Morgunblaðið - 27.10.1971, Side 30

Morgunblaðið - 27.10.1971, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1971 1 □ UUD \$ffl4orgunblaðsms Getraunaþáttur Morgunblaðsins: Man. Udt. jók forystuna — var heppið að vinna Newcastle MANCH. I.'TH. jók enn forystu Bína í 1. deild um helgina, en liðið hefur nú f jögurra stiga for' sikot. Manch. Ctd. vann New- castie á St, James Park og auð- vitað skoraði George Best sig- urmarkið. Annars var Manch. I td. heppið að ná báðum stigun um og liðið lék undir getu mest- am hluta leiksins, George Best fékk morðhótun fyrir leikinn og honum ráðiagt að láta ekki sjá sig á St. James Park, en Best lét þessa hótun sem vind um eyru þjóta, enda orðinn ýmsu vanur í þessum efnum. Hvort sem morðhótun þessi hefur haft einhver áhrif á lið Manch. Utd. eða ekki er ekki ljóst, en víst er það, að liðið náði sér aldrei á strik í leiknum. Gowling bar af í liðinu og nú eru margir farnir að spá honum landsliðshúfunni innan skamms. Derby vann Arsenal í góðum og spennandi leik. Derby tók for- ystu um miðjan fyrri hálfleik með marki John O'Hare, en George Graham jafnaði tveimur mínútum síðar. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Alan Hint- on sigurmarkið úr vitaspymu. Arsenal sótti mjög í síðari hálf- leik, en Derby tókst að halda báðum stigunum. Sheffield Utd. tapaði fjórða leiknum i röð, að þessu sinni fyrir Manch. City á Maine Road. Er 50 mín. voru af leikn- um hafði hvorugt liðið skorað mark, en nœstu sjö min. urðu viðburðarikar. Fyrst skoraði Doyle fyrir Manch. City, en Dearden jafnaði þegar í stað fyrir Sheffield Utd. Síðan skor- aði Francis Lee sigurmarkið með hörkuskoti og dagar Shef- field Utd. voru taidir. Everton náði forystu í leikn- um við Leeds á Eliand Road, en Terry Cooper jafnaði fyrir hlé. Siðan skoraði Jack Charlton annað mark Leeds, en Alan Ball jafnaði fyrir Everton. En níu min. fyrir leikslok skoraði Peter Lorimer sigurmarkið fyrir Leeds og er þetta ekki I fyrsta skiptið, sem Lorimer bjargar Leeds úr vanda. Tottenham burstaði Nott. For- est og Forest sátur enn á botnin- irm. Martin Peters og Jimmy Pearce skoruðu tvö mörk fyrir Tottenham, en Martin Chivers og Alan Mullery skoruðu sitt markið hvor. Tomrny Smith, fyrirliði Liver- pool, skoraði að venju úr vita- spyrnu í leiknum gegn Hudders- fieild, en að þessu sinni þurfti hann tvœr tilraunir áður en bolt- inn sat I netinu. Alan Evans annað mark enn ósigrað skoraði síðan Liverpool er heimavelli. Clyde Best skoraði sigurmark West Ham í leiknum gegn tílf- unum og Mick HiU slkoraði bæði mörk Ipswich gegn Stoke. Þá skoraði Steve Kember fyrsta mark sitt fyrir Chelsea, er Chelsea sigraði Southampton með þremur mörkum, en Bald- win og Hollins skoruðu sitt markið hvor. Leicester vann góðan sigur í West Bromwich og skoraði Keith Weller, áður leikmaður hjá OheLsea, eina mark leiksins i síðari hálfleik. Miliwall vann Norwich í 2. deild og þar með beið Norwich sinn fyrsta ósigur í