Morgunblaðið - 11.08.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.1971, Blaðsíða 11
! 'ý ’’ 'K/i íáiii MORGUNBLAÐ]Ð; MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1971 11 Um ráðstefnu félaga Sameinuðu þjóðanna Vegna heilsiðu,greinar Bjarna Beiwteinssonar i Morgumfolaö- inu á Xaugardaginn, sem mér barst eWci i hendur íyrr en í gærkvöLdi, vildi ég foiðja rit- stjóm blaSisins að toirta efitirfar- anjdi athugasemdir. í»ar sem ég geri ráð fyrir að greinarhöfundur eigi við mig, þegar hann klykkir út með þvi af sinni aikunnu smekkvisi og hógværð, að á bak við blaða- skrifin um alræmda ráðstefnu fé laga Samehruðu þjóðanna á Norðurlöndum í Loftleiðahótel- inu i síðustu viku hafi staðíð ,4s lenzkur maður, sem er þekktur íyrir ofstopa og fljótfærni", er ekki úr vegi að upplýsa hann og aðra þá, sem áhuga kynmu að hafa á raunverulegum máls- atvikum, að afskipti mín af ráð- stefniumni voru litil sem engin og hófust ekki fyrr en á hádegi á miðvifcudag eða á þriðja degi hennar. Þá bauð Dik Lehmfcuhi, forstjóri Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Kaup- mannahöfn, mér til hádegisverð ar á Hótel Loftleiðum, þar sem ég hef verið fuMtrúi skrifstof- urnnar hérlendis undanfarin 15 ár. Við þetta tækifæri hitti ég þá Jon Reinholdt frá Noregi og Stig Johnsom frá Svíþjóði, sem sögðu sínar farir ekki sléttar. Undruðust þeir mest að ekki skyldi hafa sézt einn einasti ís- iendingur á ráðstefnunni fyrstu þrjá dagana, þegar frá væru taldir islenzfcu fyrirlesararnir og formaður islenzka félagsins Gunnar G. Schram, sem flutti setningarræðu fyrsta dagimn og hvarf síðan af landi brott. Fram kvaemda.stjörinn, Bjarni Bein- teinsson, hefði ekki sézt síðam á sunnudag, þegar hann tók á móti gestu.num á flugvellinum, og hefði ekki verið nokkur leið að ná tali-af honum síðan. Báðir létu þeir Reinholdt og Joíhnson vel af öllum viðurgern ingi og aðstöðu á Hótel Loftleið- um, en áttu vart nógu sterk orð til að lýsa furðu sinni yfir áhugaleysi Islendinga og þá einkanlega forráðamanna Fé- lags Sameinuðu þjóðanna á Is- lamdi. Ég tjáði þeim sem satt var, að ég hefði ekki haft hug- mjynd um ráðstefnuma fyrr en ég heyrði stuttlega frá henni sagt í útvarpsfréttum daginn áð- ur. Blaðafrásagnir hefði ég eng- ar séð. í>eir kváðu þetta þeim mun furðulegra sem ráðstefnan væri fyrst og fremst haldin hér tii að vekja áhuga almennings á umhverfisvandamálum og væmt- auilegri alþjóðaráðstefnu Sam- ein.uðu þjóðanna um þau árið 1973, og hefði verið gert ráð fyr ir að ráðstefnan yrði opin al- menningi og rsekilega kynnt í is- lenzkum fjölmiðlum. Það sem þeir áttu þó kannski erfiðast með að skilja var, hvers vegna Félag Sameinuðu þjóðanna hefði boðið til ráðstefnuhalds hérlend is, úr þvi ekki væri fyrir að fara meiri eða djúpstæðari áhuga á málinu meðal forkólfa félagsins en raun bæri vitni um. Eftir hádegisverðinn báðu þeir Jon Reinholdt og Dik Lehmkuhl mig um að hjálpa sér til að ná tali af Bjarna Bein- teinssyni og töldu ráðlegast að fara til skrifstofu hans við Tjarnargötu. Ók ég þeim þang- að, og hittum við þar fyrir stárfs manm Bjarma, sem tjáði okkur að hann hefði veikzt um hádegi þennan sama dag og lægi rúm- fastur. Báðum við hanh þá að gera okfcur þann