Morgunblaðið - 06.08.1971, Síða 10

Morgunblaðið - 06.08.1971, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1971 Fyrsta norræna S.þ námskeiðið hér Erl. gestirnir óánægðir með undirbúning og framkvæmd í DAG lýkur að Hótel Loft- leiðum í'ræðshinámskeiði um umhverfisvemd, sem Félög Sameinuðti þjóðanna á Norð- urlöndnm standa að. Nám- skeið sem þetta, eru haldin árlega, og er þar fjallað um ýmis mál, sem em efst á baugi hverju sinni. Er þetta í fyrsta sinn, sem námskeiðið er hald- ið á íslandi. Alls 67 fulitrúar sækja námskeiðið, 15 frá Nor- egi, 44 frá Svíþjóð, 3 frá Dan- mörkti, 5 frá Finnlandi, en enginn íslendingur hefur tek ið þátt í námskeiðinti. Fram- kvæmdastjóri Félags Samein- uðu þjóðanna á íslandi, Bjarni Beinteinsson, er framkvæmda stjóri námskeiðsins, en sakir veikinda hefur hann ekki get- að sinnt því starfi og hefur Jón G. Reinholdt borið hit- ann og þungann af því verk- efni. í gær hafði Morgunblaðið samband við Reinholdt, sem er formaður Félags SÞ í Noregi, og sagðist hann vera mjög undrandi á öllum undirbún- ingi nám'skeiðsins, svo og framkvæmd þess. — Ég kom hingað til ís- lands í þeirri góðu trú að ég væri aðeins þátttakandi, en raunin varð önnur. Ég hef borið þungann af því að stjórna námskeiðinu, óundir- búinn með öllu, og verð ég því sannarlega feginn að komaat heim til mín á morgun, sagði Reinholdt. — Við höfum ekki séð neina íslendinga hér á námskeiðinu, hvemig sem á því stendur. Ef til vili hafa þeir engan áhuga á SÞ og skynja ekki þann vágest sem mengun er né þörfina á um- hverfisvernd og telja sig því elcki hafa neitt hingað á nám- skeiðið að sækja. Síðan vék Reinholdt að því að á síðasta námskeiði félaga SÞ á Norðurlöndum hefðu ís- lendingar sjálfir boðizt til að taka að sér næsta námskeið, en fram til þess tima höfðu þeir ekki treyst sér til þess vegna þess hve félagið hér væri lítið og vanmáttugt. -— Við urðum mjög ánægð- ir yfir þessu boði, sagði Rein- holdt, — og hlökkuðum til þess að koma hingað, en mjög fljótlega fór að bera á því að undirbúningurinn væri ekki sem skyldi. Það dróst óeðli- lega að félögum á hinum Norð urlöndunum bærust fregnir um tilhögun dagskrár nám- skeiðsins, sem Félag SÞ á Is- landi átti að semja. Ég hafði í millitíðinini leitt hugann að málinu og var búinn að setja sannan dagskrá í stórum drátt um og endirinn varð sá að hún var samþýkkt, en Bjarni Bein teinsson bætti aðeins við hana þremur fyrirlestrum, sem ís- lenzkir menn áttu að fiytja. Þegar við komum hingað til námskeiðsins kom þó í ljós að aðeins einn af íslenzku fyrir- lesurunum hirti um að koma og flytja fyrirlestur. Hinir tveir birtust ekki af einhverj- um ástæðum og urðum við að fá tvo aðra íslenzka fyrirles- ara til þess að koma í staðinn. Eriindi þeirra voru góð, en þau fjölluðu ekki beint um það atriði, sem við vorum að sækjast eftir. Önnúr atriði í sambandi við námskeiðið hafa verið álíka skipulagslaus og eru erlendu gestirnir mjög óánægðir. Eins og áður hefur komið fram eru námskeið, sem þetta haldin árlega og hafa Norðurlöndin skipzt á um að halda þau. I viðtalinu við for- mann S.