Morgunblaðið - 11.08.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.08.1971, Blaðsíða 28
ZE>iqmcJi oq ^Pálmi N/1IZZ) CZD E= I_____ EEbkcJdq ‘zipih TRÚLOFUIMARHRIIVGAR HVCRflSGÖTU 16 a 3W®*®«J«Wsííri& DUGLVSIIIGRR «S*-*22480 Á Húnaflóa: Brezkur skelfiskplógur mokar upp skelinni Skapar stóraukna möguleika í skelfiskveiðum hér VERIÐ er að gera m.jog at- hyglisverða tilraun með brezka skelfiskpióga á Húnafióa og virð- ist vera haegt að moka upp skel með þessu tæki þar sem enga skel var áður að fá með íslenzku skelfiskplógunum, sem notaðir Teknir með lögreglu- valdi á stolnum báti í Melrakkaey Grundarfirði, 10. ágúst. í MYNNI Grundarfjarðar liggur lítil eyja, sem Mel rakkaeyja heitir og hefur löngum verið rómuð fyrir fjölskrúðugt fuglalíf. í gær gerðist sá einstæði atburður úti í Melrakkaey að þangað voru sóttir þrír menn og varð að handjárna einn þeirra til þess að koma honum í land. Forsaga þessa máls er sú, að í gær þegar lögregluþjónm- irm í Grundarfirði, Vilhjálm- ur Pétursson, hafði verið kall- aður út til skyldustarfa, en það var mjög árla morguns, mætti hann bátseiganda á götunni, Pétri Konráðssymi, og tjáði Pétur Vilhjálmi, að báti sínum hefði verið stolið og væri hann hvergi sjáanlegur. Við bryggjuna lá mb. Hadd- Ur og var að búast til sjóferð- Framhald á bls. 19. hafa verið fram til þessa. Brezku plógarnir kosta um 70 þúsund krónur og hafa verið notaðir í Bretlandi síðustu 3 árin með mjög góðum árangri. Rannsókn- irnar á Húnaflóa eru gerðar í samráði við Hafrannsóknastofn- unina undir stjórn Hrafnkels Eiríkssonar, fiskifræðings og Guðmundar Rósmundssonar skip stjóra á Hrímni IS 140. Hrimnir IS 140 hefur síðustu fjóra dagana farið í reynslu- ferðir með þrjá brezka skelfisk- plóga, tvo 6 feta og einn 8 feta plóg og veitt vel. Islendingunum til aðstoðar er brezkur skipstjóri, Lorenz Seadley frá eyjunni Mön, en hann hefur 20 ára reynslu í skelfiskveiði. 1 gær gafst blaðamanni Morg- unblaðsins kostur á að fara í eina reynsluferð og fylgdist hann með veiðunum. Kom þá meðal annars fram að mjög auð- velt er að koma plógum þessum fyrir i skipunum og hægt er að fá plógana í tveimur stærð- um, eða 6 feta plóga og 8 feta plóga. Má nota allt að þrjá plóga i einu. Brezki plögurinn hefur verið notaður i Bretlandi í 3 ár, en þá var búið að gera tilraunir með hann í 12 ár. Kembir plógur þessi botninn mun betur en íslenzki skelfisk- plógurinn og auk þess skefur hann ekki eins mikla botnleðju Framhald á bls. 3. 90 ræðismenn í kynningarheimsókn Sitja hér þriggja daga ráðstefnu LM 90 af rúmlega 130 ræðismönn um íslands erlendis eru væntan- legir hingað til lands 24. ágúst nk. til þess að sækja ráðstefnu sem haldin verður 25.—27. ágúst á vegum utanríkisráðuneytisins. Aðaltilgangur ráðstefnunnar er að kynna þeim landið, efnahags- mál þess og viðskiptamöguleika. Eiginkonur flestra ræðismann- anna verða með í förinni. Er þetta í fyrsta sinn, sem slík ráð- stefna er haldin hér á landi. Ráðstefnan verður haldin í Loftleiðahóbelinu og hefst hún með ávarpi utanríkisráðherra, Einars Ágústssonar. Síftan verða haldnir fyrirlestr'ar um ýmis mál, svo sem utanríkisstefnu Is- lendinga, efnahagsmál og við- skipti og verzlun. Þá verður rætt um störf ræðismanna íslands er- lendis og heimsóknir skipuilagðar í iðnfyrirtæki í Reykjavík og ná- grenni. Farið verður í kynnis- ferðir og fslandskvikmynd sýnd og loks verður hinum eriendu gest-utm boðið á íslenzk heimili. Lengst til vinstri á myndinni er skipstjórinn á Hrímni, Guð- mundur Rósmundsson, þá er Einar Guðmundsson og loks brezki skipstjórinn. Fyrir aftan þá er brezki skelfiskplógurinn. Fyrsta korninu dælt í turninn Mannvirki Kornhlöðunnar hf. við Sundahöfn kostuðu 60 millj. KORNGEYMSLUR og löndunar- Sundahöfn í Reykjavík voru tek- kerfi Kornhlöðunnar hf. við in i notkun í gær og var byrjað á því að dæla 700 tonnum af maís upp úr Brúarfossi. Fjölmargir gestir voru viðstaddir er Hall- dór E. Sigurðsson landbúnaðar- ráðherra setti komdælurnar í gang og sogaðist kornið upp úr lest skipsins og eftir röri inn í kornturninn, en hann tekur rúm- lega 5 þúsund tonn. Turninum er skipt í 25 geymsluhólf og er dælingu kornsins stjómað frá stjórnborði og þarf því aðeins einn starfsmann í kornturninum. Með hámarksafköstum er hægt að dæla 100 tonnnum á kiukku- stund. Hlutafélaglð Komhlaðan var stofnuð fyrir tæpum tveimur ár- um og eru stofnemduir og hlut- hafar að jöfnu, Fóðurblandan h.f., Mjólkurfélag Reykjavíkur og Samband ísl. samviinniufélaga. Hafa þessir aðilar á undainföm- um áratugum haft á hendi megn ið af fóðurkonnsmnflutncbi'gi til landsinis og kj armfóðurfram- leiðslu úr komi og öðrum hrá- efnum. Er tilgangur féiaigsins að reisa og reka kornigeymslu við Sundahöfn í Reykjavik og anmast losuin, lestun og geymslu Franihald á bls. 3. Korninu er dælt tipp úr lest Brúarfoss og yfir í kornturninn. 16 þúsund farþegar af 57 þjóðernum — heimsóttu ísland í júlí f JÚLÍMÁNUÐI s.l. koniu sani- tals 16.289 fairþegar með skip- um og flugvélnm til fslands og er það 1000 farþegnm fleira cn komu til landsins í júií 1970. Af þesstim 16.289 komu 15658 með flugvélum. Fyrir utan Islendinga eru Banidarikjamenn fj’ölmennastir af þeim sem komu til landsins í júlí, eða 3759, næst koma Þjóð- verjar, alls 2256, síðan Bretar 1640, þá Danir 1063 of Frakkar 836 talsins. Þá komu margir Svi ar og Norðmenn og Holleinding- ar, einnig komu allmargir frá ftalíu, eða 116, Kanada 164 og 373 frá Sviss, en ails komu til landsiins farþegar af 57 þjóðern- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.