Morgunblaðið - 06.08.1971, Side 12

Morgunblaðið - 06.08.1971, Side 12
f 12 MQRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1971 G. Br. skrlfar: Jónsmessuför í Kollsvík Kollsvik, ÞENNAN Jónsmcssumorgun vöknuðu okkar gömlu, góðu íjöll á Reykjaneai í döfckum skúrabláma. Yíir höíuðstaðnum sjálfum hvíldu þurun, gráleit sfcý. En óðar og flugvélin var komin vel á loft sigldum við inin í blikandi sólfar geimsins. Og það var hrein og bein upphafning að horfa á bláan Flóairun undir blik- andi sól í grænini umgerð lands- ina á þrjá vegu. Sá fjórði hvarf í óravídd úthafsins. Yfir Snæfellsnesi mættum við njofckrum hægfara Skýjum á léttu svifi í suðurátt svo að hinn fagri fjallgaröur með Jök- ulinn í hásætinu var hulinm sjónum okkar. — Ekki verður á allt kosið, enda þótt lífið leiki við lamd og lýð í ljóma þessa fagra vormorguns. Nú opnast Breiðafjörður í blárri vídd sinmi. Við fljúgum það hátt og utarlega, að útsýnið til hana óteljamdi eyja fær ekki notið sín. Nú blasir við Barða- strönd og Rauðisandur sitt hvoru megin við Skor, en við svífum yfir fjöllin norður í Pat- reksfjörð. Nú er skammt á flugvöllimn. í einum hnitmiðuðum hring spinuur vélin sig niður á jörðina. Eftir um 50 mínútna flug erum við lentir. Hér andar köldu utan af firð- imum. Við erum komnir í annan Xandsfjórðung þar sem kæla út- morðursims er ríkjandi í veður- fari þessara sólríku daga. Við brettum upp frakkakragana og stígum upp í blæjaðan Rússa- jeppa. Þeim, sem eru vanastir lúxusdrossíum höfuðborgarinnar er hann sönnun fyrir fjölbreyttn- inni í farkost landsimanna. Þetta er ágætur bíll — bæði loft- og lundgóður og virðist láta bjóða sér hvað sem er. Hann flytur okkur áleiðis til ákvörðunar- staðarins með viðkomu í Kvíg- inidisdal þar sem Þórunn og Snæbj örn Thoroddsen umvefja okkur alúð hinnar sönnu gest- risni. óðar upphefjast glaðar samræður yfir þeirra rausnar- legu veitingum. Hér er viðstað- an allt of stutt. Áfram er haldið. Jeppinn remnur eins og léttur klárhestur íramhjá Vatnsdal og eftir góðum vegi all-hátt í snar- hröttum, lausgrýttum skriðum Hafnarmúlans. Nú opnast Ör- lygshöfn, allmikið undirlendi eftir því, sem gerist á þessum slóðum. Hér eru falleg býli sem bera umhverfismenmingu (það hét áður þrifnaður) fólfcsins gott vitni. Hér er miðstöð þessa pláss með verzlun Sláturfélagsiina Ör- lygur á Gjögrum, félagsheimil- inu í Fagrahvammi með heima- vistarskólann við hlið sér og ljóma hvít og björt í hreinviðri Jónsmessunnar. Nú taka við Hænuvíkurskriður, því áð svo 'neitir næsta vík, en áður en að henni er komið, förurn við fram hjá ólafsvita á Háanesi og bæn- um Sellátranesi, sem stendur niðri við sjó. í Hænuvík er miffcil grásleppuveiði, sem er hér ærinn gróðavegur. Að vísu er slepp- unni sjálfri hent, en gotan er gulls ígildi og seld fyrir 8 þús. kr. tunnan. Úr víkinpi er ekið góðan veg yfir Hænuvíkurháls til Kollsvíkur, sem er ein af hin- um svonefndu Útvíkum —• hinar eru Breiðavík og Látravík — og bera sannarlega nafn með rentu þar sem þær liggja fyrir opnu hafi vestan á skaganum sunnan Patrefcsfjarðar. Við stígum úr bílnum en ofan af fjallinu er haldið og virðum fyriir ofckur þetta fámenna pláss, því hér eru nú