Morgunblaðið - 28.07.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.07.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MEÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1971 5 Frá vinsítri: K.jörn Bjornsson og frú Guðfinna kona hans, prófossor Peter Foote, Ölafur Guð- mumlsson, prófessor líag og Lára Rafnsdóttir. Peter Foote talaði í Islendinga- hófi í London MORGUNBLAÐINU liefur bor- izt efttrfarandi frásögn: Félag Islendinga í London minntist endurreisnar lýðveldis- ins með hófi að Remhrandt Hot- el, Kensinton ]». 17. júní sl. For- maðurinn, Ólafur Guðmundsson selti mótið kl. 8.30 e. 1i. Peter Foote prófessor og for- seti norrænu deildarinnar i London University College hélt skörulega ræðu á islenziku og ensku um formíslenzk fræði með mjög skemmtiiegum tilvitnunum í ísiendinga.sögu)Tiar, sem var gerður góöur rómiur að og pró- fessornum klappað mikið lof í Oófa að x'æðu hans iokinni. Stofnformaður félagsihs, Bjöm Björnsson, þakkaði með nokkr- um vel völduim orðum pró- fessor Foote, fyrir hina ágætu og fróðlegu ræðu hans. — Dansað var til kl. 1 e. m. Ætt- jai'ðarsöngvar voru sungnir af miklum krafti, bæði undir borð- um og eins að hófinu lóknu, Úr hófinu 17. júní sl. sem endaði með þjóðsöngvum beggja landanna, Bx'etlands og ísiands. Tæplega 100 manns tóku þátt í hófinu og allir skemmt'u sér vel. Sendilherræhjón íslands höfðu ekki móttöku að heimi'li sínu þennan dag og voi'u ekki við- stödd í þessu hófi félagsins. Hvöttu til vináttu við Mao fyrir áratugum Tveir fyrrverandi starfsmenn utanríkisþjónustu Bandaríkjanna fá uppreisn TVEIR fyrrverandi embættis- menn í bandarísku utanríikiis- þjónustunini voru nú í vikunni kvaddir á fund utanríkis- málanefndar öldungadeildar- iininar til að veita upplýsingar um samskipti sín við núver- amdi leiðtoga Kína. Málavext- ir eru þeir að menniirnir tveir, John Stuart Service og John Paton Davies, voru reknir úr bandarísku utanríkisþj ónust- unini þegar McCarthy réð lögum og lofum, en þeir voru meðal þeirra síðustu banda- rísku embættismamna, sem höfðu vinsamleg tengsl við kínvei'ska kommúnistafor- ingja áður en þeir komust til valda. Foimaður utanríkismáia- nefndar öldungadeildarininar og fleiri fulltrúar nefndarmn- ar sögðu blaðamömnum, að þróunin og tíminn hefðu leitt í ljós að þeir Service og Davies hefðu haft rétt fyrir sér um margt. Þeir gegndu þýðingai'miklum störfum í Kína á þeiim árum, þegar heimsstyrjöldin síðari stóð sem hæst og samtímis 'oörð- ust sveitir Mao Tse-tung an.n- ars vegar og lið Chianig Kai- sheks hins vegar um völdin iininan lands. Báðir snerust mennirnir til hiklausrar and- stöðu við Chiang Kaishek og t.óldu að stjórn hans væri rot- ili og að hann nyti ekki stuðn- ings kínversku þjóðarinnar. Þeir hvöttu á sínum tíma bandarísk stjórnvöld eindi'eg- ið til að taka upp jákvæð skipti við Mao Tse-tung. í skeytum sínum rakti Ser- vice löng og vimsamleg sam- töl við Mao og Chou En-lai, þar sem báðir kommúnista- foringjamir voru því mjög hlynmtir að taka upp sam- vinnu við Bandai'ikin og þeir i'eyndu að sannfæra banda- í'ísk stjórnvöld um að þeir hefðu enga samvin.nu við Sovétríkin. — Lyktir urðu þær að Sei'vice og Davies voru kallaðir heim og skömmu eft- ir 1950 voru þeir báðir reknir úr vitanríkisþjónustunni. Service hefur síðan uninið sem bókavörður við kínvenska rannsóknastofnun í San Francisco, en Davies hefur haft ofan af fyrir sér sem húsgagnaframleiðandi í Suð- ur-Ameríku. Aðspurðir um hvort þeir teldu að með því að vera kvaddir á fund utanríkismála- nefndarinnar, hefðu þeir feng- ið uppreisn æru, lýstu þeir yfir einlægum vonum um að svo yrði. Þeir kváðust binda vonir við jákvæðan áraingur af ferð Nixons til Kína, en ekki stoðaði að gera sér gylli- vonir og nauðsynlegt væri að taka föstum og raumhæfum tökum á fyrirhuguðum aukn- um samsikiptum Kína og Bandaríkjanma. TIL SÖLU - TIL SÖLU 5 herbergi í sambýlishúsi í VESTURBÆ. Seltjarnarnes, 165 fm SÉRhæð. Mjög vönduð eign. Parhús í Laugarás. — Einbýlishús og raðhús í Kópavogi. I Hafnarfirði góð 180 fm SÉRhæð. 3 herb í sambýlishúsi. — 2 herb. í sambýlishúsi. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN. Austurstræti 12. Simar 20424, 14120. — Heima 85798. Ætlið þér til Mallorca, i Húsafell eða Þórsmörk? Nýkomnar peysur og stuttbuxur. Sérkennileg síð vesti. Sundbolir, sumarkjóladress. stuttir kjólar frá 1.965,00 kr. Sumarbuxur og blússur. Leitinni lýkur i tizkuverzlun ungu konunnar, Kirk juhvoli, bak við Dómkirkjuna. — Sími 12114. — mjöLL HóLm Mjöll Holm, sem sungió hefur með ýmsum hljómsveitum i mörg ár, heyrist nú í fyrsta sinn á hljómplötu. jnn er heminn heim ásterþre Betri söngur héfur ekki heyrzt á íslenzkri dægurlagaplötu um langt skeið. — Lagið ,,Jón er kominn heim" verður örugglega „lag sumarsins ". SG-hljómplötur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.