Morgunblaðið - 26.06.1971, Qupperneq 28
f3Mor0«ntIeí>tí>
nucivsincnR
4&V»22480
LAUGARDAGUR 26. JUNI 1971
Olíufélagið
hæsti skatt-
greiðandinn
OLÍUFÉLAGIÐ HF. greiðir
hæstu útsvör, tekju- og eigna-
skatta af fyrirtækjum í Reykja-
vik eða samtals 14.3 milljónir
króna. SÍS greiðir hins vegar
hæstu aðstöðugjöldin eða um 4.3
milljónir samkvæmt skatt-
skránni sem kom út í fyrradag.
Forvaldur Guðmundsson í Síld
og Fisk og Pálmi Jónsson í Hag
kaup greiða hins vegar hæstu
útsvör og tekjuskatta; hinn fyrr-
nefndi greiðir kr. 2.5 milljónir og
Pálmi 2.4 milljónir.
Af reykvískum fyrirtækjum
kemur HeWa hf. næst á eftir
OHufélaginu hvað varðar haestu
samanlögð útsvör og skatta með
uan 10 milljónir, þá IBM með
uim 9.3 milljónir, Olíiutfélagið
Skeljungur í f jórða sæti með um
9.3 milljónir, Eimskipafélag Is-
lands í fimmita saeti með um 7.5
milljónir, Olíuverzílun Islands
með um 6 milljónir, Gúmmí-
vinnustofan hf. með um 4.2 millj
ónir, Sveinn Egils.son hf. með
um 3.9 milijönir, Júpiter hf. með
um 3.7 milijónir, en í tíunda
sæti Verkfræðiskrifstofa Sigurð-
ar Thoroddsen með 3.5 milljónir.
Slát-urfélag Suðuriands kemur
næst á etftir SlS hvað varðar
greiðsiu á hæstu aðstöðugjöld-
um með 4.1 milijón, þá Hekla
htf. með um 4 milljónir, og Sam-
vinnutryggingar með næstum
sömu upphæð, í fimmta sæti eru
Loítleiðir með um 3.2 miilljónir
og Eimiskip í sjötta sæti með um
3 milljónir króna.
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna á viðræðufundi í Þórsham ri í gærmorgun. A myndinni
sjást: Björn Jónsson, Hannibal Valdimarsson, Einar Ágústsson, Eysteinn Jónsson, Ólafur Jó-
hannesson, Lúðvík Jósepsson, Ragnar Arnalds, Gils Guðmundsson og Magnús Kjartansson.
Veðurstofu-
húsið fokhelt
FÁNI var dreginn aö hún á
nýja veðurstofuhúsinu við Öskju
hlíð i gær, þar eð húsið er nú
fokhelt orðið. Húsið er 650 fer-
metrar að stærð, og þarna verð-
ur öll starfsemi veðurstofunnar
til húsa, en hún er nú á 2—3
stöðum í borginni.
Framkvæmdir við bygginguna
hófust í september í fyrra, og
átti hún að verða fokheld fyrir
september á þessu ári. — Verkið
Hálf öld
— frá setningu
skipulags-
laga
HINN 27. júní 1921 eru liðin
50 ár frá þvi, að staðfest voru
lögin um skipulag kauptúna
og sjávarþorpa, fyrstu al-
mennu skipulagslögin.
Af þvi tilefni hefur núver-
andi form. Skipulagsstjórn-
ar ríkisins, Páll Líndal, borg-
arlögmaður, tekið saman yfir-
lit um hið helzta, sem birt var
hér um skipulagsmáil fyrir
þann tíma og um aðdryand-
hefur sótzt vel, og aHar áætl-
anir staðizt til þessa. Verktakar
eru Hafsteinn Júlíusson, múr-
arameistari, og Inigimar Haralds-
son, trésmiður, og sagði hinn
fyrrnefndi í viðtaii við Mbi.. í
gær, að allar ætiLanir mundu
standast og húsinu verða skilað
í september í því ástandi sem
samið var um, avo fremi að fjár-
magn til framkvæmdanna brygð-
ist ekki.
St j órnarmyndunin:
Alþýðuflokki boðin
þátttaka 1 viðræðunum
FULLTRÚAR stjórnarand-
stöðuflokkanna þriggja, Fram
sóknarflokks, Alþýðubanda-
lags og Samtaka frjálslyndra
og vinstri manna, komu sam-
an til viðræðufundar kl. 10
í gærmorgun. SFV gáfu út
yfirlýsingu í gær, þar sem
þau féllust á að taka þátt í
þessum viðræðum og lögðu
til, að Alþýðuflokknum yrði
boðin þátttaka í þeim. Ólaf-
ur Jóhannesson sendi í gær
Gylfa Þ. Gíslasyni bréf, þar
sem Alþýðuflokknum er boð-
in þátttaka í viðræðum um
samstarf og myndun ríkis-
stjórnar. Alþýðuflokkurinn
hefur enn ekki tekið afstöðu
til þessa bréfs.