Þ. félagsins i Noregi kom fram að námskeið þessi eru dýr í framkvæmd og hef- S. Þ í Noregi er mjög virkt og öflugt, og hefur það alis 26 fasta starfsmenn, sem vinna við upplýsingaþjónustu um landið. Halda þeir nám- skeið fyrir almenning, gefa út kennslubækur, og ferðast mili skólanna og kynna S. Þ. Má í þessu sambandi geta þess að í Noregi lýkur enginn ungl ingur stúdentsprófi, án þess að fá 2 daga námskeið þar sem SÞ eru kynntar rækilega fyrir honum. Upplýsingar þær sem við veitum eru ein- göngu staðreyndir. Við látum almenning sjáifan um að draga ályktanir af staðreynd- unum og hefur það orðið til þess að við fáum fultt starfs- frelsi hvort sem stjórnin í Noregi er vinstri sinnuð eða hægri sinnuð. — Það er einimitt þetta atriði sem skilur á milli starf semi Félags S. Þ í Svíþjóð og félagsins i Noregi. Félagið í Svíþjóð dregur ályktanir og ber þær á borð fyrir almenn- ing með þeim afleiöingum að stundum er félagið alveg lam að, þ. e. a. s. þegar stjómin er á öðru máli en S. Þ. Að öðru leyti er félagið í Sviþjóð byggt upp á svipaðan hátit og félagið í Noregi, sem hefur eina miðstjórn í Osló og deild ir í öðrum bæjum Noregs, sem annast upplýsingastarf- semi á ákveðnum svæðum. í Danmörku er félagið aftur á móti lítið og starfar á öðrum grundvelli en við. Á námskeiðimu á Hótel Loft leiöum ihefur verið fjaiilað um uimhverfisvemd. — Þetta miáil er efst á bauigi i dag, sagði Reinhoidt, og þetta er mál sem varðar alla, hvar sem þeir búa í heiminum. Fyrir 10 árum hefði engin.n Norð- maður látið sig dreyma um að árið 1971 ætti hann við mengunarvandamál að stríða á borð við þau sem Banda- ríkjamenn glima við. En þrátt fyrir það blasir meng- u-nin við okkur nú. —• Ég hef alidrei heimsótt jafn hreint land og ísland er, héi't Reinholdt áfram og sagði síðan að lofcum. — Og ég vona sannarlega að áhuiga- leysi ísiendinga á námskeið- inu þýði ekki sama og áhuga- leysi á umhverfisvemd, því það væri miikill skaði ef Is- land iglataði gersemi sem það á, þ.e.a.s. hneimni og óspilltri náttúru. 1 tilefni af uimmælum for- manns Félags S.Þ. í Noregi sneri Margumblaðið sér til Bjama Beiniteinissonar fram- kvæmdasitjóra Félags S.Þ. á íslandi og sagðist hann myndu senda ítarlega greinargerð til fj'ölmiðla um námskeiðið í dag, þar sem m.a. ksemi fram að forráðamenn Félaga S.Þ. á hinium Norðurlöndiumum hefðu ekki gert neinar athuigasemd- ir Við dagskrántna -né um fyr- ir við dagsski'ána né u-m fyr- en á fundi sem fór fram á Hótel Loftleiðum kvöldið fyr- ir setminigu námiskeiðsins. — Þá upphófuist allmiklar deii- ur milii Svía og Norðmanna þar sem Sviar kröfðust þess að fyririestrum yrði fækkað og jaifniframt að Svíar fengju fleiri fyririestra en útsend dag skrá gerði ráð fyrir. Fundin- um lauik með því að ákveðið var að semja nýja dagskrá og eftir það varð ég ekki var við nein vamdkvæði i sam- bandi við námiskeiðið, sagði Bjarni. — Að 1-okum sagði Bjarni í viðtalinu að hann hefði gert mangar tilraunir til þess að fiá innlenda þátttak- endur á námskeiðið en þær tilraunir hefðu en.gan áran-g- ur borið. Jon G. Reinholdt. (Ljósm. Br. H.). ur kamið til tals að námskeið ið í ár verði hið síðasta. Ef raunin verður hins vegar sú að áframhald verði á þeim, mun næsta námskeið verða haldið í Noregi undir stjórn Reinholts og sagði hann í grini að hann héfði sannar- lega hlotið góðan undirbúning fyrir það verk hér. — Það yrði eftirsjá í þess- um námskeiðum, sagði Rein- holdt, því þau hafa verið mik ilvægur liður í kynningar- starfsemi S. Þ. á Norðurlönd- um. Námskeiðin hafa verið sótt af fuHtrúum S. Þ félag- anna, sem hafa fen-gið tæki- færi til þess að bera saman bækur sínar og leiðbeina hver öðrum og auk þess hafa full- trúar einstakra félaga, svo sem krabbameinsfélaga, upp- graöslufélaga, verkalýðsfé- laga, blaðamenn, rithöfundar og fl. sótt námskeiðin og þess ir aðilar hafa síðan allir miðlað almennin-gi af