Morgunblaðið - 29.08.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.08.1971, Blaðsíða 31
1 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÖÁÖÚR 29. ÁGOST 1971 ' ! 31 Greinir 60 sm fisk á Reyk j a ví kurbr éf 17 0 metra dýpi „TÆKI þetta er mikil framför frá eldri tækjum, margar ný- ungar sem skapa bæði aukin þægindi og öryggl," sagði Frið- rik A. Jónsson, forstjóri SIM- RAD á íslandi á blaðamanna- fundi á föstudag, þegar liann kynnti blaðamönnum nýja teg- und af fiskileitartæki frá fyrir- tækinu. Þá var einnig mættur á fundinum norskur maður. Jan Boye Woil, sölustjóri hjá norsku SIMRAD verksmiðjunum. Sýndu þeir blaðamönnuim þetta niýjá tælki í gangi, og til að sýna, hverhig það vinnur, var notuð spóla, sem teflrin var um borð í G. O. SARS, norstea hafrann- aóknaskipinu, og gaf hún rauh- sanna irnynd af botni og fiste- gegnd. Boye Woll kvað þetta tæki þó ekki henta hvaða skipi sem væri, heldur færi það eftir veiðarfærum, sem notuð væru. Stærð skipanna skipti minna máli, en bezt reyndist tækið á trolli og línu. Friðrik A. Jónsson kvað Boye Woll kominn hingað vegna sýn- ingar, sem fyrirtækið efnir til á tæki þessu að Bræðraborgarstíg 1, og stæði sú sýning til 15. september. Á sýningunni væru ýmis fleiri tæki, svo sem xráð- laust botnvörpuauga. Sagðist Friðrik vona, að útgerðarmenn og skipstjórnarmenn hefðu tæki- færi að sækja sýningu þessa í smáhópum. Þetta nýja botm- fiskileitartæki frá SIMRAD miun kosta kringum 800.000 krónur, svo fremi norska krónan taiki ekki stöikk upp eða niður, sagði Friðrik. Gáfu þeir félagar eftir- farandi lýsimgu á þessu nýja tætei á þann veg, að þessd sjálfstæða SIMRAD mælitæíkjasamistæða væri botnleitarsendir ásamt mót- tökutæki, sem hefur mjög miikla greiningarhæfni, myndlaimpa, og svonefndan minndsheila. Til að nýta hæfni sendis og móttöku- tækia er myndlampi ásam-t minn- isheila. Myndlampanum er deilt niður í mælieiningar, þannig að allur flöturinn á lampanum sýn- ir 3, 6 og 12 metra, og er þá miðað við botn. Eiinnig er hægt að Stilla myndlampann á 35 metra, og er sú mælieining hreyfanieg yfir 1000 metra dýpi. Hægt er að lesa af skrifara senditækisins, hvar þessir 35 •: ‘: ','X Friðrik A. Jónsson og Jan Boye Woll við hið nýja botnfiski- Mbl. tók myndina.) leitartæki frá Simrad. (Sv. Þorm. ljósm. — Bændafundur Framhald af bls. 32 hafa verið í athugun og komið fram möguleikar á viðunandi frambúðarlausn svo ekki komi tii verkfalla af þeirra hálfu. • Endurbætur standa nú yfir á Áburðarverksmiðjunni og er bygging vélahúss vel á veg kom- in. Þó er ekki búizt við að fram- leiðsla geti ha-fizt að neinu ráði fyrr en næsta vor. • Athugun hefur farið fram að tilhlutan fráfarandi landbúnaðar ráðherra á efnahag þeirra bænda, oem talið var að ekki réðu við gkuldir sinar. Er talið, að 200— 300 bændur hafi verið í vonlitilli aðstöðu hvað þetta snertir um síðustu áramót, • Stjóm Stéttarsambandsins hefur fjallað allmikið um hey- verkunarmál og huigsainlega aukn ingu framleiðslu graskötggia. En tilraunir tveggja síðustu ára sýna að hægt er að ná sömu afurðum með því að gefa mjólkurkúm grasköggla og hey eins og að gefa kjarnfóður og hey ef sama fóðurgildi er notað af hvoru tveggja. Stjóm Stéttarsambands ins mun leggja tillögur urn þetta efni fyirir aðalfundinn. • Á síðastliðnu ári var 5.7% aukninig á innvegnu magni mjólk ur. Aukningin fór að mestu til aukinnar ostagerðar