aðeirus 2 bæir: Kollsvík nyrzt undir stórgrýttum hlíðum og Láginúpur suður á sléttlendinu. Norðan við Kollsvík ris Blakk- nes, sæbratt og tignarlegt í sinni 280 metra hæð. Maður get- ur dáðst að því á björtum vor- degi þar sem það gnæfir upp úr hafinu í sinini hljóðu reisn. En mikil ósköp hlýtur mann- esfcjan að vera smá og umkomu- laus frammi fyrir því í harð- viðrum vetrarins. Það fébk Koll- ! víkurheimilið að reyna fyrir rúmum 100 árum. Frá þeim vá- legu atburðum segir í Annál 19. aldar á þessa leið: Þarun 3. desember árið 1857 í hálfbirtu um morguninn sást svart ský yfir fjallsgnýpuinni er skagar lengst í sjó fram fyrir sunnan Patreksfjörð, heyrðist þá líka hastarlegur hvinur í fjalls- hryinunni fyrir ofan og utan bæ- inn að Kollsvík, og í sama vet- fangi skall bylur á bænum, er braut hann þegar niður og þrúg- aði baðstofunni svo niður og braut að af viðum í henini fannist ei eftir nofckur spýta einni alin lengri. Ein gift kona og eitt barn dóu strax undir rústunum, en þrennt af heimilisfólkinu sem náðist brátt á eftir skaðaðist og lá síðan veikt. Eitt barn náðist á íjórða og annað á sjötta dægri seinna, bæði lifandi og ósködduð, nema annað — kalið á hendinmi. Allt innanbæjar, áhöld, verkfæri, kistur, matvæli, rúmföt, bækur, Skemmdust og ónýttust með öllu. Hálft hey, sem stóð við bæinn, þverkubbaðist sundur, sem hnífdkorið væri, og í rúst- unum var allt í samblandaðri hrúgu, srnjórinn, heyið, viðar- brotin, moldin og grjótið. Fjósið, hlaða og öll önnur útihús stóðu ósködduð. Þennan dag tjáðist, að í KoIIsvík hafi verið allgott veður bæði fyrir og eftir, en í Flatey var stórviðri og kafald. (Skýrsla þessi kom frá sr. ólafi Sívertsen í Flatey). —O— Þegar Árni Magnússon tók saman Jarðabðk sína um Vest- firði voru 5 heimili í Kollsvík, Láginúpur með 2 hjáleigum, Hólum og Grundum, en í Kolls- vík sjálfri, sem þá var í eigu sr. Páls í Selárdal, var tvíbýli. Láginúpur ,var eign Saurbæjar- kirkju á Rauðasandi. Sú kvöð hvíldi á bændum að vera formenn á skipum jarðeig- enda og fengu þeir fyrir það höfuðin af skipshlutnum í for- manngkaup. Ekki voru það nein uppgrip því að þar „fángast mest steinbítur, lítill fiskur, so verður þá höfðahluturinn æði lítill." Um lífsskilyrðin á Láganúpi segir Árni, að engjar séu þar lítil- fjörlegar, engar á hjáleigunum. Þar er landþröngt og hrjóstrugt og sandágangur mikíll. Heim- ræði er árið um kring, en vertíð frá sumarmálum til Þingmaríu- messu (2. júlí). Til íorna höfðu verið 18 verbúðir á Láganúpi — nú aðeins 4. „Sumuth af þessum búðum hefur til forna ketill fylgt, nú öngvum.“ Um búskaparskilyrði í Kolls- vík er svipað að segja. Túnið er sendið og grýtt, engjar öngv- ar. Skriðuhætt er mjög og grjót- fall sífellt á vetrum og sandur- imn sækir óstöðvandi á allt gróð- urlendi. Þannig er þetta í raun- inni enn í dag. Svöl, saltmettuð hafgolan feykir örfínum sand- inum inn á tún og upp um hlíð- ar og gerir gróðrinum erfitl upp- dráttar. Hvaðan kemur allur þessi orkan sandur? „Ég ímynda mér,“ segir Þor- valdur Thoroddsen, „að sandur þessi eigi kyn sitt að rekja suður til Breiðafjarðar. Á grunnum sæ milli eyjanma þroskast þang og þari ágætlega. Þar verður því mikill urmull