Morgunblaðið - 19.10.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.10.1971, Blaðsíða 11
MORGUN’BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1971 11 Æimmzrm Frá umræðum á Alþingi um stefnuskrá ríkisstjórnarinnar: / / fremstu röð dr eftir dr. Gœðakaffi frd O.JOHHSON &KAABER HF Vil enga frekar en Bandaríkj amenn Vinnubrögð ríkisstjórn- arinnar í varnarmálum ekki traustvekjandi — segir Benedikt Gröndal í um ræðum um stefnuskrá ríkisst j órnarinnar ef nauðsynlegt er að hafa her — segir Ólafur Jóhannesson, for sætisráðherra Á ALÞINGI í gær gerði forsæt- Isráðherra, Ólafnr Jóliannesson, gTein fyrir stefnu rikisstjórnar- innar. Hér á eftir eru birtir kafl- ar úr ræðu hans. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra gerði í ræðu sinni grein fyrir málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar, sem skiptist i fimm höfuðþætti: landhelgismál, kjaramál, atvinnumál, félags- og menningarmál og utanríkismál. Um fyrsta þáttinn fórust Ólafi Jóhannessyni m.a. svo orð; eft- ir að hann hafði rakið gang land helgismálsins og meðferð þess hjá ríkisstjóminni: „Nú á næst- unni mun verða lögð fyrir Al- Ölafur Jóhannesson, forsætisráðherra. þingi tillaga til þingsályktunar, þar sem leitað verður eftir stað- festingu á stefnu stjómarinnar í landhelgismálinu. Verður þá gerð nánari grein fyrir málinu, og skal ég því ekki fjölyrða frekar um það í þessu sambandi. >ó vii ég segja það, að ákveðnar hafa verið frekari viðræður við Breta og Vestur-Þjóðverja, sem mót- mælt hafa fyrirhuguðum aðgerð- um. En gert er ráð fyrir, að þær viðræður hefjist í byrjun nóvem ber. Þó að ekki verði hvikað frá þeirri grundvallarstefnu í land- helgismálinu, sem mörkuð hefur verið, er vitaskuld sjálfsagt að ræða við þessar þjóðir, sem um langan aldur hafa verið góðar viðskiptaþjóðir Islendinga, og leita að lausn i þessu máli, sem þær líta á öðrum augum en við. Verðúm við að vona, að slikt geti tekizt með gagnkvæmum skilningi og sanngimi." Um kjaramálin fórust forsæt- isráðherra m.a. svo orð: „Nokk- ur af þeim fyrirheitum, sem gef in eru í þessum kafla, eru þegar komin til framkvæmda. Þannig var verðstöðvunin framlengd til áramóta með bráðabirgðalögum. Það verður svo Alþingis að á- kveða það, hvort það vill fram- lengja verðstöðvun lengur í sömu eða svipaðri mynd. En hvað, sem ofan á verður í því efni, þá leggur rikisstjórnin á- herzlu á, að ströngu verðlagseft- irliti verði haldið uppi. Eins og fram er tekið í þeim kafla mál- efnasamningsins, sem lesinn var, leggur rikisstjórnin áherzlu á, að hafður sé hemill á hinni háska legu verðlagsþróun, sem átt hef- ur sér stað hér á landi undan- farin ár, og mun því leitast við að tryggja, að hækkun verðlags verði ekki meiri en í helztu ná- granna- og viðskiptalöndum. Hins vegar er ver.t að undir- strika það, að rikipstjómin gefur ekkert fyrirheit um það að stöðva algerlega verðbólgu, svo sem viðreisnaxstjómin gerði á sínum tíma. Ég heid að slíkt fyr- irheit væri óraunsætt, eins og þróunin er í kringum okkur. Ég held einnig, að horfast verði í augu við það, að naum- ast verður hjá þvi komizt, að fyrirhugaðra kjarabóta gæti eitt hvað í verðlagi, þó að allrar