og til fram- leiðstu á nýmjódkurdufti, sem að mestu var flutt út. Nýmjólkur- sala minnkaði örlitið á árinu 1970, en sala undanrennu jókst um tæpan þriðjung. Ostasala jókst verulega. • Magn kindakjöts árið 1970 var uim 6% miirna en á árimu á und- an. SEX MANNA NEFNDIN LÖGÐ NIÐUR G-unnar Guðbjartsson ræddi nokkuð um framtíðarhorfur í landbúnaðinum og kom þar m. a. fram: Ríkissitjórnin hefur boðað bTeytingar á framleiðisluráðslög- unum þannig, að 6 manna nefnd- in verði lögð niður en tefenir upp beinir samningar um verðlags- málin rnilli bænda og ríkisstjórn- arinnar. Aðalfundurinn mun fjalla sérstafclega um þessi breyttu viðhorf. Síðan sagði Gunniar: „íslenzkir bændur hafa nú fengið eitt bezta sumar, sem komið hefur um áratugi. Það fær ir landbúnaðiinum mikið öryggi hvað fóðuröflun snertir og hlýt- Ur að auka að jnun bjartsýni bænda. Þó er ekki hægt að loka augunum fyrir því að aukin hey- öflun getur stóraukið framleiðslu á búvörum og það aftur getur sett markaðinn og verðlagskerf- ið úr skorðum. sé þessari auknu fóðuröflun ekki beitt í ákveðna farvegi". : Að lokinni ræðu Gumnars Guð- bj artssonar gerði Sæmundur Frið riksson, fraimikvæmdastj óri Stétt- arsambandsins, grein fyrir reifen- ingum þess og reikningum Bændahallarimniar. Niðurstöðutöl- ur á rekstrarreikniingi Stéttar- sambands bænda árið 1970 voru 7,8 millj. fcr., en á efnahagsreikn- ingi 58,8 millj. kr. Niðurstöðutöl ur á rekstrarreikningi Bænda- hallarinnar voru 23,3 míllj. kr., en á efnahagsreikningi 175,2 miMj. kr. Aðalfundinum var haldið áfram síðdegis í gær og skipaðar starfsnefndir í einstökum mála- flokkum, sem munu sflcila áliti i dag. Fundinum lýkur væntanlega í kvöld eða árdegis á morgun. Þráðlausa botnvörpuaugað, sem er á sýningunni. metrar eru, við botn, uppi við yfirborð eða einhvers staðar þar á milli. Sérstakur kostur þessara tækj a liggur í því, að myndin er stöðug og mimunur á birtu hverfandi, þegar ný sending frá senditæk- inu birtiist, en slíkt er mjög mikilvægt, þegar menn þurfa lengi að stara á tækið. Hin mikla hæfni þessa tækis liggur í þvi, að hægt er að greina eimn fisk á 170 metra dýpi, sem aðeins er 60 sentimetrar á lengd og að aðgreina 2 fiska, sem eru í 25 sentiimetra fjarlægð, hvor frá öðrum. Kvaðst Friðrik vonast eftir því, að margir Skipstjórnarmenn og útgerðarmenn sæju sér fært að skoða sýningu þessa. — 29 tímar Framhald af bls. 32 ísing hlóðst á vírama á Vaðla- heiði í illviðrinu í fyrrinótt. Mest var ísingin á eins kíló- metra kafla á háheiðinni og vest- an í brúninni og línam slitnaði niður á fjórum stöðum. Aðstæð- ur til viðgerðar voru hinar erfið- ustu og lauk viðgerð ekki fyrr en 'klukkan að ganga 8 í morg- un. Rafstraumi var hleypt á lín- una klukkan rúmlega 9 í morg- un og hafði þá verið rafmagns- lítið á Akureyri í 29 klukku- stundir og áðeins rafmagn frá dieselstöðinni á Oddeyri, sem var stranglega skammtað. — Sv. P. — Vísað úr landi Framhald af bls. 1 verji þesisi, sem er 28 ára, hafi ætlað að koma heim frá Té-kkó- slóvakiu yið Rozvadov-landa- mærastöðina, gegmt Waidhaus í Vestur-Þýzkalandi 14. þessa mán aðar. Höfðu þá tékkóislóvakisikir landamæraverðir fundið kennslu- gögnim í fóruxn hans. Skjöl þessi voru eign verkfræðings, sem flýði frá Tékkóslóvakíu eftir inn rás Sovétríkjanna í ágúst 1968. - Yenið Framhald af bls. 1 hæfar á markaðinum í Banda- rilkjumum. Japönsk blöð hafa í dag látið í ljós