deildakeppn- inni. Bournemouth vann Aston Villa i 3. deild, en Plymouth tap- aði óveent fyrir Wrexham á heimaveBL Covenitry og Crýstal Palace léku á föstudaginn, en forráða- menn Coventry hafa farið þess á leit að leika flesta heimaleiki sína á föstudögum. Ekki virðist þessi tilnaun hafa gefizt vel, því að aðsókn að leiknum var langt undir meðallagi og Coventry varð að sjá af öðru stiginu. Tambling skoraði fyrir Palace, en hinn siungi Ian St. John jaín- aði fyrir Coventry. Úrslit leikja um helgina urðu annars þessi: 1. deild Coventry — Crystal Palace Chelsea — Southampton Derby — Arsenal Ipswich — Stoke Leeds — Everton Liverpool — Huddersfield Manch. City — Sheff. Utd. Newcastle — Manch. Utd. Tottenham — Nott. Forest W.B.A. — Leicester West Ham — Wolves 2. deild Birmingham — Preston Bladkpool — Q.P.R. Bristol City — Orient Cardiff — Charlton Hull — Bumley Luton •— Carlisle Middlesboro — Watford Millwall — Norwich Oxford — Sunderland Portsmouth — Fulham Sheffield Wed. — Swindon 3. deild Bamsley — Bradford 0:2 Blackbum — Mansfield 1:1 Bolton — Swansea 0:0 Boumemouth — Aston ViIIa 3:0 Halifax — Chesterfield 2:0 Notts County — Oldham 2:0 Plymouth — Wrexham 1:2 Port Vale — York 4:3 Rochdale — Bristol Rovers 3:1 Shrewsbury — Rotherham 0:1 Tranmere — Torquay 2:0 Walsall — Brighton 0:1 Á næsta getraunaseðli er heil umíerð í 1. deild og einn leikur í 2. deild og áður en við hefjum spána skulum við líta á úrslit þessara sömu leikja á síðasta keppnistimabili: Arsenal — Ipswich 3:2 Ciystal Palace — West Ham 1:1 Everfon — Newcastle 3:1 Huddersfield — Manch. City 1:0 Leicester — Chelsea — Manoh. Utd. — Leeds 0:1 Nott Forest — Derby 2:4 Sheffield Utd. — Liverpool — Southampton — W.B.A. 1:0 Stoke — Tottenham 0:1 Wolves — Coventry 0:0 Swindon — Middlesboro 3:0 Arsenal — Ipswich 1 Þótt Arsenal hafi tapað í Derby og Ipswich unnið Stoke um síðustu helgi þykir mér sjálf- sagt að veðja á Arsenal. Ipswich hefur aðeins náð einum sigri á útvelli og varla bætir liðið öðr- Derby vann góðan sigur á ensku meisturunum, Arsenal, sést John 0‘Hare skora fyrsta mark leiksins. hér um við á Highbury. Ég vænti öruggs sigurs fyrir Arsenal. Crystal Palace — West Ham X Þessi leikur er mjög tvísýnn. Crystal Palace var lemgi á botn- inum, en liðið hefur nú fengið nýja framlínu, sem getur reynzt skeinuhætt. Meðal nýliða hjá GETRAUNATAFLA NR. 33 ARSENAL - IPSWICH CRYSTAL PALACE - WEST HAM EVERT0N - NEWCASTLE HUDDERSFIELD - MAN. CITY LEICESTER - CHELSEA MAN. UTD.- - LEEDS N0TT. F0REST - DERBY SHEFFJELD UTD. - LIVERP00L S0UTHAMPT0N - W.B.A. STOKE - T0TTENHAM VOLVES - COVENTRY SWIND0N - MIDDLESB0R0 111111111111 X X X 1 2X22XXXX 11111X1X1111 2X 2 2222221X2 1 1 1 XXXXX2X2X X1XX11111XXX 222222222X22 1X1 2X1 XXX2X1 111XX1X11111 2XX21 XXXXXXX X21X11111111 111121X21211 alls 1X2 12 0 0 1 8 3 10 2 0 12 9 3 7 2 6 6 0 0 111 4 6 2 9 3 0 1 9 2 9 2 1 8 1 3 Tottenham dembdi sex mörkum á Nott. Forest, en leikmönnum Forest tókst þó annað slagið