Morgunblaðið - 19.10.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.10.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1971 19 Sigurður Sverrisson, læknanemi - Minning Fæddur 30. maí 1944. Dáinn 9. október lWl. Sig'urður Sverrisson, lækna- nemi , lézt í Landspítalamim að- fararnótt niunda dags október- mánaðar 1971, aðeins 27 ára að aidri. í byrjun septembermánaðar veiktist hann hastarlega eftir Skurðaðgerð við þrálétum sjúk- dómi, sem bagað hafði hann i nokkur ár. Þrátt fyrir frekari aðgerðir lækna í tæpar fimm vik ur, hjálp eiginkonu hans og hjúkrunarfólks í fádæma erfiðri sjúkralegu, sigraði dauðinn um síðir þrek og viðnámsþrótt þessa unga manns. Við félagar Sigurðar í læknis- námi á Landspítalanum stóðum hjá og fylgdumst kviðnir með áföllunum, sem yfir hann dundu þennan langa septembermánuð, þó lengst af með von í huga. Nú stöndum við agndofa eftir. Horf inn er úr fámennum hópi ís- lenzkra læknanema á síðasta námsári einn okkar beztu drengja. Sigurður Sverrisson fæddist 30. maí 1944 í Reykjavik. For- eldrar hans voru hjónin Emelia Sigurðardóttir og Sverrir Sig- urðsson, lyfjafræðingur. Föður sinn missti Sigurður tíu ára gam all. Sigurður lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskól ans 1 Reykjavik vorið 1964. Hann stundaði nám i lifeðlis- fræði i Southampton I Englandi veturinn 1964—’65, en innritað ist síðan í læknadeild Háskóla Islands haustið 1965. Mundi hann hafa lokið þaðan prófi á þessum vetri, hefði honum enzt aldur tll. Síðustu misserin gegndi hann í nokkra mánuði störfum læknakandidats á fimm sjúkradeildum í Reykjavík. Einnig gegndi hann stöðu aðstoð arlæknis á Vifilsstöðum í júní- mánuði 1970. Hann var ráðn- ingastjóri Félags læknanema 1970—’71. Sigurður byrjaði ungur nám í hljóðfæraleik og tónfræði, fyrst hjá Karli O. Runólfssyni og síð- ar í Tónlistarskólanum í Reykja- vik. Hann lék á básúnu í drengja lúðrasveitum Reykjavíkur, síð- an um margra ára skeið í lúðra- sveitinni Svaninum. Á árunum 1966 og 1967 lék hann í Sinfóníu hljómsveit Isiands. Sigurður vann lengi á námsárunum fyrir Raforkumálaskrifstofuna á sumr in, en einnig nokkuð á fyrstu vetrum læknisnámsins. Hann var veðurathugunarmaður á Hvera- völlum sumarið 1964 og félagi í Jöklarannsóknaféiagi Islands. Sigurður var kvæntur Matt hildi Steinsdóttur, stúdent og kennara. Þau giftust i desember 1964 og eignuðust einn son, Stein að nafni, sem nú er á sjö- unda ári. Þau Sigurður og Matt- hildur kynntust strax á ungl- ingsárum, og var samband þeirra óvenju innilegt. Þa-u voru sam- stilltir förunautar. Það stafaði frá þeim hlýju og alúð, og var gott að sækja þau heim. Matthildur veitti Sigurði mik- inn styrk í veikindum hans, og síðasta mánuðinn sat hún við sjúkrabeð hans, hughreysti hann og annaðist. Hún hefur sýnt mik ið hugrekki og stillingu í þess- um þungbæru raunum. Missir hennar er mikill og óvæntur, en efnilegur sonur þeirra Sigurðar verður henni styrkur i djúpri sorg. Sigurður Sverrisson var dugn aðar- og mannkostamaður. Hann var meðalmaður á hæð og frem- ur þéttvaxinn, rauðbirkinn og hafði jafnan hýrt yfirbragð. Hann var gæddur heilbrigðri skynsemi í rikum mæli og var næmur vel. Hann gat tileinkað sér mikið námsefni á skömmum tima, og kom það sér vel, þar sem aðstæður knúðu hann til að vinna aukaiega með námi í læknadeild, einkum framan af. Sum okkar þekktu Sigurð frá bernsku og unglingsárum. Við, sem vorum honum samtíða í námsdvöl 1. hluta í Skotlandi sumarið 1967, nutum þar góðrar söngraddar hans, kímni og ljúf- mennsku. 