þá skoðun að búast megi við efnahagserfiðleikum i lamdimu á næstunni vegna hækk- unar yensins og innflutninigstolls ins í Bandari'kjunum. Telja blöð- in að þessar aðgerðir verði til þess að mörg smærri iðnfyrir- tæki verði gj'aldþrota. Með hækkun yensins verða inn fluittar vörur ódýrari, en um 70% innfhitnings Japana er hrá- efni til vinnsl’U í iðnaðimum, og er ótrúlegt talið að framleið- endur láti neytendur njóta allra þeirra lækkana, sem hækkun yensins hefur þar í för með sér. Hefur nokkuð verið þrengt að framleiðendum að undanförnu, meðal annars með miklum kaup- hækkunum, og mörg fyrirtækj- amna hafa þurft að skera mjög niður arðgreiðsliur til hluithafa af þeim sötkum. Framhald af bls. 17 Sjónvarpsviðtalið Fyrir nokkru kom forsætis- ráðhenra fram i sjónvarpsþætt- inum „Setið fyrir svörum“ og voru spyrjendur þeir Eiður Guðnason, fréttamaður hjá sjónvarpin-u og Þorsteimm Páls- son, blaðamaður við Morgun- blaðið. 1 sjónvarpsþætti þessúm vakti það almenna atihygli, að Ólafur Jðhannesson ýmist svar- aði alls ekki spumingum, sem til hams var beirrt eða svaraði þeim algerflega út í hött. Hér fara á eftir nokkrar glefsur úr þessum sjónvarpsþætti: „Þorsteinn: Nú er talið rétt- lætanlegt að stefna að greiðsiu halla rikissjóðs, þegar sérstakir efnahagserfiðleikar steðja að. En núna er góðæri í landinu, mikil atvinma, penimgavelta mikil. Telur rikisstjómim það hyggilega að farið við slíkar aðstæður að stefna að greiðslu- halla, ekns og fjármálaráðherra hefur gefið í skyn að megi bú- a-st við? Ólafur: Ja, já, það er nú eng- inm búmaður, sem ekki kann að berja sér, og greiðshihallinn er ■nú ekki kominn enn till sögu. Eiður: En er ekfki greiðslu- halli eins og er? Ólafur: Ég þori nú ekki að fulflyrða um það. Ég held, að hann geti varla orðið veruleg- ur.“ 1 þessum orðaskiptum hliðrar farsætiisráðherrann sér alger- lega hjá því að svara þeirri spumingu Þorsteins Pálssonar, hvort ráðherrann telji hyiggiflegt í góðæri að stefna að greiðslu- halia, eins og Halldór E. Sig- urðsson, fjármálaráðherra, við- urkenndi í viðtali við Morgum- blaðið að væri fyrirsjáanlegur. Hið sama var upp á tenimgnum, þegar forsætisráðherra var spurður um verðbólguvaldann: „Eiður: En hvað er þá helzti verðbólguvaldurinn ? Ólafur: Hvað er helzti verð- bólguvaldurinn? Núna? Eiður: Já. Ólafur: Ja, mér vefst nú tunga um tönn, þegar ég á að svara því, ætfli það sé ekki eitt- hvað svipað og verið hefur. Það hefur verið viss spenna í þjóð- félaginu, visst kapphlaup, viss- ar vixlverfcamir milli kaup- gjalds og verðlags eins og við þekkjum. Nú að sjáflfsögðu er það verðbólguvaldur líka og hefur verið eins og við minnt- umst á áðan, að það hefur ver- ið núna að undanförrw verð- bólguþróun í nálægum löndum og þess vegna eru verðflags- hækkanir á innfluttum vörum.“ Eftirtektarvert er, að fyrsta atriðið, sem ráðherramn nefnir, þegar hann á að lýsa þvi, hver verðbólguvaldurinn sé, er að það hafi verið „viss spenna í þjóðfélagin.u“. Fyrr í þættinum höfðu nefniiilega þessi orðaskipti farið á milli spyrjenda og ráð- herrans: „Þorsteinn: Nú er hér um mjög stórfelldar útgjaldaaukin- ing^ir að ræða, sem eru ákveðn- ar á mjög skömmum tíma. Og má ekki búaisit við að þær aufci mjög spennandi í efnahagskerf- inu? Eiður: Er þefta- ekki stökk- breyting að vissu leyti? Ólafur: Það er stökkbreyting til hins betra að mínu áliti. (Rétt áður hafði hann sagt: