Morgunblaðið - 24.09.1971, Side 10

Morgunblaðið - 24.09.1971, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1971 Haiti: Snauðasta land á vesturhveli jarðar Einhver uppbygging og nokkrar breytingar virðast í deiglunni EFTIR andlát hins alræmda ein- ræðisiherra á Haiti, Francis Duvalier, öðru nafni Papa Doc, í apríl sL hefur ýmislegt verið að gerast í landinu, sem bendir til að ákveðin hreyfing sé í pólitísku lífi landsins. Og eftir nær þvií tveggja alda kyrrstöðu virðist sem örli á efinahagslegri endurfæðingu HaitL Meðal al- mennings virðist heldur hafa dregið úr óttanum, sem var ein- kennandi meðal þeirra og setti sirrn svip á daglegt líf. Þar með er þó ekki sagt að sú stjóm, sem situr að völdum sé ekki harð- svíruð í meira lagi og hún ætiar sér áreiðanlega ekki að missa tökin á íbúunum. Forsetaembættið gekk í arf til tvitugs sonar Papa Docs, Jean Claude, kallaður Bebe, sem er þekíktur fyrir hóglífi og heldur litla greind. Frá því hann tók við völdum hefur hann safnað að sér aðskiljanlegum ráðgjöf- um, sem hafa ákveðið hvað hann gerir og hvað hann segir í þau fiáu Skipti, sem honum hefur hiotnazt að fá að ljúka upp miunni. Áköf valdabarátta í innsta hringnum hefur verið háð baik við tjöldin, en það er engu að siður staðreynd að heldur hefur verið linað á ógnarstjóm- inni og það er út af fyrir sig miericfflegt, að þessi barátta hefur ekki brotizt út fyrir opnuim tjöld- um, SYSTIR FORSETANS BEIÐ LÆGRI HLUT Systir Bebe, Marie Denise, virðist hala farið hallloka út úr togstreitumni við innanrikis- og vaimarmálaráðherrann Luokner Cambronne. Marie Denise hafði áður látið að sér kveða í land- inu, en varð síðan að halda á brott og settist að í París með eiginmanni sinum, sem var gerður að sendiherra þar. Bún kom frá París í fyrra, þegar heilsu Papa Doc tók að hraka fyrir alvöru. Hún var þá skipuð í stöðu einkaritara for- setans og hélt þvi stanfi fyrst efttr að Bebe tók við. Eriendir sérfræðingar eru yfirleitt þeirr- ar skoðunar, að á siðustu mán- uðum föður hennar hafi það verið Marie Denise, sem í reynd stjómaði landinu og fyrst eftir að Bebe tók við, þótti flestum trúlegast að það yrði hún sem kæmi tffl með að verða valda- mesta manneskjan á Haiti. Fljót- iega kam þó í Ijós, að skap þeirra systkina féll engan veg- inn saman. Móðir þeirra, Mama Simone, tók afstöðu með Bebe og mun mestu hafa ráðið, að deilumar voru auðvitað minnst milli þeirra systkina beinlínis, heldur stóð Luckner Cambronne að baki Bebes. Áhrif og ítök hans dirfist enginn að draga í efa og Mama Simone dirfðist heldur ekki að ganga í berhögg við vilja hans. Þær urðu lyktir, að Marie Denise tók saman föggur sínar og flaug á vit eiginmianns síns í Paris nú um miðjan ágúst- mánuð. Blaðafulltrúi stjómarinnar, Ýmsir sérfræðingar hyggja, að Marie Denise muni ekki gefast upp við svo búið, og hún muni reyna, áður en langt um llíður að endurheimta ítöik siin. Útlitið fyrir því, að henni takist það er þó ekki sagt nema í meðal- lagi bjart. ÞEIR SEM RAÐA Meðan hinir raunverulegu valdamenn voru þanniig að kljást innbyrðis virðist sem Bebe forseti hafi að mestu setið auð- um höndum. Fyrsta kreppan í Jean Claude Duvalier, kallaður Bebe. Áhrifalaus að því er er, en eins og isjá ni á í ágætum holdum. taiið Catalogne, sem er sagður all- áhrifamikiil líka vill hins vegar ekki gefa út neinar yfirlýsingar um að deiiur hafi verið uppi og segir hann, að Marie EVenise hafi þurft að halda á brott í skyndi, vegna veikinda Sonar hennar, enda hafi hún aldrei alið með sér neina drauma í þá átt að verða rfkjamdi afl og hafa áhri'f á stjómun Haiti. Þessu trúa menn varlega, sérstaklega þeir, sem hafa eitthvað fylgzt með gangi mála á Haiti. Forsetahöllin í Port au prince. forsetatíð hans var leyst án þess hanin kæmi þar við sögu. 1 ver- unni er hinn pattaralegi for- seti fangi í forsetahöllinni sinni, ásamt með móður sinni. Ör- lög þeirra hvíla í höndum Cambronne, Adrians Raymonds, utanirikisráðherra og bróður hans, Claude Raymomd, sem er yfirmaður herafla landsins. — Catalogne, blaðafulltrúi, sem áð- ur var