Morgunblaðið - 06.08.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.08.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÖST 1971 5 Dagur í Vínarborg — með Birni Sigurbjörnssyni 1 Vinarborg miðri er hús sem á sér merkilega sögu. Upphaf- lega var þar til húsa eitt glæsi legasta hótel hér sem hét Grand Hótel. Á hernámsárun- um voru aðalstöðvar rússneska hersins í Vinarborg þar og ekki setur þetta hús ofan í dag því þar eru nú aðalstöðvar IAEA eða Alþjóða kjarnorkustofnun- arinnar. Fyrir þann, sem ætlar sér að reyna að miðla af þvi, sem hann álítur gerast merkilegast i Vin er ekki óskynsamlegt að skyggnast inn í þá stofnun hér staðsetta sem hvað mesta þýð- ingu hefur fyrir umheiminn. Bjöm Sigurbjörnsson erfða- fræðingur er framkvæmda- stjóri Landbúnaðar- og matvæla deildar IAEA sem er rekin sam eiginlega með FAO ( Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna). Hann var svo elskulegur að eyða eftirmið- dagsparti með mér i þeim til- gangi að koma mér í örlitla snertingu við það sem er að gerast innan veggja þessarar stofn unar. Við byrjum á því að fá okk- ur að borða í matsalnum, sem er hinn upprunalegi i húsinu og er sá salur eins og vera ber i Grand Hótel; maður hefur á tilfinningunni að ekki megi hósta án þess að vera minnst milljóner. Það eru að vissu leyti orð að sönnu, þvi þar inni eru saman komnir margir fræg ustu vísindamenn heimsins, en mér er alveg óhætt því ég er með Birni og fæ því að hósta eins og ég vil. Húsakynni öll eru þannig, að manni dettur ósjálfrátt í hug njósnamyndir frá Bandarikjunum. Fundarsal- ir eru þannig að ef ýtt er á takka þá getur maður valið um 5 tungumál og aVur er ..salur- inn hreyfanlegur þannig að alilt sé sern hentugast fyr- ir hvern fund en niðurröðun húsgagna fer eftir fjölda þátt- takenda og efni fundarins hverju sinni. í matsalnum er varla stund- legur friður fyrir okkur til þess að tala saman. Allir eiga erindi við Björn, ef ekki til þess að leggja undir hans úr- skurð eitthvert vandamál, þá bara til þess að tala við hann, vegna þess að það er gaman. Þau vandamál sem þar eru rædd eru ekkert smá i sniðum. Stjórnmálalegu jafnvægi í Pak istan er raskað og það veldur miklum ugg vegna þess að þá getur áætlunin um Pakistan taf izt og valdið ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Birni tókst að kreista 850 þús. dollara út úr V-Þjóðv. til styrktar rann- sóknum; ætla Rússar að leyfa þeim að veita peningunum mót- töku? (V-Þjóðv. eru ekki aðil- ar að S.Þ. og styrinn stendur um Berlín.) Þannig mætti lengi telja. Aðspui’ður kvað Björn höfuð tilgang IAEA vera að breiða út friðsamlega notkun á kjarn- orku og kjamorkutækni auk þess að stemma stigu við út- breiðslu kjarnorkuvopna. í Brekkukotsannál eftir HKL segir á einum stað eitt- hvað í þá veru að dúxar verði aldrei annað en undii’kontórist ar og búðarlokur. 1 huga þess sem þessar línur ritar eru eigin leikar áðui’nefnds hóps einkum bundnir við þurra skynsemi og brjálaðan metnað. Þvi er ekki nema von að mig hafi undrað að verða þess vísari að við- mælandi minn er ekki einungis þekktur vísindamaður heldur og margfaldur dúx í ýmsum há skólum vestanhafs. Einkenni Bjöi’ns ei'u nefnilega fyrst og fremst hin mjúka skynsemi húmanistans og hinn rólegi metnaður visindamannsins. Þannig virðast margs konar viðurkenningar og styrkir ekki hafa haft nein áhrif á hann um fram þá ánægju sem duglegum mönnum verður af bættri vinnuaðstöðu. „öll þessi stai’fsemi hérna kostar nú drjúgan skilding. T.d. er reiknað með því, að deildin sem ég starfa við hafi eytt á s.l., ári u.