Morgunblaðið - 19.10.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.10.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLA£>IÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBUR 1971 5 Guðrún Árnadóttir — Minningarorð Fædd 30. scptember 1891. Dáin 20. scptember 1971. Dvað sem það er, þetta sem húgsar, skilur, vill og frám- kvæmir, þá er það himneskt og gíiðlégt, þess vegna hlýtur það ð'hjákvæmil'ega að vera eilíft. I>annig fórust ræðusnillingn- um og mælskumanninum róm- verska, Cicero, orð, er hann túlkaði hugleiðingar sínar um iífið og skapara þess — löngu fyrir Krists daga. Þó er þrá mannsandans eftir að leysa þésaa gátu lífs og dauða svo og að öðl ast vitneskju um þann skap- andi mátt, er að baki stendur, jafn sterk i okkur mannanna börnum í dag og hún var horfn um kynslóðum og mun verða þeim óbornu. Um þessi og önnur skyld mál efnd snerust oft samræður okk- ar Guðrúnar. Er mér minnis- stætt hversu varfærnislega en þó með sterku trúartrausti hún ávallt ræddi um trúna og eilífð- armálin og allt tai hennar ein- kenndist þá af öruggri trúar- vissu, sem samofin var umburð arlyndi, frjálsræði og gleði — en þetta voru ætíð sterkir eðlis þættir í skapgerð hennar. Þessa minnist ég nú, er ég kveð þessa hjartagóðu og trygglyndu konu, sem reyndist mér ætíð sem önn ur móðir og móður minni hin bezta vinkona meðan báðar lifðu. Guðrún Árnadóttir andað ist þann 20. sept. síðastliðinn á Landspíitalanum eftir erfiða sjúkdómslegu. Guðrún Árna, eins og vinir hennar oft kölluðu hana, fædd- ist 30. september 1891 í svo- nefndu Gíslholti, sem var litið hús við Vesturgötu í Reykjavik, og vantaði því aðeins 10 daga til þess að ná áttræðisaldri. Foreldrar hennar voru Sess: elja Þorsteinsdótfir og Árni Nikulásson — bæðS af kjarngóð um ættum úr Rangárþingi. Sama árið sem foreldrar Guð rúnar giftust fluttust þau til Reykjavíkur, samhent og ákveð in í að brjóta sér leið og standa á eigin fótum — enda bæði af- burðadugleg, glaðlynd og full af bjartsýni aldamótakynslóðarinn ar. Árni, faðir Guðrúnar, varð fyrsti íslenzki hárskerinn og rakarinn hér á landi og stund- um var sagt um hann að hann hefði byrjað iðju sína á vildar- vinum sínum en endað með að klippa og raka alla bæjarbúa. Árið 1901 fluttist fjöiskyldan í Pósthússtræti 14 við Dómkirkj- una, setn nú er kallað Kirkju- torg 6. Þar ólst svo Guðrún upp í hópi glaðværra systkina, en þau voru auk hennar, Þórunn, Ólafia Kristín og Óskar. Oft var géstkvæmt á þessu heimili enda rakarastofan i sama húsi og gest rísni foreldra hennar mikil. Guð rún hafði erft hina glöðu lund foreldra sinna og var auk þess mjög félagslynd, en þessir eigin léikar komu henni að góðum noturh á lífsleiðinni. Er Guðrún hafði lokið barna skólahámi, var hún eitt ár i Kyennaskólanum i Reykjavík, en þar sem hugur hennar hneigð ist snemma að verzlunarstörfum þá lra>tti hún frekara skóla- námi'en hóf, 1908, starf í vefn- aðarvörudeild verzlunarinnar Th. Thorsteinssons, sem þá var i Ingótfshvoli við Ilafnarstræti, þar sem nú er hluti Landsbank- ans. Þar starfaði Guðrún svo til ársins 1914, er hún varð gripin úíþrá og sigldi til Kaupmanna- hafnar, þar