getið, hefur að likindum þó nokkur völd. Á blaðamanna- fundi með Bebe fyrir nokkru var það til að mynda hann, sem svaraði öfflum þeim spurninguim, sem fréttamenn beindu til for- setans. LEIÐIR TIL BÆTTRA LÍFSKJARA Um aldamótin 1800 var Haiti talin eiga glæsilegasta framtíð fyrir sér allra eyja í Karabiska hafimu. Viðskipti við Evrópu- lönd, t. a. m. Frakkland voru í blóma. Nú er Haiti snauðasta land á öllu vesturhveli jarðar. íbúar landsins eru um fimm miiljónir, langflestir eru bændur. Níutiiu af hundraði íbúa eru ólæsir og óskrifandi. Svo mitkil er hungursneyðin og eyimdin að meðalaldur manna er aðeins 47 ár — og hefur þó ástandið batn- að síðan árið 1950, er meðalaldiur var aðeiins 33 ár. Atvinnuleysið virðiist vera óleysanlegt vanda- mál. Samkvæmt skýrslum OAS, Samtaka Amerífcurilkja, eru aðeins eitt hundrað þúsund manns af firmm mfflijónum, sem hafia fasta vimmu, þar aif eru 40 þúsund, sem eru að einlhverju leytá við störf í þágu stjómar landsins. 1 her landsins eru um 12 þúsund manns. Lamdbúnaður á Haiti er van- þróaður; sykurframleiðslan, sem var mjög mikil á Haiti á siðustu öld, er nú aðeins um 27.500 tonn á þessu ári og minma heldur em verið hefur og tffl samanburðar má geta þess að sykurfram- leiðsla í mágrannaríiki Haiti, Dóminiikanska lýðveldinu er 650 þúsund tonnum mieirL Kaffirækt er í lágmarki og svo mætti lengi telja. Það leiðir af sjálifu sér að jafiravel þeir iukkunnar pamfílar, sem hafa vinnu i þessu eymdar- inmar landi, búa einmig við sult og seyru. Það kailast bærilegt fyrir daiglaumamanm að hafa í kaup tvo dofflara á dag og fer alveg niður í 80 sent og er það raunar algengara. Vaidhafamir á Haiti gera sér full'komlega grein fyrir því, að stórkosfclegra átaka er þorf, bæði á sviði efnahagsmála og félags- mála. Árurn saman hef-ur ekkert verið aðhafzL En til að koma fram umbótum þarf geysilegt fjármagn og framkvæmdavilja. Þó svo að heffldarframleiðslu- auikninig hafi orðið 4% á þessu ári hrekkur það skammt. Því hafa ibúamir enn ekki orðið áþreifaniega varir við fögur fyrirheit núverandi stjómar um stórkostlegar iifskjarabreyting- ar. Ekki er vafi á því að Haiti- búar binida mikiar vonir við að þeim takist á næstu árum að laða ferðamenn til landsins og það gæti auðvitað orðið lamdinu gífurleg lyfitistöng. John F. Kennedy, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, bamnaði alla efna- hagsaðstoð við Haiti árið 1963, vegna ógnarstjómar og einræð- is, sem þar rikti og síðam hefur Haiti verið nánast lokað land fyrir Bandaríkjamenn á svipað- an hátt og Kúba. Það er ekki fyrr en nú á allra síðustu árum, að Bandaríkjamienn eru farnir að kama aiftur til Haiti. Á sl. ári komu 63 þús. ferðamenm þamigað. Sé miðað við Puerto Rico má geta þess að þangað komu 1,2 miffljónir ferðamanna og til Jamaica kom hálf mfflljón. BEÐIÐ UM EFNAHAGS- AÐSTOÐ Talij er öruiggt, að Papa Doc WÍBmmÉÉML Marie Denise Duvalier. hafi á síðustu æviárum sínum freistað þesis að fá efnaihaigsað- stoð frá fjölmörgum löndum. Þessi viðleitni hefur ekki borið umtalsverðan árangur, en vænta má þess að nýju valdhafamir munu sjáifsagt fúsir til að leggja hart að sér og draga tatevert úr harðýðgi og ógnarstjóm, ef það gæti orðið til að önnur lönd fengjust tffl að hlaupa undir bagga. Heyrzt hefur að stjórnin í Washimgton sé fús að ganga í ábyrgð fyrir Haitimenn, svo að þeir geti fengið vopn til að berja á skæruliðuim, sem hafa látið að sér krveða í au kn um mæli. Stórblaðið The New York Times telur að ástæðan fyrir því, að BEindarikjamenn séu að ihuga þetta með velvilja sé að Banda- ríkjamenn þurfa á stuðningi Haitis að halda innan OAS, en í samtökunum er haldið uppi vaxandi áróðri fyrir þvi að af- létta öllum hömium og refsiað- gerðum, sem hafa verið í gildi gegn Kúbu. Haiti mun sjálfsagt ekki hika við að gera slikan samning, þar sem þeir eiga með því fjárvon. Það kæmi einnig til með að auka Framh. á bls. 1* Verkamenn á Haiti eru sennilega þeir lægst lannuðu í heimi raunar geta þeir fáu lirósað happi, sem liafa vinnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.