Morgunblaðið - 19.10.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.10.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1971 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Fremkvsemdaetjóri Haraldur Sveinsaon. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aöstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulitrúi Þorbjðrn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsia Aðalstraati 6, sími 10-100 Augfýsingar Aðalstrasti 6, sími 22-4-80. Aakriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. STEFNAN JAFNÓLJÓS OG ÁÐUR /\Iafuí Jóharmesson forsæt- ^ isráðherra flutti í gær yfirlitsræðu um stefnu ríkis- stjómarinnar á fundi sam- einaðs þings. Um þá ræðu verður í heild sagt, að í henni kom ekkert nýtt fram um- fram það, sem í málefnasamn ingi ríkisstjórnarinnar stend- ur. Af því verður ekki dregin önnur ályktun en sú, að enn Hefur enginn skriður komizt á framkvæmd stefnumála ríkisstjómarinnar, þótt þrír mánuðir séu nú liðnir, síðan ríkisstjómin settist að völd- um. Mest áberandi er, að enn sieim komið er hefur engin til- raiun verið gerð til þess að skýra stefnuna í efnahags- mlálum í heild. Þannig segir forsætisráðherra, að það bíði Alþingis að ákveða, „hvort það vill framlengja verð- stöðvunina lengur í sömu eða svipaðri mynd“ en til ára- móta. Boðuð var löggjöf um skattamál, tekjustofna sveitar félaga, vaxtalækkun o. fl. Af h'enni er sömu sögu að segja. Hún verður ýmist lögð fyrir Alþingi síðar í vetur eða er „í athugun og undir- búningi“. Þá varpaði ræða forsætis- ráðherra ekki skýrara ljósi á það, sem framundan er í öryggismálum þjóðarinnar. Þannig hafði hann fyrirvara á því, hvort unnt reyndist að láta varnarliðið hverfa úr landi á kjörtímabilinu, en slík væri þó stefna ríkisstjórn arinnar. Hann lét þess þó getið sem sinmar persónulegu skoðunar, að svo lengi sem hér á landi þætti nauðsynlegt að hafa varnarlið, vildi hann enga fremur en Bandaríkja- menn. Af ummælum forsæt- isráðherra, séu þau öll skoð- uð í hei'ld, verður naumast dregin önnur ályktun en sú, að nokkur afturkippur sé kominn í fyrri fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að vinda bráðan bug að brott- för vamarliðsins. Ugglaust er, að almenningsá 1 itið á sinn mikla þátt í þessu hiki ríkis- stjórnarinnar og sú stað- reynd, að ákvæðið um brott- för vamarliðsins á fjómm ár- um var sett inn í málefna- samninginn að óathuguðu máli. En því miður virðist það svo um fleiri ákvarðanir ríkis stjórnarinnar, að þeim er slegið föstum, áður en nokk- ur athugun hefur farið fram. Ábyrg og hörð stjórnarandstaða ¥ mjög athyglisverðri og ýt- arlegri ræðu við umræð- ur á Alþingi í gær gerði Jó- Hann Hafstein grein fyrir afstöðu Sjálfstæðisflokksins tiil ríkisstjómarinnar og sÉefnuyfirlýsingar hennar. Kom þar fram mjög djúp- stæður málefnaágreiningur í mörgum höfuðdráttum stjóm anstefnunnar, en hins vegar tjáði Jóhann Hafstein sig og Sjálfstæðisflokkinn reiðu- búna til „samstarfs og sam- ráðs í landhelgismálinu“. Inn á við er ágreiningur Sjálfstæðisflokks og ríkis- sífjómar fyrst og fremst fólg- iinn í mismunandi afstöðu til eJnstaklingsins og réttar hans til umsvifa innan þjóðfélags- ínis. Þannig hefur gmndvall- arstefna Sjálfstæðisflokksins frá öndverðu markazt af því, „að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri um- bátasfcefnu á gmndvelli ein- sfcalclingsfrelsis og atvinnu- frelsiis með hagsmuni allra stétta fyrir augum“, en í kjöl- far vinstri stjóma hafa siglt fjárfestingarkerfi með öllu því, sem slíku fylgir. Út á við er djúpstæður ágreiningur milli stjórnar og stjómarandstöðu um öryggis- mál þjóðarinnar. í ræðu sinni áfcaldi Jóhann Hafstein tví- skinnung ráðherranna varð- andi ákvæði