Morgunblaðið - 19.10.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.10.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1971 17 Ólafía Helgadóttir Minning Hún fæddist að Hánastöðum við Seyðisfjörð 17. júlí 1917 og var dóttir hjónanna Jónu Guð- rúnar Jónsdóttur og Helga B. Ingimundarsonar er þar bjuggu um þær mundir. Hún fluttist kormung með foreldrum sínum til Vestmannaeyja og þar átti hún sín æsku- og unglingsár. Síð an fluttist hún svo til Reykja- víkur. .Mig langar með örfáum iínum að minnast hennar, vegna traustrar vináttu, gestrisni og margra ánægjustunda er ég átti á hennar heimili, öll þau ár er við vorum kunnug. Þau kynni hófust, fyrir rösk- um þrjátiu árum norður á Djúpuvík, en þar unnum við bæði yfir sumarmánuðina á ár- unum milli ’35 og ’40. Þá var Olla eins og hún var jafnan kölluð ung að árum, og glæsi- leg stúíka. Þar kynntist hún einnig eftirlifandi manni sínum Gunnari Sigurðssyni, sem hún giftist 1942. Atvikin höguðu því svo að þau stofnuðu heimild sitt í Hafnarfirði, í næsta nágrenni við mig, og má þvi vera, að af þeim sökum slitnuðu aidrei okkar fyrstu kvnni. Þau h.iónin áttu fjóra syni, all ir eru þeir drengir uppkomnir og efnilegir ungir menn. Ekki mun hægt að segja að andlát Ollu kæmi á óvart þeim er til þekktu, hún hafði átt við vanheilsu að striða og um nokk urt skeið dvalizt á sjúkrahúsi, þar sem hún lézt 3. október og fór útför hennar fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði 13. þessa mánaðar. Þegar sá sem manni er vel við hverfur á braut, og eftir standa minningarnar einar, er sú innistæða mikils virði, og einkum þó þeim, er um sárast eiga að binda. Sjálfsagt væri það ekki að skapi Ollu, að skriifað væri langt mál um hana, og verður það ekki heldur gjört hér. Hún var ekki ein þeirra, sem berst á í þeim skilningi,. en á hinn bóg- inn var margt í fari hennar, sem allir er hana þekktu hlutu að veita athygli. Hún hafði næmt fegurðar- skyn, var einstaklega snyrtileg, ekki aðeins í útliti he’.dur í allri umgengni og framkomu við ann að fólk, og bar yfirleitt virð- ingu fyrir öllu þvi, sem gott var og faffiegt. Hún bjó sér, manni sínum og börnum, svo fallegt heimili, að til fyrirmyndar verður að teljast og bar það henni vitni meira en mörg orð fá lýst. Hún lagði einnig mikla rækt við garð inn umhverfis heimili sitt á með an heilsan leyfði. Hér skal ekki fjölyrt um fleira í hennar fari, þótt fleira mætti minnast á, og betur, en hér hef- ur verið gert. Einu vil ég þó bæta við, hún átti traustan og góðan mann, sem hefur nú um sinn, söknuðinn að förunaut, en einnig hugljúfar min.ningar, um horfinn vin. Þær minningar græða sárin er árin liða. Allir þeir sem kyinntust Oliu munu ávallt minnast hennar með virðingu. A.Þ. Jón Klemens Sigurðsson - Minning Alltaf ógn að ger.a, alls staðar að vera, hugur flaug þó hraðar hvergi nema staðar. Margt og mikið gera, maður skyldi stór, byrðar margar bera. Brostu land og sjór. Augun opin fögur, yngdu hverja sál, sögðu heitar sögur, saklaust himneskt mál. Þau hörmuiegu tíðindi spurð- ust seinni hluta sunnudagsins 10. október sl., að tveir litlir drengir hefðu látizt af slysför- um í kofa, sem þeir höfðu byggt sér ásamt fleiri drengjum í ná- grenninu. Annar þessara drengja, sem svo skjótt eru burtu kvaddir, var elskulegur heimilisvinur okkar, Jón Klemens Sigurðsson. Hann var fæddur 19. júní 1962, sonur hjónanna Sigurrósu Grimsdóttur og Sigurðar