Morgunblaðið - 29.08.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.08.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1971 Otgafandi hf. Árvakur, Reykj'avík. Framkvaemdastj'óri Haraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfuiltrúi Þorbjðrn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritsljóm og afgreiðsla Aðalstræti S, sími 10-100 Augtýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. ÞEIR HAFA ENGIN RÖK ¥ Lesbók Morgunblaðsins í dag birtist afar fróðleg grein um olíuvinnslu í Norð- ursjó, nánar tiltekið í land- grunni Noregs. í grein þess- ari er gerð ítarleg og nákvæm grein fyrir olíufundinum í Norðursjónum og þeim regl- um, sem Norðmenn hafa sett varðandi olíuvinnslu á þeirra landgrunni svo og samningum þeirra við erlend olíufélög. Það eru fimm lönd, sem skipta á milli sín Norðursjáv- arbotninum, Noregur, Bret- land, Danmörk, V-Þýzkaland og Holland. Hið mikla olíuævintýri, 9em nú er að hefjast í Norð- ursjónum, leiðir hugann óhjákvæmilega að þeirri bar- áttu, sem við Íslendingar eigum í, til þess að tryggja yfirráð okkar yfir auðlindun- um í hafinu yfir landgjrunn- inu. V-Þjóðverjar flg Bret- ar, sem senda fiskiskip sín til veiða á fslandsmið, telja auðvitað sjálfsagt, að það sé þeirra réttur að hagnýta þær auðlindir, sem felast kunna á hafsbotni í land- grunni þeirra í Norðursjón- um. Báðum þessum þjóðum mundi áreiðanlega þykja það fáránlegt, óréttlátt og í alla staði brot á alþjóðlegum lög- um og reglum, ef við íslend- ingar tækjum okkur skyndi- lega til og ákvæðum að hefja olíuvinnslu í þeirra land- grunni í Norðursjónum. Hins vegar virðist svo, sem þessum tveimur þjóðum og raunar ýmsum fleiri, þyki það óhóflegar kröfur af okk- ar hálfu, þegar við nú krefj- umst þess að hagnýta einir þær auðlindir, sem eru í haf- inu kringum ísland yfir land- grunninu. Óneitanlega væri býsna fróðlegt, ef einhverjir talsmenn þessara tveggja ríkja vildu gera svo vel að skýra það út fyrir íslending- um, hvaða munur er á því að nýta auðlindir á hafsbotni landgnmnsins eða auðlindir í hafinu sjálfu yfir land- grunnssvæðinu. Slíkar skýr- ingar hafa enn ekki komið fram. Vel má vera, að mál- svarar þessara tveggja ríkja mundu vísa til þess, að fiski- skip þeirra hefðu svo lengi hagnýtt sér auðlindir okkar, að þau hafi unnið sér hefð og sögulegan rétt til þess að halda því áfram. En slíkar röksemdir gagna lítt. Þótt Bretar hafi um aldir hagnýtt sér ýmis auðævi, sem finna má í ríkjum Afríku, veitir sú sögulega staðreynd þeim engan rétt'til þess að halda því áfram, nú þegar Afríkuríkin hafa varp- að af sér oki nýlenduvaldsins og tryggt sjálfstæði sitt. Það þýðir ekki lengur fyrir Breta að koma til þessara ríkja og segja, að þeir eigi sögulegan rétt til að hagnýta sér auð- lindir þeirra. Þeim yrði vísað á dyr. Hvers vegna skyldu þeir þá komast upp með slíka framkomu við okkur íslend- inga? Raunar er það furðulegt, að svo vel upplýst og mennt- uð þjóð, sem þekkt er fyrir siðfágun um víða veröld, þar sem eru Bretar, skuli leyfa sér að halda þeim röksemd- um á loft, sem þeir gera í þessu máli. Miklu fremur er hægt að segja, að við íslend- ingar höfum sýnt Bretum ótrúlega mikið umburðar- lyndi að leyfa þeim að fiska svo lengi á okkar miðum. I þessum efnurn skipta í raun- inni ekki máli þær fullyrð- igar Breta, að fiskistofnar á Íslandsmiðum séu ekki í hættu. Við erum þar á öðru máli, en jafnvel þótt svo væri