var úðar verði gætt í þvi efni. Að því er varðar þær sérstöku ráðstafanir í efnahagsmálum, sem nefndar eru síðast í þeim kafla málefnasamningsins, sem hér er um að ræða, þá er þess að geta, að söluskattur hefur þegar verið felMur niður af nokkrum nauðsynjavörum. Að öðru leyti eru þessar ráðstafan- ir, svo sem vaxtalækkun þar- greindra lána, lækkun ýmissa gjalda, sem nú hvíla á fram- leiðsluatvinnuvegunum, aukin rekstrarlán o.s.frv. í athugun og undirbúningi." Um atvinnumái fórust forsæt- isráðherra m.a. svo orð: „1 þess- um atvinnumálakafla kemur m. a. fram sú stefna rikisstjómar- innar, að beita skuli skipulegum áætlunarvinnubrögðum við upp- byggingu atvinnuveganna og efl ingu atvinnulífsins. Er hinni fyr irhuguðu Framkvæmdastofnun ríkisins ætlað að hafa þar for- ystu og firumkvæði. Hefur verið samið frumvarp um þá stofnun og verður það lagt fyrir þingið á næstunni. Ég vil einnig vekja athygii á, að það er lögð rik á- herzla á byggðaþróunarstefnu. Kemur sú stefna — jafnvægis- og jafnréttisstefna raunar auk þess fram í ýmsum ákvæðum málefnasamningsins á víð og dreif." Um félags- og menningarmál fórust forsætisráðherra m.a. svo orð: „Ríkisstjómin hefur sett sér það mark að tryggja svo sem framast er kostur jafnrétti Iandsmanna, getur ekki horft á það aðgerðarlaus, að sá hluti þjóðarinnar, sem elst upp í strjáibýli, búi við lakari hlut í að afla sér menntunar en upp- vaxandi kynslóð í þéttbýli. Fyrir eftirgangsmimi núverandi stjóm Framh. á bls. 16 HÉR á eftir fer stuttur útdráttur úr ræðum Benedikts Gröndals, Ragnars Arnalds og Hannibals Valdimarssonar við umræður um stefnuyfirlýsingu ríkisstjómar- innar í gær, en sagt er frá ræð- um Jóhanns Hafsteins og Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra annars staðar í blaðinu. Benedikt Gröndal hóf ræðu sína með því að benda á, að nú- verandi flokkaskipan væri fjög- urra áratuga gömul, og aldrei á þessu tímabili hefði neinin einn flokkur haft hreinan meirihluta á þingi Þingræðið hefði því á þessum tíma orðið að vera því háð, að fleiri flokfoar næðu sam- komulagi um myndun ríkisstjóm- ar. Þetta hefði það í för með sér, að gera þyrfti málamiðlanir að tjaldabaki, og kæmu því stefnur einistakra stjómarflokka ekki frtarn, fyrr etn búið væri að slá svo og svo mikið af. Alþýðuflokk- urinn væri nú búinn að vera í rík isstjórn frá 1956, eða um 15 ára skeið. Hann hefði á þessuim tima reynt að halda stefnu sinni fram eftir beztu getu, en oft orðið að hvika frá hentni vegnia aðstæðna hvei-ju stnni, svo sem í efnahags- málum o. fl. Nú væru viðhorfin breytt, þar sem flokkurinn væri kominn í stjómanandstöðu, og myndi hanin nú boða stefnu sína óháður öllum öðrum flokkum. Hann ítrekaði skoðun Alþýðu- flokfcsinis á því, að eðlilegt væri, að núverandi stjómaTflokkar fengju tækifæri til að reyna stefnu sína nú. Ýmislegt væri að finma í þessum stjómiansamimnigi, sem væri í samræmi við hugsjóna Benedikt Gröndal stefnu Alþýðuflokksins, en eitt væri að lofa og annað að sitanda við. Hann kvað Alþýðuflokkinn myndu styöja framgang þeirra stefnumála ríkisstj ómarinmr, sem samrýmdust stefniu hans, en Framh. á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.