Klem- enssonar, Búðarflöt. Þegar við fluttumst á Álfta- nesið fyrir fjórum árum, vorum við svo heppin að eignast heimil isfólkið á Búðarflöt að nágrönn- um og vinum og þar sem Jón Klemens var á sama aldri og yngri dren.gurinn í fjölskyidu okkar, tókst með þeim mikil og einlæg vinátta. — Svo til dag- lega kom hann í heimsókn ásamt sínum trygga vini, hundinum Gosa, sem vakti yfir hverju fót máli hans og okkur fannst hann tilheyra okkur. Við eigum svo ótrúiega margar fallegar og skemmtilegar minningar um hann, og við eigum svo bágt með að trúa því að kveðjustundin sé komin. En við neyðumst tii að trúa því, og vitum að allir sem kynntust þessum elskulega dreng, harma hans ótímabæra fráfail og bera harm í hljóði með dýrmætar minningar um hann. Við vottum foreldrum, systkin um og öllum ættingjum litlu drengjanna innilega samúð ok’k- ar og biðjum guð að styrkja þau i þessari miklu sorg. Fjölskyldan Strönd. Greipur Sveinsson — Minningarorð Fæddur 16. ágúst 1911. Dáinn 8. októlier 1971. Greipur Sveinsson, starfsmað- ur við Austurbæjarskólann í Reykjavík, lézt á sjúkrahúsi hér i borg 8. þ.m. Hann hafði gegnt störfom fyrir skólann rúmlega 11 ár og um árabil ekki heill heilsu. Samt var það mjög fátítt að hann vantaði á sinn stað. Ekki var þó starf hans af létt- ara tagi. Það fylgir mikill erili gangavörzlu í skóla, þar sem mörg hundruð ganga um oft á dag til og frá námi sínu, og það gustar oft kalt í anddyri, þar sem umgangur er svo mikill, sé eitthvað að veðri. En þrek Greips og úthald var ótrúlegt. Þó grunar mig, að fleira hafi komið til, og á ég þar við við- horf hans til barna og mat hans á þeim. Það þarf mikið til að meta börn réttilega við þær ástæður, sem ég hér hefi iýst og ærin raun fullfriskum manni, hvað þá sjúkum. En kannsi eru allar útskýringar óþarfar. Greipur sagðist standa á meðan stætt væri, og við það stóð hann. Sjálfsagt væri okkur, sem lifum, holit að íhuga það dálítið nánar. Að endingu flyt ég hér síð- ustu kveðju og þakkir fyrir sam veruna. Konu hans og vandafólki votta ég innilega samúð við frá fal'l hans. Friðbjörn Benónísson. \Ú HAPPDRÆTTI U\M KRIISSINS Dregið var sl. laugardag og kom vinningur- inn, Jeep Wagoneer bifreið, á miða nr. 32931. ÖRYGGI - ÞÆGINDI, tvö orö sem eiga viö SAAB99 Kalt að setjasf inn í kaldan bílinn? — Framsætið í SAAB er rafmagnshitað um leið og þér gangset|ið. Árekstur? — SAAB 99 er búinn sérstökum höggvara, sem „fjaðrar" og varnar þannig tjóni í ríkum mæli. BDORNSSONACo. SKEIFAN 11 SÍMI 81530 Lítið á línurnar í bílnum, takið eftir breiddinni og hve mikill hluti af yfirbyggingunni er öku- manns- og farþegarými. Ekkert pjáturskraut að óþörfu. Breitt bil á milli hjóla. Lítið á sterkiega, hvelfda framrúðuna. Athugið gjarnan vélina, viðbragðsflýtinn og hemlana. Akið í SAAB 99 og finnið sjálf, hve vel hann liggur á veginum, hve hljóðlát vélin er og hversu vandað hitakerfið er. Þér komið til með að meta frábæra aksturseigin- leika hans á alls konar vegum. Erflður í gang á köldum vetrarmorgnum? —- EKKI SAAB. Mikill farangur? — Baksætin er hægt að leggja fram, og þá fáið þér pláss fyrir æði mikið. Hólka? — SAAB 99 er með framhjóladrifi, er á diagonal- dekkjum og liggur einstaklega vel á vegi. Slæmt skyggni í aurbleytu, snjó? — Nýju Ijósaþurrkurnar gera þær áhyggjur óþarfar. ÖRYGGI — ÞÆGINDI — OG HAGKVÆMNI. SAAB STENZT FYLISTU KRÖFUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.