Morgunblaðið - 19.10.1971, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÖBER 1971
12
Tam-tam í trommuham
„Pesar talið berst að okkur,
er baðmull, kaffi og olía
allt, sem þebn dettur í hug . . .
En okkar líf er dansinn;
I»að fer fiðringnr um fætur
okkar,
er við fetum Jvarða jörð.“
ÞANNIG lýsír senegalska skáld-
ið Léopold Sédar-Senghor þjóð
sinni í kvæði. Á fjölum Þjóðleik
hússins sýnir Þjóðballett Sene-
gal nú okkur Islendinigum inn i
þennan heim —- heim dansins,
Kórunnar, Peuhla-fiðlunnar og
Tam-Tam-trommunnar. Og okk-
ur íslendingum, sem um aldir
höfum lifað okkar lif í bókfell,
má vera það nokkur opimberun,
að þjóð og saga skuld allt eins
geta stigið fram í seiðandi hljóm
um og mjúkum dansi.
Þjóðaballett Senegal var stofn
aður fyrir 10 árum. Stofnandi
hans og forsvarsmaður er Maur-
ice Sonar Senghor, sonur þess
skálds, sem á fyrstu orð þessa
greinarstúís, og systkinabarn
þess manns, ,sem nú situr á for-
setastóli í Senegal. Ballettinn er
í tengslum við þjóðleikhúsið í
Dakar, en dansararnir eru allir
áhugafólk. Þeir eru sóttir út í
kliðandi heim síns lands, þar sem
rætur þjóðiifsins döggvast enn
í dunandi dansi. í Senegal er til
fjöldinn allur af gömdum þjóð-
dönsum — hvert hérað hefur
sína sérstöku dansa, sitt sér-
staka hljóðfall og sina sérstöku
búninga.
Og það er vart annað hægit
en að hrífast með seiðmagni
Tam-Tam-trommunnar, þegar
hún kallar í dansinn menn og
konur. Með töfrandi reisn liða
þau blóðheit og fagurlimuð yfir
sviðið. Það er eitthvað framandi
og heiHandi við þennan heim.
1 ballettfiokknum, sem hingað er
kominn, eru 40 dansarar söngvar
ar og hljóðfæraleikarar, þar í 12
stúlkur 17—22 ára, en karlmenn-
irnir eru yfirleitt eldri; þetta 21
árs til þrítugs. Hingað kemur
ballettinn frá meginlandi Evrópu,
þar sem hann í sinni sjöttu sýn-
ingarferð erlendis, hefur heim-
sótt; Þýzkaíand, Frakkland,
Sviss, Austurriki, Ítalíu, og Nið-
urlönd. Ballettinn hefur einnig
sýnt í S-Ameríku og héðan ligg-
ur leiðin vestur um haf i átta
vikna sýningarferð um Banda-
rikin og Kanada. í fyrri ferðum
hefur ballettinn heimsótt m.a.;
Sovétrikin, Skandinavíu, Grikk-
land, Júgóslavíu og England, auk
sýningarferða um önnur lönd
Afriku. Að vesturförinni lokinni
verða Asía og Ástralía einu
heimsálfurnar, sem Senegal-ball-
ettinn hefur ekki heimsótt.
Með dagskrá sinni sýnir ball-
ettinn okkur inn í daglegan heim
Senegai; síbreytilegan heim að
visu, en um leið heim, sem sæk-
ir lífsþrótt sinn, í fornar hefðir.
Hér er það dansinn, sem er hnotu
brjótur mannlífsins: Við sjáum
fiskimennina gleðjast yfir góð-
um feng, hermennina dansa í sig
hreysti og þor. Ungar konur
biðja guðina um frjósemi. Hirð-
ingjarnir bregða á leik. Bændurn
ir fagna uppskerunni. Og ung-
ur piltur hittir unga stúlku. . . .
„Nakta kona, svarta kona!
Þroskaði stinni ávöxtur, dimma
víma dökkra veiga, munnur
sem leggur mér ljóð á tungu,
slétta með hreinum útlinum,
siétta sem skelfur við
funheiit atlot austanvindsins,
útskorni tam-tam, þandi tam-tam
sem þrumar undir fingrum sig-
urvegarans.
Alvarleg altrödd þín er ijúfur
söngur elskunnar.“
(Úr „Svarta konan“ eftir Léo-
pold Sédar-Senghor — Halldóra
B. Bjömsson þýddi).
Kóran er streng.ialil.jöðfíi'ri — lútukyns. I*að telnr 21 streng-
og krefst núkillar fingralimi og tilfinningar af þ«‘ini, seni það
handleikur.
•*'Ar
Tam-Tam kallar í dansinn
í
Happdrætti Rauöa krossins:
Fjögurra manna
f jölskylda fékk bílinn
Norskt tímarit
kynnir ísland
DREGIÐ var í happdrætti Rauða
krossins sl. laugardagskvöld og
kom vinningurinn, sem er Jeep
Wagoneer bifreið, sex manna, á
miða nr. 32931. Féll vinningur-
inn í hlut 4ra manna fjölskyldu
í Vesturbænum. Húsfreyjan
hafði keypt miðann og hafði
hún samband við Rauða kross-
inn þagar i gærmorgun.
Morgunblaðið leitaði frétta hjá
formanni Rauða krossins, Birni
Tryggvasyni og sagði hann, að
happdrættið hefði fengið af-
burða góðar viðtökur hjá al-
menningi. Bað hann blaðið að
færa þakkir til velunnara Rauða
krossins fyrir góðan stuðning
fyrr og síðar.
Samhliða happdrættinu var
íólk hvatt til að gerast félagar
og bar það þann árangur, að
rúmlega 1000 manns gengu
í Reykjavíkurdeildina.
Þá u pplýsti Björn, að fjár-
söfnun til bágstaddra A-Pakist-
anbúa væri í fullum gangi hjá
Rauða krossinum. Hefðu nú
safnazt alls um 2,3 millj. kr., en
von væri á frekari opinberum
framlögum og eins frá ýmsum
f élagasamtökum.
Sýning á verk-
um Brynjólfs
GÓÐ aðsókn hefur verið að
sýningu á verkum Brynjólfs
Þórðarsonar í sýningarsal að
Laugavegi 18. Vegna aðsóknar-
innar hefur nú verið ákveðið að
framlengja sýninguna til næsta
sunnudags, en hún er opin dag-
iega frá kl. 15 til 22.
KOMIÐ er út fyrsta tölublað 15.
árgangs ársfjórðungsritsins Mín
erva’s en það er gefíð út í Nor-
egi. í ritinu eru þrjár greinar um
ísland og ritstjórnargreinin fjall
ar um ísland og íslenzka menn-
inngu. Þar ritar Gunnar Magnus,
ritstjóri tímaritsins og segir m.a.
„Margir Norðmenn þekkja nú
á dögum betur til stjórmmálalegs
ástands og menningarmála í lönd
um sem Nígeríu, Vietnam og ísra
el en sambærilegra hluta á ís-
landi. Fyrir nokkur hundruð ár
tim áttu Norðmenn mikið saman
við íslendinga að sælda, en np
á tímum, góðra samgangna, virð-
ist fjarlægðin við eyríkið hafa
vaxið.“
Síðan segir ritstjóri Min-
erva’s, að í ritinu séu þrjár grein
ar um ísland, tímaritið vilji
með birtingu þeirra efla skiln
ing og þekkingu á íslenzkum mál
efnum. Greinarnar í tímaritinu
eru eftir Jóhann Hjálmarsson,
Matthias Johannessen og Erkmd
Jónsson.