Morgunblaðið - 26.06.1971, Page 27

Morgunblaðið - 26.06.1971, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 197L 27 íslandsmeistararnir frá Akranesi hafa aðeins unnið einn leik í 1. deildinnl í ár og um sl. helgi töpuðu þeir fyrir Valsmönnum á heimavelli sinurn. Þar tók Friðþjófur þessa mynd, sem sýnir einn Skagamann gnæfa hátt yfir aðra, þar sem hann er að skalla boltann. Margir spennandi leik- ir um helgina þ.á m. leika KR og Akranes á Laugardalsvellinum MIKIÐ verður um að vera í knattspymunni nú um helgina og verða alls leiknir 24 leikir í hinum ýmsu flokkum íslands- mótsins í knattspyrnu. Þar af eru þrír leikir i 1. deild, og fjórði leikurinn verður svo á mánudagskvöldið. Eftir sigur Breiðabliks yfir KR á fimmtudagskvöldið er »tað an i deildinni þessi: Fram 4 3 1 0 9:4 7 ÍBK 4 3 0 1 11:4 6 Valur 4 2 1 1 6:4 5 Breiðablik 4 , 2 0 2 4:6 4 ÍBV 4 1 1 2 7:9 3 ÍBA 4 1 1 2 5:9 3 KR 4 1 0 3 3:6 2 ÍR 4 1 0 3 6 10 2 Svo sem sjá má af töflunni eru það hinir gömlu keppinaut- ar IA og KR sem sitja á botn- inum í fyrstu deild og hefði það einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar, og sennilega hefðu fæstir trúað þvi seinni part sumars i fyrra að Akranesliðið yrði á botninum að ári. En víkj um þá að einstökum leikjum um helgina: ÍBV—ÍBK Leikið verður á Vestmanna- eyjavelli kl. 16.00 á laugar- dag, og má búast við þvi að þetta verði skemmtilegasti leik- ur helgarinnar. Bæði liðin hafa á að skipa sókndjörfum framherj- um og hafa Keflvikingar t.d. skorað átta mörk í tveimur síð ustu leikjum sínum, og Ve*t- mannaeyingar sex, Að dómi undirritaðs skera tvö lið sig nokkuð úr i fslandsmótinu — Fram og ÍBK, en Vestmanna- eyingar og Valur eru ekki langt á eftir. Hvort ÍBV tekst að sigra á heimavelli sínum, er apurning að þegsu sinni, en alla vega eru jafntefli fremur ólik- leg úrslit í þessum leik. í fyrra fóru leikir þessara liða þannig að í Vestmannaeyjum sigraði ÍBV 2:1, en í Keflavík sigraði ÍBK 1:0. ÍBA—BREIÐABLIK Leikið verður á Akureyrar- velli og hefst leikurinn kl. 16.00. Knattspyrnuáhugamenn á Ak- ureyri, sem fylgzt hafa vel með heimaliðinu á undanförnum ár- um, segja að það hafi sjaldan eða aldrei verið slakara en nú, og segjast eiga bágt með að trúa því að Fram sé skást Reykjavíkurliðanna, en það er eina liðið sem leikið hefur fyrir norðan til þessa. Varð jafntefli í þeim leik, og þau úrslit benda til þess að Akureyringar berjist betur á heimavellinum en úti- velli, þar sem þeir urðu að þola stóran ósigur fyrir ÍBK um sið- ustu helgi. En nú mega Akur- eyringar passa sig. Breiðablik hefur nefnilega það sem mörg önnur lið skortir — baráttu- kraft og dugnað. Ef marka má frammistöðu Breiðabliks að undanförnu þyrfti engum að koma á óvart þótt það sigraði á Akureyri, og væri þá liðið nú þegar búið að gera rækilegt grín að okkur sem spáðum því í vor að það væri ekki líklegt til þess að vinna marga sigra í sumar. KR—ÍA Leikið verður á Laugardals- velli og hefst leikurinh kl. 20.00 á sunnudag. Þessi leikur verður að teljast afar tvísýnn, en hann er í leið- inni mjög mikilvægur fyrir bæði liðin, því það lið sem tap- ar er þegar komið í slæma stöðu. Leikir ÍA og KR hafa jafnan verið hinir skemmtileg- ustu og verður svo líklega enn, þótt knattspyrnan sem lið- in leika sé ekki eins góð og áður. í fyrra urðu úrslit í leikj- um liðanna þau að Akranes vann leikinn í Reykjavík 2:1, en jafntefli varð á Akranesi, 0:0. VALUR—FRAM Leikið