Morgunblaðið - 29.08.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.1971, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1971 r % Enski landlæknirinn í heimsókn: „Samfélagið þarf að skilja að reykingar eru ekki sjálfsagðar“ HÉR á Iandi er nú staddur enski landlæknirinn, sir George E. Godbér, og hefur hann haldið hér fyrirlestra bæði fyrir lækna og almenníng. Fjallaði annar fyr- irlestra hans fyrir lækna um þró- unina í læknismenntun í Bret- landi, en hinn um varnir gegn ýmsum slæmum áhrifum um- hverfisins á heilsu manna. Á blaðamannafundi með sir George í gær, föstudag, kom fram að sú hætta, sem mannin- um stafar af umhverfi sínu, fer mjög vaxandi, og þörf er á að stórauka varnir og eftirlit með ýmsum þáttum umhverfisins, svo sem fæðu, mengun i and- rúmslofti og geislavirlmi til þess að bægja þessari hættu frá. Sir George benti á að hér á landi væri t.d. mjög gott eftirlit á sviði hjartavémdar, en sííkt eftir- lit þyrfti að ná yfir mun víð- ara svið, og þóunin væri í þá átt. Brezki landlæknirinn hélt einnig almennan fyrirlestur i Norræna húsinu á fimmtudag tun reykingar og heilbrigði, og höfðu blaðamenn á fundinum mestan áhuga á þvi efni. Sir George sagði að hann hefði sjálfur einu sinni reynt vindl- ingareykingar, sex ára gamall, ásamt yngri bróðu-r sínum, sem hefði orðið veikur á eftir, og hef- ur landlæknir látið sér það að kenningu verða og ekki reykt síðan. Hann sagði, að þótt menn hefðu reykt í fjölda ára, þá væri það strax mjög til bóta að hætta reykingum, t.d. um 40 ára aldur; betra er seint en aldrei. Þess eru dæmi að menn sem hættu, hefðu fengið fullan bata af þeim sjúk- dómum sem reykingamar yllu, t.d. lungnakrabba, en það tæki oft a.m.k. 15 ár. Á síðasta ári létust 30.000 manns í Englandi og Wales úr lungnakrabba, að vísu mikið af þvi gamalt fólk, en þó stór hluti ungt fólk sem annars hefði átt langa ævi fyrir höndum. Á síðustu 20 árum hefur með- alneyzla tóbaks minnkað í Bret- landi, en kvenmenn virðast þó reykja meir en áður. Magn það, sem menn reykja á dag ræður úrslitum, þannig tekur sá sem reykir 20 vindlinga á dag 10 sinn um meiri áhættu en sá sem reyk- ir 10. Það er áætlað að 20% fjarvista frá vinnu í Bretlandi stafi af áhrifum tóbaks. Sir George sagði að ekki segði þó lungnakrabbinn alla söguna, því að margir aðrir sjúk dómar stafa af reykingum, t.d. 65 ára VALDIMAR Bjömsson, fjármála róaherra Minnesotafyikis i Banda rSkjuwum, er 65 ára í dag. — Heimilisfanig hans er: 2914 — 46 th Ave., Minneapolis, Minnesota. hjartveiki og lungnakvef. Hann sagði að um % af öllum tilfell- um langvinns lungnakvefs, væru af völdum réykinga og slikt lungnakvef gerði menn að ör- yrkjum. í sambandi við varnir í þessu efni, sagði sir George, að menn yrðu að hætta að hugsa aðeins um sjálfa sig, því t.d. á heimilum þar sem reykingar eru viðtekinn hlutur, getur það haft mjög var hugaverð áhrif á börn, og hvatt þau til að reykjsf sjálf. Hann sagði að lítið væri um góð lyf til þess að venja .menn af reyk- ingum og fræðsla næði einnig skammt, því að menn vilja ekki óþægilega fræðslu. Það hefði þó reynzt vel, að menn taki upp annan vana í stað reykinga til dæmis sveskjuát, þvi reykáng- ar eru hjá flestum ekkert annað en vani, slæmur vani. Land- læknirinn sagði að reykingar væru títt notaðar sem hjálpar- tæki í samskíptum manna á milli; menn mætist yfir sígarettu. En það þurfi að koma því inn hjá fólki, að þegar það býður mánn eskju sígarettu, er það hið sama og rétta henni líkkistu. Sir George nefndi að hann