Morgunblaðið - 27.10.1971, Síða 23

Morgunblaðið - 27.10.1971, Síða 23
MORGÖNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 27. OKTÓBER 1971 23 Guðrún Jónsdóttir frá Þyrli — Minning Fædd 3. febrúar 1876. Dáinn 19. október 1971. HINN 19. þ.m. andaðist Guðrún Jónsdóttir íra Þyrli á 96. aldurs- ári. Guðrún var fædd að Mið- dalskoti í Kjósarhreppi 3. febrú- ar 1876. Foreldrar hennar voru Sólveig Einarsdóttir og Jón Gestsson. Foreldrar hennar fluttust síðar að Morastöðum og Litla-Bæ í sömu sveit. Þar and- aðist Sólveig eftir að hafa legið rúmföst á eliefta ár. Það féll í hlut Guðrúnar frá 12 ára aldri að annast um móður sína í veik- Sndum hennar. Þá þegar kom í ljós, hve einstök hún var í þvi að annast þá, sem hjúkrunar þurftu með. Guðrúnu lang- aði að læra hjúkrun, af þvi gat ekki orðið, en á langri iifsleið hennar nutu margir umhyggju hennar. Eftir lát móður sirmar dvaldist Guð- rún áfram í Kjósinni, lengst af hjá hjónunum Ólafi Einarssyni og Helgu konu hans, er bjuggu að Vindási. Guðrún var eftdrsótt til vinnu sakir atorku sinnar og einstakrar verklagni, samfara starfsgleði og léttri lund. Á unga aldri sjálfmenntaði hún sig i fatasaumi, en á þeim tíma var slík verkkunnátta fágæt meðal rmigra stúlkna, sem enga aðstöðu höfðu til náms. Siðar, þegar hún veittá forstöðu mann- mörgu heimili, kom þessi hag- leikur hennar sér vel. Þá urðu sveitaheimilin að búa sem mest að sínu við að fæða og klæða sáitt heimafólk. Guðrún var fé- lagslynd og hrókur alls íagnað- air. Söngelsk og kunni mikið af ljóðum. Það var fróðlegt að heyra hana lýsa félagslifi unga fólksins i Kjósinni fyrir og eftir aldamótin. Hætt er við, að í dag þætti það fábrotið, en auðheyrt var á frásögnum hennar, að hin minnsta tilbreytni var mikils metin í fásinni þess tima. Árið 1908 fór Guðrún að Litla- Sandi á HvalfjarðEirströnd. Verk- efnið var að sauma föt á fimm móðurlausa drengi. Helgi Jóns- son, bóndi þar, hafði misst konu sína Guðleifu frá fimm ungum sonum frá tveggja til tólf ára gömlum. Á skömmum tíma vann Guðrún hugi ungu drengjanna svo, að þegar hún skyldi halda brott bað einn þeirra hana um að verða kyrra hjá þeim. Þar með urðu kaflaskipti í lífi Guð- rúnar, hún gekk drengjunum í móðurstað og giftist Helga 25. júlí 1909. Tveimur árum síðar keyptu þau jörðina Þyril. Sem húsmóðir á þvi stóra og lands- þekkta rausnarheimili fengu fjölþættir hæfileikar Guðrúnar notið sín. Þyrili liggur i þjóð- braut, þar var ávallt mikill gesta- gangur, enda gestrisni húsbænd- anna viðfræg. Eftir að bifreiðar Homu til hélzt það árum saman, að marg- ir þeirra, sem akandi fóru fyrir Hvalfjörð, héldu uppteknum hætti frá þvi, að þeir ferðuðust fótgangandi eða á hestum að koma við á Þyrli sér til hvildar og hressingar. Á Þyrh var ávallt mannmargt í búskapartið Guð- rúnar og Helga. Þau eignuðust ftonm börn og komust fjögur þeirra upp. Synir Helga frá fyrra hjónabandi voru eins og áður er getið fimm. Árni og Ólafur eru látnir, hinir eru Jón bóndi á Blönduholti í Kjós, kvænt ur Láru Þórhannesdóttur. Val- geir, prófastur að Ásum í Skaft- ártungum og Sigurður bóndi að Þyrli, kvæntur Steinþóru Sig- urbjömsdóttur. Böm Guðrúnar og Helga eru: Guðleitf gift Greip Kristjánssyni, lögregluvarð- stjóra, Jóhann, starfsmaður Strætisvagna Reykjavíkur, kvæntur norskættaðri kónu, Jó- hönnu Jónsson, Margrét, gift Ragnari Þorgrimssyni, fulltrúa hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og Bjami blikksmiður, kvæntur Guðríði Kristjánsdóttur Breið- dai. Þyrilsheimilið var griðastaður aldraðs fólks, sem naut þar ævi- kvöldsins í slkjóli umhyggju- samrar húsmóður. Böm og ungl- ingar sóttust eftir þvi að kom- ast þangað aftur og aftur. Þar fundu æskan og eliin, að allir, sem þurftu umhyggju við voru aufúsugestir. Blómlegan búskap ráku þau Guðrún og Helgi að Þyrli. Kost- ir jarðarinnar vom nýttir af vinnusömum höndum undir traustri verkstjóm húsbænd- anna. Ég, er þetta rita, fluttist með móður minni að Miðsandi í nágrenni Þyrils 1932, þá var ég innan við fermingu. Það vakti fljótt tilhlökkun hjá mér, ef í vændum var, að ég ætti að fá að skreppa að Þyrli. Heim- ilisbragurinn þar hafði heillandi á hrif á mig, sem aðra, sem honum kynntust. Þar