af lægri sædýrum, skeljum og þesskonar. Straum- arnir bera þangið út með Barða- strönd og skeljasandimn út með Skorarhlíðum, fyrir Látrabjarg og inn á víkur og firði fyrir norðan." —O— Kuldaleg var aðkoman er land var fyrst numið í Kollsvík. Frá því segir í Hellismanma sögu. Er Örlygur Hrappsson kom út hingað var með honum sá maður á óðru skipi er Kollur hét fóst- bróðir hans. Þeir höfðu samflot. En er þeir komu að landinu gerði að þeim storm mikimn og rak þá vestur um landið. Þá hét Örlygur á Patrek biákup fóstra sinn til landtöku þeim. En Koll- ur hét á Þór. Þá gkildi í storm- inum og kom hann þar er Kolls- vík heitir og braut hann þar sfcip sitt. Þar voru þeir um veturimn. En enda þótt svona tækist til í hinni fyrstu landtöku varð Kollsvík mikil og fengsæl veiði- stöð er tímar liðu og var svo lengi síðan. Um síðustu alda- mót reru þaðan 25—30 bátar. Voru þeir frá flestum bæjum í Rauðasandshreppi, imnam af Barðaströnd og víðar að. Róðrar hófust um sumarmál og atóðu fram yfir Jónsmessu er bændur urðu að fara heiim í svarðar- skurð, því ekki dugði arumað m afla sér eldiviðar áður en sláttur hófst. Á þessum tíma var fjölmeniní í Kollsvík. Samkvæmt kirkju- bókum frá 1890 eru þar í mareri- tali alls 44 rmanms á 5 heimilum. Og svo rakin sé í örfáum tölum byggðasaga þessa pláss skal þessa getið: í manntalinu 1703 voru hér 38 manns á 6 heimil- um. Armar hreppstjóri sveitar- innar, Jón Bjarnason, bjó þá í Kollsvík. Hinn var Jón Jónsson á Sjöundá. Svo líða rúm 100 ár, — 1808. Þá eru heimiliin aðeins 3. 1 Kollisvík býr Einar JóniS3on með 17 mainns í heimili. Hann er hreppstjóri og forlíkumarcomim - issar. En á Grundum býr Þor- katla Eyjólfsdóttir „stjórni3Öm ekkja og vel að sér.“ Mannval í Kollsvík í þann tíð og dfcal látið lokið upptalningu. En hér er nú allmikil breyting á orðin frá fyrri tíð eirns og víðar í okkar þjóðíífi. Óvíða hefúr hið margumtalaða jafnvægi í lands- ins byggð raskazt jafn hastar- lega og þar sem útræðið var hinm gildi þáttur í afkomu fólksins en lagðist niður og dróst til þorpa- anna þar sem stærri skip og fullkomnari fiskverfcunarstöðvar buðu fólkinu betri kjör og líf- vænlegri atvinnu. Á þessari þró- un hefur Kollsvík fengið svo mjög að 'kenna, að þar liggur «ú við auðn. Þar eru nú aðeins tveir bæir, eins og fyrr segir, og mun annar þeirra nú sennilega fara í eyði og þá er hinum hætt. Þrátt fyrir sæmilegar samgöngur og síma er það áhættusamit fyrir fáliðað heimili að búa jafn af- skekkt og einbýli er í Kollsvík og öðrum Útvíkum. En hvert sem böm þessa byggðarlags berast frá sinini berniskusveit, mun sjálfsagt á þeim sannast það sem Guð- mundur Iingi kveður: Þótt liggi héðan vegir þínlr langt en ekki skammt og land þú kannir balk við Atlantshaf, þú verður alla daga þína Vestfirðingur samt ef vaxinn ertu hrjóatrum þesoum af. Lokctð verður vikuna 8.—16. ágúst. Jón Jóhannesson og Co., Skólavörðustíg 1 A. Vélstjórafélag íslands Skrifstoían er flutt frá Öidugötu 15 að Báru- götu 11 (þar sem áður var Sparisjóður vél- stjóra). Stekkjarmelur í Kollsvík. Fór í eyði 1962. Félagsheimilið Fagrihvammur og heimavistarskólinn í Örlygshöfn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.