Morgunblaðið - 11.08.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.08.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1971 13 Séð yfir Epavesflóa og I/Anse aux Meadows. veðruöum grjótlhejllium út uim hollt og móa og næstum hvar sem var. Prestur nokkur, Wilbur að uafni, fann sinin privatstein með rúnaristum, sem hamn taldi sýna að þama i sókn sinni hefði Bjarni Grimólfsson fyrst komi25t í kynni við tóbakið. Þessi leit að Vínllandd hélt áfram í meira en öld og þeir eru fáir hafnarbæirnir milli Ný- fundnalands og Virginiuhöfða, að því er Morison segir, sem ekki eiga sér sögu sem byrjar svo: „Leifur Eiríksson var hér!“ Þessi áhugi jókst um allan helm ing árið 1893, þegar norskættað ir Bandaríkjamenn tóku sig til og mótmæltu þvd harðlega hve mikið væri gert úr þeirri fyrir- ætíun ítalsks manns að láta sigla vikingaskipi — eða draga það — tii Chicago. Mönnum kom jafnvel í hug að setja Vín- land niður í Minnesota. En aillir þessir fundir og vanigaveltur urðu að emgu. Það kom I ljós, að Newport tiurninn hafði verið reistur sem vind mylla í krinigum 1675; rúnarist- ur reyndust jökulrispur einar eða þær „týndust", þegar sér- fræðingEur áttu að fara að kamna þær. Og allar tilraunir til að láta Vínlandsfrásagnimar koma heim og samam við hina ýmsu staði á strönd Nýja Eng'lands eða annars staðar, reyndust vafasamar og lítt sannfærandi. Það var ekki fyrr en árið 1960, segir Morison, að Norðmaður- inn Helge Ingstad fann stað á norðurhluta Nýfumdnalands, L'Anse aux Meadows", sem kom ið gat heim við Vinlandslýsihg- amar. Margra ára rannsóknir sérfræðinga þar telur hann hafa tekið af allan vafa um, að þarna hafi Vimlamd einmitt ver- ið. MERKILEGAR EANDFRÆÐILEGAR VlSBENDINGAR fSLENDINGASAGNA Næst fjallar Morison um frá- sagmir Islendinga af Grænlands ferðum og Vinlandsferðum, seg- ir frá Eiríki rauða og Leifi syni hans. — „En.ginn veit hvenœr eða hvar hann fæddist eða dó,“ segir Morison — og frá siglinga sögu Bjarna Herjólfssomar, sem hafi skyndiiiega fengið stuðning með tilkomu Vínilandskortsins umdeilda. Finnst Morison greini lega sanngjarnt, að Bjami Herj ólÆsson fái sinn bluta af heiðr- inum af landafundunum, hann hafi e.t.v. verið fyrsti Evrópu- maðurinm, sem fann Ameríku — sennilegast telur Morison, að hann hafi séð Baffinsland eða Labrador — þó svo harnn færi aldrei í land. En samkvæmt ís- llendin'gasögum hefðu Leifur Ei- ríksson og félagar hans e.t.v. aldrei farið sínar ferðir ef þeir hefðu ekki haft ferðasögu Bjarna. Þá kemur frásögnin af ferð Leifs, er hann fann Helluiand og Markland, sem Morison segir, að sé fyrsta góða landfræðilega vísbendingim. Lýsingin á Hellu- ttandi komi heim við Baiffinsland „Jöklar miklir váru allt it efra, en sem ein hella væri allt titt jöklanna frá sjónum, ok sýndist þeim þat land vera gæðalaust" segir í Grænlendinga sögu — og hokkru síðar: „Eftir þetta sigla þeir í haf oik fundu land annat, sigla enn at landi ok kasta akk- erum, skjðta síðan báti ok ganga á landit. Þat land var síétt ok skógi vaxit, ok sandar hvitir víða, þar sem þeir fóru, ok ósæbratt. Þá mælti Leifr: „Af kostum skal þessu landi nafn gefa ok kalla Markland.