Morgunblaðið - 28.07.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.07.1971, Blaðsíða 32
 SDÍqrncJi ctq <F&lmi ISXl CDIZD^ ^EDkchlc^ "tipih TRIÍLOFIMRHRIIAB HVERFISGÖTU 16 a ÞVOTTALOGUR FUÓTViRKARI, MILDARI FYRIR HENDUR YÐAR. MIÐVIKUDAGUR 28. JULÍ 1971 Samkomulag um Norðurlandaflug Loftlei5a: Sömu fargjöld ogSAStil Bandaríkjanna Takmarkanir á farþegaf jölda felldar úr gildi — SAS lýsir ánægju með fyrirhugaða samvinnu LOFTLEIÐIR hefja þotuflug milli Skandinavíu og Bandaríkj- anna 1. nóvember n.k. og taka þá upp fargjöld og kjör IATA- flugfélaganna á þessari leið. Um leið falla niður þær takmark- anir á farþegafjölda, sem voru skilyrði þess að Loftleiðir fengju að fljúga á lægri fargjöldum milli fyrrgreindra staða. I»ar sem þotur Loftleiða geta ekki lent á flugvellinum í Gauta- borg, sem er of lítill, stendur Loftleiðum til boða að fljúga til Stokkhólms í staðinn. Engar ákvarðanir hafa enn verið tekn- ar um fjölda ferða eftir 1. nóv- ember og heldur ekki, hvort flogið verður til Stokkhólms, f gær barst Mbl. efirfarandi fréttatiikyiuni'ng frá Utanríkjs- ráðuneytinu og tilkynning sama efnis bamst frá Loftleiðum: „f framhaldi af sammingavið- ræðum á sl. ári og fyrr á þessu ári hafa samninganefndir frá fslamdi ainnars vegar og frá Dan mörku, Noregi og Svíþjóð hins vegar náð samkomulagi á við- ræðufundum í Kaupmamna- höfn, dagana 26. og 27. þ.m. um flug Loftleiða til Skandinavíu, — bæði vegna þess tíma, er Loft ieiðir eiga eftir að fljúga með skrúfuþotum, og j afnframt eft- ir að félagið hefur þotuflug. Eins og ávallt hefur verið gengið út frá af hálfu fulltrúa Skandinavíu munu Loftleiðir bjóða IATA-verð og kjör, eftir að félagið hefur þotuflug, þann- ig að flugþjónustam milli Skandinavíu og Bandatríkjamna að þesau leyti svari alveg til þess, sem SAS og önnur áætlun arflugfélög bjóða á flugleiðum yfir Norður-Atlantshaf. Þair á móti falla niður þær takmark- anir á sætafjölda, er teknar Framhald á bls. 19. Kópavogur kaupir heitt vatn REYKJAVÍKURBORG hefur gert samning við Kópavogskaup- stað um sölu á nokkru magni af heitu vatni og verður það leitt frá dælustöð Hitaveitunnar í Fossvogi. Vatnið verður sett inn á litla olíukynta hitaveitu, sem er fyrir í suðurhluta Kópavogs. Eir gert ráð fyrir því að Kópa- vogur fái um 10 sekúndulítra til að byrja með, þ. e. a. s. þegar Reykjavík er aflögufær og á vatnamagnið að aukast á næstu árum í 25 sekúndulítra. I samn- imgmum um sölu á vatninu segir m. a., að halda skuli áfram sam- vinnu Kópavogs og Reykjavíkur um frekari öflun og nýtingu á jarðvarma. Jóhannes Zoega, hitaveitu- stjóri, sagði Mbl. að vatnið yrði selt samkvæmt mæli og næmi heildarsalan til að byrja með 1— 2 milljómum króna á ári og færi síðan í 3—4 millj. kr. þegar vatnsmagnið yrði meira. Húsvík- ingar von- sviknir — eftir komu skemmti- ferðaskips Húsavík, 27. júlí. ÞÝZKA skemmtiferðaskipið Evrópa kom til Húsavíkur í dag kl. 18 í hinu bezta veðri. Slkipið kom frá Afcureyri, en þar fóru í land um 300 farþeg ar, til að fara í ökuferð um Þingeyjarsýslu og tafca skip- ið aftur á Húsavík og hingað kornu þeir í 8 rútubílum umt kl. 19. Þetta er í fyrsta sfcipti,; sem skemmtiferðaskip kemurl til Húsavíkur, og hafði komaj þess varið tilkynnt fyrirfram, svo að Húsvíkimgar gætu ver- ið viðbúnir. En það má telja allundarlegt, að efcið var með farþegana beint á bryggju og þeir driínir um borð eins og „stríðsfangair“, sem efcki Framhald á bls. 19. Vinnuaflsskortur á Vestfjörðum MJÖG mikil atvinna er nú á Vestfjörðum og vantar alls stað- ar fólk, að sögn Jóns Páls Ilall- dórssonar, fulltrúa Fiskifélags fs- lands á ísafirði. Tíðarfar í júlí hefur verið með eindæmum gott og handfærabátar hafa aðeins misst einn dag úr. Hefur mikill afli borizt á land í vestfirzkum verstöðvum. í júnimánuði bárust 3.156 lestir á land