Morgunblaðið - 28.07.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1971, Blaðsíða 1
166. tbl. 58. árg. MIÐVIKTJDAGIJR 28. JtJLÍ 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Völd Sadats aukin Kaíró, 27. júlS. AP. EGYPZKA þingið hefur veitt Anwar Sadat forseta „fullkom- ið umboð” til þess að glima við hættuástandið í Miðaustur- löndum, hvað sem gerist. Þetta virðist þýða að Sadat hafi frjáls ar hendur um ákvarðanir sem varða stríð eða frið við ísrael. Sadat sagði þingheimi, að um boðið táknaði ekki alger völd og að hann mundi ekki fara út fyrir ramma þeirra marka og þeinrar stefnu, sem þjóðiin hefði samþykkt. Hainn sagði, að næstu fimm mánuðlir yrðu „ttmi ákvarðana” í deilunum við ísra elsmenn, þótt það merkti ekki að deilan yrði leyst á þeim tíma. „En ákvörðun um strið og frið verður tekin á þessum tíma,” sagði hawn. Eldey var klifm í annao sinn s. I. mánudag af 7 Vestmannaeyin gum, en síðustu 30 ár hafa men n ekki komiö í eyna. Þúsundir af súlu búa í eyjunni og var krökkt af henni sitjandi uppi á eynni og fijúgandi í kring um hana, enda er stærsta súiubyggð i heimi í Eldey, með um 20 þús. súlupör. Sjá grein á bls. 16 og 17. Ljósmynd Mbl árni johnsen. Bardagar í Austur- Pakistan Kalkútta, 27. júlí. AP. B.ARDAGAR blossuðu upp að nýju í dag á landamær- um Austur-Pakistans þar sem viðsjárvert ástand er nú ríkj- andi. Indverskar og pakist- anskar öryggissveitir börð- ust annan daginn í röð, að sögn indverskra blaða. Að minmsta kosti 11 menn, allt óbreyttiir borgarair, féllu í bardögum, að sögn Indverja. Flytja varð á brott íbúa þorpsinis Sonamura í Trip- ura-fylki þegar þrír höfðu fallið og nokkrir særzt í stór skotahríð Pakistana. Ind- ver j ar svöruðu skothríðinni samkvæmt indversku frétt- uinum. Tungllending ákveðin þrátt fyrir bilunina Hún reyndist ekki svo alvarleg að ástæða væri til að hætta við lendingu Houston, 27, júlí, AP, NTB. BILUNIN í Apollo 15, er ekki svo aivarleg að hún komi í veg fyrir lendingu á tunglinu. Þetta kom í ljós í gærkvöldi þegar geim- fararnir ræstu aðalhreyfil tækja- farsins til að gera smávægilega stefmibreytingu, en óttazt var að biiunin væri í sambandi við eids- neytisgjafa þess. Þeir Scott, Ir- win og Worden urðu mjög kátir þegar stefnubreytingin tókst samkvæmt áætlun, og ekki var fögntiðurinn minni á jörðu niðri. Það varð mikið uppþot í Houston, þegar geimfararnir til- kynntu um blik'kandi aðvörunar ljós, Skömmu eftir að þeir höfðu s'kotið sér út úr aðdráttarafli jarðar, á braut til tumglHina, Það kom fljótlega í ljós að ekki var nein bráð hætta á ferðum, þvi þótt bilun hefði orðið á aðal- hreyfli geimfarsinis, hefðu þeir getað notað hreyfla tunglferjumn ar til að komast til jarðar aftur, eina og gert var í Apollo 13. Menn hlökkuðu þó ekki mi'kið til að þurfa að aflýsa annarri tungllendingu, og það var mikill léttir þegar í ljós kom að það var rofi sem var bilaður en ekki sjálfur hreyfillinm. Geimfararnir þrír munu nú taka lífinu með ró þar til á fimtudagskvöld, ef ekkert óvænt Fyrrverandi ráðherra var hengdur í Súdan Formaður kommúnistaflokks landsins fyrir „skríparétti“ Khartoum, 