“ Ög í Eiríks, sögu rauða segir í frásögn af ferð Þorfimns karls- efnis og þeirra félaga: „Þaðan sigldu þeir suðr með landimu langa stund ok kómu at nesi einu. Lá landit á stjórn. Váru þar strandir langar ok sandar. r . Þeir kölluðu ok strandimar PnröuKtrandir. þvi at langt var með at sigla. Þá gerðist landit vágskorit." Purðustrandir, segir Morison að séu þrjátiu imiíina hvit sframd lenigja á strönd Labrador á 53°45‘ til 54°09‘ norðl. breiddar rofin einungis á einum stað af Porcupinehöfða, en beggja vegna sandanna er vogskorin klettaströnd. Og svo sigldi Leifur áfram: „Nú sigla þeir þaðan í haf land- nyrðinigsveðr ok váru úti tvau dægr, áðr þeir sá land, ok sigldu at landi ok kómu at ey einni, er lá norðr af landinu, ok gengu þar upp ottí sás um í góðu veðri ok fundu þat, at dögg var á grasinu, ok varð þeim þat fyr- ir, að þeir tóiku hönd-um sínum i dögigina ok brugðu í munn sér ok þóttust ekki jafnsætt kennt hafa sem þat var.“ Þetta mun hafa verið Fagurey — Belle Is- land — segir Morison enda komi það heirn og saman við vegaiengdina samkvaamt merk- ingum orðsins dægur. Sumir segi, að dægur merki háilfam sól arbrinig, aðrir að það merki sól- arbring enn aðrir, að orðið hafi merkt meðal dagssigttingu nor- ræns skips. Þetta segir hann að geti komið heim við vegattengd- ina milli Purðustranda og Pag- ureyjar, sem sé 168 sjómílur. Og svo L'Anse aux Meadows: „Síðan fóru þeir til slkips slns ok sigldu í sund þat, er lá miltti eyjarinnar ok ness þess, er norðr gekk af landinu, stefndu í vestrætt fyrir nesit. Þar var grunnsævi mikit at fjöru sjáv- ar, ok stóð þá uppi skip þeira, ok var þá lamgt til sjávar at sjá frá skipinu. En þeim var svá rnikitt forvitni á at fara titt lands ins, at þeir nenntu eigi þess at bíða, at sjór felli undir skip þeira, ok runnu til lands, þar er á ein fell ór vatni einu. En þeg- ar sjór fell undir skip þeira, þá tóku þeir bátinn ok reru til skipsins ok fluttu þat upp í ána, siðan í vatnit, ok köstuðu þar akkerum Ok báru af skipi húð- föt sín Ok 'gerðu þar búðir, tóku þat ráð síðan at búast þar um þann vetr ok gerðu þar hús mik il. Hvárki sikorti þar lax i ánni né í vatninu ok stærra lax en þeir hefði fyrr sét. Þat var svá góðr landskostr, at þvi er þeim sýndist, at þar mundi engi fén- aðr fóðr þurfa á vetrum. Þar kómu engi frost á vetrum, ok lítt rénuðu þar grös. Meira var þar jafndægri en á Grænlandi eða íslandi. SÖI hafði þar eýkt- ar stað ok daigmáia stað um skammdegi." Þessi lýsing segir Morison, að hæfi vel L‘Anse aux Meadows, eins og sá staður er nú, nema bú ast megi við að hann hafi verið grösuigri þá en nú. Nú sé þar mest um berjalyng og holta- gróður sem bæði ameriskar og íslenzkar kýr mundu fúlsa við í dag, — en þvi megi menn ekki gleyma, að í þá daga hafi held- ur ekki verið dekrað eins mikið við nautgripi i fæði og nú á dög- um. • VÍNBER OG HVEITI, FJÖLL OG EY.IAR Það sem helzt varpar sttrugga á þessa staðsetningu Vínlands er frásögnin af því, er Suður- maðurinn Tyi'kir, fóstri Leifs, fann vínviðina og vinberin: „Ek var genginn ei,gi mikilu lengra en þit. Kann ek nökttcur nýmæli að segja. Ek fann vínvið ok vín ber.“ „Mun þat satt, fóstri minn? 'kvað ILeifur. „At vísu er þat satt,“ kvað hann, „því at ég var þar fæddr, er hvárki skorti vínvið né vín- ber.“ Morison segir, að á þessum tíma hafi vinber ekki vax- ið norðar en á suðurhluta Nova Scotia og ekki verið mikið um þau fyrr en komið var suður til Nýja-Englands. I Eiriks sögu rauða er Mka talað um sjálfsá- ið hveiti o,g segir Morison, að sú hafi verið hettzta orsök þess að fornfræðingar töldu ttengi, að Vínland mundi vema einhvers staðar milli Cape Cod og Ohesa peake Capes. Gert var ráð fyr- ir, að hveitið væri annað hvort „Indian com“ eða „wild rioe“ en Morison segir, að enginn nor rænn maður mundi hafa vilttzt á þeim tegundum og hveiti. Prófessor í Harvard, Meritt L. Femald leysti þetta mál árið 1910 Oig