Morgunblaðið - 06.08.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.08.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1971 15 Hundadrápiö á Reykjavikursvæðinu: Ósamboðið siðuðu þjó ðfélagi að dómi Vestur- Þióðverja og raunar fleiri vestrænna þjóða.... Á þessu ári eru liðin 17 ár, síðan ég tók að mér ritstjórn Dýraverndarans, og hef ég gegnt þvi starfi Lengur en nokík- ur annar. Ég hef og verið í stjórn Sambands dýraverndun- arfélaga íslands frá því að það var stofnað. Með mér hafa lengstum unnið sömu mennirnir, og þó að ekki hafi verið mikið um það rætt á opinherum vett- vangi, hefur okkur tekizt að koma fram eða styðja að mörg- um mikilvægum umbótum á sviði dýra- og náttúruvemdar. Og ég minnist þess ekki, að stjórnin hafi nokkru sinni verið ósam- mála um samþykktir fyrr en tii kom hið margumrædda hunda- dráp í Reykjavik og nágrenni, en í 2. tölublaði Dýraverndar- ans á þessu ári hef ég gert all- rækilega grein fyrir sjónarmið- um mínum í því máli. Dýraverndarinn berst til dýraverndunarsambandanna í Noregi, Sviþjóð og Danmörku, sem öll gefa út blöð af svipuðu tagi. Þau eru þó engin eins stór og efnismikil og Dýraverndar- inn, en í stjórn samtakanna eru margir merkir fræði- og áhuga- menn, þar á meðai dýralæknar, en hér er það hartmær eins- dæmi, að þessir embættismenn taki þátt í starfsemi dýravemd- arfélaga .Hef ég og átt tal við dýralækni, sem telur það muni valda sér óvinsældum hjá baend um landsins, ef hann hafi af- skipti af siíkum samtökum! Hins vegar geg.na þeir auðvitað kalli, þegar þeir eru kvaddir til að Mta á kú eða kind eða beðn- ir að gelda hest, og ég hygg að þéir standi allánægðiir við að stimpla kjöt i sláturtíðinini, og er það vitaskuld góðra gjalda vert. Mér hafa þegar borizt bréf frá erlienduim merkismiöninium út af hiinni væntanlegu hundadráps herferð, og vilja þeir vart trúa þvi, að fregnirnair, sem boirizt hafa af samþykkt borgarstjóm- ar Reykjavikur í því miálii séu sannar, enda eru þeir bæði undr andi og hneykslaðir. En lenigsta og skorinorðas'ta bréfið er frá framkvæmdastjóra Dýra- verndunarfélags Flensborgar og umhverfis, og þar eð það mun gefa allskýra hugmynd um, hvernig viða erlendis er litið á hundadrápsmálið, hef ég tekið mig til og þýtt það, og fer þýð- iingin hér á eftir. Þess skal getið, að ég hef reynt að þýða bréfið þannig, að hvergi sé dregið úr né hert á, þar sem bréfriitarinn fordæmir þær aðgerðir, sem hér munu hjá fjölmörgum vera tald- ar mikidll menninigarvottiur og til sannra þjóðþrifa, ef ekki bjarg- ráða. „Félag okkar hefur bæki- stöðvar sínar næst dansk-þýzku landamærumum allra vest-þýzkra dýraverndunarféiaga. Það er því niyrzta dýravemdunarfélag- ið í Vestur-Þýzkalandi, og þess vegna teijum við, að okkur beri það öðrurn slikum félögum frem- ur hér í landi að snúa okkur til yðar og biðja yður og skora ein dregið á yður að láta einskis ófreistað til þess að hindra, að framkvæmd verði sú útrýmimg- arherfarð gegn heimilishunduim, sem borgarstjórn Reykjavíkur og aðrir ráðamenn borgarinnar hafa ákveðið að hefjaist skuli frá og með 1. september næst- komandi. Við fengum þá vitneskju frá sænsku stórbLaði, að alilir hund- ar í Reykjavík, sem eiigendur hefðu eikki á einhvern hátt los- að sig Við fyrir 1. september í ár, skyidu vægðarlaust teknir með valdi og þegar í stað skotn- ir. I fyrstu vildum við alls ekki trúa þessu, en þegar við svo spurðumst fyrir um þessa hrollvekjandi fregn hj'á Deuitscher Tiersohutzbund (Þýzka dýravemdunarsamband imu), sem við erum í, fiengum við að vita, að það hafði snúið sér til sandiíráðs Islamds í Bonn og komiizt þar að raun um þann sár beiska sannileiika, að ekki væri þama um