Morgunblaðið - 29.09.1971, Page 16

Morgunblaðið - 29.09.1971, Page 16
16 MORGUtNBLAÐIÐ, MIÐVIKLTDAGUR 29. SEPTEMBER 1971 JIÍttgMii&ltöifr Útgafandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvaamdaatjóri Haraldur Svainsaon. Rilstjórar Matthías Johannessan. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstrœti 6, simi 10-100 Auglýsingar Aðalstraeti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. RÆÐA GEIRS HALLGRÍMSSONAR YTegndL gönuhlaups vinstri ' sitjórnarinnar í vamar- málum og margvíslegs klaufa skapar í yfirlýsingum um utanríkismál almennt, er eðli- legt, að innan vébanda At- lantshafsbandalagsins séu orð og gerðir núverandi valda- manna tekin með fyrirvara. Það hefur því megínþýðingu, að forustumenn úr stjórnar- andstöðunni láti til sín taka í landhelgismálinu og beiti áhrifum sínum á sviði utan- ríkismála almennt. Þess vegna er mjög mikilvæg ræða sú, sem Geir Hallgrímsson, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, flutti í fyrrakvöld á fundi þingmannasambands Atlantshafsríkjanna, sem haldinn er í Ottawa í Kanada. Hann fjallaði fyrst um starf- semi Atlantshafsbandalags- ins og öryggismál íslands, en vék síðan að landhelgismál- inu og sagði m. a.: „Fiskveiðar eru íslending- um lífsnauðsyn. Þess vegna er ríkjandi algjör samstaða milli allra stjórnmálaflokka á íslandi um að færa fiskveiði- " landhelgi okkar út í 50 eða 70 mílur, og við förum þess á leit við vinaþjóðir okkar, að þær virði og skilji þessa ákvörðun." Geir Hallgrímsson vék síð- an að því, að búast mætti við mjög aukinni sókn á fslands- mið, ekki sízt af hálfu Rússa, Pólverja og Austur-Þjóð- verja, sem nú væru að byggja upp öfluga fiskiskipaflota, og mikil hætta vofði því yfir ís- lenzku fiskstofnunum. Þess er einnig að gæta, sem bent hefur verið á af öðrum á þingmannafundinum, að hern aðárlegt mikilvægi rússneska hafrannsóknaflotans og fiski- skipaflotans er mikið. Þessu næst vék Geir að afstöðu Breta og Vestur-Þjóðverja og sagði: „Báðar þessar þjóðir fjalla nú um það ásamt með öðrum löndum Efnahagsbandalags Evrópu, hvernig samræma megi efnahagslíf þeirra og markaði með það fyrir aug- um að auðvelda sem hag- kvaemasta dreifingu vinnu- afls. í þessu skyni á að leggja niður vemdartolla. Sannleik- urinn er sá, að bæði Bretar og Vestur-Þjóðverjar verða að veita háa ríkisstyrki til þess að gera útgerðarmönnum kleift að senda skip sín til veiða á íslandsmið. Þessu til viðbótar er lagður tollur á fisk, sem íslenzk skip selja í þessum löndum. Þannig skapa verndartollar og innflutnings- skattur ósanngjarna sam- keppnisaðstöðu fyrir íslenzka fiskimenn.“ Benti ræðumaður síðan á, að hagkvæmara væri fyr- ir Efnahagsbandalagsþjóðim- ar að kaupa fiskafurðir í rík- ara mæli af íslendingum en að gera út styrkta fiskiskipa- flota. í niðurlagi ræðu sinnar fjallaði Geir Hallgrímsson um yfirlýsingar stórveldanna, sem lýst hafa yfir eignarráð- um að landgrunninu undan ströndum sínum og sagði síð- an: „Spurningin er, hvort smá- þjóð er ekki gefinn sami rétt- ur og stærri þjóð?