birti tilgátur sínar I timatritinu „RJhodora". Hann benti á að otðið „vínbe(r" á nor- rænu hefði jafnan verið þýtt með enska orðinu „,grapes“ en eins mætta þýða það „wine- þerry“ — og að þetta kytnnu að hafa verið vilttt, rauð ber, stömg- ulber eða trönuber. Þessu mætti svara með því að Leifur hafi vit að mun þama á, — en þá gæti sú tilgáta átt rétt á sér, að svo sem Eiríkur gaf Grænlandi nafn til að draga fólik að land- inu, kynni Leifur að hafa bru,gð ið fyrir sig sömu brellunni. Fernald ‘hefur einnig komið með skýrinigu á sjálfsána hveit- inu. Tel-ur hann, að þar muni átt Við „Elymus arenarius" jurt, sem vaxi á strandsvæðum allt norðan frá Islandi suður á suð- urhluta Nýja-Englands. Rekur hann dæmi þess, að hún hafi verið motuð til hveiti- og brauð- gerðar á Islandi og þar hafi hún verið kölluð „viiHihveiti" eða „sandhafrar." Þegar árið 1749 hafði skandinavíski grasafræð- inguriínn, Peter Káím, skri'fað að á ströndum St. Lawrence- flóa, fyrir vestan Murray flóa, væri nóg af ,,sandihveiti“. Þegar horft væri úr fjarlægð þangað, sem það yxi, væri það til að sjá sem komakrar. „Með hliðsjón af þessu getum við e.t.v. skýrt það, sem í fomnorrsenum sögn- umn er sagt um Vínland hið góða, það er, að jaínvel þar hafi fund izt sjálfsánir hveitiakrar" skrif aði Peter Kalm. Morison getur þess, að ekki séu attlir á einu máli um þetta. Meðatt amnars sé Einar Haugen prófessor þeirrar skoðunar að víhtt>er eigi að þýða „grapes“ en ekki „berries" — Bæði það — og það sem seg- ir um trjátegumdina „mösurr“ —- „þar váru þau tré er mösurr heita“ — bendi til þess, að Vín- liand hafi verið sunnar en L'Anse aux Meadows. Morison finnst hins vegar rannsófcnir Ingstads sannfærandi og bemdir á að Gwyn Jones styðji tilgát- ur hans í riti sínu „Norse At- lantic Saga“. Hann segir, að mörgum Norðurlandabúum finn ist frægð Leifs og Þorfinns rýrna býsna mifcið hafi þeir ekfci farið sunnar en L'Anse aux Meadows en „sjálfum fin.n.st mér,“ segir hann, „nóg fyrir sæfara að hafa komizt til einhvers staðar í Norður-Am eríku og til baka, án þess að hafa í höndum kompás eða sext ant — og að hafa farið þrisvar sinnum á sama staðinn." Morisom fjallar ítarlega um ferðir Þonfinns karlsefnis og fé- laga hans og Straumfjarðardvöl þeirra. Hann telur að Straurhey hafi verið annaðhvort Fagurey — Belle Island — eða Stóra- Helgaey — Great Sacred Islánd — undan L‘Anse aux Meadows og að Straumfjörður hafi ver- ið Fagureyjarsund — Strait of Belle Isttand. Hann bendhvá stað í Eirífcs sögu raiuða, sem hann segir, að gefi mifcilvægar land- fræðilegar upplýsimgar. Þar ,seg- ir: „Þeir ætluðu öltt ein fjöll, þau, er í Hópi váru, ok þessi, er nú fundu þeir, ok þat stæðiist mjöfc svá á bk væri jafnlangt ór Straumfirði beggja vegna.“ Hann bendir á, að norðurhluti Nýfundnalands sé eini staður- inn þama, þar sem sjá megi frá hafi á tvo vegu sörnu fjölttin — þarna er fjaililshryggur um þús- und metra hár. Og þar sem seg- ir í sögu Eirifcs rauða: „Ok er þeir höfðu lengi farit, fellr á af landi ofan ór austri ok i vestr." telur Morison að geti vel átt við St. Genevieve eða St. Margaret, um sextíu mílur frá Cape Bauld sem mun nyrzti höfði Nýfundna lamds. Morison bætir þvi við, að á þessum slóðum sé sennilega úr nógu að velja fyrir þá fornleifa fræðinga, sem reiðu’búnir séu tlll ag grafa. Isjaki á vík við snðurhluta Labrador. Fjærst er hluti Fagureyjar, handan Fagureyjarsunds, sem Morison telur að sé Straumf jörður Þorfinns karlsefnis og manna hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.