þ.b. 3% milij. dollara. En þessum peningum er ekki eytt öllum hér í Vín. Eitt af aðalverkefnu-m stofnun- arinnar er að styrkja og standa fyrir rannsóknum víðs vegar um heim. T.d. veitti stofnunin á þessu ári 880 þús. kr. styrk til þrívetnisrannsókna á Vatna jökli.1’ „Stofnunin stuðlaði einnig að verkefni sem Kjarnorkustofn- un Bandaríkjanna og Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins unnu sameiginlega að. Til- í-aunin stóð í eitt og hálft ár og var tilgangur hennar að auka með geislum geymsluþol á humar, rækjum og bolfiski. Þessar tilraunir tókust mjög vel og hafa vakið alþjóðaat- hygli. Stofnunin hérna hefur nú gefið skýrsluna um þessar rannsóknir út í bókarformi. Mestan heiður af þessum ár- angri eiga þeir Guðlaugur Hannesson, Björn Dagbjarts son og Þói-'ður Þoi’bjarnarson forstj. Rannsóknast. fiskiðnað- arins. En það er annað sem mér líkar ekki eins vel og það er að nú litur út fyrir að það eigi að byi’ja að leyfa sölu á þessum varningi svona unnum i Bretlandi og Islendingar hafa mér vitandi, ekki sýnt neina hreyfingu í þá átt að nýta sér þessa þekkingu sjálfir. Tilfell- ið var að þetta var svo vel unn ið heima, að þótt Bandaríkja- menn hefðu verið með ákaflega svipaðar rannsóknir svo árum skipti þá var árangur þeirra ekki sambærilegur við þann sem náðist heima.“ „Ha, hvað segir þú? Hvenær byi’jaði ég að vinna héma? Jú sko, árið 1957 fór ég á þriggja mánaða námskeið í Bandaríkj- unum, í notkun geisla og ísó- tópa í landbúnaði á vegum kjar-norkustofnunarinnar þar vestra. Þetta var eiginlega í fyrsta skiþti sem þeir hleyptu útlendingum í upplýsingar um kjamorkurannsóknir sinar. Nema hvað. Á þessu námskeiði voru tveir visindamenn söm seinna urðu" starfsmenn kjarn- orkustofnunarinnar og þeir skrifuðu mér og spurðu hvort ég væri til í að starfa hér í Vin í tvö ár við uppbyggingu nýrrar deildar. Síðan eru liðin sjö og hálft ár.“ „Ég skal svo sem viðui-kenna að ég var ekkert alltof fjáður á þessu tímabili. Árið 1960 hafði ég 6.100 kr. i kaup og hafði þá lækkað um helming i ' kaupi siðan á námsárum mín- um minum í Bandaríkjunum en þar hafði ég 450 dollara í ýmsum styi-kjum og lánum. Samt sem áður vil ég taka það stíft fram að það var ekki ein- göngu fjármálanna vegna sem ég fór að heiman. Heima var ég algjöi’lega í mínu fagi og hafði fullan áhuga á því, að halda áfram, þrátt fyrir það að ég hafði ivið lægra kaup en 13 ár um áður þegar ég vann á skurð gröfu í Kjósinni. Ég hafði bara áhuga á jurtakynbótum með geislum og þar aí5 auki vildi ég gjarnan fara eitthvað út til < þess að læra meii’a og halda mér opnum. Heyrðu annars, ág vildi gjarnah að það kæmi fram. að i fyi’sta lagi þá er ég ekki fluttur að heiman, enda- stöðin hlýtur alltaf að vera heima og þar fyrir utan þá er ég að vinna fyrir Island hérna, því ég er hér að sumu leyti sem einhvers konar vísindalegur fulltrúi Isiands hjá stofnuninni. Þess vegna álit ég mig alltaf vei-a að vinna fyrir Island hér þó að mig langi að sjálfsögðu alltaf tii þess að vinna á Is- landi. Það var bara þannig að ég lenti í mjög skemmtilegu starfi hér. Eiginiega lenti ég í að bvggja þetta starf upp i þeirri deiid sem ég var við. Upphaflega var ég eini erfða- fræðingurinn við þessa stofn un en núna eru þeir orðnir 6. Það starf sem mér var ætlað að vinna var svo umfangsmikið að þegar samningurinn minn var útrunnin effir tvö ár var starf ^ Framh. á bls. 8 I)r. B.jörn Sigurbjörnsson, Ilelga Pálsdóttir kona hans og dótt- ir þeirra Unnur Steina. OKKAR LANDSFRÆGA ÁGÚSTÚTSALA HEFST MÁNUDAGINN AGUST c1SMJQAVEQI 89 Terelyn-bútar. Úrvals buxnaefni í tízkulitum. Ullarteppi, föt, skyrtur, peysur, buxur og margt fleira. NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ OG SAUMIÐ Á UNGA FÓLKIÐ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.