ekki, gefur það Bretum engan rétt til að halda áfram að ausa upp gulli úr fiskinám- unum við ísland. Vissulega gera íslendingar sér grein fyrir því, að röskun verður á högum brezkra fiskimanna og útvegsmanna, þegar fisk- veiðitakmörkin hafa verið færð út í 50 sjómílur. En skyldi brezka heimsveldið ekki hafa orðið fyrir meiri röskun en þeirri á síðustu áratugum, er nýlenduveldi þeirra hefur fallið og þeir hafa orðið að hætta þeim sið að hagnýta auðlindir annarra þjóða? Nei, í þessu máli hafa hvorki Bretar né aðrar þjóðir nokkur rök og þeim væri sæmst að viðurkenna það og fallast á rétt þessarar fá- mennu og tiltölulega snauðu þjóðar til þess að hagnýta sínar eigin auðlindir. Færeyskur leikflokkur í heimsókn ¥Tm þeæar mundir er stadd- ur hér á landi færeyskur leikflokkur, sem sýnir hér færeyskt leikrit. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem Fær- eyingar koma hingað í leik- för, en Leikfélag Reykjavík- ur fór fyrir nokkrum árum með leikflokk til Færeyja. Koma hins færeyska leik- flokks til íslands er okkur alveg sérstakt ánægjuefni. Samskipti íslendinga og Fær- eyinga hafa verið alltof lítil til þessa, en þau eru nú að aukast bæði á sviði viðskipta, V&J UTAN ÚR HEIMI Pappírsfarganið hjá S.t*.: Starfsemin er að drukkna í skjölum DAG hvern (og stundum tvisvar á dag) ekur gríðar- stór, tómur vörubíll að Palais des Nations í Genf og hefur táknrænan kúst, sem skagar fram af þakinu. Vörubíll þessi er drekkhlaðinn pappírsrusli, sem áður hefur verið þjapp- að saman í sekki i nýtízku- legri vél, sem er í kjallara þessa aðseturs Sameinuðu þjóðanna. Kústinn nota hin- ir þrifnu svissnesku verka- menn til að sópa upp ræm- um og tjásum, sem hafa dott- ið úr sekkjunum. Þetta gefur aðeins örlitla innsýn í „skjalasprenginguna" sem tekin er til meðferðar í enn einu skjalinu (130 bls.) sem Allsherjarþing S.Þ. mun taka til umræðu er það kem- ur saman nú í september. Þar kemur í ljós, að árið 1970 „létu samtökin prenta (á öllum tungumálum) meira en 867.880 blaðsíður af skýrsl- um og skjölum og kostnaður- inn var um 29 millj. dollara. Hvert aðildarríki varð í orði að „melta“ um 600 síður á dag, laugardagar og sunnu- dagar meðtaldir. . . . Kostn- aðurinn við þessa skjalaút- gáfu hefur aukizt um 10% á ári síðan 1968.“ Heildarmagn skjala S. Þ. heldur áfram að vaxa um 2.3% á ári, þrátt fyrir marg- endurteknar beiðnir Allsherj- arþingsins um að hægt verði á ferðinni. 1 skýrslunni segir: „Ef svona heldur áfram, þá mun talan um 1980 verða 1.100.000 bls. . . . Þótt ástand- ið sé nú óviðráðanlegt, yrði það þá orðið beinlínis fárán- legt." Lester B. Pearson, fyrrum forsætisráðherra Kanada og forseti Allsherjarþingsins hef ur sagt: „Sameinuðu þjóðirn- ar eru að drukkna i eigin orð- um og kafna í eigin skjöl- um.“ Skýrslan, sem sjálf er æði margorð, segir að nú sé „mettunarstigi náð og meir en það, og samkvæmt lögmál- inu ætti nú að fara að draga úr magninu aftur. Til þess að samtökin geti þjónað hlut- verki sínu i framtíðinni, er það mikilvægt að þau verði ákveðin í að binda í eitt skipti fyrir öll enda á þetta, og koma á strangri en skynsam- legri minnkun skjalamagns- ins sem hinar ýmsu stofnanir innan samtakanna hafa þörf fyrir og senda frá sér.