Morgunblaðið - 29.09.1971, Side 20
I
20
MORGUÍNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1971
Verkamenn
Óskum að ráða nokkra verkamenn nú þegar.
I TURN H/F.,
Suðurlandsbraut 10,
sími 33830.
Atvinna
Stúlkur óskast til verksmiðjustarfa.
Upplýsingar hjá verkstjóra.
AXMINSTER H/F.,
Grensásvegi 8.
■— VANTAR 5 HERB. ÍBÚÐ —
Höfum kaupanda að 5 herb. íbúð á 1. hæð (eða götuhæð)
með möguleikum á 2 baðherbergjum. Þyrfti að vera staðsett
innan 15 mkiútna göngu frá Miðborginni. Til greina kemur
að eignin verði greidd út að fullu.
FASTEIGNAÞJÓNUSTAN,
‘ Austurstræti 17 (Silli & Valdi)
Sími 2 66 00.
Síðasti innritunardagur
Getum bætt við okkur nokkrum stúlkum
á námskeið fyrir sýningastúlkur og ljós-
myndafyrirsætur.
Ai) öðru leyti er skólinn fullsetinn.
Kennsla hefst mánudaginn 4. október.
Innritun og upplýsingar í síma 38126 dag-
lega frá kl. 20—23.
Hanna Frímannsdóttir.
— Bókmenntir
Framhald af bls. 16.
Menningarsjóð og Þjóðvinaíélag-
ið; að margra áliti var tilgang-
urinn að draga úr veldi Máls og
menningar. Júel J. Júel, stassj-
ónisti, hefur líka fengið ýmislegt
að láni frá Ólafi Thors, á sama
hátt og engum blandast huguff
um hver er forsætisráðherrann í
Atómstöðinni.
Það skal sagt Peter Hallberg
tii hróss, að yfirleitt reynir hann
að skýra samviskusamlega og án
alls hugaræsings frá viðkvæmum
deilumálum, en að vonum stend-
ur hann með hinum róttæku rit-
höfundum, sem gerðu veg fé-
iagslegra bókmennta sem mest-
an. Annars hefði hann varla get-
að sett sig inn í hið kiljanska
andrúmsloft af jafnmiklum
skilningi og raun ber vitni. Höf-
uðkostur Húss skáldsins er þó
hve skilmerkilega höíundurinn
vinnur úr hinu viðamikla efni og
túlkar allt með ljósum hætti.
Bók hans er samt nokkuð þiwr á
köflum, en það er erfitt að kom-
ast hjá slíku þegar um verk af
þeseu tagi er að ræða.
f kafla um Sjö töframenn ger-
ir Peter Hallberg grein fyrir taó-
ískum áhrifum í skáldskap HaM-
dó<rs. Hann nefnir smásöguna
Temúdjín snýr heim, „þar sem
hann lætur sigurvegarann
Dséngis-kan mæta taóismanum.*-
Að ®ögn Hallbergs hafði HaUdór
ákveðið að semja skáldsögu „um
andstæðurnar Dséngis-kan og
Laó-tse.“ Sagan átti að heita
Meistarinn handan við Hima-
laya. Eftir margra ára umhugs-
un varpaði hann hugmyndinni
frá séa- „vegna vanþekkingar á
staðháttum í Austurlöndum** og
einnig af þeim sökum, að önnur
efni gerðust heimtufrek. En til
þess að gjalda Bókinni um veg-
inn gamla þakkarskuld var sag-
an um Temúdjín skrifuð. Að-
dáendur taóismans geta huggað
sig við það, að þótt Meistarinn
handan við Himalaya hafi ekki
enn séð dagsins ljós, er víða að
finna bergmál frá Bókinni um
veginn í verkum Halldórs Lax-
ness.
íslandsklukkun ni, Atómstöð-
Bakari óskast
Duglegur bakari óskast strax.
Upplýsingar í síma 12273 og 10900.
JÓN SÍMONARSON H/F.,
Bræðraborgarstíg 16.
Heimavinna
Get tekið að mér i aukavinnu heimabókhald, bréfaskriftir
á ensku og Norðurlandamálunum (nema finnsku), þýðingar.
Fullkomin þagmælska.
Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 10. okt. merkt:
„Heimavinna — 6652".
Sendisveinn
óskast strax.
C. Þorsteinsson & Johnson hf.
Grjótagötu 7 — Sími 24250.
Athugið!
150—200 ferm. húsnæði óskast til leigu undir vélsmiðju
i Reykjavík.
Tilboð merkt' „Vélsmiðja — 6658" leggist inn á afgreiðslu
Morgunblaðsins fyrir 10. næsta mánaðar.
Sölusfarf
Gróið tímarit óskar eftir manni eða konu til sölu á auglýs-
ingum og innheimtu. Um hálfsdagsstarf getur verið að ræða
fyrir röskan aðila.
