Morgunblaðið - 08.10.1971, Side 17

Morgunblaðið - 08.10.1971, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1971 45 Góð aðsókn að byggða- og minjasöfnum úti á landi AÐSÓKN að minjasöfiiunum úti á landi hefur verið góð í sumar og víða hefur hún auk izt mjög frá fyrra ári. Morg unblaðið hafði nýlega sam- band við safnverði eða for- stöðumenn safnanna og spurð ist fyrir um aðsókn, nýja muni og gjafir til safnanna. Hér fara á eftir upplýsingar, sem þessír aðilar gáfu. Séra Jón Guðjónsson, sem veitir Byggðasafni Akraness og nærsveita forstöðu sagði að aðsókn hefði verið mjög góð í sumar og mikið af er- lendum ferðamönnum hefði komið í safnið. Aðsókn að safn inu í sumar hefur verið á ann að þúsund manna. Séra Jón sagði að mjög mikið af gjöf um hefði borizt í sumar og' hefði hann varla við að skrá munina. Gjafir væru líka of margar til þess að unnt yrði að telja þær upp og oft væru margir aðilar sem stæðu að sömu gjöfinni. Skrásettir hafa verið á 4. þúsund munir í safninu. Húsnæðisskortur hrjáir safnið, en verið er að reisa nýtt safnhús og er það kostnaðarsamt verk. Mjög góð aðsókn hefur ver ið að Byggðasafni Borgarfjarð ar í Borgarnesi í sumar — sagði Bjarni Bachmann og munir hafa borizt aafninu. Eru það mest gamlir munir, sem jafnvel hafa verið til í safn- inu áður, en margir hafa bætt úr. Lítið hefur komið af ferða fólki í safnið í sumar — ein- kenndlega lítið sagði Bjarni. Hann sagði ennfremur að mik ill áhugi á safninu hefði vakn að er það var opnað og fólk er yfirleitt ánægt með það. Það skoðar ekki aðeins byggða safnið heldur og listasafnið, sem nú á orðið gott safn lista verka — um 100 verk. Friðjón Þórðarson, sýslu- maður sagði að Byggðasafn Snæfellinga í Stykkishólmi væri að aðaluppistöðu til Norska húsið þar á staðnum, en það hús á að geyma safnið. Fyrsta viðfangsefnið er að gera húsið upp — gera það þannig úr garði að það verði sem upprunalegast og opna það til sýninga. Húsið var keypt í fyrra og lagfæringar fara fram í samráði við Hörð Ágústsson, skólastjóra og Þór Magnússon, þjóðminjavörð. Friðjón sagði að góðar vonir stæðu til að endurbæt- urnar á húsinu tækjust vel. Þegar farið var að hrófla við siðari tíma innréttingum í því kom fram upprunalegt veggfóður undir þiljum, sem varðveitat hafði ótrúlega vel. Munir sem safnið á nú eru geymdir í bókasafninu og enn hefur ekki verið aðstaða til þess að hafa þá til sýnis. Dýr- mætasti munurinn í safninu er þó húsið sjálft — sagði Frið- jón Þórðarson. Aðsókn hefur aldrei verið ýkja mikil í safnið okkar — sagði Jón Páll Halldórgson, en hann sér um Byggðasafn Vest fjarða á tsafirði. í sumar hef ur hún verið um 500 manns. Engar stórgjafir hafa borizt safninu, en því berast alltaf annað slagið ýmsir eigulegir munir. B'jöldi fólks hefur ver- ið drjúgur í því að draga sam an góða muni og er safnstjórn in þessu fólki mjög þakklát. Hlutur bænda og sveitafólks hefur þó verið öllu drýgri sagði Jón Páll, heldur en hlut ur þeirra, sem starfa við sjáv arútveg, enda vanhagar safn- ið um ýmsa góða, gamla muni Gamli bærinn að Grenjaðarstað. er að þeirri atvinnugrein lúta. Einnig vantar marga muni, sem fram á síðustu tíma hafa haft eitthvert