Morgunblaðið - 19.10.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.10.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÖBER 1971 7 Vitnisburður Hendersons * um Islendinga Fyrstu bækurnar, sem lýstu Islandi og Islendingum voru mjög fáránlegar. Þess vegna komst séra Jónas á Hrafnagili þannig að orði: — Fyrsti maðurinn, sem lýsir þjóðinni með nokkru viti, var Eggert Ólafsson um miðbik 18. aldar. Lýsingar eldri manna eru aliar óáreiðanlegar og vitlausar og ekkert mark á þeim takandi, og er nægilegt að vísa til þess, sem haft er eftir öðrum eins iabbakútum og Biefken, Martini ere, Anderson o.m.fl. sem iítii eða engin kynni höfðu af land inu, en bjuggu til alls konar skripasagnir eftir afspurn fá- fróðra sjómanna og kaupmanna, sem lengi hafa kunnað, að sögn, að kríta liðugt. I»ess má hér geta, að Ander- son var borgarstjóri i Hamborg, „hálærður maður, vitur og vin- sæii.“ Hann hafði aidrei komið til Islands, en hafði fróðleik sinn frá dönskum kaupmönnum og sjómönnum, og var því ekki von á góðu. Horrebow ritaði góða bók til þess að hrekja firr ur og missagnir Andersons og iýsa Islendingum eftir nánum kynnum af þeim. (Þessi bók kom út á íslenzku 1966). Má segja, að sú bók og Ferðabók Eggerts hafi orðið til þess að kveða niður fyrri öhróður um Isiendinga. Siðar koma svo út bækur eftir ýmsa útlendinga, er höfðu ferðazt hér um land og kveður við aiit annan tón í þeim. Ebenezer Henderson dvaldist hér 1814—15 og ferðaðist þá víða um land. Hann ritaði síðan stóra og merkiiega bók og ber fslendingum vel söguna. Má þar víða sjá, að honum hefir komið á óvart sú menning, sem þá var hér í iandi og hve fróð- ir og gáfaðir margir fslendingar voru. Skal hér rakið nokkuð af þvl Hann kom að Urðum í Svarf aðardal og gisti þar. Skemmti hann þá bónda fneð því, að iesa fyrir hann bréf frá Persakeis- ara til formanns Hins brezka bibiiuféiags út af nýrri persn- eskri þýðingu Nýja testámentis ins, og var bréfið ársett 1229. Lítill drengur, sem þar stóð hjá og hlýddi á, sagði að þetta væri orðið æði gamalt bréf. „Ónei, drengur minn,“ sagði bóndi, „það er ekki eftir okkar tima- taii, heidur eftir hegirah“ (tíma tali Múhameðstrúarmanna). Þetta þótti Henderson merki- legt. Bónda hitti hann og í Húna- vatnssýslu og var hann með lest en Henderson gaf sig á tal við hann. Óðara sagði bóndinn með mikilli mælsku og ska*f>- skj'ggni, að það hlyti að vera byggð á stjörnunum. „Það eru nú þeir Júpiter og Satúrn og“ — hann hugsaði sig ögn um og lagði hönddna á ennið — „og piánetan, sem Hersehel i Lund- únum fann seinast. Þær hijóta að vera byggðar, þær eru sama eðiis og jörðin það eru ekki eldhnettir." Hann varð stein- hissa, er Henderson var engu fróðari en hann um þetta, og sagði þá að sér þætti verst, að geta ekki fundið Herschel sjálf an, þvi hann kvaðst þurfa að spyrja hann margs. Þegar Henderson ferðaðist um Fijótshiíðina, hitti hann þar bónda í kaupstaðarferð, og varð aiveg undrandi á því hvað bóndi var fjöifróður. Hann kunni vel sögu Cromwells og var stálsieginn í iandafræði Englands. Þetta hafði hann úr dönskum bókum. Hann hafði og náð í þýzka bók og sat nú við að læra þýzku af sjálíum sér, til þess að geta iesið bókina. Hann hafði og lesið biblíuna með athygli og kvaðst ekkert skilja i reiði guðs. Hann segir og frá bláfátæk- um bónda norður i Eyjafirði, sem var að basla við að lesa bibliuna, þótt hún væri á dönsku. Þá segir Henderson frá því, að hann hafi komið á bláfátækt barnaheimili. Það var í Hólum, efsta bæ i Biskupstungum. Tvær dætur hjónanna, önnur 14 ára en hin 18 ára, lásu hátt