Morgunblaðið - 11.08.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1971
ótryggiLegt að drepa niOur
fæti.
Berl marm úr inn er tíu ára
uan þessar mundir, en 13. ágúst
1961 lokaði hann leiðum mllli
Aiustur- og Vestur-Berlínar.
Bygging múrsins var lokastig
langrar þróunar, er átt hafði
sér stað allt frá styrjaldarlok-
um. Skal nú gerð grein fyrir
nokkrum helztiu atriðum, sem
stuðluðu að þéssari þróun.
Þegar leið að iokum síðustu
heimsstyrjaldar, komu þjóðar-
ieiðtogar Breta, Bandaríkja-
manna og Rússa nokkrum sinn
um saman til að skipa málum
Þýzkalands að unnum sigri. Á
fyrsta fundinum, í Teheran 28.
nóvember til 1. desember 1943,
var að vísu ekki fjallað um
Þýzkaland eða Berlín að sigri
loknum, en megináherzla lögð
á að gamga milli bols og höf-
uðs á Þjóðverjum. 1 september
næsta ár gerðu stjórnir Bret-
iands, Bandaríkjanna og Rúss-
lands hins vegar frumdrætti að
samkomulagi um skiptingu
Þýzkaiands í hernámssvæði og
yfirstjóm Beriínar. Er þar lagt
til að Þýzkalandi verði skipt í
þrjú hernámssvæði, er þessi
þrjú stórveldi ráði yfir, og mið
að við landamæri Þýzkalands
eins og þau voru 1937. Og í þess
um drögum er einnig gert ráð
fyrir sérstöku Berlínarsvæði,
sem einnig verði undir yfirráð-
um stórveldanna þriggja. í
nóvember 1944 var nánar kveð
ið á um þetta samkomulag og í
maí 1945 var því breytt á þann
veg að bráðabirgðastjórn
Frakklands varð aðili að því
og gert ráð fyrir að Frakkar
ættu hlut að hernámi Þýzka-
lands og Berlinar, er til kæmi.
Á Jaltaráðstefnunni í febrú-
ar sama ár höfðu Churchiil,
Roosevelt og Stalin nánar
kveðið á um skiptingu Þýzka-
lands og Berlínar. Þar var
ákveðið, að yfirstjórn hernáms
svæðanna i Þýzkalandi skyldi
hafa aðsetur í Berlín. Á Pots-
damráðstefnunni i júlí og ágúst
sumarið 1945 var þessi skipt-
ing Þýzkalands og Berlínar
í fjögur hemámssvæði svo end
anlega staðfest. Eftirlitsnefnd,
sem skipuð var yfirforingjum
setuliðs hernámsveldanna, var
falin yfirstjóm svæðisins, en
samhljóða atkvæði þurfti til að
ákvarðanir hennar öðluðust
gildi.
Á Potsdamráðstefnunni var
einnig samþyikkt að afnema
þýzkan stóriðnað. Gengu Rúss
ar lengst í þeim efnum og
fluttu þýzk íyrirtæki og sér-
fræðínga til Ráðstjórnarríkj-
anna, en tóku önnur und-
ir rússneska ríkið. Að öðru
leyti stefndu Ráðstjómarrík
Hér sjást glöggt járnkrossarnir austan megin múrsins. Myndin er tekin úr Vestur-Berlín.
Nýjar íbúðarblokkir í Norðvestur-Berlín.
in að sósíalisma og þjóðnýt-
ingu á sínum hernámssvæðum.
Vesturveldin beittu sér hins
vegar fyrir efnahagslegri end-
urreisn Þýzkalands á kapítal-
iskum grundvelli og af þessum
sökum varð fyrst verulegt
djúp staðfest milli hernáms-
svæða Rússa annars vegar og
hernámssvæða vesturveld-
anna hins vegar. Og brábt dró
til fre'kari tíðinda.
í marz 1948 sagði rússneski
fulltrúinn sig úr stjómar-
nefndinni og i júni sama
ár sagði rússneski fulltrúinn
sig úr yfirstjóm bandamanna
yfir Beriinarborg. Þar með
höfðu báðar þessar nefndir
glatað hagnýtu gildi og kalda
stríðið var í algleymingi. Rúss-
ar lokuðu leiðum til Vestur-
Beriinar og loftbrúnni var kom
ið á. Árið 1949 voru svo stofn-
uð Vesturþýzka sambandslýð-
Frá Evrópuniiðstöðinnl. A myndinni sést Þakkarkirkjan end-
urbyggð. Gamla kirkjan iirundi í loftárásum og stóð turninn
einn eftir. Hann stendur enn, en nýja kirkjan öðrum megin
og nýi turninn hinutn nu-gin.
veldið og Þýzka alþýðulýð-
veldið. Árið 1958 gerði Krús-
jeff kröfu til að vesturvéldin
kölluðu heri sína frá Vestur-
Berlín, sem Rússar vildu að
yrði gerð að „hlutlausu, varn-
arlausu fríríki“. Þessa kröfu
hafa Rússar síðan ítrekað
öðru hvoru sem kunnugt er.
Beriínarmúrinn var svo
næsta aðgerð, reistiur til að
stöðva ofboðslegan flótta-
mannastraum frá Austur-
Beriín til Vestur-Berlínar. Er
Beriínarbúum nú meinuð för
milli borgarhlutanna, en ferða
mönnum og íbúum Vestur-
Þýzkalands er frjálst að fara
til Austur-Berlinar. En eins og
áður gat, er stöðugt verið að
fjaila um þessi mál og ein slík
ráðstefna var haldin einn dag
inn, sem ég stóð við í Beriín.