“ Fjárhagshliðin er einnig furðuleg. Það fjármagn, sem eytt var í skjalaframleiðslu hækkaði, samkvæmt fjárlög- um SÞ, úr rúmum 24.000.000,00 dollara árið 1968 upp í rúrna 29.000.000,00 dollara 1970, en hér eru ekki meðtalin höfund- arlaun og önnur þjónusta við skjalagerðina. Þessi kostn aður er falinn undir ýmsum yfirskriftum á fjárlögunum, en varlega áætluð tala um kostnað við gerð uppkasts og undirbúning að útgáfu skjals á fjórum tungumálum árið 1970 er 140 dollarar (um 12300 ísl. kr.) á hverja blaðsíðu, en það þýðir að þessi umrædda skýrsla hafi sjálf kostað a.m.k. 18.200 dollara. Hið önnum kafna starfslið samtakanna er oft alvarlega á eftir áætlun, vegna þessar- ar skriðu af skjölum, sem á það fellur. Aðeiris 17.5% af hinum 200 skjölum, sem út- gefin voru fyrir ýmsar nefnd- ir, voru tilbúin þegar þingið kom síðast saman. Þetta hafði það í för með sér að sumar nefndanna urðu að fresta störfum sínum og sumir dag- skrárliðir voru afgreiddir áð- ur en tilheyrandi skjöl voru fáanleg. Til dæmis hófust um- ræður um eitt atriði 13. nóv., þótt viðeigandi upplýsingar kæmu ekki út fyrr en þrem vikum síðar. Áttatíu prósent skjalanna koma svo seint út að nefndir hafa aðeins tíma til að renna augum yfir þau áður en ákvarðanir eru tekn- ar. Skýrslan segir: „Þar af leiðandi verður meðferð mála hroðvirknislegri og gefur af sér minna og minna af upp- byggilegum niðurstöðum,þeim mannafla og fjármagni sem veitt er i framleiðslu þessara skjala er í sívaxandi mæli á glæ kastað, — oft á kostn- að annarrar og árangursrík- ari starfsemi; þarna er stífla í starfsvél Sameinuðu þjóð- anna.“ Skýrslan segir að „eina raunhæfa leiðin til að ná við- unandi árangri er að nota kvótakerfi í hverri deild, sem Allsherjarþingið endurskoð- ar og samþykkir formlega, ásamt kerfisbundinni bókun I fjárlagaskjölunum." Þannig gerir skýrslan ráð fyrir 15% minnkun magns þegar í stað, og endanlegt takmark er 50% minnkun miðað við töl- urnar frá 1970. Einnig mælir skýrslan með því, að Allsherjarþingið sitji í 10 vikur í stað 14 vikna eins og nú er, og að aðalnefnd- irnar starfi aðeins I 8 vikur. Áætlun yfir starfsemina byggð á bráðabirgðaskrá á að dreifa a.m.k. 30 dögum áður en þingið hefst. Ræðu- menn eiga að takmarka lengd yfirlýsinga við ákveðið há- mark, og sennilega verður óvinsælasta tillagan sú, að lengja vinnuvikuna og halda fundi á laugardögum til að halda lengd þingsins innan settra marka. (Observer — öll réttindi áskilin). Myndin er tekin í gær á nams keiðinu, þegar fram fór sýnikenn sla. (L)ósm. Mbl.: Sv. Þorm.) Enskukennarar á námskeiði NÁMSKEXÐ fyrir enskukennara, sem haldið er á vegum mennta- málaráðuneytisins og Eræðslu- málaráðs, hófst þann 16. þ.m. og því lýkur þann 31. Forstöðumaður námskeiðsins félagsmála og menningar- mála. í rauninni þyrfti leik- för íslenzkra leikara til Fær- eyja og færeyskra til íslands að vera árlegur viðburður og er W. R. Lee, sem er ritstjóri hins þökkta fagtímarits „Engl- ish Language Teaching" og for- maður alþjóðasambands ensku- feennatra, sem Félag íslenzkra enskukennara er aðili að. gæti áreiðanlega leitt til enn víðtækara samstarfs í menn- igarmálum. Hinir færeysku leikarar eru sérstakir aufúsu- gestir á íslandi. Þetta er fimmta námskeiðið sem hann er viðriðinn hér á landi, en hin voru haldin 1959, 1961, 1964 og 1969. Að þessu sinni sækja nám- skeiðið um 40 kennarar víðs veg- ar að af landinu og stendur það yfir frá kl. 9—4 daglega. Nám- skeiðið er fyrst og fremst mið- að við kennslu byrjenda á barnaskólaaldri og var feng- inn nokkur hópur barna á þeim Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.