Morgunblaðið - 29.09.1971, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEÍVIBER 1971
15
Ocri&gö&l
iGEPIUO
Austurstrœtí
á harmoníkuleik sem leiddi mig
á hans fund, og var sannarlega
ekki i kot vísað, því eins og fjöl
margir vita hefur hann manna
mest stuðlað að iðkun harmon-
íkuleik hér á landi, með þeirri
þjónustu er hann veitti með við-
gerðum sínum og stillingum á
harmonikum landsmanna í ára-
tugi. Fyrir mig er þvi miður ó-
gerlegt að stikla þá steina sem
varða 7 áratugi í lífi Jóhannes-
ar, að öðru leyti en þvi sem snerti
starf hans og list, og flestum er
þegar kunnugt. Hann er löngu
iandsþekktur fyrir snilldarlegan
leik sinn á harmoníku, en ég
tel að túlkun hans á gömludöns-
unum og þó sér í lagi þeirra sem
kröfðust snerpu og lipurðar, hafi
verið frábær, eru mér i minni
margar stundir þar sem hann lék
af þeirri snilld að seint mun
gleymast. En Jóhannes á fleiri
— Loftleiðir
Framhald af bls. 5
það með því að leggja til að Loft
leiðir axii nú þær byrðar, sern
aðrir hafa bundið sjálfum sér, og
íéigi flugvél, sem keypt var til
reksturs á öðrum flugleiðum en
þeim, sein Loftleiðir fara, og óhæf
er með öUu til þess flugreksturs,
sem Loftleiðir þuifa að haida
uppi. Er fráleitt að ætla, að Flug
félag íslands reikni með öðru en
því að ráðstafa sjálft flugkosti
sínum í samræmi við áætlanir
sínar um hagkvæman rekstur
sinna eigin flugvéla.
GÓÐ SAMVINNA ÆSKILEG
Á sama hátt verða Loftleiðir
tíú að reyna að leysa sín vanda-
mál með það eitt i huga hvað fé
laginu sé sjálfu hagkvæmast. Að
því er varðar flugleiðina Skandi
navíu — Bandaríkin hlýtur félag
ið fyrst og fremst að leita eftir
því að fá flugvél, sem henti
þeirri flugleið og væri fjarstæða
að ræða um leigu á flugvélarteg-
und, sem miðuð er við aðrar og
styttri flugleiðir.
Vegna þessa eru forsendur hug
leiðinganna um leigu á þotu Flug
félags íslands til Ameríkuferða
Loftleiða byggðar á misskilningi,
enda þótt þær séu eflaust bomar
íram af góðvild til beggja flug-
félaganna. Hins vegar er stjórn
iLöftleiða alltaf reiðubúin til við
ræðna um góða samvinnu ís-
lenzku flugfélaganna á einhverj-
um þeim grundvelli, sem ætla
má að þeim reynist báðum hag-
ývæmur, og verði þar með þjóð-
3 til eflingar.
Reykjavík, 27. sept. 1971.
Jóhannes G. Jóhann-
esson, sjötugur
Samkvæmt kirkjubókunum er
vinur minn Jóhannes G. Jóhann
esson sjötugur í dag, en fyrir
okkur sem þekkjum hann er
hann síungur í glaðværð sinni
og hlýju viðmóti. Mér sem þess-
ar línur rita veittist sú gæfa, að
kynnast Jóhannesi fyrir allmörg
um árum, en það var áhugi minn
strengi I sinni hörpu, hann hef-
ur samið fjölda danslaga sem
náð hafa miklum vinsældum,
hlutu mörg þeirra verðlaun og
viðurkenningar í danslagakeppn
um, og hafa ýms þeirra verið gef
in út á hljómplötum.
Engum sem kynnzt hefur Jó-
hannesi mun dyljast að þar fer
drengur góður. Ef til vill lýsa
orð eins vinar hans manninum
bezt: „Ef allir hefðu hjartalagið
hans Jóhannesar, væri heimur-
inn betri.“
Lifðu heill Jóhannes G. Jó-
hannesson.
Högni Jónsson.
1. vélstjóra og matsvein
vantar strax á 230 tonna bát frá Reykjavík.
Upplýsingar í símum 11574 og 35120.
SAAB til sölu
Seljum í dag Saab 95 7 manna
station árg. 1971.
Saab 96 árg. 1969.
Saab 96 árg. 1967.
Citroen ID 20.
Saab-umboðið Sveinn Björnsson & Co.
Skeifan 11 — Sími 81530.
Innheimtustörf
Maður eða kona óskast til innheimtustarfa.
STEINDÓRSPRENT H/F.,
Ármúla 5.
S krifstofustúlka
Félagasamtök óska eftir að ráða stúlku til fjölbreyttra skrif-
stofustarfa nú þegar.
Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Góð laun.
Umsóknir er greini frá aldri, menntun og starfsferli sendrst
afgr. Mbl. merkt: „6657" fyrir 5. október.
Stúdentor - söngfólk
Getum útvegað nokkur Ijósprentuð eintök af Stúdentasöng-
bókinni frá 1894 (Valete Studia). í bókinni eru bæði textar
og nótur.
Listhafendur snúi sér til skrifstofu okkar næstu daga frá
kl. 2—5.Verð kr. 150.— Póstsend kr. 170.—
FÉLAG ISLENZKRA HLJÓMLISTARMANNA,
Laufásvegi 40.
V N