þeirri þekkingu sem þeir öf'luðu sér á námskeiðunum. — Þá gat Reinholdt þess að námsikeiðin hefðu yfirleitt vakið töluvert mikla athygli í fjölmiðlum og sagði að t. d. hefðu tvö stærstu dagbiöð Noregs sent sérstaka blaðamenn hingað til þess að fylgjast með því sem fram færi og í dag myndi norska sjónvarpið haía sam- band við sig til þess að fá fréttir. Aðspurður um starf félaga S. Þ á hinum Norðurlöndun- um sagði Reinholdt: — Félag U mh verf isvernd í skáldskap NORSKA skáldið Knud Ödc- gaard kom á námskeiðið sem fulltrúi norska rithöfunda- sambandsins, til að fræðast um vandamálin, sem tekin eru fyrir á námskeiðinu, og í leið inni notar hann tækifærið til að fræðast um ísland og ís- lendinga, skoða landið og ræða við fólk. Ödegaard, sem gefið hefur út þrjár ljóðabæk ur, er bókmenntagagnrýnandi hjá Aftenposten. Við náðum tali af honum stutta stund og spuröum hann, hvað aðallega hefði vakið athygli hans á námskeiðinu. — íslendingar og Norðmen.n eiga það sameigi'n'legt, að báð- ar eru þjóðirnar fiskveiði- þjóðir og því er hafið þeirra forðabúr. Mengun hafsins hlýtur því að verða þeim áhyggjuefni, því fái fiskur í sig eiturefni ber hanm þau áfram. SjófugLar, sem lifa á fiski, geta til dæmis borið eit- urefnin aftur á land og þetta veldur hættu og röskun á hringrás náttúrunmax. Ferð skipsins Stella Maris kom til umræðu á námskeiðiimu í sam bandi við mengun sjávar, því Stella Maris-málið er gott dæmi um hvað S'ífe'jlt eir að ger ast. Það eru ekki til mein al- þjóðleg lög, sem bannia að eitruðum úrgangsefnium úr iðnaði sé varpað í sjóintn, og skip geta því óáreitt siglt út á haf og varpað hverju sem er fyrir borð — ef ekki er sa,gt frá 'því. En í þessu tilViki, var sagt frá því, hvað til stóð, og við megum vera þakklát fyr- ir það, því þetta vakti þjóðir til umhugsunar um hvað eig- inlega er að gerast. — 1 þessum efnum er Is- land reyndar i sérflokki, því það er ekki iðnaðarland og því lítið um þann úrgang, sem iðnaði fylgir. En málið er þó jafn alvarlegt fyrir Is- lendinga, því þeir fá sinn skerf af menguninni, þótt hann komi frá öðrum. — 1 Noregi eru þessi mál stöðugt til umræðu, því úti fyrir ströndum Noregs er miklum efnaúrgangi frá ýmsum lönd- um varpað í sjóinn. Ödegaard sagði, að hingað til hefði ekkert verið skrifað um umhverfisvernd og meng- un í norskum bókmenntum, en að því hlyti að koma fljót- lega. — Ef hægt er að taka þessi vandamál fyrir i góðu skáld- verki getur það orðið áhrifa- meira en allur sá fjöldi kynn- ingarbæklinga, sem nú rignir yfir fólk. Fólk er að drukkna Knud Ödegaard i alls kyns bæklingum og hættir að gefa þeim gaum. En góð skáldsaga hrífur les: andann og vekur hann betur til umhugsunar en flest ann- að. Og við, rithöfundarnir, er- um neyddir til þess að hafa áhuga á umhverfinu, sem er undirstaða tilveru 'okikar. — Hyggist þér sjálfur taka þessi mál fyrir í verkum yð- ar? — 1 nýju Jjóðasaíni, sem ég er með í handriti, kem ég inn á þessi mál í einu verk- inu. 1 ljóðum er maður alltaf að fást við fólk, og fólk verð- ur að lifa í einhvers konar umhverfi, og ef þessu um- hverfi er ógnað með eitrun og óhreinindum, þá getum við ekki annað en skrifað um það. Á ferli mínum sem skáld hef ég breytzt frá því að horfa í eigin barm og skrifa um hugrenningar mínar sem einstaklings, yfir í að líta á sjálfan mig sem manneskju í samfélagi, og þá hlýt ég óhjákvæmilega að hafa áhuga á umhverfinu — því það er hluti af sjálfum mér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.