Morgunblaðið - 11.08.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1971
19
annarra starfa, en upp úr 1950
fékk hann vinnu í pósthúsinu í
Reykjavík og vann þar til dauða-
dags, 2. ágúst sl. Leifur var sér-
staklega vandvirkur við hvaða
starf sem hann gekk að. Hann
var aldrei afkastamikill, enda
gekk hann ekki heill til skógar
mörg síðustu árin. Hann var
vinur vina sinna tryggur og
sannur. Hann kunni vel að velja
sér vini, enda sennilega mikill
mannþekkjari, þótt honum nyt-
ist ekki af þeirri gáfu, fremur
en mörgum öðrum, er hann átti,
en voru lítt að skapi Móriudýrk-
enda, sem urðu helzt til margir
á leið hans um dagana.
Leifur var mikill tilfinninga-
maður, næmur og hrifgjarn á
fegurðarskyn á stund augnabliks
ins. Hann var vinur hljóms og
söngs, hátta og ríms, svo fáir,
sem ég hef þekkt, áttu hrifnæmi
fyrir slíku í jafn ríkum mæli
og hann. Hann hafði mikið yndl
af tónlist, hreifst af henni á
fleygri stund eins og barn. Lífið
gaf honum ekki um of tækifæri
til að njóta fegurðar listarinnar,
en því betur naut hann þess, sem
hann fékk. Munaður lífsnautna
i fegurðarhrifum er ef til vill
mestur á ævi slíkra. Ég veit það
ekki?
Atvikin eru undarleg á ævi
manna. Það er mér einmitt í
huga, er ég kveð vin minn, Leif
Haraidsson, hinztu kveðju. Við
vorum búnir að þekkjast lengi
og á stundum virtust það undar-
leg bönd, er hnýttu okkur sam-
an. Við vorum um margt ólíkir,
en áttum þó saman áhugamál,
sem voru raunhæf og haldgóð.
Síðustu augnablikin, sem hann
lifði, var hann hjá mér. Við
ræddum saman vandamál líðandi
stundar eins og svo oft áður.
Ekkert óvanalegt bar að. En
stundin er hröð. Skammt undan
er tómið, er hverfist yfir. Það
sem gaf okkur leiftur fleygrar
stundar um bil nætur, heldur
veili, þó að hyldýpi helju skilji
milli vina. Svo eru mannleg sköp.
Að leiðarlokum votta ég systk-
inum Leifs fyllstu samúð mína
við fráfall hans, sömuleiðis ætt-
ingjum hans og vinum. Ég veit,
að hann verður mér alltaf sann-
ur, sami vinurinn og hann var,
þó að fundir verði ekki fleiri.
Framvegis er hann vinur minn í
minningum áranna, minnandi á
„hve stundin er hröð og heims-
lífið skammt, himinninn mikill
— og lítil storðin".
Jón Gísluson.
Kveðja frá Póstmannafélagi
fsliuids.
Þann 2. þ. m. andaðist hér í
Rvík Leii'ut' Haraldsson yfirpóst-
afgreiðslumaður. Með Leifi er
fallinn 1 valinn sérstæður per-
sónu'leiki. Hann var vel greindur
maður O'g víðlesinn, enda hafði
hann yndi af góðum bókmennt-
um. Leifur Haraldsson hóf störf
hjá Póststofunni í Reykjavík fyr
ir nær 20 árum s'iðan. Hann
vann lengst af sem bókari í póst-
ávísanadeiid. Hann rækti störf sín
vel af hendi og var einkar vand-
virkur, enda snyrtimenni hið
mesta. Leifur lét félagsmál póst-
manna mikið til sín taka alla
tíð og lagði oft góð ráð tii hinna
ýmsu máia.
Við saim.starfsmenn hans þökk-
um honurn nú samifýlgdina og
vott>um systkinum hans og öðr-
um vandamönnum okkar inniieg
ustni samúð.
— Aflýst
Framhald af bls. 1.
lands til þess að kanna flótta-
mannavandamálið sem formaður
sérstakrar undirnefndar utanrík-
ism/álanefnd öldungadeildar
Bandaríkjaþings er fjallar um
slik mál. 1 kynnisferðinni um
flóttamannabúðirnar í dag sögðu
grátandi karlar og konur hon-
um frá nauðgun.um, morðum og
gripdeildum. Honum voru sýnd
börn með opin höfuðsár, sem
honum var sagt að stöfuðu af
næringarskorti. „Flest börnin
sem þú sérð hérna virðast varla
meira en e,ins árs, en eru í raun
og veru tveggja til tveggja og
hálfs árs gömul og mörg þeirra
munu deyja úr vannæringu,“ var
Kennedy sagt.
