Morgunblaðið - 24.09.1971, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.09.1971, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1971 Útgsfandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvsamdaatjóri Hsraldur Sveinsson. Rilatjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. AðatoSarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sími 10-100 Augiýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið- HAGKVÆM ¥ Tndanfarna daga hafa nokkr ar umræður orðið um virkjunarmál okkar Íslend- inga í tilefni af þeirri ákvörð- un stjórnar Landsvirkjunar að halda áfram undirbúningi að stórvirkjun í Sigöldu. I þessum umræðum hefífr því hvað eftir annað verið haldið fram, að orkusölusamningur- inn við álverið hafi verið ó- hagkvæmur. Þetta er fjar- stæða, sem margsinnis hefur verið hrakin en engu að síður er ástæða til að minna á nokkrar staðreyndir. Þegar fjallað er um Búr- fellsvirkjun og álsamningana og Sigölduvirkjun nú verður að hafa í huga að bygging Búrfellsvirkjunar á sínum tíma var miklu meira átak en Sigölduvirkjun og með Búr- fellsvirkjun var orkufram- leiðsla Landsvirkjunar aukin hlutfallslega miklu meira en með Sigölduvirkjun nú. Bygg ing Búrfellsvirkjunar var stórátak í virkjunarmálum, grundvöllur þess að áfram yrði hægt að halda á braut stórvirkjana og þetta átak hefði ekki verið mögulegt nema með orkusölusamningn- um við álverið í Straums- vík. í viðtali, sem Morgunblaðið átti við Jóhann Hafstein, for- mann Sjálfstæðisflokksins snemma í september gerði hann m.a. að umtalsefni hVersu hagkvæmir samning- amir um orkusölu til álvers- ins og byggingu þess hefðu verið. Jóhann Hafstein sagði m.a. er hann var spurður um hagkvæmni orku sölusam n- ingsins: „Ég skal aðeins tæpa á nokkmm staðreyndum. Hann tryggði lántökumöguleika til Búrfellsvirkjunar, hann tryggði landsmönnum miklu Góðir \ morgun koma hingað til lands tveir góðir gestir, Eingr Gerhardsen, fyrrver- andi forsætisráðherra Noregs og Tage Erlander, fyrrver- andi forsætisráðherra Sví- þjóðar. Munu þeir taka þátt í umræðufundi á sunnudag. Einar Gerhardsen og Tage Erlander em í hópi virtustu stjómmálamanna Norðurland anna og báðir hafa þeir átt ríkan þátt í að móta Norður- lönid nútímans, velferðarþjóð- félög, sem vakið hafa aðdáun víða um heim, en eiga vissu- lega við sín vandamál að etja eins og aðrir. Báðir hafa þeir dregið sig út úr eldlínu stjórn 0RKUSALA ódýrari raforku en ella, raf- orkan er greidd í erlendum gjaldeyri og álverið skuld- bundið til greiðslu rafork- unnar, hvort sem hún er not- uð eða ekki, en vegna erfið- leika á álmarkaði nú, hafa álbræðslur sums staðar lok- að og aðrar dregið úr fram- leiðslu. Tekjur af raforkusöl- unni til álbræðslunnar munu á 2 ámm nema um 6500 milljónum króna eða 74 millj. dollara. Samtals munu gjald- eyristekjur af sölu rafmagns til álbræðslunnar og skatt- gjald hennar í 25 ár nema um 11000 milljónum króna eða hátt í þrefallt hærri upphæð en allur stofnkostnaður Búr- fellsvirkjunar. Gjaldeyris- tekjur af sölu rafmagns til álbræðslunnar og skattgjalds munu fyrstu 15 árin nægja til þess að endurgreiða öll lán vegna Búrfellsvirkjunar með 7% vöxtum.“ Þessi ummæli Jóhanns Hafstein, gefa einkar glögga mynd af því hversu hag- kvæmur samningurinn um byggingu álversins og orku- sölu til þess er okkur Íslend- ingum. Má það furðu gegna, að enn skuli til menn, sem reyna á allan hátt að ófrægja þennan samning og þær fram kvæmdir, sem af honum leiddu. Bygging Búrfells- virkjunar og álversins hefur ómetanlega þýðingu fyrir framtíðaruppbyggingu fjöl- breyttra atvinnuvega í þessu landi. En þess skyldu menn einnig minnast, að þessar framkvæmdir veittu þúsund- um manna atvinnu á erfiðum tímum í atvinnumálum okkar fslendinga. Atvinnuleysið sem herjaði á