flugufregn að ræða. Út af þessari staðreymd hefuir risið hér i Vestur-ÞýzkaLandi, svo sem Ljósast er af dagtbliöð- unum, slík mótmæla- og andúð- araida, að ekki þarf að efast um, hvemig þýzka þjóðin iítur á þetta mál. Fulltrúiair fjöl- margra blaða hatfa og hringt til þess, sem þetta bréf skriifar, þar á meðal ritstjóri stærsta og áhrifamesta dagbLaðsiins i Hamiborg. Einnig hafa ábyrgir forystu- menn þýzku airíikissamtakanna um dýravernd snúið sér tLL æðstiu stofnunair allra dýra- verndunarfiéLaiga, alþjóðaisam- bandsins í London. Því hafði þá þegar borizt hin rnjög svo ósenni lega frétt, og þýzka sambandið Guðmundur Gíslason Hagalin. skoraði fastliega á það uim að hafa þau afskipti af málinu að senda þegar í stað borgaryfir- völdum Reykjavíkur mótmæli gegn hmum fyriirhuguðu aðgerð um, sem í raun og siannleika verða ekki talin annað en grimmileg fjöidamorð, sem eru ósamboðin siöuðu þjóðfélagi. Til sömmunar því ætti að nægja að hugleiða þann hairmleik, sem settur verður á svið, þegar tiil dæmis aldraðir einstæðinigar verða með and- stygigiiegiu ofbeldi sviptir vini símum, kannski þeim einasita eina, sem þessi gamaimenni eiga I aMri veröldinini, og vita hann ofurseldan þeiim óverðskuldiuðu og gensamleiga óafsakamlagu ör- lögum að vera tekinn af llifi. Hvort sem litið er á hina fyrir- huguðu aftöku í Reykjavík með tilMti til hundEinna eða til eig- enda þeirra, eru þær jafinfurður lega ósæmiLegar og ómennskar! IsLand hefiur á seinustu ára- tugum orðið ferðarnannaland, og tala þeirra ianda okkar, sem heimsækja Sög.ueyna ykkar hef- ur fiarið hækkandi. En emg.inm vafi er á þvi, að verði úr himuim fyrirhuguðu hunda- morðum, munu margir Vestur- Þjóðverjar, sem hafa hugsað sér að eyða fríi siwu á íslamdi, hætta við það, eirns og sú hefur orðið rauinin, að fjöidi manns, sem ella hefði fiarið til Spánar, hefiur ákveðið að fiara þanigað ekki, meðan þaæ eru Látin við- gangast hin svokölLuðu nauitaöt, sem ekki eru öðrurn en vililimönnuim sæmand'i. Félag okkar hér í Flensborg hefiur reist og starfrækt stórt dýrahæli við dansk-þýzku landa- mærin. Á þeim tíma, sem ferða- manmastraumurinn er mestur, er þar ávallt húsfyllir af hundum, sem enu eign ferðalanganna frá Suður-Evrópu, Bandaríkjuinum og fjöLmörg'um öðrum löndum heims, til dæmis firá jafim- fjarlægu landi og ÁStraLíiu. Þeg- ar þetta ferðafólk kermur að LandEumærastöðvunium á Leið til Damrmerkur, Noregs, SvLþjóðar eða Finml'amds, er þvi sagt, að sakir smithættu af hundaæðii., megi það ekki hatfa með sér hunda sina. Við vituim svo gjörla að þessu fólki fiinnst við gera því ærið mikimm greiða, þar eð við tökum að okkur að sjá um hunda þess, og m.eð hæli ofckar aukuim við vissulegia á ferða- mannastraiuminn til Norður- landa, enda kemst ferðafólkið að raun um það á Leið sinni suður aftur, að hundar þess koma sannarlega til skLLa og að vei hefur verið að þeim búið. Eins og okkur er það ánægja að geta stutt að aiufcmum ferðalög- um tiil NorðurLanda gremst Okk- ur það sárlega að hugsa til hinm Framh. á bls. 20 Kennir stærðfræði á daginn — þýðir íslenzk fornrit á kvöldin Rætt við Bjarne Niclasen „Gerið þiö svo vel strákar mínir. Hanin er uppi á hana- bjáLka,“ sagði Kristmann Guð- mundsson rithöfiumdur, þeg- ar Morgunblaðsmenn börðu dyra á Tómasarhaga 9, nú fyrir skömmu. Ekki var þó sú raun- in á, því að viðkomandi sat i mestu makimdium í vlstlegri stoí- unni hjiá Kristmanni og firú (reyndar á efstu hæð), — á enda skilið virðuiLegri stað en hanabjáLka. Sá sem hér naut gestrisni Kristmanns og við átt- um erindi við, var Færeyingur Bjarne Niclasen að nafni. Hann heíur það til brunns að bera (umfiram það að vera Færeyimg- ur) að hafa unnið það stórvirki að þýða og getfa út á færeysku nokkrar af helztu perLum forn- bókmennta okkar. Við báðum Bjarne fyrst að segja okkur firá útgáfiunni.. „Það var árið 1956 að ég byrj- aði að þýðia Heiimsfcriniglu o.g það tók mig átta ár. Riitið kom svo út í átta bindium. Síðan tók ég tiil við Laxdælu, bezta „kær- liighedsroman“ sem ég hef lesið, og nú síðELSt 1966 kom Nj'áLa út.