Morgunblaðið - 29.08.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.08.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNtNUDAGUR 29. ÁGOST 1971 ® 22-0-22* I RAUÐARÁRSTÍG 3lJ 25555 wnim BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Sendifðrðabifreíí-YW 5 manna -VW svefnvegn VW 9 manna - Landrover 7 manna IITIA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGA CAR RENTAL Tf 21190 21188 BÍLALEIGA Keflavík, sími 92-2210 Reykjavík — Lúkasþjónustan Si’ðurlandsbraut 10, s. 83330. LEIGUFLUG FLUGKENNSLA FLUGSTÖÐIN HF Simar 11422, 26422. Bilaleigan SKÚLATÚNI 4 SÍMI15808 (10937) Ódýrari en aárir! SHOOtt LEICAN AUÐBREKKU 44 - 46. SlMI 42600. £ Berlínarmúrinn og ritstjórar Þjóðviljans, aðalstjórnarmálgagnsins Karl Eiríksson skrifar: „25. ágúst. Á laugardaginn var (21. ágúst) sagði Þjóðviljinn: „Hins vegar verður ekki um það skrif að hér, að fregnir af 10 ára af- mæli Berlínarmúrsins séu mik- illar prentsvertu virði: en það er satt, gott blað eins og Þjóð- viljinn á að segja frá öllum hlutum alls staðar, og þess vegna verður því slegið föstu hér, að það veldur þvi ekki ásetningur, að ekki var sagt frá þessu afmæli svo sem eins og eindálk eða tvidálk.“ Það er einmitt það. En hvað gerði þá „gott blað eins og Þjóðviljinn", þegar Berlínarmúrinn var reistur snmarið ’61? Þá var þó altjent um að ræða helzta viðburð Ttorðarbraut U1 Wafnarfirði SÍMl 52001 EFTIR LOKUN 5004Ó Lausir bílar í dag heimsmála það árið. ÞJÖÐ- VILJINN SAGÐI EKKI EITT OBÐ! Það þarf engan að undra, að ritstjóri Þjóðviljans þá var Magnús Kjartansson. En hitt skyldu menn hugleiða, að það var annar ritstjóri við Þjóðvilj- ann, þegar þetta var. Hann heitir Magnús Torfi Ólafsson. Hann er nú æðsti yfirmaður fréttastofu útvarps og sjón- varps. En síðar varð ágreiningur með þeim félögum, sem þó höfðu verið svo samhentir um að láta sig engu skipta fangels- un íbúa Austur-Berlínar og morð á þeim þeirra, sem ekki vildu una fangelsisvistinni. Sá ágreiningur var þó ekki póli- tískur, því að þeir eru enn sömu pólitísku samherjarnir og þeir voru sumarið ’61. Ágrein- ingurinn var persónulegur. Magnús Torfi undi ekki ofríki Magnúsar Kjartanssonar í félagsstarfi Alþýðubandalags- ins i Reykjavík. Þess vegna kaus hann heldur að skipa sér undir merki Hannibals Valdi- marssonar, pólitísks andstæð- ings, en persónulegs vinar. Eða hvort er það frekar i anda Hannibals Valdimarssonar eða Magnúsar Kjartanssonar að þverbrjóta hlutleysisreglur útvarpsins og vera því sviptur umsjá útvarpsþáttar, eins og henti Magnús Torfa Ólafsson fyrir fáum árum? — Og nú er Magnús Torfi Ólafsson æðsti Leiguhúsnœði - sjoppa Til leigu er mjög gott húsnæði í stórri verzlunarmiðstöð, fyrir kvöldsölu. Tilboð sendist Morgunblaðinu, merkt: „Kvöldsala — 6283". Kennarastaða við Steinsstaðaskóla Skagafirði, er laus til umsóknar. Máladeildarstúdent getur komið til greina. Skólanefnd. TIL ALLRA ATTA NEW YORK Alla daga * REYKJAVÍK OSLÓ Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga KAUPMANNAHÖFN Mánudaga Miðvlkudaga Laugardaga LOFTimiR yfirmaður Ríkisútvarpsins. Það er vonandi, að framtíð Ríkisútvarpsins beri engan keim af fortíð menntamálaráð- herrans. Karl Eiríksson, Karlagötu 10.“ ^ „Ætlar aldrei að fást friður?“ Þannig spyr Sigurbjörg T. Sigurðardóttir, en það er ekki allsherjar Fróðafriður meðal mannkyns, sem hún á við, eins og sést af bréfi henn- ar. „Kæri Velvakandi! Ætlar aldrei að fást friður fyrir þesu fólki, sem heimtar að fá að halda hunda hér i Reykjavík öllum til ónæðis, skaða og leiðinda, sjálfu sér oft til skapraunar og áhyggju, og í trássi við lög og rétt? Maður hélt satt að segja, að málið væri útkljáð, og fannst víst flestum, að mannúðlega hefði verið breytt við þessa hundaaðdáendur (sem eru að verða að sannkölluðum frekju- hundum), með því að veita þeim langan frest til þess að koma sínum ólöglegu hundum á einhvem hátt fyrir. Nei, nú er æsingurinn byrj- aður aftur i þessu fólki, sem heldur að það hafi einhvern einkarétt á því að brjóta lög i Reykjavik. Búið er að panta bréf og skeyti frá alls konar fólki í útlöndum, sem hefur hagsmuni af hundahaldi, og hundavinir í blaðamannastétt matreiða þetta handa lesendum, eins og um heilagt páfabréf sé að ræða. Eitt blaðanna hefur gengið svo langt að birta sem stórfrétt á baksiðu skeyti frá