verður á Laugardals- velli og hefst leikurinn kl. 20.30 á mánudagskvöld. Þarna verður einnig mjög tvísýn barátta, en bæði þessi lið hafa verið að sækja í sig veðrið nú að undanförnu, einkum þó Valur. Staða Fram hefur vart verið sterkara í langan tíma og mun nú liðið hafa leikið um og yfir 20 leiki án þess að tapa. Hvort Valur verður til þesa að rjúfa þessa sigurgöngu er erf- itt um að spá, en enginn þarf að draga í efa að þeir mumi leggja sig fram til þess að svo verði. Eftir sigur Fram yfir ÍBV á dögunum, verður liðið þó að teljast sigurstranglegra í þessum leik. Úrslit í fyrra urðu þau, að fyrri leikinn vann Fram 1:0, en Valsmenn hefndu í síðari umferðinni og unnu 3:1. II. DEILD Þeir sem fylgzt hafa með leikjunum í II. deíld segja, að sú knattspyrna sem beztu liðin þar leika, sé sízt verxi en hjá fyrstu deildar liðunum, og vist er að mikil barátta kemur til með að verða um sætið í fyrstu deild. Um helgina verða eftir- taldir leikir í II. deild: Laugardagur: Melavöllur, Ár- mann — Selfoss kl. 16.00. Laugardagur: ísafjarðarvöli- ur: IBÍ — FH kl. 16.00. Sunnudagur: Melavöllur: Þróttur R. — Þróttur N. kl. 14.00. Ef við ættum að spó um úr- slit þessara leikja, þá yrði hún þannig að Ármann, ,FH og Þróttur R. sigruðu. III. DEILD Eftirtaldir leikir verða í III. deild um helgina: Sandgerðisvöllur: Reynir — Grindavík kl. 16.00 (laugard.). Bolungarvíkurv.: UMF Bol. — HVÍ kl. 16.00 (laugard.). Ólafsfjarðarvö.llur: Leikur — UMSE kl. 16.00 (laugard.). Sauðórkróksvöllur: UMSS — USAH kl. 16.00 (laugard.). Húsavíkurvöllur: Völsungar — KS kl. 16.00 (laugard.). Hornarfjarðarv.: Sindri — Austri kl. 17.00 (laugard.). Seyðisfjarðarv.: Huginn — Leiknir kl. 17.00 (laugard.). Fáskrúðsfjarðarv.: Leiknir — Spyrnir kl. 14.00 (sunnudag). Leikið 15. - 19. marz NÚ HAFA endanlega verið ákveðnir leikdagarnir í undan- keppni Olympíuleikjainna í hand- knattleik, sem fram á að fara á Spáni. 1 riðii íslands verður leiik- ið þannig: 15. marz: ísland — Finnland; Norgur — Belgía. 17. marz: ísland — Belgía; Noregur — Finnland. 19. marz: ísland — Noregur; Finuland — Belgía. Þessir leikir eiga að fara fram í Vizcaya, en 20. marz leikur svo sigurvegarinn í riðlinuim við þann sem verður númer tvö í b-riðli í Giupuizooa, og þar leik- ur einniig liðið sem verður núm- er tvö við liðið sem sigrar í b- riðli. N orðurlandamet á Árósamótinu EITT Norðurlandamet var sett á síðari degi frjálsíþróttamKrts- ins í Árósum, og einnig eitt danskt met. Norðurlandametið setti Kari Karlsen frá Noregi í hástökki kvenna, er hún stökk 1,77 metra, og bætti eldra metið sem hún og danska stúlkan Grith Ejsitrup áttu um 1 cm. — Danska metið setti Jöm Lauen- borg í 5000 metra hlaupi sem hann hljóp á 13:55,2 mín. Varð hann fjórði i hlaupinu, á eftir Paul Moses, Kenya, sem hljóp á 13:14,2 mÍTL, Bén Kipdho, Kenya sem hljóp á 13:47,4 og Hermes, Hollandi sem hljóp á 13:45,0 mín. f 200 metra hlaupi jafnaði Sör en Vigigo Petersen danska mptið, hljóp á 21,3 sek. og varð þar annar á sama tíma og Per-Olof Sjöberg frá Svíþjóð. Af öðrum úrslitum má nefna að Inge Jensen, Danmörku sigr- aði í 200 metra hlaupi kvenna á 24,3 sek., Ouko, Kenya í 800 metra hlaupi á 1:46,8 mín., og Torsten Thorstensson, Svtþjóð sigraði í 400 metra hlaupi á 51,4 sek. Þrír kepptu á Evrópumeistaramóti Fyrsta keppnisför ísl. júdómanna ÍSLENZK þátttaka í Evrópu- meistaramóti hefur jafnan þótt tíðindum sæta og mikið verið ritað og rætt um hana fyrirfram og fylgzt með keppendjinum meðan á mótinu hefur staðið. Það fór þó rækilega framhjá fréttamiðlum, að þrír íslending- ar tóku þátt í Evrópumeistara- mótinu í júdó, sem fram fór í Sviþjóð dagana 20.