Starfið býður upp á mjög góðar tekjur.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi laugardaginn 2. okt.
merkt: „Sölustarf — 6663".
iirni og Gerplu gerir Peter Hall-
berg veruleg skil í bók einni, þó
án þess að kannanir hans freisti
til frekari umræðna. Hann minn-
ist einnig á Silfurtúnglið og tel-
ur sennilegt, að leikritagerð
Bertolts Brechts hafi verið fyrir-
mynd þess.
Lokakafli Húss skáldsins nefn-
ist Stíllinn. Huglægni og hlut-
lægni. f þessum kafla e>r margt
athyglisvert að finna um vinnu-
brögð Halldórs Laxnesa, þróun
stílsins og samruna siðrænnar
boðunar og fagurfræðilegra lög-
mála. Hallberg teflir fram Sölku
Völku og íslandsklukkunni sem
andstæðum. Hann sýnir fram á
huglægni í Sölku Völku og síð-
an breytingar til hlutlægni, sem
verða með íslandsklukkunni. En
áður ræðir hann sérkenni Vefar-
ans mikla frá Kasmír, hinnar
miklu stílæfingar Laxness, þar
sem ný bókmenntaáhrif eru
„allmikið á ringulreið“. Hall-
berg lítur á Stein Elliða sem mál
pípu höfundarins og nefnir „nið-
andi orðaflaum'* hans í bókinni
sem dæmi um huglægni.
Hallberg telur, að eftir Sölku
Völku stefni Halldór að meiri
hlutiægni í frásögn. En hann
hittir áreiðanlega naglann á höf-
uðið þegar hann segir: „Sumum
lesendum kann að falla bezt hin
agaða og stranga frlás'agnarlist
fslandsklukkunnar, þar sem
skáldið gætir þess stöðugt að
halda sér í hæfilegri fjarlægð
við frásögnina. Aðrir finna ef til
vill sérstaka töfra í áhyggjulaus-
um stíl Sölku Völku, einmitt
vegna þess að þa.r finna þeir svo
greinilega hjartslátt skáldsins
sjálfs.“ Ljóst er, að Halldór Lax-
ness hefur ekki að fullu getað
orðið við kröfunum um hlut-
lægni; hlutlægnin, sem fléttast
svo meistaralega inn í skáldverk
hans, er veigamikill þáttur sér-
kenna hans sem sagnamanns.
Áköfustu Laxnesslesendur skilja
þetta atriði vel.
Halldór Laxness heillaðist á
sínum tíma af stílhugsjón Ernest
Hemingways. Hann þýddi Vopn-
in kvödd eftir Hemingway og 1
formála bendir hann á skyld-
leika með frásagnarstíl Hem-
ingways og íslendingasagna.
Áhrifin frá Hemingway í verk-
um Laxness telur Hallberg óbein
þótt bein áhrif komi fyrir. í hand
riti frá 1932 að Sjálfstæðu fólki
er skráð hvað eftir annað:
„Hvergi sála<rlífslýsingar!“ En
var það Hemingway, sem kenndi
Halldóri að meta íslendingasög-
urnar? Hallberg skrifar: „Það er
vel hugsanlegt, að hraður og
seiðsterkur stíll Hemingways
hafi átt nokkurn þátt í, að Hall-
dóir tók að sjá fornbókmenntir
þjóðar sinnar í nýju ljósi. Hann
hefur að minnsta kosti komið
auga á, að þessar gömlu sögur
geta jafnvel kennt sagnamönn-
um nútxmans margt.“
Hallberg gerir grein fyrir því
hvernig Halldór nálgast vísvit-
andi frásagnarlist íslendinga-
sagna i íslandsklukkunni, hlut-
lægni ve-rður meira áberandi en
áður og myndræn áhrif aukast.
Um myndrænu áhrifin er ræki-
lega fjallað og einkar skemmti-
lega, enda íslandsklukkan kjörin
til þess.
Eins og fyrra bindi Húss
skáldsins fylgir siðara bindinu
Heimildaskrá og skýringar. í síð-
ara bindinu eru auk þess Nafna-
skrá og Ritskrá, en allar skrám-
ar auka gildi bókarinnar og eru
ágætur leiðarvísir fyrir lesendur
og áhugamenn um verk Halldórs
Laxness. Mál og menning hetfur
gert Hús skáldsins myndarlega
úr garði og þýðandinn Helgi J.
Halldórsson augsýnilega vandað
sitt verk.
Jóhann Hjálmarsson.
H JÁLPRÆDI SHERI N N
VAKNINGASAMKOMUR Á HVERJU KVÖLDI KL. 8,30. RÆÐUMAÐUR FRÚ BRIGADÉR
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR. -- ALLIR VELKOMNIR.