Flóttamennirnir höfðu allir
sömu sögu að segja af því sem
þeir hefðu orðið að þola, og mað
ur nokkur hrópaði: „Skepnur
fara með stjórnina í Austur-Paki
stan. Núna ætla ég að ganga í
Frelsislherinn og berjast fyrir
land mitf." Við komuna kvaðst
Kennedy vona að heimsóknin
mundi stuðla að þvi að draga úr
eymd, volæði og örvæntingu
þeirra 7% milljóna manna sem
hefðu flúið Austur-Pakistan.
— Belfast
Framhald af bls. 1.
donderry grýtti múgur hermenn,
sem sóttu inn i hverfið tii þess
að fjarlægja götuvígi, og beittu
henmennirnir táragasi til þess að
dreifa mannfjöldanum. í Belfast
heyrðist öðru hverju í leyni-
skyttum í dag, og herþyrla sem
flaug yfir borgina varð fvrir
skoti, en flugmanninn sakaði
ekki.
Þegar kom fram á kvöld benti
margt til þess að atburðirnir frá
í gær mundu endurtaka sig — en
vafasamt var hvort um jafn-
hörkulegar óeirðir yrði að ræða.
Múgur manna safnaðist sama-n á
götum Belfast, Londonderry og
landamærabæjariins Newry og
mikið var um stuld á vörubif-
reiðum og öðrum ökutækjum í
dag. Þótt grjótkast væri hafið,
var ekki búizt við alvarlegum
óeirðum fyrr en seinna í kvöid
eða í nótt.
Hvarvetna í Belfast, Lond-
onderry, Newry og á fleiri stöð-
um má sjá merki ef'tir óeirðirn-
ar, en átökin urðu aöailega í
hverfum kaþóískra manna. 300
menn, sem voru handteknir í
gær, grunaðir um hryðjuverka-
starfsemi, voru yfirheyrðir i-dag,
og er búizt við að þeir verði
látnir lausir, en vera má að fleiri
verði handteknir. Að sögn Brian
Faulkners forsætisráð'herra mið-
uðu handtökurnar fyrst og
fremst að því að leysa upp IRA,
en góðar heimildir herma að
margir forystumenn hreyfingar-
innar hafi komizt undan til írska
lýðveldisins í morgun. Fréttir
herma, að reiði, sem sú ráðstöf-
un að fyrirskipa handtökur án
réttarhalda hefur vakið, hafi
komið Faulkner forsætisráð-
herra á óvart, og stóra spurning-
in er hvort hún verður tii þass
að draga úr starfsemi IRA.
Af þeim 14, sem féllu í óeirð-
unurn, voiru 11 óbreyttir boi’gar-
ar, einn brezkur hermaður og
tveir aðrir menn úr öryggissveit-
unum. Meðal óbreyttra borgara,
sem féllu, voru prestur nokkur,
tvær konur og 15 ára piltur.
Meðal hinna særðu voru 17 her-
t
Otfðr eiginmanns mlns, sonar, föður, tengdaföður og afa,
OFEIGS ólafssonar,
húsasmíðameístara.
Melabraut 38. Settjarnarnesi.
sem andaðist 4 ágúst síðastliðinn fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 13. ágúst klukkan 1.30 eftir hádegi.
Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeir sem vildu minnast hins
látna láti það ganga til Hjartaverndar.
Valgerður Anna Eyþórsdóttir, Úlafur Jónsson,
Gísli Ófeigsson, Ester Garðarsdóttir,
Hafdis E. Ofeigsdóttir, Þórir A. Sigurbjörnsson
og barnabörn.
menn og þrir lögreg'lumenn auk
um 80 óbreyttra borgara.
Brezkur liðsauki var væntan-
legur í dag, og þegar hann kem-
ur, verður taia brezkra her-
manna á Norður-Irlandi orðin
12.000.
Orðrómur er á l«i’eiki um að
IRA-foringjar sem ganga lausir
hyggist taka gísla og reyna að
fá í skiptum fyrir þá félaga sína
sem eru enn í haldi. Orðrómur
er einnig á kreiki um að IRA
hyggi á pó'Wtísk morð. Allir ráð-
herrar Norður-Iriands eru undir
lögregluvernd.
— Brjú met
Framh. af bls. 27
Sigrún Sveimsdóttir, Á, 17.4
Bjarney Árnadóttir, ÍR, 20.0
200 m hlaup sek.