1 þessum ferðum kynn ast læknanemar í hverjum ár- gangi hver öðrum oft fyrst að einhverju ráði. Síðan kynnumst við betur er árin líða, sennilega betur en í öðrum háskóladeild- um. Við vinnum saman á nám- skeiðum og í störfum á sjúkra- deildum, skiptumst á vöktum og eðstoðum hvert annað. Þeim, sem með Sigurði Sverrissyni unnu, ber saman um, að hann hafi gengið að vinnu af dugnaði og ósérhlífni. Hann var ýmsum þeim kostum búinn, sem bezt hæfa í læknisstarfi. Hann hafði góða dómgreind, var Ijúfur í viðmóti og yfirlætislaus, en vand ur að virðingu sinni. Hann hafði góð áhrif á sjúklinga og ávann sér traust þeirra. Slíkir eigin- leikar eru mikilsverðir í um- gengni við sjúkt fólk og verða tæplega lærðir af bókum. Starf það, sem Sdgurður hafði á hendi fyrir Féiag læknanema, þ.e. að skipa okkur niður á námskeið og í störf, er vandasamt og eril- samt, einkum þegar eins ástatt er í heilbrigðisþjónustunmi og nú, að hæfan mannafla skortir viða. Þetta starf leysti Sigurður af hendi af einstakri iagni og sam- vizkusemi. Sigurður var ánægður með þá braut, sem hann hafði valið sér og hugði gott til framtíðarstarfs ins. En hann lézt áður en lang- þráðu takmarki yrði náð, eftir langan og fyrirhafnarsaman námstíma, aðeins örfáum mánuð um fyrir lokapróf. Fráfall hans er mikið tjón fámennu íslenzku samfélagi og islenzkri lækna- stétt. Það brýnir okkur, sem eft- ir stöndum, tfl að vinna ötulleg- ar en áður að hlutverki okkar sem verðandi lœknar. Við vottum eiginkonu Sigurð- ar heitins, syni hans, móður, syst ur og öðrum nákomnum dýpstu samúð okkar. Félagar í læknadeUd. Sigurður Sverrisson lækna- nemi andaðist aðfanarnótt 9. okt. síðasttliðinn eftir erfiða sjúk- dómsiegu. Traustur félagi og vinur var horfinn úr hópnum langt fyrir aldur fram. Sigurður fæddist í Reykjavík, hinn 30. maí 1944, sonur hjón- anna Emilíu Sigurðardóttur og Sverris Sigurðssonar lyfjafræð- ings. Hann var þvi aðeins 27 ára er hann lézt. Það var f jölskrúðugur og glað vær hópur, sem hittist í fyrsta sinn haustið 1961 í 4. bekk Z í Menntaskólanum í Reykjavík. 1 hópnum var rólyndur og prúð- ur piltur, sem yfirleitt var kall aður Siggi Sverris. Siggi var ætið hiédrægur og var litið gefinn fyrir að trana sér fram. Hann reyndist skemmti legur i viðkynningu, ræðinn og orðheppinn í góðum hópi, vel lesinn og víða heima. Hann var þvi vinsæli í hópi bekkjar- bræðra. Ekki var hann allra, en traust ur vinum sinum. Hann var sér- lega músíkalskur og hafði yndi af söng og spili. Var þátttak- andi i lúðrasveiit frá unga aldri m.a. félagi í Lúðrasveitinni Svan í nokkur ár. Þá var hann einnig í StJúdentakórnum um tima, enda með ágæta bassasöngrödd. Fleiri í bekknum léku á hljöð færi og tók Siggi þátt í fáeinum kostulegum tónieikum ásamt nokkrum bekkjarbræðrum. Kom þá hvað skýrast í ijós glöggt auga hans fyrir hinu skoplega við þær tiltektir. Nú hafa leiðir skilið um sinn og rödd Sigga mun vanta i kór- inn næst þegar bekkjarbræður úr 6-Z 1964 hittust. Kvæntur var hann Matthildi Steinsdóttur og áttu þau son ungan, Stein. Við bekkjarbræð- umir vottum frú Matthildi og Steini, móður, tengdaföður og ættingjum Sigurðar Sverrisson- ar okkar dýpstu samúð. 1 minningunni lifir ljúfmenn- ið, húmoristinn, tónlistarmaður- inn og vinurinn Sigurður Sverr- isson. f.h. bekkjarbrœðra 6-Z ’64. Júlíus S. Ólafsson. Hann Diddi er dáinn. Hvilík harmafregn. Við, allt hans fjöl- menna skyldulið, höfðum vonazt eftir betrti fréttum af líðan hans Framh. á bls. 28 FRAMTÍÐIN ER FORD-CORTÍNA. Cortínan frá Ford sló f gegn um leið og hún birtlst á bílamarkaði heimsins. Nú birtist ný Cortina, bíll áttunda áratugsins — endurnýjuð frá grunni. Hjá Ford vinna 3600 sérfræðingar að slíkri endur- sköpun, en það bezta er þó, að eftir allt saman verða menn að endurskoða hugmyndir sínar um hvað hægt sé að fá fyrir peningana. Fjölskyldan fær sinn óskabíl og sannir sportmenn vagn sem sameinar lipurð, fegurð og kraft. CORTINA ....... KR. KRI5TJANSSDN H.F. U M B 0 -D I -D SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.