Það var 22. ráðstefnan um
Beriínarvandamálið.
Stjóm Beriínar er nú þann-
ig háttað, að borgarstjóri 1
Vestur-Berlin er kjörinn af
127 fulltrúum. Sjötíu og þrjú
sæti í borgarstjóm Vestur-
Berlínar eru auð, ætluð full-
trúum austurhlutans. Austur-
Berlín er hins vegar stjórnað
af yfirborgarstjóra og 180
manna borgarstjórn. Þess má
geta að borgarstjórnir beggja
hluta gera kröfu til að teljast
borgarstjórnir Berlínar allirar.
Þessar og aðrar staðreyndir
úr sögu Berlínar siðaista aldar-
fjórðunginn rifjast upp þar
sem ferðast er um Vestur-
Berlín. Og allt í einu er kom-
ið að Þinghúsinu, einhverju
allra frægasta þinghúsi verald-
ar. Hér var það sem nazistar
kveiktu í 27. febrúar 1933 og
kenndu um samsæri kommún
ista. Fjöldahamdtökur voru
framkvæmdar og áróðursher-
ferð hafin og i kosningunum,
sem fram fóru nokkrum dðig-
um siðar, fengu nazistar 44%
atkvæða og þar með hafði
Hitler tryggt sér völdin sem
kunnugt er.
Þinghúsið í Beriín gegnir nú
ekki lengur sínu hlutverki.
Það stendur autt og yfirgefið
rétt við Berlínarmúrinn og
vitnar um liðna sögu og sam-
tímaástand. Þegar Vestur-
þýzka sambandslýðveldið var
nýstofnað, voru gerðar nokkr-
ar tilraunir til að halda þing
sambandslýðveldisins í Þing-
húsinu í Berlin. Ef sú tilraun
hefði tekizt, hefði komið upp
ný staða í átökunum um Ber-
lin, því sem kunmugt er, hef-
ur viðleitni Vestur-Þjóðverja
beinzt að því að tengja Vest-
ur-Þýzkaland og Vestur-
Beriín sem nánustum böndum,
en gegn þessu hafa Rússar og
Austur-Þjóðverjar staðið mjög
fast. Því var harðri mótspymu
beitt, er vestur-þýzkir þing-
menn héldu til Bertínar. Loft-
brúin var þá eina leiðin til
borgarinnar, en þegar flugvél-
ar voru á leiðinni með þing-
liðið, sveimuðu austur-evrópsk
ar herflugvélar allt umhverfis
Og ýmist undir vélunum eða yf-
ir. Þóttu þessar ferðir svo lífs-
hættulegar, að þeim var hætt.
Nýbyggingar eru mjög ríkj-
andi í Vestur-Beriin og stöð-
ugt er verið að byggja. í loft-
árásum síðustu heimsstyrjald-
ar var þriðja hvert hús I borg-
inni eyðilagt og miklu fleiri
stórskemmd. Eftir styrjöldina
dróst að hafizt væri hánda um
uppbyggingu, sem því meirl
skriður hefur hins vegar kom-
izt á hin síðari ár. Er mikið
kapp lagt á alhliða fram-
kvæmdir og í þvi skyni að
hraða þeim, hafa Vestur-Þjóð-
verjar sett í lög, að vestur-
þýzkt fjármagn, sem varið er
til uppbyggingar í Beriin,
skuli undanþegið skatti. Bygg-
ingarframkvæmda sér því stað
víðast hvar í borginni, himin-
háir kranar gnæfa yfif og í
gangstéttarskurðum eru verka-
menn önnum kafnir að korna
fyrir leiðslum og rörum.
1 Norðvestur-Berlín, á her-
námssvæði Frakka, hafa ný-
lega verið byggðar íbúðar-
blokkir í stórum stíl. Athyiglis-
vert við þá framkvæmd er hve
fallegar þær byggingar eru,
bæðí úr fjarlægð og eins þeg-
ar nær er komið. Nú virðist
svipaðs hagkvæmnissjónar-
miðs hafa verið gætt þarna og
tiðkast við íbúðarblokkir, en
litaval og form á þökum gefa
þessum byggingum sérstæðan,
faigurfræðilegan svip.
Annað einkenni á Vestur-
Berlín er hve alþjóðleg ferða-
mannaborg hún er orðin. Er
bersýnilega lagt mikið kapp á
að laða ferðamenn til borgar-
innar og þeim gerð dvölin þar
í alla staði þægileg. Á aðalgðt-
um borgarinnar ægir saman
fólki af öllum þjóðernum og lit
arháttium, ungmenni frá
Evrópu, Afriku og Suður-
Ameríku sitja eftir endilöngum
Kurfúrstendamm og falbjóða
glingur, á tröppum Þakkar-
kirkjunnar sitja hippar, sem
sofa þar í sólinni á daginn og
á næsta horni er haldin kristi-
leg samkoma með ræðum og
hljóðfæraslætti. Þjónar hlaupa
um með freyðandi bjórkollur
og virðast aldrei hafa við að
svala þorsta viðskiptavinanna.
í næstu grein verður sagt frá
ferð til Austur-Berlínar.
Brandenborgarliliðið, sem Brúnstakkar Hitlers geystust
gegnum á sinum tíma.
Þingluisið í Vestur-Berlín.
15