fyrir hann i Nýja testamentinu, og dáðist hann mjög að því hvað þær lásu vel. Sumarið eftir kom hann þar aftur og var eldri stúlkan þá orðin svo vel að sér, að hún gat lesið orðrétt upp úr sér hverja grein í testamentinu sem hann minntist á. Þetta var dæmi um sérstakar námsgáfur. Hann gaf þeim þá Nýja testa- mentið, en þær kysstu hann fyr- ir að islenzkum sveitasið. (Henderson útbýtti hér bibli- um og Nýja testamentum um iand allt). Frá horfnum tíma FRETTIR Kvennadeild Skagfirðingaféiagsins í Keykjavik byrjar vetrarstarf sitt með aðal fundi, sem haldinn verður i Lindarbæ niðri miðvikudaginn 20.10. kl. 20.30. M.a. verður sagt frá afhendingu afmælisgjafar til Sauðárkrókskaupstaðar í júlí síðastliðnum. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundur verður haldinn í safnað arheimilinu Hallgrímskirkju fimmtudaginn 21. október kl. 20.30. Rœtt verður um fyrirhug aðan basar. Upplestur, kaffi. Fé- iagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Kvenréttindafélag islands heldur fund annað kvöld, 20. október á Hallveigarstöðum, I salnum niðrd. Á fundinum talar frú Auður Eir, guðfræðingur um viðlhorf kirkjunnar til prest- vigslu kvenna. Auk þess verður kosin ein kona í ritnefnd 19. júní og reatt um vetrarstarfið. TILBOÐ ÓSKAST BROTAMÁLMUR 1 bifreiðina R-4160, Mercedes 'Benz, t»l sýnis að Bólstaðar- hHð 11 fná kl. 17—21. Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91. HÚSGÓGN TIL SÖLU Vönduð teakihúsgögn, danskt bonstofuborð og stólar, borð- stofurskápur, hjónarúm, inn- skotsborð, og fl., selst ódýrt vegna flutninga. Simi 108S7. VILL EKKI EINHVER barngóð kona í Safamýri, Álftamýri eða við Háaleitisbr. norðan Mi'klubrautar gæta 7 ára drengs frá kl. 9—1. Uppl. eftir kl. 6 í sima 81148. KJÓLAR Únval af vönduðum, nýjum samkvæmis- og brúðarkjólum ásamt brúðarskiruim. Mjög gott verð, ti( sölu að Hraun- teig 28, neðri hæð. TÖKUM AÐ OKKUR smíði á eldhúsinnréttiingum, klæðaskápum o. fi. Gerum föst verðtiiboð. Trésmíðaverk stæði Þorvaldar Björnssonar, simi 36148, kvölds. 84618. 8—22 SÆTA hópferðabifreiðir til leigu. Einnig 5 manna „Citroen G. S." leigður út en án bíl- stjóra. Ferðabílar hf., sími 81260. HÚSMÆÐUR Stórkostleg lækkun á stykkja þvotti, 30 stk. á 300 kr. Þvott ur, sem kemur í dag, tilbúinn á morgun. Þvottahúsið Eimir Síðumúla 12, simi 31460. ÚTVARP, SJÓNVARP, SAUMA- VÉL. Nýtt Normende sjón- varp, nýtt Blaupunkt útv.tæki og lítið notuð Pfaff saumavél í skáp, hentug fyrir saumast. AHt á mjög góðu verði, til sölu að Hraunteig 28, n. hæð. SENDISVEINN óskast frá kl. 2—5 e. h. fiimm daga vikunnar. Þarf að hafa reiðhjól eða skellinöðru. — Uppl. í Skeifunni 15 frá kl. 5 til 6 e. h. eða í sima 26600 á sama tíma. — Hagkaup. KLÆÐI OG GERI VIÐ bólstruð húsgögn. Húsgagrvabólstrunin, Garða- stræti 16. — Agnar lvars. Heimasimi í hádeginu og á kvöldin 14213. HALLÓ — HALLÓ Óskum eftir 1, 2ja—3ja herb. ibúð strax. Uppl. i sima 40831 mitli kl. 7—8 á kvöld- m. Heímboð Husqvarna Við bjóðum yður að koma í verzlun okkar að Suðurlandsbraut 16 og kynna yður kosti þá sem einkenna HUSQVARNA FRYSTKISTUR. Þér munið sannfærast um, að Husqvarna frystikistur eru í sérflokki. Husqvarna — á undan tímanum. Umboðsmenn um land allt luina'i Sfyzeittóm kf SUÐURLANDSBRAUT 16 SÍMI 35200 HUNDRAÐ KRÓNUR Á MÁNUÐI Fyrir ÍITT HUNDRAD KRÓNUR á mánuði seljum rið RITSAFN JÚNS TRAUSTA 8 bindi í svörtu skinnlíki Við undirskrrft samnings greiðir kaupandi 1000 krónur. SlÐAN 100 KRÓNUR Á MÁNUÐI Bókaútgáfa GUÐJÓNSÓ Hallveigarstíg 6a — Sími 15434

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.