að komast að marki Tottenham eins og sjá má á þessari mynd, þar sem Mike England bægir hættu nni frá. ir fagnaðarfundir, þegar liðin mætast á Filbert Street. Chelsea á enn í nokkrum erfiðleikum með lið sitt og liðið hefur aðeins unnið einn leik á útivelli til þessa. Ég spái Leicester sigri, en ég skal fúslega viðurkenna, að sú spá er ekki samkvæmt öllum kokkabókum knattspyrnunnar. Manch. Utd. — Leeds X Þessi leikur er ekki árennileg- ur og úrslit hans geta orðið á alla vegu. Manch. Utd. er enn efst i 1. deild, en leikur liðsins var ekki sannfærandi á laugar- daginn. Leeds er i uppgangi, þótt hægt fari, og liðið er til alls lik- legt nú. Ég spái jafntefli, þó að sigurlíkur Mainch. Utd. teljist heldur meiri vegna heimavallar- ins. Nott. Forest — Derby 2 Nott. Forest situr nú á botni 1. deildar og mér þykir líklegt, að svo verði enn um sinn. Derby hefur staðið sig mjög vel á þessu keppnistimabili og margir spá liðinu sigri í 1. deild. Derby hef- ur sigrað Forest í Nottingham undanfarin tvö ár og ég reikna með því, að þriðji sigurinn blasi við. Sheffield Utd. — Uiverpool 1 Sheffield Utd. hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og nú er kominn tími til að spyma við fótum, enda varla liklegt að lið- ið leggi upp laupana við þessi töp. Liverpool hefur ekki vegnað vel á útivelli og liðið virðist ekki hafa náð sinni fyrri getu enn. Ég spái Sheffield Utd. sigri, en þó gæti vöm Liverpool hangdð á jafntefli, ef henini tækist vel upp. Southampton — W.B.A. 1 Southampton er erfitt lið heim að sækja og ég tel ekki Mklegt, að W.B.A. næli sér í stig þar. W.B.A. hefur valdið áhangend- um sínum miklum vonbrigðum á þessu keppnistímabili og liðið hefur aðeins skorað átta mörk í fjórtán leikjum. Ég spái Sout- hampton sigri. Stoke — Tottenham 2 Stoke hefur löngum verið dæmigert heimalið og liðið hefur aðeins tapað einum leik á heima- velM, en það em samt ýmsir Palace má nefna Hughes og Wallace, sem báðir urðu Evrópu- meistarar með Celtic um árið. West Ham er einnig til alls lík- legt, en ég fer að þessu sinni bil beggja og spái jafntefli. Everton — Newcastle 1 Everton hefur nú endurheimt Alan Ball og keypt nýjan vam- armann frá Skotiandi og liðið átti sáðan ágætan leik gegn Leeds sl. laugardag. Newcastle er i miklu óstuði, þótt liðið hafi verið óheppið i leik sínum gegn Manch. Utd. Ég spái Everton sigri, enda er Mðið sjaldan auð- unnið á Goodison Park, ef aMt er með feMdu. Huddersfield — Manch. City 2 Huddersfield er enn neðarlega i 1. deild, en liðið virðist samt hafa Jag á því að fcrækja sér í stig annað veifið. Ég reikna þó ekki með þvi, að Manch. City Játi bæði stigin af hendi í þess- um leik, en liðið er nú í öðru sæti á eftir nágrönnum sínum á Old Trafford og viM áreiðanlega haJda í þá. Ég spái Manch. City sigri. Leicester — Chelsea 1 Leicester hefur nýlega keypt tvo íyrrverandi leikmenn Chel- sea og það verða vafalaust eng- Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.