“ „Hver er aðdragandi þess að þú tókst þetta verk á hendur?" „Ég hef aLltaf haift mikimm áhuga á fornnorrænnii sög.u og menningu, eins og sést kannski t.d. á því að ég hef þýtt, auk IsLenzku fornritanna, skáldsög- una Orm rauða efitir Franz G. Bengtsson úr sænsfcu. En ís- lenzku hef ég lært einfcum á tvennan hátt. Ég var á skútu hér við Auistur- og Norðurland í kringum 1935, dvaldi m.a. í fLmm mánuði á Langanesi við sjóróðra en kom einniig til Reykjavífcur. Ég var eigiiniega hér við liand i átta ár meira og minna, frá því ég var fjörtán ára. Eftir stríð fiór ég í kenna.ra- skóla í Færeyjuim og kynntist þá íslienzkium fiombókmennitum. Áhuginn váknaði strax og þann ig náði ég þofckalieguim tökium bæði á fiorn- og nútimaiisHenzlku. Ég fiór 1946 tiil Danmerkur á menntamáLanámskeið þar og tók stúdentspróf. Þar las ég hins vegar stærðfræði, eðMis- og efina fræði og stjörmutfræði, Ég kvænt ist Sömmu minni 1948 en kenndi fiiimrn ár í Danmörku, Síðan kom óg heim og hef kenmt stærð- fræði og eðMisfræði í Þórshöfn." „Hvernig samrýmist það að vera með aðra löppina í mátt- úruvisinduim en hina í bók memmtuim?" „Sérlega vel. Þótt ég hafii miik inn áhuiga á náttúruvísinduim, þá eru það frekar þurr fræði og það er gott að Skipta yfiir I saifa- rikar og hressamdi bókmenntir á kvöldin." Frá vinstri: Frú Hólmfríður, Bjarne, Kristmann og Sanina. (Ljósm. Mbl. Br. H.). Samna, kona Bjarne, er yfir- læknir á sjúkrahúsinu í Þórs- höfn. Hún er fiímgerð og hæglát kona, og þótt Bjarne sé þéttur á velM og þéttur í lurnd, er með þeim mikill og góður hjónasvip- ur. Við spurðum Bjarne hverniig hefði genigið að fá bækurnar út- getflnar, og sagði hann iað það hefði verið nokkuð erfitt. Hann hafði stofnað útgáfiuifélag með tveimur öðruim mönnuim og nefni'st það Keldan og þeir hafia síðan staðið straum af útgáJunmi í sameinSngu. Bjarne sagði að útgáfa HeimslkringLu hefðl til dærmis kostaö 64 þúsund d.kr. (um 770 þús. ísl.) en 2000 ein- tök hafa selzt. Það er auðvit- að ótrúiega há tala í jafn litlu þjóðfélagíi og Færeyj'um, en við spuirðum Bjarne hvort hugsan- Legt væri að þetta stæði urndir sér. „Ef menm vinma fyrir efcki meáitt nema ánægjuna, þá jafn- ast þetta út,“ svaraði þessi vörpulegi Færeyingur að bragði. „Hvermig hagarðu þýðingar- störfum þíniurn?" „Ég dunda aðallega við þetta á kvöldim og uim heligar eims og ég sagði áðan, Þá er bezt næði. Ég mota bæði íslienzkar og danskar orðabækur og svo var t.d. dönsk útgáfia Finns Jónsson ar á Heimsikringlu mjög hjálip- Leg við þá þýðiingu, einikum í samiband'i við vísurnar. Þær eru oft erfiöastar viðureignar. Það er tiilitölulega auðvelt að þýða laust mál úr fornísLenzku, því að setninigaskipan hennar er mjög svipuð og í færeysku; færeysk- an er miiklu líkari islenzku fiorn máli en nútimaimáli. Hins vegar eru einstök orð óþýðanlieg Bjarne Niolasen. og maður verður að reyna að snúa sig út úr því. Visuirmar eru lang erfiðastar og þær eru um 600 taisims í HeimskrinigLu. Ég reyni að sjálfsögðu eftiir mætti að halda bra.gairhættinum en það tekst ekki aliltaf," segir Bjarne atf hógværð. „Þetta eru snilldarþýðingar," s-kýtur Kristmann gestgjafi inn í. „Honutn tókst að halda and- rúmsloftinu alveg ótrúlega vel. Framh. á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.