“ Enginn vafi er á því, að þessi ræða, sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins hélt inn- an vébanda Atlantshafsbanda lagsins, vekur þar mikla at- hygli og mun mjög bæta að- stöðu okkar í þeim samninga- umleitunum, sem framundan eru við Breta og Þjóðverja, Ösannindi ættu að vera óþörf egar keppt er að því að skapa þjóðareiningu í landhelgismálinu, ætti það að vera lágmarkskrafa, að forðast bæri að beita ósann- indum, sem spillt gætu fyrir samstarfi og einingu, en því miður hafa núverandi stjórn- arblöð gert sig sek í þessu * efni. Þannig heldur Þjóðvilj- inn því t.d. fram í forustu- gréin í gær, að stjórn Jóhanns Hafstein hafi viljað bíða fram yfir hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanná með aðgerð- ir í landhelgismálinu. Þetta eru vísvitandi ósannindi. Stjórn Jóhanns Hafstein vildi ekki ákveða dag út- færslu landhelginnar áður en viðhórf væra könnuð á undir- búningsfundi um hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, varðandi það hvað hentugast og öraggast þætti, en slíkur fundur var haldinn nú í sumar. Talsmenn fyrr- verandi ríkisstjórnar töldu tvö atvik öðru fremur geta ráðið því, að rétt væri að færa fiskveiðilögsöguna út fyrir 1. september 1972. I fyrsta lagi, ef ásókn á fiski- miðin ykist skyndilega og í öðra lagi, ef könnun á undir- búningsfundum hafréttarráð- stefnunnar gæfi til kynna að réttara væri að hraða útfærsl- unni. Þessi sjónarmið hafa verið ýtarlega áréttuð í land- helgisnefndinni, og ekki síður af fulltrúum stjórniarflokk- J6hann bókmenntir * Utsýn um víða veröld Halldór Laxness 1940 Peter Hallberg:: HÚS SKÁLDSINS. Síðara bindi. Um skáldverk Halldórs Laxness írá Sölku Völku til Gerplu. Helgi J. Halldórsson íslenzkaði Mál og menninff, Reykjavík 1971. PETER Hallberg færir gild rök að því hve mikils virði dagbækur Magnúsar Hj. Magnússonar voru Halldóri Laxness við gerð Heims- Ijóss, skáldsögunnar af ÓLaf Kára son. Samanburður á dagbókunum og skáldsögunni leiðir í Ijós meiri skyldleika en menn hafa áður gert sér grein fyrir. Magnús Hj. Magnússon ritaði dagbækur frá því að hann var nítján ára, árið 1892, þar til hann lést 1916. Dagbækur Magnúsar eru tuttugu, eða um fjögur bús- und blaðsíður. Þar að auki samdi hann ævisögu sína, sem er áttatíu blaðsíður. Augljóst er, að í Magn- úsi Hj. Magnússyni hefur búið meira skáld en tilraunir hans til skáldskapar vitna um. Dagbæk- urnar eru furðunákvæmar og oft átakanlegar í lýsingum sínum á ævi sveitarómagans og síðar þyrnum stráðri braut fullorðins- áranna. Nokkurs tvískinnungs gætir í umsögn Peters Hallbergs um dagbækurnar og Heimsljós. Hann gerir sér glögga grein fyr- ir hve líkir þeir eru Magnús og Ólafur: „Ólafur Kárason er Magnús Hjaltason endurborinn“, segir Hallberg og ennfremur: „Dagbækur Magnúsar Hjalta'son- ar hljóta að hafa verið heillandi úrvinnsluefni fyrir Halldór. Úr þeim er fengin sjálf uppistaða skáldverksins og auk þess fjöl- margir ljóslifandi atburðir, myndríkir milliþættir." Það skýtur því skökku við þegar Hall- berg kemst að þeirri niðurstöðu, að skynsamlegast sé „að leggja ekki allt of mikla áherslu á hin mörgu sameiginlegu efnisatriði í frásögn Magnúsar Hjaltasonar og sögunni um Ólaf Kárason.“ Nú kveður við annan tón um dag- bækurnar: „Dagbækurnar eru á löngum köflum, kannski mest- megnis, fremur dauf lesning." En sýnishorn þau úr dagbókunum, sem Hallberg birtir lesendum sínum, sanna hið gagnstæða. Það er engu líkara en Hallberg hafi verið hikandi við að draga fram í dagsljósið tengsl þeirra Magn- úsar og Ólafs, en það hefur hann engu að síður gert og sýnt með því minningu Magnúsar Hj. Magnússonar ræktarsemi, en Magnús vonaðist sjálfur til að hann hlyti „nokkurt þakklæti seinni tíðar manna“ fyrir ritstörf sín. Reyndar er óhugsandi að skrifa fræðilega um Heimsljós án þe-s að Magnúsar sé getið. Hitt er