn
voru Guðjón Guðmundsson,
Árni Steinsson, Gunnar Guð-
mundsson og Atli Héðinsson.
Baldvin Baldvinsson kom inn
á í stað Sigmundar Sigurðssson-
ar.
—á. j.