nafnlausum manni í Englandi einhvers staðar, sem mótmælir „blóðbaðinu", (en um það kveðst hann hafa lesið í sænsk- um blöðum!). Blaðamaðurinn klykkir út með því frá eigin brjósti, að það sé ekki góð land- kynning fyrir okkur að standa við eigin lög og leyfa ekki hundahald í Reykjavík! Hve langt getur barnaskapurinn gengið? Annars sakar ekki að geta þess, þótt það sanni ekk- ert af eða frá, að mér eru kunn- ugir útlendingar, sem kunna einmitt að meta það við Reykjavík, að hún skuli vera næstum því hundalaus borg. Ég sagði „næstum þvi“, af því að lögreglan hefur liðið fólki að brjóta lög, en sem betur fer eru þeir ekki margir. Annars dæma missagnimar og ofstæk- ið sig sjálft í þessum pöntuðu skrifum að utan, sem sýnast vera skrifuð af hálf-móður- sjúku fólki. g Borgaryfirvöld, almenn- ingur og hundahaldarar Og ætla borgaryfirvöld að gera sig hlægileg með því að bakka fyrir hundahöldurunum og veita þeim lengri frest? Hvaða álit á maður að hafa á borgarstjóm og lögreglu, ef slíkt verður? Má ekki treysta yfirvöldunum til þess að halda uppi lögum i samfélaginu? Ég gæti sagt hér ýmsar ljót- ar sögur af þvi, hvernig hunda- haldarar hér hafa brotið frest- unarsamninginn í sumar með því að láta hunda ganga hér um á götunum, geltandi og glefsandi, oft í umsjón smá- barna eða umsjónarlausa, og skiljandi eftir sig sín óhjá- kvæmilegu stykki, en af því að bréfið er orðið nógu langt, kveð ég að sinni. Ég get samt lát- ið heyra til mín aftur, gefist tilefni, og skora ég á almenn- ing að sjá til þess, t.d. með bréfaskriftum til blaða, að yf- irvöld standi við skyldu sina gagrvart íbúum borgarinnar." ■ 0 Saga úr pósthúsinu Helgi Guðmundsson skrif- ar: „Reykjavík, 26. ágúst 1971. Kæri Velvakandi! Ég ætla að koma á fram- færi við þig kvörtun vegna póstþjónustunnar hér í Reykja- vik. Ekki er það neitt sérstakt hverfi eða svæði. Það er ein- faldlega pósthúsið sjálft Ég fór á pósthúsið einu sinni sem oftar og ætlaði að kaupa slatta af frímerkjum. Ég þurfti að senda út um 500 bréf, öll 30 grömm á þyngd, prentað mál. En þar sem pósthúsið hef- ur ekki átt lengi B króna frí- merki, (þótt öll opin bréf frá 20 til 100 gr. á þyngd kosti 8 kr.), þá var ætlun mín að kaupa 4 krónu frímerki. Ég vatt mér að fallegri stúlku, (það er alveg einstakt hvað pósthússtúlkurnar eru vel málaðar um augun) og bað hana um merkin. Hún var auð- sjáanlega alveg steinhissa á, að ein manneskja ætlaði sér svona mikið af sömu merkjategund- inni, en gerði þó sitt bezta til að finna þau, hvað eigi tókst- Hún átti aðeins tvær arkir, og svipaða sögu var að segja um hinar. Svo að sú fagureyga vís- ar mdr upp á loft, þar sé fri- merkjasala. Ég fór upp, en stakk því að stúlkunni, að koma þvi nú inn hjá þeim, sem valdið hefði, að láta prenta dá- lítið af 8 kr. merkjum. Augun hennar fallegu brostu til mín, og svo var ég kominn upp á næstu hæð. Þar kom ég inn á langan gang. Við fyrstu hurð- ina er skilti, sem á stendur: Frimerkjasala. Ég tók um hún- inn og ætlaði inn, en fékk við það kúlu á ennið, þvi að hurð- in var harðlæst. Enda mátti ég sjálfum mér um kenna, því að á hurðinni stóð: Lbkað kl. 3. Ég fór niður aftur og sagði þeirri með augnhárin, að það væri búið að loka. „Það getur ekki verið,“ sagði hún, mjög viss i sinni sök, en svo rann upp fyrir henni ljós: „Heyrðu, þú hefur farið að hurðinni, sem stendur á „Frímerkjasala“. Merkin eru ekki seld þar, held- ur þar sem stendur „Póstmeist- ari‘‘. Aftur lagði ég i stigann og komst að lokum að póstmeist- aradyrunum og fékk þar min merki fljótt og vel. En ég gat ekki varizt þeirri hugsun, að ólíkt hagkvæmara hefði verið að hafa skiltið, sem á stóð Frímerkjasala, þar sem frímerkin voru seld. Nú, eða selja frímerkin í Frímerkjasölu dyrunum. Og þeirri bæn er beint til Pósts og síma, að stofnunin gefi nú út 8 kr. frimerki. Það hlýtur að vera hægt að finna eitthvert tilefni til þess. Nóg er að hátíðisdögunum og 511- um afmælunum. H.G. Ps. Þeim tíma er vel varið hjá pósthúsinu, sem stúlkurnar nota til þess að líta vel út. Ég áfellist þær ekki fyrir að vilja það heldur en að hendast eftir frímerkjum út um allt hús. Helgi Guðmundsson, Stg. 20.“ — Velvakanda finnst nú alveg sjálfsagt, að stúlkumar liti vel út. Eitthvað yrði víst sagt, væru þær það ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.