greiða að spyrja Bjarna, hvert væri hægt að snúa sér. Kom hann til bafca með þau boS, að við skyldium fara til Árna Reynissomar fram- kvæmdastjóra Landverndar og biðja hann ásjár. Þegar þangað kom tók ekki betra við, því Ámi kvaðst í fyrsta lagi alls ekki vera viðriðinn Félag Sameinuðu þjóðanna á neinn hátt, og i ann- an stað hefði hann hvergi nærri u.ndirbúningi , ráðstefnunnar komið. Hins vegar hefði verið hringt til sin tveimur vikum áð- ur en hún hófst, og hann beð- inn að taka þátt í henni, en þá hef.ði hann verið á förum til út- landa. Síðan hefði verið hringt til sín á ,nýjaleik kvöldið áð- ur en ráðstefnan hófst og hann beðinn að smala „sinu fólki" til ráðstefnunnar, en þá hefði verzl unarmannahelgin verið gengin í garð og vonlaust að ná i nokk- urt ungmenmá. Nú sá ég ekki annan úrkost en hringja til skrifstofu Bjarna Beinteinssonar og æskja þess eindregið að fá að segja við hann nokkur orð. Var sú bón veitt (hann er búsettur á sama stað). Bjarni bar sig báglega, en fékk þó sagt mér þau tíðindi að hann hefði haldið að Gunnar Sehram mundi sjá um forustu ráðstefnunnar þar sem hann ætti ekki að fara úr landi fýrr en 10. ágúst (hann fór óvart 3. ágúst), en nú vissi hann engin ráð önnur en reyna að finna þriðja stjórnarmann Félags Sameinuðu þjóðanna, Baldiur Guðlaugsson, formann Stúdenta- ráðs, en það tókst okkur ekki. Meira vildi hann ekki við okk- ur tala, enda þungt haldinn, en ég sagði honum í allri vinsemd, að mér fyndist framkoma for- ráðamanna islenzka félagsins hreint hneyksli. Við svo búið gáfumst við upp. Lehmkuhl kvaðst mundu hafa samband við utanrikisráðuneyt- tð, en ég kvaðst mundu vekja at- hygli dagblaðanna á ráðstefn- unni og þeirri ósvinnu sem hér væri um að ræða. Ég fór þess einungis á leit við þau dagblöð, sem ég hafði samband við, að þau sendu menn á vettvang til að kynna sér málin af eigin raun og tala við leiðtoga ráð stefnunnar. Þau gerðu það am.k. þrjú, hvert i sínu Iagi, og birtu viðtöl við Jon Reinholdt, en það fjórða, Þjóðviljinn, vitn- aði orðrétt í viðtal Tímans við Reinholdt. Nú heldur Bjarni Beinteins son því fram, og er raiunar enn sem komið er eimm tii frásagmar um það, að Jon Reinholdt hafi lýst því yfir við sig, að islenzku blaðamennirnir hafi afbakað urnmæli hans. Þetta er meðal ammars fróðlegt fyrir þá sök, að blaðamennirnir ræddu við Reinholdt hver i sínu lagi og fengu einkennilega áþeKKar upplýsingar, sem koma alveg heim við orð hans og þeirra íé- laga við mig. Sú aðdróttun i garð blaðamamna Alþýðublaðs- ins, Morgunblaðsins og Tímans, sem Bjarni Beinteinsson leggur Reinholdt í munn, er svo alvar- leg, að ástæða er til að fá úr þvi skorið, hvort og hvernig um mæli Reinholdts hafa verið af- bökuð. Að beiðrni Difcs Lehm- kuhls verða öll skrif isienzkra blaða um ráðstefnuna þýdd og send Upplýsingaskrifstoíu Sam- einuðu þjóðanna i Kauþmanna- höfn, og þá einnig hin prúð- mannlega grein Bjarna Beirn- teinssonar, og gefst þá vonandi kostur á að kanna sannieikann í málinu. Eins og ég gat um, luku gest- irnir lofsorði á viðurgemmg Hótel Loftleiða, en hvort ein- hverjir þeirra hafa staðið i þvi að prútta eða þrátta um umsam- ið verðlag, sé ég ekki að komi þessu máli við. Gagnrýnin beindist að slælegum