svo annað mál, að engum dett- ur í hug að Magnús Hj. Magnús- son hafi sagt Heimsljós fyrir. Skáldlegir yfirburðir Halldórs Laxness ráða ferð Ólafs Kára- sonar, svo að óhætt er að taka undir eftirfarandi ályktun Peters Halibergs: „Halldór hefur leyst örlög Magniúsar Hjaltasonar úr innlendum viðjum, gert þau al- þjóðleg, úr húsi skáldsins opnast útsýn um víða veröld. Ævisögu þessa fátæfca skálds, sem er máski næstum eins og margra aninarra íslenzkra alþýðusíkálda, hefur hann hafið upp í almenn- ara og æðra veldi, dregið upp stórbrotna mynd af stöðu skálds- ins almenmt í tilverunni." Eða með orðum Halldórs Laxness sjálfs í blaðaviðtali: „Mennirnir (Ólafur og Magnús) eru ekki líkir nema að ytra svipmóti, saga þeirra ekki nema á yfirborðinu." Um leið og dagbókum Magn- úsar Hj. Magnússonar eru gerð ita-rleg skil í verki Peters Hall- bergs, leitast hann við að sýna hvernig íslenskt þjóðfélag, viss- ir framámenn og baráttumál, orka á Halldór í listsköpun hans. Jónas Jónsson frá Hriflu fær mikið rúm i bókinni, enda fyrirferðarmikill á þeim tíma þegar þjóðfélagsádeila Halldórs stóð sem hæst. Tilhneiging Jón- asar Jónssonar til að hafa áhrif á hvernig skáldin skrifuðu og málararnir máluðu á sér vissa hliðstæðu í ofsóknum nasista gegn listamönnum í Þýskalandi, samanber bókabrennur og stimp- ilinn „úrkynjuð list“. Til dæmis lét Jónas, sem þá var formaðuf Menntamálaráðs, setja upp sýn- ingu í Alþingishúsinu vorið 1942 til að sanna getuleysi og óheilbrigði „klessumálara“. Hall- dór var ekki seinn á sér að kalla Jónas „smáhitler“ og bendía hann við nasisma. Þjóðernis- stefna Jónasar, sem m.a. kom fram í megnum andkommúnisma, var þó ekki af sömu rótum runnin og hugmyndafræði þýsku nasistanna. Að mörgu af því, sem Jónas beitti sér fyrir í menningarmálum, býr þjóðin enn, en fordómar hans í listræn- um efnum voru staðreynd. Þé má skilja sumar öfgar Jónasar Jónssonar sé hin kommúníska einstefna þessa-ra tíma höfð í huga. f Heimsljósi vegur Hall- dór að Jónasi með því að gera Pétur Þrihross sem líkastan hon- um, til að mynda er Pétur lát- inn stofna Þjóðernis og Menníng- arbrókafélag til að klekkja á fátæklingum, en Jónas beitti sér fyrir stofnun ríkisstuddfar bókaútgáfu, sem sameinaði Framhald á bls. 20. anna en stjórnarandstöðu- flokka. Ríkisstjórnin hefur óskað eftir samvinnu við stjórnar- andstæðinga og hún hefur fúslega verið látin í té og þegar verkað til góðs á að- gerðir ríkisstjórnarinnar. Lágmarkskrafa ætti því að vera, að stuðningsblöð ríkis- stjórnarinnar stunduðu sæmi- lega heiðarlegan málflutning í umræðum um landhelgis- málin. Staðreyndin er, að núver- andi stjórnarandstaða hefur haldið hiklaust fram land- grannsstefnunni í málinu, en ekki takmarkað sig við 50 mílur eins og stjórnarflokk- arnir hafa gert. Að vísu hefur formaður Sjálfstæðis- flokksins nú stungið upp á nýrri leið til að sœtta þessi sjónarmið, að fiskveiðilög- sagan verði færð út á öllu landgrunninu, en erlendum fiskiskipum um leið leyft að veiða upp að 50 mílna tak- mörkunum, þar til Íslending- ar ákveða annað, eftir að hafa mælt og rannsakað land- grunnsmörkin til hlítar. Einnig hefur stjórnarandstað- an tekið vinsamlega í tillögur stjórnaraðila um frekari sam- komulagsviðræður við Breta og Þjóðverja og hugmyndir um aðlögunartíma fyrir fiski- skip þesisara þjóða. Þá stefnu eiga alliir stjómmálaflokkar að ræða í bróðemi og reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.