okkur um skeið hefði verið enn erfiðara við- ureignar en raunin varð á, ef þessara framkvæmda. hefði ekki notið við. gestir málanna í heimalöndum sín- Um en báðir njóta þeir óvenjulegs trausts heima fyr- ir og erlendis. Við íslendingar stöndum í margvíslegri þakkarskuld við þessa tvo menn, sem hvað eftir annað á undan- förnum árum hafa beitt áhrifum sínum íslendingum í hag. Er okkur fagnaðarefni, að þeir hafa tekizt ferð á hendur til íslands. Hingað koma margir góðir gestir en heimsókn þessara tveggja mætu stjómmálaskörunga er óvenjulegur og ánægjulegur viðburður. Sveinn Kristinsson; Skákþáttur ■im Nýjasta skák Spasskys og Fischers FLESTIR munu gera ráð fyrir því, að Fischer fari með sigur af hólmi í einvíginu við Petrosjan, sem hefst í Buenos Aires 30. sept. nk. — Hitt greinir menn fremur á um, hvo-rt Petrosjan heppnist að vinna eins og eina skák. En þegar kæmi að heimsmeist araeinvígi milli Fischers og Spass kys, sem yrði þá í apríl nk., þá myndi fleirum þykja leika meiri vafi á um úrslitin. Veldur þar líklega mestu um, að Fischer hef ur aldrei unnið skák gegn Spass ky um dagana, en hins vegar tapaði þremu.r (á ellefu ára tíma skeiði). Gera ýmsir sér í hugar- lund, að þetta kunni að hafa ein hver sálræn áhrif á Fischer, er til einvígisins kemur, en einvígi eru líklega öðrum keppnisformum fremur viðkvæm fyrk sálrænum áhrifum. Hvað sem um það er, þá hafa menn nú mikla tilhneigingu tii að ætla, að einvígi milli þessara garpa verði mjög tvísýn viður- eign, og engan hefði ég heyrt gera því skóna í alvöru, að Fischer vinni þar allar skákirn- ar, enda yrði hann þá að vinna 13 fyrstu skákirnar — Slíkt ger- ist ekki. En nú skulum við líta á nýj- ustu skákina, sem garpar þessir hafa teflt sín á milli, en það var á Olympíuskákmótinu i Vestur- Þýzkalandí í fyrra sumar. — Kannski sjá glöggir menn á tafl mennskunni, hvernig heimsmeist araeinvígi þeirra í milli muni lykta. — Alla vega sýnir hún, að Fiseher kunni fyrir ári síðan að tapa skák fyrir Spassky. Bara að hann hafi nú ekki gleymt því í millitíðinni. Hvítt: SPASSKY Svart: FISCHER Griinfeldsvörn. 1. d4 Rf6, 2. c4 g6 3. Rc3 d5 (Venjulega leikur Fischer hrein- •ræktaða Kóngs-indverska vörn gegn drottningarpeði, en bregður þó stundum fyrir sig Grúnfelds vörn, sem er mjög eðlisskyld fyrr nefndu vöminni. Taflið verður þó yfirleitt ekki eins lokað í Grun- feldsvörn og Kóngs-indve'rskri vörn). 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 (Stundum er riddaranum leikið til b6, en sá leikur er tæplega betri, þótt hann styrki að vísu ekki eins mikið peðamiðborð hvíts. En bæði er það tímatap fyrir svairtan og eins stendur riddarinn ekki sé-rlega vel á b6). 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 c5 8. Rg-e2 Rc6 9. Be3 o-o 10. 0-0 Dc7 (Hér var hins vegar lengi vel mjög í tízku að leika að leika 10. í staðinn góð sóknarfæri). 11. Hcl Hd8 12. h3 b6 13. f4 e6 14. Del Ra5 15. Bd3 f5 16, g4! — (Þessi djarfi leikur Spasskys er eina leiðin til að tefla til vinn- ings. Hann neyðir eiginlega Fisch er til að drepa strax á e4, en við það fær hann stakt peð á e6. Við sjáum síðar hverju öðru mikilvægu hlutverki peðið á g4 fær að gegna. — Hins vegar hefur Fischer lipra stöðu, sé á heildina litið, heldur t.d. uppi þrýstingi gegn d4 og riddarinn á a5 fær nú góðan reit á c4 — vanddæmd staða). 