—24. maí sl. Upplýstist þetta ekki fyrr en á blaðamannafundi ÍSf í gær, en þar skýrði Sveinn Björnsson, for maður júdónefndar ÍSÍ og vara- forseti sambandsins frá förinni. Keppendurnir sem fóru tii mótsins voru Haukur Harðar- son, sem tók þátt í léttvigt, Sig- urjón Kristjánsson í millivigt og Hörður Haraldsson sem keppti í léttmiilivigt. Þjálfari var N. Yamamoto, 5. dan., og farar- stjóri var Sveinn Bjömsson, sem sat jafnframt þing Evrópusam- bandsins. Útsláttarfyrirkomulag var haft í keppninni, og valt þvi á miklu að vera heppinn með andstæð- inga. Ein svo einikennilega vildi tll, að tvíburabræðurnir, Hauikur og Hörður, sem eru nýlega orðn ir 19 ára, lentu báðir á móti mjög snjöltum og harðskeyttum júdómönnum í fyrstu urnferð. Keppti Haukur \ið Jean Mouni- er frá Frakklandi, sem varð Evr ópumeistari í fyrra, og var þá talinn vera einn aí snjöllustu júdómönnum, sem fram hafa Júlímót JÚLÍMÓT frjálsíþróttafólks fer fram á Laugardalsvellinum fimmtudaginn 1. júlí og hefst kl. 20. Keppt verður í eftirtöld- um greinum: 110 og 400 m grindahlaupum, 200, 800 og 3000 m hlaupum, kringlukasti, kúlu varpi, spjótkasti, langstökki, stangarstökki og hástökki. Auk þess verður keppt í tveimur kvennagreinum, 100 og 800 m hlaupum. Þátttökutilkynningar verða að berast til skrifstofu FRf á mánu dag og þriðjudag milli kl. 3 og 5. Lögð er áherzla á að þátt- taka verði tilkynnt á þessum tíma. Sími skrifstofu FRÍ er 30955 og 83377. komið í Evrópu. Hann brást ekki heldur nú, og varð Evrópu- meistari í annað sinn. Hörður keppti við landa Mouniers, Des- met, sem einnig hefur verið í allra fremstu röð júdómanna heiimsins uindainfariin ár. EðQilega stóðust bræðurnir ekkl þessum köppum snúning. Sigurjóm keppti hins vegar við Adamczyk frá Póllandi. Stóð viðuireign þeirra í meira en fjórar mínútur, og má segja að það hafi verið vel af sér vikið hjá Sigurjóni að standa svo lengi í þeim fræga kappa, sem átti eftir að vinna rnargar glímur í mótinu. Geta má þess, að allir þátttak- endur Norðurlandanna voru slegnir út í fyrstu umferð. Úrslit Evrópumótsins urðu þessi: Fimm manna sveitar- keppni unnu Bretar. Opinn flokk: Kuznecov, Rússlandi. Þungavigt: Ruska, Hollandi; Léttþungavigt: H. Howiller, A- Þýzkalandi: Millivigt: Guy Auffray, Frakkiandi; Léttmilli- vigt: Hendel, A-ÞýzkaUundi og léttvigt J. Mounier, Frakklandi, Sveinm Björnson sagði að ferð islenzku júdómannanna hefði verið mjög gagnleg, þar sem þeir hefðu þama, auk þátttöku sinnar, fengið ágætt tækifæri til þess að fylgjast með beztu júdó mönnum heimsins í keppni, og læra af þeim. íslandsmótið 3. deild ÚRSLIT einstakra leikja í 3. deild íslandsmótsins urðu þessi: A-RIÐILL Hrönn — Grindavík 1:1 Hveragerði — Víðir 1:6 Stjarnan — Njarðvík Ð:0 Grindavík — Stjarnan 2:2 Víðir — Hrönn 0:1 Reynir — Hveragerði 7:2 Hrönn — Reynir 0:4 Stjarnan — Víðir 0:4 Njarðví'k — Grindavík 10:0 Víðir — Njarðvík 1:3 Reynir — Stjarnan 1:1 Hveragerði — Hrönn 1:5 Hrönm — Njarðvík 1:1 Stjaman -— Hveragerði 10:2 Njarðvík — Reynir 2:0 Grindavík — Víðir 2:3 C-RIÐLL Völsungar — USAH 6:0 UMSE — KS 4:0 Leifur — KS 3:2 USAH — UMSE 3:3 UMSE — UMSS 4:1 Leifur — Völsungar 1:2 USAH — KS 0:4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.