undirbún- ingi og fáheyrðu áhugaleysi fbr ráðamanna félagsins, sem stóð að boðimu til landsins, og fæ ég ekki séð að hin lágu fargjöld og hótelgjöld, sem Loftleiðir buðu upp á, hreyti þar neinu. Eitt dæmi um undirbúninginn birtist í yfirlýsingu heilbrigðis- málaráðuneytisins, sem hafði ekki neinn pata af ráðstefnunni fyrr en hún var haldin. Sama máli gegndi um Rannsóknaráð rikisins, sem hafði þó efnt til ráðstefnu um mengiun og um- hverfisvernd fyrr á árinu. Þvi bárust engar upplýsingar um þessa ráðstefnu, að sögn fram kvæmdastjóra Rannsóknaráðs. Mér er með öllu ókunmugt um innibyrðis deiiur þátttakenda um tilfoögum ráðstefnunnar, sem Bjarni Beinteinsson rekur i al'l- löngu máli, og íæ ekkd heldur séð að þær varði þann mer,g málsins, að Félag Sameinuðu þjóðanna á Islandi hunzaði ráð- stefmuna gersamlega. Utanriikis- ráðuneytið hljóp undir bagga á síðusitu stundu og bauð þátttak- endum upp á kiokkteil að skita- aði ásamt „nokkrum íslenzkum áhugamönnum" (hverjir sem þeir hafa nú verið) og mun það hafa glatt ^estina. Þau 15 ár, sem ég hef verið fulltrúi U pplýsingaskrifstofiu Sameinuðu þjóðanna hér á lamdi, hef ég aðeins etaiu sinni setið aðalfund Félags Samein- uðu þjóðanna, vegna þess að ég frétti um hann af tilviljiun. Þann fund sóttu stjóm og vara- stjörn félagsins (þó ekki öll) og etan eða tveir utanstjórnar- menn. Starfsemi félagsins hefiux verið í algeru lágmarki og ná- lega einungis verið bumdin ár- legum afmælisdegi Sameinuðu þjóðanma. Má því segja að það sé enn ein af fiurðum málstas, að þetta lifvana pjattfléiag skyldi ætla sér þá dul að standa að norrænni ráðstefnu. Vanmátt ur þess hefur ekki fyrst og fremst stafað af féleysi, eins ag Bjarni Beinteinsson gefur í skyn, heldur fullkomnu and- og áhugaleysi, sem aiftur stafar af pestarlofti lokaðs félagsskapar. Bjarna Beinteinssyni þykir mjög fyrir þvi, að blaðasikrif skuli hafa orðið um þetta ráð- stefnuhald, og lætuir þar eflaust stjórnast af þeirri sannfæringu, að dugleysi og sinnuleysi séu einkamál hvers einstaklimgs — og það verða þau vissulega þar sem tekizt hefur að hefta opin- skáar umræður og kefia fjöl- miðla. Það er væntanlega ekki draumsýn Bjarna Beinteinsson- ar, eða hvað? Reykjavík 10. ágúst 1971. Sigurður A. Magnússon. Grensásvegur 12 - Til leigu húsnæði á jarðhæð að Grensásvegi 12, 140 fm (áður útibú Útvegsbanka Islands). Hentugt fyrir fasteignasölu, lögfræðiskrifstofu, endurskoðun (stór eldtraust skjalageymsla) auk verzlunar. Upplýsingar gefur Þorgrímur Tómasson í síma 36940 og í heimasíma 11930. Tónlistarráð Ólafsfjarðar óskar eftir að ráða tónlistarkennara sem tekur að sér stjórn og kennslu við Tónskóla Ólafsfjarðar. Upplýsingar gefur Kristinn G. Jóhannsson, sími 96-62133. Hfúkrunarkona Bæjarhjúkrunarkona óskast til starfa í Hafnarfirði frá 1. sept. nk. Laun samkvæmt 17. launaflokki. Usókharfrestur er til og með 20. ágúst nk. Umsóknif sendist formanni heilbrigðismálaráðs i bæjarskrif- stofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 6. Heilbrigðismálaráð Hafnarfjarðar. SUKKULAÐIPINNI HNETUTOPPUR NÝJUNG! APPELSÍNBOX NÝJUNG! JARÐARBERJABOX NÝJUNG! POPP-PINNÍ NÝJUNG! BANANA-TOPPUR ®Fmm Lmm ess [EJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.