16. — fxe4 17. Bxe4 Bb7 Námstími Heyrnleys- ingjaskólans lengdur AÐALFUNDUR Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra var haldinn að Hótel Esju dagana 11. og 12. þessa mánaðar. Fundinn sátu foreldrar heym- ardaufra barna víða að af land- inu. í skýrslu stjómar um starfið á árinu kom fram, að rneira hefur verið unnið að málum fulltíða heyrnardaufs fólks en áður. Haldin var ráðstefna að tilhlutan félagsins, þar sem um fiimimtíu heyrnardaufir komu af öllu landinu, ræddu áhugamál sín og óskir. Á ráðstefnunni fékikst mikil vitneskja um hagi þessa fólks. Félagið hafði opna skrifstofu einu sinni í viku í vetur sem leið og leitaðist við að veita félags- mönnum aðstoð. Félagið hafði góða samvinnu við Heyrnleysingjaskólann og nefnd þá, sem fjallar um skipu- lag á kennslu heymardaufra barna. Fyrri dag fundarins fluttu Gylfi Baidursson, heyrnarfræð- ingur, og Ólaf ur Bjarnason, læknir, erindi, þar sem þeir skýrðu frá niðurstöðum rann- sóknar, er gerð var á börnum, fæddum 1964, sem eru með skerta heyrn af völdum rauðra hunda. Seinni daginn sagði Brandur Jónsson, skólastjóri, frá starfi Heyrnleysingjaskólans og gat þar sérstaklega um fyrirhugaða leng- ingu skólans um 1—2 ár. Þá flutti Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, erindi, þar sem hann kynnti skipulag og starf Öryrkj abandalagsins. Fundurinn gerði margar álykt- anir, m.a. um hugsanlega aðild að Öryrkjabandalagi íslands og þjónustu sjónvarpsins við heyrn- ardauft fólk. Stjórn félagsins skipa nú þessir menn: Sigurður Jóelsson, kenn- ari, formaður; Jóhann G. Berg- þórsson, verkfræðingur, ritari; Ásgeir Axelsson, vélvirki, gjald- keri; Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri, varaformaður; Há- kon Tryggvason, kennari, með- stjórnandi. 18. Rg3 Rc4 19. Bxb7 Dxb7 20. Bf2 Dc6 21. De2 cxd4 22, cxd4 b5 23. Re4! — (Þessi leikur er táknrænn fyrir stil og skapgerð Spasskys. f stað þess að valda enn frekar peðiö á d4 og gefa svörtum þar með frumkvæðið í sínar hendur, þá kýs hann að hefja þegar gagnað gerðir og láta peðið á d4 af hendi. — Þessi riddari á eftir að verða máttugur maður í taflinu, enda e.r Spassky þekktur að því að vera einkar kænn að stýra ridd urum). 23. — Bxd4 24. Rg5 Bxf2f 25. Hxf2 Hd6 26. Hel Db6 27. Re4 Hd4 28. Rf6f Kh8 (Ljóst er, að fall svarta kóngs biskupsins hefur veikt verulega stöðu svarta kóngsins og notfær ir Spassky sér það á meistara- legan hátt, þrátt fyrir það, að kóngsstaða hans sjálfs virðist nú ekki ailltof traust. Það verður banabiti Fischers, hve hræðilega sterkur maður riddarinn á f6 er). 29. Dxe6 Hd6 (Ekki munar miklu, að Fiseher hefði unnið, með því að leika 29. — Hdl og hvítur virðist missa mann, hverju sem hann leiku>r. Einn varnarleik á hann þó, og er sá raunar banvænn fyrir svart- an. Það er 30. Df7! Hvítur fóm- Spassky — cxd4, 11. cxd4, Bg4. 12. f3, Ra5, 13. Bd3, Be6, 14. d5! o.s.frv. — Hvítur fórnar skiptamun, en fær Fischer ar þannig hrók, en kóngur hans losnar með lagi undan skákun- um og að því loknu væri svart- ur óverjandi mát! — Eigi er allt sem sýnist í skák. — Já vel á minnzt: er nú ekki riddarinn á f6 dauðans matur. í fljótu bragði virðist svo. En sem sagt: Eigi er allt sem sýnist, eins og brátt kem ur fram). 30. De4! — (Þessi einfaldi millileikur bjarg ar öllu og „festi.r“ riddarann á f6. Nú hefði Fischer trúlega leik ið sterkast: 30. — Ha-d8, og hef ur hann þá óneitanlega talsvert mótspil og úrslitin varla einsýn. — Eftir leik þann, sem Fischer velur, er hins vegar hæpið að hann eigi sér viðreisnar von). 30. — Hf8? 31. g5 Hd2 32. Hfl Dc7 (Einhvern veginn va-rð að hindra að hvíta drottningi kæmist til e7) 33. Hxd2 Rxd2 »4. Dd4 Hd8 (34. — Db6 gagnar ekki heldur, vegna 35. Dxb6, axb6, 36. Hdl og síðan Hd7, með máthótun á h7). 35. Rd5f Kg8 36. Hf2 — (Ekki þýddi að leika 36. Dxd2, þar sem svartur ynni riddarann á d5 í staðinn með 36. — Dc5f). 36. — Rc4 37. He2! (Engin vörn, sem gagnar, er nú til við hótuninni He7). 37. — Hd« 38. He8f Kf7 39. Hf8f! — Og eftir þennan þrumuleik gafst Fischer upp, því eftir dráp á f8 vinnu.r Spassky auðveldlega með Dh8f og drepur síðan drottning una. Lærdómsrík viðureign tveggja jötna:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.