rikti einstök glað- værð og starfsgleði. Þyrill er góð jörð, en krafðist mikils mannafla, ef allt skyldi nýtt við þeirra ttona aðstæður. Að Þyrli er stórbrotin náttúrufegurð. Hvalfjörðurinn og f jallahringur- inn er óviða fegurri til að sjá en frá Þyrli, þegar fjöllin spegl- ast í sjónum i logni, eða þegar stormurinn æðir ógnvekjandi i mikilleik sínum, en andstæður islenzkrar veðráttu eru skarp- ar að Þyrli. Grunur minn er, að of margir, sem leið eiga fyrir Hvalfjörð nú á timum hins mikla hraða, gefi ekki sem skyldi gaum að hinni marg- slungnu fegurð, sem þar er. Hitt veit ég, að þrátt fyrir annir gaf Guðrún sér tíma til að veita þessu athygli og festa sér í minni. Það var lærdómsríkt að hlusta á frásagnir hennar löngu eftir að hún var flutt frá Þyrli. Hún dró fram skýrar myndir frá Hvalfirðtoium og umhverfi hans. Þá var auðheyrt, hve næmt auga hún hafði fyrir breytileika íslenzkrar náttúru- fegurðar. Þetta kemur og fram í þeim mörgu listaverkum, er hún skóp, er henni á efri ár- um gafst tími til að sinna list- hneigð sinni. Handavinna henn- ar ber hæfileikum órækan vott og hverju er hægt að áorka með sjálfsnámi einu saman. Árið 1933 syrti að í lífi Guð- rúnar. Á rúmu ári missti hún mann sinn og tvo stjúpsyni. Guðrún sýndi það þá, að þegar mest reyndi á var hún sterkust. Þetta fundu þeir fjölmörgu, sem nutu umhyggju hennar og upp- örvunar á erfiðum stundum. Árið 1935 fluttist Guðrún til Reykjavikur og dvaldist eftir það hjá Guðleifu dóttur sinni I góðu yfirlæti umvafin ástúð ást- vina sinna. Það, sem öðru fremur ein- kenndi Guðrúnu var einlægt trúartraust. Trúin á hið góða og bjarta i lífinu geislaði út frá henni. Slikum persónuleika er ómetanlegt að kynnast. Guðrún unni sveitinni sinni, Hvalfjarðarströndinni, hugást- um. Þar vann hún sina stærstu sigra og varð fyrir sárustu sorg- um lífs síns. Siðastliðinn mánudag var hún lögð tid hinztu hvildar að Saur- bæ. Blessuð sé minning þessarar höfðingskonu. Axel Jónsson. Mánudaginn 25. október sl. var Guðrún Jónsdóttir frá Þyrii, Sigtúni 57 til moldar borin. ÖIl- um þeim, sem kynntust henni, er hún ógleymanleg. Hún var óvenju fríð sýnum, höfðingleg i framkomu. Það sópaði að henni. Ég kynntist henni í Kvenfé- lagi Laugarnessóknar. 1 það fé- lag gekk hún fljótlega eftir stofnun þess, þann 6. apríl 1941 og reyndist hin bezta félags- kona. Þegar hún varð áttræð þann 3. febr. 1956 var hún gerð að heiðursfélaga, svo mikiis var hún metin meðal vor félags- kvenna. Fræg er handavinna hennar og ótrúleg afköst henn- ar. Árið, sem hún varð níræð, 1966, fengum við leyfi til að halda sýningu á handavinnu hennar í sambandi við kaífisölu félagsins á uppstigningardag. Við höfðum í það skipti fengið inni í Laugamesskólanum og var mununum komið fyrir í einni skólastofunni. Það voru ótrúlega margir fagrir hlutir, sem voru þar til sýnis, margir alveg nýir af nálinni. Vakti Framhald á bls. 20. FRÁ DAIÖRKU IHý sending af kápum mú kuldafóðri í TIZKUVERZLUNIN ARÁRSTlG 1 ^mmmtm a \ 0 0 0 0 * 0 í 0 í * Verktakor — sveitarfélög TIL SÖLU: ~ DODGE 10 hjóla árg. 1965 m/ grjótpalli, burður 15 tonn. SKANIA VABIS árg. '59 m/lyftihásingu, burðut 12 tonn. TRAKTORSGRAFA Ferguson árg. 1964. BÍLASALA MATTHfASAR, Höfðatúni 2 — Sími 24540. Nýkomnar einlitar og röndóttar peysur, buxnadress og hettupeysur, þykkar sokkabuxur fyrir börn og fullorðna. VERZLUNIN IRMA. Laugavegi 40, sími 14197. Sendill Duglegur sendill, sem hefur yfir vélhjóii að ráða, óskast sem fyrst. Til greina kemur ungur maður eða stúlka með bílpróf. Tilboð merkt: „Sendill — 3111" sendist afgreiðslu blaðsins fyrir næstkomandi laugardag. íbúð í Vesturborginni Til sölu í smiðum 2ja herb. ibúð 64 ferm. á 1. hæð í fjðl- býlishúsí við Tjarnarból (Lambastaðatúni á Seltjarnarnasi). Afhendist upp úr næstu áramótum. SKIP OG FASTEIGNIR, Skúlagötu 63. sími 21735, eftrr lokun 36329. POCLAIN vökvaknúnar gröfu og moksturs- vélar, hraðvirkar, afkastamiklar og end- ingargóðar. UNDIRSTÖÐUVÉL VERKTAKANS Fulltrúi POCLAIN verksmiðjanna verður staddur hjá okkur dagana 27.—29. október til viðtals við viðskiptavini okkar. Hl. Hamar, véladeild Hamarshúsi, Reykjavík, sími 22123.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.