notagildi, en eru nú að týna tölunni og missa notagildi sitt. Aftur á móti eykst þá söfnunargildi mun- anna. Þá sagði Jón Páll að safnið hefði mikinn áhuga á að koma sér upp munum er lúta að skíðaíþróttinni. Safn ið hefur t.d. hug á að eignast gamlan skíðaútbúnað, þar. sem skíði voru að fornu not uð mikið til ferðalaga á vetr um fyrir vestan. Ólafur Kristjánsson, skóla- stjóri á Reykjum i Hrútafirði svaraði fyrir Byggðasafn Hún vetninga og Strandamanna á Reykjum. Ólafur sagði að að- sókn hefði farið heldur vax- andi og hefði orðið vel á 3. þúsund manns i sumar, en hún var aðeins um 2 þúsund í fyrra. Alltaf kvað hann meira eða minna af munum berast til safnsins en engin gjöf hefði þó verið það stór að hún verð skuldaði að verða getið um- fram aðrar. Húsrými safnsins er nú að verða of lítið, þrátt fyrir það að talið hafi verið að byggt væri við vöxt. Nú- verandi safnhús var tekið í notkun í júlí 1967. Ólina Jónsdóttir í Hátúni annast Byggðasafn Skagfirð- inga i Glaumbæ, Skagafirði. Ólina sagði að engar gjafir hefðu borizt safninu i sumar, en aðsókn hefði verið á 7. þús und manns og er það heldut' meira en verið hefur. Mikið af ferðafólki, einkum á vegum ferðaskrifstofa hefði kornið í safnið i sumar. Aðaláhugamál fólks kvað Ólína vera að skoða bæjarhúsin gömlu. Safn inu var lokað 15. september. í Davíðshús á Akureyri komu í sumar um 1000 manns, en það er svipaður fjöidi fólks ög verið hefur. Svipuð aðsókn hefur verið í Matthiasarhúsið á Akureyri — Sigurhæðir og þar er eir.nig um nokkra fjölgun gesta að ræða. í Nonna hús hafa komið um 4 þúsund manns og er það mun meira en verið hefur áður. Af erlend um ferðamönnum eru Þjóð- verjar langmest áberandi. Þess má geta að aðsóknin í Nonna hús i júlímánuði nú var meiri en allt árið í fyrra. Nonnasafn inu hefur borizt hempa hans og trefill, svo og einkabréf hans. í Minjasafnið á Akureyri komu um 4000 ma.nns í sumar og er það fjölgun frá í fyrra. Alltaí berast alls konar munir í safnið. Þrengslin í safninu eru orðin mjög mikil og er að eins lítill hluti munanna til sýnis — mikið af mununum er í geymslu. Þess má geta að komið hefur verið upp sér- stakri sýningardeild, sem helguð er minningu Björgvins Guðmundssonar tónskálds. Þar eru sýndir ýmsir munir úr eigu hans, en deildinni var komið upp í tilefni 80 ára af mælis tónskáldsins. Séra Sigurður Guðmunds- son, prófastur svaraði fyrir Byggðasafn Þingeyinga á Grenjaðarstað. Hann sagði að lítið hefði borizt af nýjum munum til safnsins, en aðsókn in hefði verið mjög góð í sum ar og farið vaxandi. Ferða- skrifstofumar beindu nú ferða mönnum í ríkari mæli en áður- til safnsins, þaninig að segja má að erlendir menn hafi verið í meirihluta safngesta. Aðaláhugamál fólks er að skoða gamla bæinn en elzti hluti hans er reistur 1860, en siðan var hann byggður upp að meginhluta á árunum 1880 til aldamóta. Kirkjan, sem er á annað hundrað ára — reist 1865, er einnig mikið skoðuð en hún á ýrnsa góða og gamla muni, svo sem patínu og gamla stjaka, sem eru gjöf frá Gísla biskupi Þorlákssyni. Predikunarstóll kirkjunnar er fró 1791 og hefur frá upp- hafi verið í kirkjunni á Grenj aðarstað. Byggðasafn Rangæiinga og