málefnasamn- ingsins um brottför varnar- liðsins, en sagði síðan: „Nú er eftir sá þátturinn, sem ég tel lang-alvarlegastan í yfir- lýsingu stjómarsáttmálans varðandi utanríkis- og örygg- ismál landsins. Hann er sá, að við völdum taki ríkisstjóm á íslandi, sem lýsir því yfir, að það sé ekkert samkomu- lag innan þessarar ríkisstjórn ar um það að bindast samtök- um með öðrum vestrænum lýðræðisþjóðum til varnar of- beldinu,“ en með þessum orðum átti Jóhanm Hafstein við aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu og ágreining stjómarflokkanna um hana. Með ræðu sinni, sem birt er í heild í Mbl. í dag og á morgun, hefur Jóhann Haf- stein á glöggan og skilmerki- legan hátt markað stefnu Sjálfstæðisflokksins í stjórn- arandstöðu, en lokaorð hans voru þessi: „Við Sjálfstæðis- feréaríspa Náttúrufegurðin á Austurlandi leiðir hugann að óbirtum bréfum sem Jón bóndi í Fjalli Guðmundsson hefur leyft mér að sjá og vitna í. Þau eru frá Einari Jónssyni í Galtafelli og Helga Pjeturss (sem hóf feril sinn með þvi að vera Pjetursson), tveimur stórmennum andans, til Páls hreppstjóra Lýðssonar í Hlíð í Hreppum, föðurbróður Jóns Guðmundssonar. Hlíð var mikið menn- ingarheimili eins og fram kemur af bréfunum. Þar hafa verið menntaðir húsbændur, þótt ekki væru þeir lang- skólagengnir eins og Jónas frá Hriflu mundi sagt hafa. Bréfin lýsa harla ólík- um mönnum, þó að báðir væru stórir I sniðurn. Báðir eru miklir náttúrudýrk- endur og unnu Islandi. Þeir eru likar andstæður. Þótt ólíklegt sé er Helgi meira í ætt við klettinn, Einar minn- ir aftur á móti meira á Jónas Hall- grímsson og þröstinn hans góða. En Helgi var lika jarðfræðingur og vis- indamaður, Einar skáld. Þótt steinninn væri hans efni, var skáldlegt upplag driff jöður listar hans. Þeir Hlíðar-bræður voru miklir vin- ir Einars frá Galtafelli og Helga Pjeturss. Sá síðarnefndi var sendur drengur að Hæli, en vandi komur sinar að Hlíð. Hann var náskyldur Steinunni á Hæli, móður Gests. Sigurður slembir getur um þetrta í Lögréttu, en óþarft er að rif ja það upp hér. Helgi kom alltaf I Hlið á sumrin þegar færi gafst og stóð þá við slátt, enda ágætur sláttumaður. 1 einu bréfanna segir hann eins og hálf áhyggjufullur: „Hvernig fer með ljái í sumar? Nú fást þeir norsku ekki.“ Sið- ustu árin sem Helgi lifði, segir Jón í Fjalli mér, voru brekkur í túninu á Hlíð þar sem var ekki hægit að nota sláttuvél og sló Helgi þær allar með orfi og ljá. Þetta gerði hann til að halda sér við, trúði þvi statt og stöð- ugt með Grikkjum að andinn væri styrkari í hraustum líkama. „Hann var gegnsýrður af hetjudýrkun fomaldar," segir Jón í Fjalli, „en hann lagði ekki eins mikið upp úr likamlegri vinnu." Jón bætti því við að Helgi hefði lagt mikið upp úr vináttu. Hann var mjög tryggur. Einar Jónsson var líkur hon- um að þessu leyti. Bréf hans lýsa sér- lega trygglyndum og þakklátum manni, viðkvæmum í lund. Hann var einnig líkur Helga að því leyti að hann dýrk- aði fornöldina, en ekki minnist hann á það, hve nauðsynlegt sé að stunda íþróttir eins og Helgi. Aftur á móti seg- ir hann að Grímur Thomsen hafi alltaf verið sitt „uppáhald — okkar norrænuandi og vikingskarl, bæði i ljóðum og lífi.“ Og í bréfi dags. í Reykjavík 1. janúar 1943 segir hann að Gylfaginning minni sig „— ásamt öðrum fornaldarfræðum —• á Ásgarð æsku minnar: Hlíð; þegar fjúkið fenti og bylur rauk — er jeg hafði náð mínu margþráða marki að sjá tjörguðu þilin með hvítu vindskeiðunum í gegn- um bylgusumar er jeg kom upp i gegn- um malarhliðið — þá þótti mjer jeg vera nð koma heim að Ásgarði — þar sem fólk alt úngt og eldra kunni skil á fornum fræðum og fögrum goðasög- um norrænna sem suðrænna — flutt og vel framsett af ást tll fornrar menn- • ingar. Og þegar kvöld var komið — stilla og heiðrikur alstimdur' himin — þá virtist mjer Ásgarður þessi og eldri og ýngri úngdómur hans —■ og öll þeirra fornaldar fegurð vera í svo vin- samlegu sálarfjelagi við þær blikandi stjömur og bláu fjarlægð. Ojá,“ Og Helgi, einnig alltaf með hugann við fornöldina: „Rauinar er jeg nú ekki ennþá búinn að lesa allar sögur og söguþætti nógu vandlega. En enn sem komið er hefi jeg hvergi nema hjá Snorra fundið t.d. orðtækið „greiddist för þeirra vel“, eða „greiddist þeim vel“. 