1 bréfi Ólafs Jóhannessonar til
formanns Alþýðuflokksins er sér
staklega tekið fram, að sú ríkis-
stjórn, sem nú er verið að gera
tilraun til að mynda, eigi m.a.
að hafa það hlutverk að leysa
landhelgismálið á þeim grund-
velli, er mótaður var af stjórn-
arandstöðuflokkunum á síðasta
Alþingi. 1 tilefni af þessu bréíi
hafði Morgunblaðið samband
við Gylfa Þ. Gíslason i gær.
Hann sagði, að flokksstjórn Al-
þýðuflokksins væri boðuð til
fundar á mánudag og hún myndi
taka afstöðu til bréfsins, en að
svo stöddu gæti hann ekki sagt
neitt frekar um málið.
AFSTAÐA SFV
í svari Samtaka frjálslyndra
og virtstri manna um þátttöku í
Framhald á bls, 2
Jarðhitasvæðið að Reykjum:
Nægir borginni næstu
7 til 8 árin
ann að þessari lagasetningu.
Fyrsti hlutinn birtist í biað-
inu í dag.
NÝJAR mælingar á jarðborun-
um að Reykjum hafa rennt frek-
ari stoðum undlr fyrri spár um
vatns- og varmamagn á þessum
slóðum. Mælingar hafa sýnt, að
úr holunnm koma um 1100 lítr-
ar á sekúndu í stað 330, sem var
áður, en að sögn Gunnars Krist-
Þrítugur maður greiðir lægra
fargjald en 3ja ára barn
— Rætt við forráðamenn Loftleiða um far-
gjaldaöngþveiti á flugleiðum yfir N-Atlantshaf
STJÓRN Loftleiða bíður enn
átekta og hefur ekki tekið
i ákvarðanir um gagnráðstafan-
ir vegna þess öngþveitis, sem
myndazt hefur á fargjalda-
mörkuðum yfir Atiantshaf.
Bíður stjórnin viðbragða
IATA-fundarins, sem nú er að
hefjast í Montreal, en þar á
að frcista þess að koma á
skipulagi í fargjaldamálum.
Öngþveitið hefur staðið frá
1. júní og til þessa hafa Loft-
leiðir þraukað með óbreytt
fargjöld. Morgunblaðið átti í
gær viðtöl við Alfreð Elías-
son, forstjóra, Krist.ián Guð-
iaugsson, stjórnarformann,
Martin Petersen, deildarstjóra
í sölu- og umferðardeild, og
Slgurð Magnússon, blaðafull-
trúa.
Þeir félagar sögðu að í upp-
hafi hefði stríðið um fargjöld-
in hafizt með því, að Sabena
auglýsti ný lág fargjöld frá
og með 1. júní — námsmanna-
fargjöld — og haft er fyrir
satt, að Pan American Air-
ways hafi varað Sabena við
þessari lœkkun og gefið félag-
inu viku frest tiL þess að
draga ákvörðun sína til baka
— eltegar myndi Pan Am
svara í sömu mynt. Sabena
dró ákvörðun sína ekki tii
baka og hinn 7. júní sl. birtist
heilsiðu.au glýsLn g í New York
Times frá Pan Am, þar sem
fólk var hvatt til að fljúga
með því félagi og flugferðum
sínum taldi félagið helzt til
giidis, að engar tafir yrðu
Framhald á bls. 17
Inssonar, verkfræðings Hitaveit
unnar, felur þetta í sér 100%
aukningu á vatnsmagni veitunn-
ar eða um 60% aukningu á
varmamagni.
Guranar sagði ennfremiur, að
Ijóst væri að þessar hedtavatns-
æðar að Reykjum mundu full-
nægja heitavatnsþörf Reykjavik
ur næstfu 7—8 árin miðað við
eðlMeiga sitækkum bongarinnar, en
enníremur er fyrirhuigað að
tengja Kópavog við þetta hita-
veiitusvæði að einhverju leyti.
Nauðsynlegt er að Leggja nýj-
ar leiðslur til borgarinnar frá
Reykjum, svo og þartf að stækka
dæLustöðina þarna. Nýjar leiðsl-
ur verður að leggja um 11 kiió-
metra leið eða að Elliðaám. Er
þar um að ræða eima stóra
leiðslu — 28 tommur í þvermál
og hún lögð í stokk.
Áætlaður kostnaður við lagn-
ingu leiðslnanna, byggingu dæii-
stöðvarinnar, virkjun borholanna
o:g frekari horanir á Reykjum,
er um 150—200 milljónir. Fram-
kvæmdir hetfjast strax á næsta
ári og verður reynt að hraða
þeim sem mest.