27. júlí — AP NTB FYRRVERANDI ráðherra í stjórn Sudans var í dag hengd- ur fyrir þátttöku í stjórnarbylt- ingunni i fyrrí viku og eru þeir þá orðnir 13, sem líflátnir liafa verið af þeim sökum. Þá var förmaður og stofnandi súdanska kommi'mistaflokksins fyrir rétti í dag, sakaðiir um að hafa verið einn af forkólfiun byltingarinn- ar, og hefur sækjandinn krafizt þess að hann verði dæmdur til dauða. Sovétrikin hafa mótmælt of- sóknum gegn kommúnistum í Súdan, en mótmæli þeirra eru mjög varlega orðuð, þar sem þau vilja ekki eiga á hættu að misisa áhrif sín í landinu. Ýmis önnur kommúnistarítki hafa einnig mótmælt. Ráðherrann, sem hengdur var, Joseph Garang, fór með málefni Suður-Súdans í ráðherratíð sinni. Réttarhöldin yfir honum fóru fram fyrir luktum dyrum svo ekki er vitað nákvæmlega um hverjar sakir voru á hann born- ar. Fréttamönnum var hins vegar Framhald á bls. 2. gerist, en þá eru þeir komnir að tungliniu og þurfa að stýra geim- farinu á braut umhverfis það. Það verður noklkuð spemnandi augnablik, þvi að tungiferjan á að lenda langt frá miðbaug tunglsins, svo að þeir verða að Framhald á bls. 2. Pentagon- skjolin a rússnesku Moskvu, 27. júlí, AP. RCSSAR hafa gefið út bók tim leyniskýrslurnar úr bandaríska landvarnaráðuneytinu (Penta- gon) nm Víetnam-stríðið, og byggist hún á uppljóstnimim bandarískra blaða. Bókin kallast á rússnesku: „Um refilstign striðs og blekkinga.” Tassfréttastofan hermir, að bókin verði gefin út í „risaupp- lagi“, en hún virðist íremur vera í formi umisagnar um leyniskýnsl uimar en útdrátta úr þeim. Rússar státa af mætti flotans Getur ráðizt á skotmörk um allan heim með kjarnorkueldflaugum MOSKVU 25. júlii — AP. Sergei Gorshkov aðmíráll, yfir- maður sovézka flotans, segir í viðtali sem TASS-fréttastofan birtir í dag, að sovézki flotinn geti ráðizt á hvaða skotmark sem er í lieiminuni með kjarn- orkiieldflaiigum. Hann sagði, að þau vopn sem Rtissar treystu mest á til þess að koma í veg fyrir kjarnorktiárás á Sovétríkin væru kjarnorkukminir kafbátar og „eldflaugaliðsafli”, sem beita mætti til árása á staði fjarri Sovétrí kj unum. Gorshlkov aðmirá'1.1 sagði í til- efni fiotadags Sovétríkjanna, sem var á sunnudaginn: „Kaf- bátar okkar, herskip og flugvél- ar eru búin hergögnum, sem hægt er að beita gegn skotmörk- um neðansjávar, á yfirhorði sjávar og í lofti, hvar sem er á heiimshöfunum. Plotinn ræður yifir hæfilegu liði, sem er ætiað það hiutverk að standa að bar- dagaaðgerðum í samvinnu við landhersveitir. “ Hann sagði, að eldiflauigavopn í kafbátum, sem væri tefit fram á úthöfunum, hefðu forgangs- rétt hjá Bandarfkjamönum, þar sem markmið þeirra væri „að dreifa frá bandarísku yfirráða- svæði töluverðum fjölda hugs- anlegra hefndarárása með kjam- orkuvopnum.“ Gorshkov sagði ennfremur: „Engar herfræði- kenningar, þar á meðal svoköll- uð úthafsherfræði, getur bjargað nokkrum þeim árásaraðila, sem miundi leggja í þá hæfctu að heyja stríð gegn Sovétrikjunum og öðrum löindum samféiags sóeáal- istarikja, frá hefndarárás, sem mundi leggja haran að velli. m * r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.