1 Heiðarvíga sögu er „ráðhoUur" látið þýða sama sem „ráðþeginn". 1 hverri sögu koma fyrir einhver sjer- stök orð og sérstakir talshættir. Þótt skritið sje, þá er svo að sjá sem mál- fræðingarnir hafi litt tekið eftir þessu, og að rainnsóknir á því sjeu varla meira en byrjaðar ... 1 gær sá jeg í Heiðar- víga sögu, kap. 40: „honum greiddist vel ferðin" o.s.frv." Jón í FjaUi segir að faðir sinn hafi aldrei farið til Reykjavíkur án þess að heimsækja Einar Jónsson og er honum minnisstætt að hafa farið með honum í slíka heimsókn: þeir töluðu ekki um annað en æskustöðvarnar og nátrtúru- fegurðina í Hreppum og Þjórsárdal, enda kemur fram í einu bréfanna að þeir vUja gera dalinn að þjóðgarði. Galtafell sést ekki frá Hlíð, en Einar var þar oft vetrarpart sér til ánægju. Aldrei fymtist yfir vináttu hans og Hlíðarfólksins. Hann ávarpar Pál ávallt: „Gamli kæri æskuvinur", „Minn góði gamli tryggðavin" eða eitthvað í þeim dúr, en Helgi segir aUtaf: „Kæri vin“. Á einum stað talar Einar um „æskufjöUin" sín og segist líta „tU æskustöðvanna sem barn til sinna for- eldra," bætir því svo við að sér firni- ist oft eins og sér sé hvergi heimilis auðið, hann sé útUegumaður. Merkilegt að rekast á þetta orð þarna í þessu sambandi. Þá finni hann ekki „neina fyllingu í því sem heimurinn hefur að bjóða.“ Frá því ég las þetta hef ég litið Útiiegumanninn, eða Útlagann hams hér við Hringbraut, öðrum og samúðar- fyllri augum. Vona að fleiri eigi einn- ig eftir að gera það. 1 bréfi frá 11. marz 1938 segir Einar Jónsson t.a.m. „Jeg held jeg ekki muni til fegurri landslagssýnar en frá stein- búngunum austan við Minnanúp og horfa þaðan inn Þjórsárdalsmynnið — innað Búrfelli — með Landsveit inni á millum —- litla bæinn Skarðssel, þessa mynd hef jeg oft sjéð — því jeg hef gert það að vana minum að jeg hef far- ið austur að Stóranúpi — beint austur að Þjórsá og endumært mig á þessari fegurð — þar sem Minnanúpshólmi — eða „Viðey" sem hann vist líka kaUast — blasir einnig við. Þessa dásamlegu sýn sem mjer er svo kær allareiðu síð- an á bernskuárum verð jeg altaf að sjá aftur og aftur, þar til jeg ekki get lengur. Ojá, það er nú fleira eins og þú veizt þarna austur frá — og heima — sem jeg má segja hið sama um, alt draumland þetta sem jeg elska. Jeg veit jeg ekki líkist þeim gömlu forfeðrum vorum, þar eð jeg læt svo uppskátt mín ar tilfinningar í ljósi." M. menn vitum, að áhrif okkar verða ekki útilokuð, enda þótt tilgangurinn sé að setja okkur utangarðs. Við eigum sterkari ítök í hugum fólks- ins en svo. Á því byggjum við okkar stjórnarandstöðu í þeim mæli, sem ég hefi lýst henni: Hún á að vera ábyrg, en hörð, hún á að vera mál- efnaleg og hún á að vera sanngjöm.“ Erlendum fréttamönn- um boðið til íslands? RÍKISSTJÓRNIN hefur í hyggju að bjóða tti fslands í vor 20 til 30 erlendum blaðamönnum og kynna þeim landhelgismálið og íslenzkt atvinnulíf. Hannes Jóns- son, blaðafuiltrúi ríkisstjórnar- innar sagði Mbl. í gær að málið væri enn á algjöru umræðusSgt og engin ákvörðun verið urn þa& tekin enn. Hannes sagði, að ef til kæmi, yrði um að ræða blaðamenn frá helztu stórblöðum erlendis og fréttastofnunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.