Sigrún Sveinsdóttir, Á, 27.3
Kristín Björnsdóttir, UMSK 27.6
Lilja Guðmundsdóttir, ÍR, 29.0
Kúluvarp m
Guðrún Ingólfsdóttir, USÚ, 10.00
Aðalheið. Böðvarsd. USVH, 9.54
Guminþórunn Geirsd. UMSK, 9.54
400 m hlaup sek.
Björg Kristjánsd., UMSK, 64.2
Lilja Guðmundsdóttir, ÍR, 64.4
Gunnþórunn Gíslad. UMSB, 68.0
Langstökk m
Ki’istin Björnsdóttir, UMSK, 5.09
Hafdís Ingimarsd., UMSK, 4.90
Björg Kristjánsd., UMSK, 4.75
Spjótkast m
Sif Haraldsdóttir, HSH 28,27
Em.elía Sigurðardóttir, KR, 24.05
Guði’ún Ingólfsdóttir, USÚ, 21.55
STÚLKUR
800 m hlaup mín.
Ragnhildur Pálsd. UMSK, 2:28.9
Lilja Guðmundsd. ÍR, 2:38.9
Bjarney Árn-adóttir, ÍR, 3:18.3
Hástökk m
Ingunn Vilhjálmsdóttir, ÍR, 1.41
Kúluvarp m
Soffía Ingimarsdóttir, UMSK 8.53
— Rússar
Framhald af hls. 1.
ríkjamianna færi nú batnandi.
Mest hefði þó knúið Indverja til
að semja við Rússa, sú einangr-
un, sem þeir telja sig vera í
vegna borgarastyrjaldarinnar i
Pakistan, er gæti breiðzt út til
Indlands, en i þessari deilu virð-
ast bæði Bandaríkjamenn og Kín
verjar styðja Pakistana.
- Teknir
Framh. af bls. 28
ar. Fóiru lögreglumenm um
borð í Haddinn og var síðan
siglt út á fjörðimn til þess að
svipast um eftir hinum stolna
báti. Brátt sáu þeir á Haddin-
um uppblásinn gúmmíbát á
floti út af Melrakkaey, en
hvorki stolna bátinn né neina
menn og leizt þeim sannar-
lega ekki á blikuna. Fljótlega
sáust þó menn í eynni og síð-
ar sást hvar hin stolna trilla
barðist mannlaus við klettana
utan á eynni. Var fyrst hoi’fið
að því í-áði að bjarga trillunni
frá frekari skemmdum og síð-
an sóttur gúmmíbáturinn og
farið í honum upp í eyjuna
og voru piltarnir þrír, sem trill
unni höfðu stolið, þar allir
heilir á húfi og veitti einn
þeirra nokkurt viðnám, svo
sem áður er sagt.
Var farið með þá alla í
land, siðan til Stykkishólma
þar sem frumrannsókn máls-
ins fór fraim. Veitti iögreglan
í Ólafsvík alla aðstoð sem til
þurfti, en þar munu þessir
menn vera í vinnu, en allir
eiga þeir heima í Reykjavík.
Trillam er mikið skemmd og
ekki fær til sjóferða fyrr en
að verulegi-i viðgerð lokinni,
og munaði þó ekki miklu að
hún eyðilegðist alveg, áður en
þeir á Haddinum komu til
akjalaruna.
Allir þesisir þrxr menn minnt
hafa verið mei.ra eða minna
undir áhrifum áfengis og hef
ur sakadómaira verið sent
málið til meðferðar,— Em-il.
Fylkisstjórnin
situr heima
Skien, Nöregi, 10. ágúst
NTB.
FYLKISST J ÓRN Þelamerk-
ur í Noregi samþykkti á fundi
í dag að aflýsa kynnisferð
þeirri til ísl-ands, sem fyrir-
huguð var og frá hefur ver-ið
sagt. Miklai' deilur risu um
ferðina og var gagmrýnt að
taka af almannafé kostnað
við slíka férð. Hefur niður-
staða orðið sú, að fylkisstjórn
in ætlar að sitja heima og fara
hvergi.
45 MILLJÓN KRÓNA
BANKARÁN
Haninover, 9. ágúst, NTB.
í DAG var framið sjöunda banka
ránið í Vestur-Þýzkalandi á einni
viku. Var það í Hannover og a3
því stóðu þrír menn. Þeir kom-
ust á brott með 200.000 þýzk
mörk, er samsvarar nær 45 millj.
íslenzkra króna.
Ekið á dreng
EKIÐ vair á dreng á Suðurlands-
braut á móts við hús nr. 6 kl.