hefði komið þennan dag á tré- smíðaverkstæði að Reykjalundi, og þar hefði verið skilti sem bannaði reykingar vegna eld- hættu. Hann stakk upp á því, að slíkum skiltum yrði komið upp víðar, því þau sönnuðu að menn gætu vel verið án tóbaks. Hann mælti með hömlum, en ekki bönn um. — En það sem er langmikil- vægast, er að koma þeirri hugar- farsbreytingu á í samféilaginu, að þar séu reykingar ekki eðli- legur hlutur, sagði sir George. Að ilokuim sagði sir Geonge E. Godber, að dvöl hans hér væri liður í mjög ánægjulegum og nytsamlegum samskiptum heil- Hamvas, Anna og Miklos, Csik. (Ljósm. Sv. Þorm.), Námskeið fyrir söng- kennara og fóstrur NÁMSKEIÐI fyrir söngkennara og fóstrur lauk á föstudag. Var námskeið þetta haldið í Tón- listarskólanum fyrir kennara og fóstrur og íóstrunemar viðs veg- ar að af landinu.Voru þátttakend ur um 90 alls. Kennarar voru fengnir frá Ungverjalandi og voru það hjónin Hamvas, Anna og Miklós, Csik. Þau eru mjög framarlega í sínum grein- um í heimalandi sínu og kenna eftir kerfi Zoltán-s Kodály, sem notað hefur verið undanfarin 25 ár og byggist á þjóðlögum. Er uppbygging þessa kerfis talin heppileg, hvað snertir tónlistar- fræðslu, sögðu hjónin. Hann er 'skólastjóri í tónlistar- grunnskóla í Búdapest (þar er tónlist kennd í kiukkustund dag- lega í stað tveggja stunda á viku í öðrum skólum), auk þess, sem 60—80 börn læra þar aukalega á eitt eða fleiri hljóðfæri. Frúin kennir i sams konar skóla í Búda pest, og er auk þesa æfingakenn- ari, þ.e. tekur við tónlistarkenn- aranemum til uppfræðslu og æf- inga í skóla sínum. Hérna hafa hjónin skipt með sér vérkefnum, hún hefur kennt fyrri hluta dags, hann síðari hlut ann. Áður en þau komu hingað fengu þau sent allt íslenzkt söng- kennsluefni til athugunar, svo að kennslan mæti betur grundvall- ast á því. Sögðu þau, að kerfið væri nokkurs konar tónlistarmál fræði, sem síðan teygðist út í að- lögun og aðhæfingu nemandans við tónlistarkennslu heimalands- ins. Aðspurð, hvemig „50 fyrstu söngvar“, sem hér er kenndir væru að tónlistargildi, kváðu þau þessa bók vel upp byggða til kennslu. Þau sögðu einnig, að í Ung- verjalandi færu núna fram rann- sóknir á því, hvemig tónlist þroskaði aðra námshæfifleika og greind nemandans (í öðrum greinum). Væri full snemmt að gera sér fulla grein fyrir árangri þeirra, og engar tölur hægt að nefna i þeim efnum, en greini- legt væri, að hæfileikar til tungu málanáms og stærðfræði ykjust, auk þess, sem börnin næðu betra jafnvægi og fengju mikla útrás í tónlistamámi sínu. Færeyingum fagnað innilega FÆREYSKI leikflokkurinn rá Havnar sjónieikarfélagi rumsýndi Uppi i eini eiki-1 andi eftir Jens Pauli Heine- ( en í fyrrakvöld við húsfylli { g mjög góðar undirtektir horfenda. Voru leikararnir dappaðir margoft fram í íikslok og færð blóm. Höfund rinn var viðstaddur sýning- una. 1 hófi síðar um kvöldið i Iðnó færðu Sjónleikarmenn Leikfélagi Reykjavíkur að 1 gjöf stórt landslagsmálverk I frá Færeyjum, en LR gaf Havnar sjónleikarfélagi rit- safn Kambans. 