sem hún dvaldi hjá systur sinnd, Þórunni, í hálft annað ár. Er heim kom, réðst hún til starfa hjá Haraldi Árna syni, eða Haraldarbúð, eins og verzlun hans var daglega köll- uð. Af verzlun þessari fór ætíð sérlega gott orð, enda eigand- inn, Haraldur Árnason orðlagt snyrtimenni og stjórnandi, sem hafði lag á að velja sér afburða starfslið, svo sem þekkt var með al bæjarbúa. Þarna starfaði svo Guðrún Árna i herradeildinni við mikl- ar vinsældir sinna mörgu og tryggu viðskiptavina í sam- fleytt 44 ár, sem sönn ímynd þess, hvernig afgreiðsiustúlkur geta beztar verið. Áreiðanlega er þeim stóra hóp viðskiptavina hennar, sem lögðu leið sina í Haraldarbúð minnisstæð látlaus, glaðleg og prúð framkoma og af greiðsla þessarar alúðlegu og lipru konu, sem jafnan lagði sig í líma með að leysa vanda hvers þess er afgreiðslu þurfti og þangað ieitaði. Sjálf sagði Guð- rún oft, að vænst hefði sér allt- af þótt um það traust og alla þá vináttu og hlýhug er hún hefði orðið aðnjótandi í lífs- starfi sínu, sem mér er næst að halda að hafi verið ávöxtur ár vekni og trúmennsku hennar í starfi, jaftnt til viðskiptavinar- ins, sem hollusta við þann sem hún starfaði fyrir. En einnig á þeim vettvangi var ætlð rikj- andi gagnkvæm virðinig og óskorað traust. En þótt Guðrún hafi starfað í meira en hálfa öld að verzlunar- störfum og hefði fyrir þetta lífs starf sitt m.a. verið gerð að heið ursfélaga Verzlunarfélags Reykjavíkur, þá átti hún sér sannarlega mörg önnur hugðar- efni og hugsjóníir, sem hún helg aði tómstundir sinar. Ég vil aðeins nefna áhuga bennar á landsmálum, en þar fylgdi hún ævinlega Sjálfstæðls- flokknum fast að málum. Guð- rún starfaði í mörg ár i Sálar- rannsóknaféiagi Islands, enda vart við öðru að búast, þar sem hugur hennar beindist snemma að þeim málum, sem þar er f jall að um. 1 öðru mannbætandi og leitandi félagd var Guðrún einn- ig virkur þátttakandi í mörg ár, en það var í Guðspekifélagi Is- Iands. Sem unnandi Reykjavík- urborgar var hún frá upphafi meðlimur Reykjavikurfélags- ins og hafði verið gerður heið- ursmeðlimur þess. Þannig var Guðrún, fróðleiks- fús og síleitandi eftir þvd bjart- asta og háleitasta í lifinu og þess er við tæki. Hún þurfti svo sannarlega „æðra geislaglit en glæður frá virkum degi“ eins og Grétar Fells kæmisf svo fallega að orði. Og þegar húma tók að lifsdegi hennar þá held ég að hún hafi kvatt þetta líf i trausti til hans sem öfflu stjórnar, ánægð og sátt við allt og alla og yfir að vita að kærri dóttur hennar, barna- börnum og barnabarnabörnum farnaðist vel í lífinu. Ætlunarverki var lokið, tím inn kominn. Kæra vinkona, nú ert þú horfin okkar sjónum um stundarsakir yfir landamærin miklu, en minningin iifir í hjört um ástvina þinna og vina, sem trega þig og fela þig forsjá guðs. Frá fjölskyldu minni og mér flyt ég Guðrúnu innilegar þakk ir fyrir órofa tryggð og vináttu aila tíð. Ég votta eftirlifandi dóttur hennar og öðrum skyldmennum okkar dýpstu hluttekningu. Blessuð sé minning hennar. Geir R. Tómasson. Skoóiö teppin á stórum gólffleti innréttmga búðin Grensásvegi 3, sími 8 34 30 < >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.