20.00 í gærkvöldi. Drengurinn var
fluttur á slysadeild Borgarspítal-
ans, en er Morgunblaðið fór til
pren-t'unar í gærkvöldi var ekki
fúl'Mjóst hver meiðsli hans voru.
— Forseta-
heimsókn
Framhald af bls. 2.
Breiðdals og Beruneshrepps, þar
sem hreppsnefndin þar tók á
móti þeim. Hádegisverð snæða
forsetahjónin hjá Trausta pró-
fasti Péturssyni á Djúpavogi, en
opinber móttaka fer fram kl.
14.30 í dag. Veður var bjart og
gott bæði í gærkvöldi og dag og
naut sín því vel hin 'fagra fjalia-
sýn, sem prýðir Breiðdal.
Djúpavogi, 10. ágúst.
OPINBER móttaka forsetahjón-
anna hófst kl. 14.30 í dag með
samsæti, sem Berunesshreppur,
' Geithellnahreppur og Búlands-
hreppur stóðu að. Þar tóku til
máls oddvitar og hreppstjórar
og séra Trausti Pétursson. Við
þetta tækifæri var forsetafrúnni
færð blómakarfa og geislastein-
ar frá Teigarhorni, auk þess voru
I hjónunu-m afhentar 10.000 kr. frá
hx-eppunum þremur, sem verja
á til rannsókna við fornleifa-
gröft í Papey.
Unnur.
Sigruðu
Gunn-
björnstind
FREGNIR hafa borizt um það
frá hin-um brezk-dan'S'ka Græti-
landsleiðangri til Watkiinsfjall-
lendisins að leiðangursmenn hafi
i gær komizt á tind hæsta fjalls
Grænlands. Tindur þessi er í
hinu viðáttumikla fjallendi á
austurströnd Grænlands og heit-
ir Gunnbjörnstindur, hann er yfir
3700 m hár. Han-n var fyrst
klifimn fyrir 36 árum og ekki síð
an þar til nú.
Nokkuð hefur verið sag-t frá
le'ðangri þessum hér í bl-aðinu,
en leiðangursstjóri er Bi’eti,
Aiastair Allen.
— Minning
Framh. af bls. 17
af stökustu vandvirknl og sam-
vizkusemi, og hverju máli, sem
Gunnaxi var falið, var vel borg
ið í höndum hans.
í útliti var Gumn-ar fyrirmann
le-gur svo eftirtekt vakti, og
var honum snyrtimennska og
háttvísi í bióð borin. Hann var
höfðingi i lund, stórlyndur
nokkuð, en tryggari virx gat
ekki og hjálpsamari þeim, er til
hans leituðu.
Á yngri árurn starfaði Gunn-
ar mikið í skátareglunni, og virt
ust áhrif hugsjóna hennar hafa
haft varanleg áhrif i lifi ha-ns.
Mætti nefna þess mörg dæmi.
Mikil listfengi er i ætt Gunn-
ars, og fór hann ekki varhluta
þar af. Smíðaði hann fagra og
vandaða silfurmuni í frí-
stundum sinum, og hefði hann
getað náð langt í þeirri grein,
hefði hann lagt ha-na fyrir siig.
Þegar nú leiðir skiljast um
stund, skal Gunnari þökkuð
samfylgdin, vináttan og hjálp-
semin á liðnum árum. Stjórn og
hluithafar Matkaup h.f. þakka
vel unnin störf og tryggð við
félagið. Samstarfsfólk saknar
góðs félaga og vinar, sem allra
götu vildi greiða.
Eftirlifandi konu hans, böi’n-
um og öðrum aðstandendum
vottum við elnlæga samúð, og
megi endurminningar um góða-n
dreng og vammlausan hal létta
þeim söknuð þeirra.
Blessuð sé minning
Thorarensen.
Gunnai-s
Í.S.
Börnum mínum, tengdabörn-
um og barnaböinum, svo og
öðrum ættingjum og vinum,
sem minntust mín á 70 ára
afmælinu 4. þ.m. með gjöfum
og skeytum, sendi ég hugheil-
ar kveðjur og þakkir.
Guðbjörg' Jónsdöttir,
Fiðsvallagötu 9.
Innilegar þakkir færum við
kvenfélaginu Snót í Kaldrana-
neshreppi fyrir rausnarlega
gjöf og hlýjan hug okkur
sýndan.
Ulja B. Kristinsdóttir,
Ingib.jörg' Benedi Ut sdóttir,
Hólinavik.
Börn óskast
til blaðburðar
SKEIiJAF.IÖRÐUIí. sunnan flugvallar.
Afgreiðslan. Sími 10100.