1 kvöld verður síðasta sýn- ing á Uppi í eini eikilund, en uppselt varð á allar sýning- 1 arnar strax á föstudag. Sir George E. Godber. brigðisþjónustu Englendinga oglir á heimsmælikvarða, og það ísiendinga. Hann sagði að hér væri margt sem hann hefði lært væru heilbrigðismál í ótrúlega og myndi flytja með sér heim iál góðu horfi, t.d. væru berklavarn- ' Englands. Eldeyjarförin frek- legt brot á lögum — segir í ályktun N áttúru verndarráðs Blaðinu barst í gær eftirfar- andi frá Náttúruvemdarráði: „Á FUNDI Náttúruverndarráða, þann 25. ágúst 1971, var rætt um för Árna Johnsen og fél-aga til Eldeýjar, svo og umamæli hans varðandi samia efni í dagblaðinu Vísi, fimimtudagirm 19. ágúst 1971. Vegna framangreinds telur NáttúruverndaTTáð ástæðu til að táka eftirfarandi fram: 1 Lögbirtingablaðinu, 16. mai 1960, birtist svofelld auglýsing: „Náttúruvemdarráð gerir kunn- ugt: Saimikvæmt heimild í c-lið 1. gr. laga um náttúruvernd hef- ur náttúruvemdarráð ákveðið að lýsa Eldey út af Reykjanesi seim friðland. Þar sem telja verður mikil- vægt, að friðlýsa Eldey sakir sérstæðs fuglalífs, er hér með lagt bann við því að ganga á eyna án sérstaks leyfis náttúru- verndarráðs, svo og að ræna þar eða raska mokkrum hlut. Jafnframt eru öll skot bönnuð nær eynni en 2 km, mema nauð- syn beri til, og bannað er að hafa eyna að skotmarki, hvort — Námskeið Framhald af bls. 16. aldri til að mæta daglega og fór þá fram sýnikennsla. Heimir Áskelsson er fulltrúi fræðslumálastjóra á þessu nám- skeiði og tjáði hann Morgun- blaðsmönnum í gær, að mestur hluti þeirra kennara, sem nú sækja námskeiðið, hefði elkki sótt slíkt námskeið áður. Stór hluti þessara kennara er utan af landi og sagði Heimir, að nú hefði verið tekin upp sú nýjung, að borga þeim kennurum dagpen inga, sem sæktu þetta námskeið utan af landsbyggðinni, og væri þannig reynt að jafna aðstöðu- mun þeirra og kennara, sem búa á höfuðborgarsvæðinu. heldur er af landi, sjó eða úr lofti. Þeir, sem brotlegir gerast við ákvæði þessa, úrakurðar, verða látnir sæta ábyrgð samkvæmt 33. gr. laga nr. 48/1956, um nátt- úruvernd. Samkvæmt síðustu málsgrein 35. gr. áðurnefndra laga, falla lög nr. 27/1940, um friðun Eld- eyjar, úr gildi við birtingu þessa úrskurðar. Ásgeir Pétursson Gunnar Vagnsson“. Þau rök, sem liggja til þess að Náttúruverndarráð friðlýsir Eld- ey, eru fyrst og fremist þau, a<5 í Eldey munu um varptímann. vera um 15 þúsund súlupör. Álit- ið er, að hér sé um að ræða ekta stærstu, ef ekki þá stærstu, sam- felldu súlubyggð sem þekíkt er. Friðlýsing þessi hefur verið stranglega haldin fram til þessa, enda þótt óskir hafi komið fram um að mega klífa eyjuna. Með bréfi, dags. 28. júní 1970, sótti Páll Steingrímsson, ásamt fleiri Vestman.naeyingum, þar á meðal Árna Johnsen, um leyfi til að klífa Eldey, en var synjað. Síðar um sumarið sótti Árni Johnsen um leyfi til að klífa Eldey. Var sú umisögn tekin fyrir á fundí ráðsins 5. ágúst 1971 og afgreidd á eftirfarandi hátt: „Munnleg beiðni frá Árna Johnsen um að fara í Eldey, og skrifleg mótmæli frá Þorsteimi Einarssyni gegn því að farið verði í eyna. Saimþykkt var að synja öllum beiðnum um landgöngu í eyj- una“. Ártna Johnisen var tilkynmt þessi ákvörðun munnlega. Náttúruvemdarráð telur, að umrædd för til Eldeyjar sé frek- legt brot á iögum nr. 48/1956 um náttúruvernd. Ráðið hefur því vísað málinu ttl menntamála- ráðuneytisinfl til frekari meðferð ar. Birgir Kjaran Gtiðmundur E. Sigvaldason“. Aukið samstarf í norrænum símamálum Á NORRÆNNI siímaimálaráð- stefnu, sem lauk í Reykjavík í fyrradag var samþykkt að auika til muna samstarf norrænna símamálLa að sögn Jóns Skúlason ar póst- og siímamiálastjóra. 27 útHendin.gar sátu ráðstefnuna, sem stóð í 4 daga og var haldin að Hótel Esjiu. Þar var m. a. ræU uim ýmsa þætti samstarfs á sviðí símamáila og væn>tanlegar nýj- unigar, svo sem gervihnetti og fleira. Ýmis saimtök og stofnanir á Norðurtöindiuim áttu fullitrúa á ráðstefnunni. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.