vestra og var ísafjörður hæstur verstöðva með 758 lestir. í júnímánuði í fyrra var aflinn 5.013 lestir. Hér fer á eftir yfirlit Fiskifé- lags íslands um sjósókn og afla brögð í Vestfirðingafjórðunigi í júní sl. Aflatölurnar eru miðað- ar við slægðan fisk með haus: Tíð var yfirleitt hagstæð til sjósókraar í júní og dágóður afli. Stærri línubátamir stunduðu veiðar við Austur-Grænland, en urðu fyrir miklu ónæði vegna ís- reks. Héldu því flestir til grá- lúðuveiða við Norðurland, þegar kom fram í mánuðinn. Togbát- annir voru einnig mest út af Norðurlandi. — Handfærabátar voru mest á heknamiðum, nema Buðu 1,3 millj. kr. í söltunarstöðina UPPBOÐ á fasteignuin gjald- þrotabús Kaupfélags Siglfirð- inga hófst í gær, en undanfarna 6 daga hefur staðið yfir uppboð á verzlunarvörum kaupfélagsins og er þvi enn ekki lokið. 1 gær buðu Síldarverksmiðjur rifcisins og Siglufjarðarkaupstað- ur sameiginlega 1,3 milljónir króna í Söltunarstöð kaupfélags- ins og Samband ísl. samvinnu- félaga bauð 200.000 krónur í brauðgerðarhúsið. Að auki var boðíð í kjötvinnsluhúsið, 2 verzl- unarhús við Aðalgötu, ibúð við Aðalgötu og verkstæði, sem er ónotað og vorij boðin öll lægri en i brauðgerðarhúsið og íóru niður í 30.000 krónur, að sögn bæjarfótgetans á Siglufirði, Elí- asar I. Ehassonar. Sagði hann að það hefðu yfirleitt verið veðhaf- arnir, sem buðu í fasteignirnar. 1 dag verður uppboðinu haldið áfram, því eftir er að bjóða upp kjörbúðarhúsið, sfcrifstofuhús- næði, reykhúsið og eina lóð. stærstu bátamir, sem sóttu suð- ur á Breiðafjörð. Fengu þeir margir ágætan afla. í júní stunduðu 134 bátar veið- ar frá Vestfjörðum, en í fyrra voru 174 bátar við veiðar á sama tíma. Flestir bátamir stunduðu handfæraveiðar, eða 101 bátur, 10 reru með línu, 15 með botn- vörpu og 8 með dragnót. Framhald á bls. 19. Erfiðasti hluti leiðarinnar upp í Eldey sl. mánudag lijá félögun- um úr Eyjum var efsti hluti bjargsins, sem slútir talsvert fram yfir sig, 20 m hár. Á myndinni sést þar sem einn sjömenning- anna hangir í miðjum bjargveggnum i einum kengnum sem þeir fikra sig upp og annar Eld eyjarfari er tilbúinn til aðstoðar nokkru neðar. Á bjargbrúninni efst til vinstri fóru þeir upp en mikið loft er undir berginu eins og sést á myndinni. Ljósmynd Mbl. á. j. Sjö Vestmannaeyingar klifu Eldey — en menn hafa ekki í 30 ár komið í þessa stærstu súlu- byggð í heimi ELDEY var klifin s.l. mánudag af 7 Vestmannaeyingum, en í Eldey er stærsta súlubyggð í heimi. Eldeyjar-Hjalti og félagar hans tveir frá Eyjum klifu Eld- ey í fyrsta sinn svo vitað sé 1894. Eftir það var eyjan nytj- uð og var svo allt fram til 1940 er eyjan var friðuð fyrir fugla- drápi. 1939 var síðast farið í súlu í Eldey, en 10 árum síðar, þegar leiðangur ætlaði upp í Eld ey gafst hann upp, því allar keðjur sem áður höfðu verið til þess að fara upp eyna voru ryðg aðar í stindur. Menn bafa því ekki komið upp í Eldey síðustu 30 ár þar tU sjömenningamir klifu eyna, en hún hefnr alltaf verið talin Ulkleif, enda er erfið- asti farartálminn 20 metra bjaxg veggnr efst í bjarginu og slútir hann talsvert fram yfir sig. Vest mannaeyingamir voni 4 tínia á leiðinni upp 70 metra hátt bjarg ið og efst fóru þeir með því að negla sig með naglabyssu. Hafa ekkl aðrir en Eldeyjar-Hjalti og félagar hans klifið Eldey eius og sjömenningarnir gerðu nú. Aðrir Eldeyjarfarar hafa ávaUt haft gamlar keðjur til þess að ktífa eftir. Það þótití. miifcið aíirek þegair Eldiey vair fyrst kliifim 1094 og eft iir það var eyjam mytjiuið svo tiil á hvarj'u áii þar til húm var frið uð. Sjöamemmimgainnflr fómu upp mokfciru austar em þegar eyjam var klifim fyrst, em á þeirn stað sem þeir fóm upp á brúmiima hafði áður fyrr veráð fceðjustigiv siem miium hafa myðigað í sumdur Framhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.