Vestur-Skaftfellinga er í Skóg um. Þórður Tómasson sagði Mbl. að aðsókn hefði verið mjög mikil í júlímánuði og ágúst og mun meiri en und- anfarin ár. Haía hópar út- lendinga komið í safnið. Þórður sagði að tilvist Eddu- hótelsins hefði haft sitt að segja með aðsóknina og ferða menn líta þá gjarnan við um leið og þeir hafa nætursetu á Skógum. Opnað var í vor nýtt hús, þar sem endurbyggð hefur verið baðstofá frá 1895 og er það hús á Arnarhóli í Vestur-Landeyjum. Tekjur safnsins kvað Þórður aldrei hafa orðið meiri af aðgangs- eyri en nú, en aðgangseyrir er sami og í fyrra. Merkileg dánargjöf barst frá dánarbúi Markúsar Jónssonar frá Gilj- um — 100 þúsund krónur og hefur af því tilefni verið sett ur upp í safninu skápur sem minjagripur úr eigu Markús- ar. Auk safnhússins er á Skógum gömul skemma frá Varmahlið undir Eyjafjöllum. Er hún fyrsti visir að safni gamalla húsa, sem fyrirhugað er að koma upp í Skógum. Þá hefur safnið eignazt sið- asta róðraskip Þykkvbæinga í Rangárvallasýslu, sem stend- ur i nausti utan við safnhús- ið. Skipi þessu var síðast róið 1955 og er það með hinu gamla brimsandalagi. Það er mest aðkomufólk, sem kemur í Byggðasatn Vestmannaeyinga — að sögn Þorsteins Víglundssonar. í sumar hafa á 3. hundrað gestir skoðað safnið, en Vest- mannaeyingar sjálfir eru all- ir búnir að sjá safnið, því að á afmæli bæjarins 1969 fengu allir að skoða safnið ókeypis. Frá þvi er bærinn fór að leggja safninu til ríflega fjár upphæð ár hvert hefuv og mikið tekið fyrir gjafir til safnsins — sagði Þorsteinn. Kjartan Magnússon safn- vörður Blyggðasafns Árnes- sýslu á Selfossi sagði að að- sókn í sumar hefði verið mjög svipuð og undanfarin sumur, þó heldur líflegri. Gestir eru þó innan við þúsund manns. Engar gjafir hafa borizt safn- inu, en eitthvað hefur bætzt við af nýjum munum. Safn- ið er opið allt árið — aðeins þó um helgar á vetrum, en sýni fólk áhuga þá opnum við alltaf æski menn þess — sagði Kjartan Magnússon. Gamli bærinn að Gliumbæ i Skagafirði Geymsluhusnæði dskosl Óska eftir að taka á Jeigu 50—100 fm lagerhúsnæði. Upplýsingar í síma 12631. Innheimtustarf Tryggingafélag óskar eftir að ráða innheimtumann (karl eða konu) sem fyrst. Þarf að hafa bifreið eða vélhjól til umráða. Tilboð, merkt: „3226'' leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 12. október 1971. PODGORNV Á FARAI.DSFÆTI Moskvu, 30. sept., NTB. Nikolai Podgorny, forseti Sovétríkjanina, fór í dag áleið- is til Indlamds, Burma og Norð ur-Víetnams. í Moskvu er sagt að heimsókn forsetans sé farim með það fyrir augum meðal annars að draga úr kínversk- um áhrifum i þessum heims- hluta og til að leggja áherzlu á friðarvilja Sovétríkjanma. Podgorny verður sólarhring í Nýju Delhi og annað eins í Rangoon. Búizt er við að hann dveljist lemgur í Hanoi og muni þá m.a. itreka sovézk lof orð um matvæta- og vopnaað- stoð við Norður-Víetnam. Sendisveinn óskast hálfan eöa allan daginn. Upplýsingar í síma 11644. Sendisveinn Tryggingafélag óskar eftir að ráða sendisvein hálfan eða allan daginn. Tilboð, merkt ,,3224'’ leggist inn á afgreiðsíu Morgunblaðsins fyrir 12 október 1971.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.