Ég held, að aðalatriðið sé, að það eigi sér ekki stað, eins og ég sagði áðan stöfckbreytingar í þessu!! )Ég held, að það auk- ist nú ekki spemnan neitt gífur- lega. En sjálfsagt er það að ein- hverju leytl í þá áttina. Það má búast við þvi. Þorsteinn: Nú er greiðslu- halli... Ólafur: Það er stundum gott að hafa dálitla speunu." (!!!) Enn eitt dæmi: „Þorsteinn: 1 sambandi við af skipti stjórnarinnar af olíufé- lögunum, forsætisráðherra, þá! heíúir verð tek'n ákivörðun núna um aó lækka verð á gas- oliíu t:i f'isk'.sfcipa og fjár- ‘ magnið tekið úr irmkaupaverð- jöfnunarsjóði ölíufélaganna og hann mun ekki endast nema í tvo og hálfan mánuð og hvað tekur þá við? Ólafur: Nú ég skal ekfci svara þvi. (!!!) Þorsteinn: Er efcki óvarliegt, að gera ráðstafanir, sem ekki munu endast ti'l lengri tíma. Óiafur: Það getur verið rétt- lætanlegt undir vissum lcring- umstæðum meðan verið er að athuga nánar þau framtíðarúr- ræði, sem þarna koma til greina." Og lobs um vamarmálin: „Þorsteinn: Ríkisstjómin mun sem sagt efloki giera þær ráð stafanir, sem veikja valdajafin- vægið. Ólafur: Ég held, að það sé eklki á vaidi rí'kisstjórnarmnar íslenzku. Eiður: Ef varnairliðið hyrfi héðan, það mundi breyta valda- jafnvæginu í álfunni. Ólafur: Ég er efckert sann- færður um það. AHs ekki. AMs efcki. Það var ekki talið að þetta þyrfti 1949 og það var tal- ið 1956, að það væri hægt að fara, það voru ekki talin nein stórvandkvæði á þvi helidur þá.“ Spurningnnni um það, hvort brottför vamarliðsins muni ekki breyta valdajafnvæginu í Evrópu svarar forsætisráðherra ósköp einfaldlega á þann háitt, að hann (!!) sé etefcert sann- færður um það án þess að rök- styðja það nokkuð nánar. Já, já og nei, nei Auðvitað er Jjóst, af þes-sum glefsum úr sjóhvarpsþættirwm með Ólafi Jóhannessyni og öðr- um samtölum, sem fréttamerm hafa átt við hann eftir að hann tók við embætti forsætisráð- herra, að sú ábyrgð, sem á hans herðar hefur verið lögð, hefur í engu haft áhrif á já-já og nei- nei afstöðu hans til mála. En það er eitt að vera ábyrgðar- laus stjórnarandstæðingur og annað að vera forsætisráðherra. Óiafur Jóhannesson virðist efcki enn hafa gert sér grein fyrir því. Sá skortur á forystuhæfileik- um sem hiinn nýi forsœtisiráið- herra hefur sýnt, siðan hann tók við embætti sínu, er þeim mun alvarlegri vegna þess, að hainn hefur leitt tvo hetztu kommúnistaforingjana á Islandi til valda i ríkisstjóminni. Þeim mun mikilvaegara er, að lýðræð issinnar í stjórniinni, sem Ölafur Jóhannesson vissúlega er, taki myndarlega forystu í öllum hielztu máfliuim, eins oig Einar Ágústsson hefur t.d. að mörgu leyti gert í landhelgis- málinu. Það er hægt að fyrir- gefa mönnum margt, ef þeir sjá að sér. Og auðvitað ber að hafa í huga, að Ólafur Jóhannesson er gersamlega reynslulaus mað- ur i ráðherrastól. Vonandi tekst honum að hefja sjálfan sig yfir ómerkilegar flokkakritur í landhelgismálinu og taka upp nýja siði í samskiptum við fjöl- miðla. — Líbýustjórn Framhald af bls. 1 upprei’snarmanna i norður- og austurhéruðum landsina allt frá 1965. Útvarpið í Fort Lamy skýrðl frá þvi síðar í dag að sendiherr- um erlendra ríkja hefði vorið skýrt frá samband9slitunum viS Líbýu á sérstökum fundi hjá Francoise Tombalbaye forseta. Tekið var fram að sendiherrar Líbýu, Súdan og Sovétríkjaiwi l. hefðu ekki mætt til fundariaa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.