Morgunblaðið - 28.10.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.10.1971, Blaðsíða 16
, 16 MORGUNBLAÐtÐ, FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1971 Útgafandi hf. Árvakur, Raykjavfk. Fremkvaemdastjóri Haraldur Svainsson. Rilstjórar Matthías Johannesssn. Eyjólfur Konráó Jónsson. AðstoSarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulitrúi Þorbjörn Guðmundssort. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100 Augiýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áakriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlends. I lousasölu 12,00 kr. eintakið. AÐILD PEKINGSTJÓRNAR AÐ SÞ Daráttan gegn aðild Peking- ** stjómarinnar að Samein- einuðu þjóðunum var lengi vel háð á þeim grundvelli, að það samrýmdist ekki stofn- skrá hinna Sameinuðu þjóða, að hún ætti fulltrúa á þessum vettvangi, þar sem Peking- stjórnin væri árásaraðili. Var þá höfðað til þess, að stjórn kömmúnista í Kína, sendi kínverska sjálfboðaliða til þátttöku í Kóreu-styrjöldinni, Norður-Kóreumönnum til trausts og halds, eftir að MacArthur, hershöfðingi, hafði hrakið þá norður yfir Yalu-fljót en hersveitir Mac- Arthurs börðust undir fána Sameinuðu þjóðanna. Hin síðari ár hafa þessar röksemdir dugað skammt, en Bandaríkjamönnum hefur tekizt að koma í veg fyrir aðild Peking-stjómarinnar með tillögum um formlega meðferð málsins. Fyrir einu ári var orðið ljóst, að þessar varnaraðgerðir Bandaríkja- manna höfðu einnig gengið sér til húðar og upp frá því urðu mjög skjót umskipti í sambúð Bandaríkjanna og Kína. Hin fyrirhugaða ferð Nixons, forseta, til Peking er gleggsta dæmið um það. Kínverskir kommúnistar hafa jafnan lýst því yfir, að ekki kæmi til mála, að þeir tækju sæti Kína hjá Samein- uðu þjóðunum nema því að- eins að fulltrúar Formósu- stjórnar hyrfu þaðan á brott um leið. Frá þessari grand- vallarafstöðu hefur Peking- stjórnin aldrei horfið og tek- ur nú sæti Kína hjá Samein- uðu þjóðunum eftir að skil- málalaust hefur verið gengið að hennar skilyrðum. Það er mikill sigur fyrir Kína og boðar vafalaust stóraukin áhrif þessa fjölmennasta ríkis veraldar á alþjóðavettvangi. Bandaríkin lögðu mikla á- herzlu á, að Kína gerðist að- ili að Sameinuðu þjóðunum án þess að Formósa yrði rek- in úr samtökunum. Þeim tókst ekki að ná þeim árangri og er það út af fyr- ir sig mikill ósigur fyrir Bandaríkjamenn. Hitt er svo annað mál, hvort þeim þykir svo leitt, sem þeir láta. Með hinni hörðu baráttu, sem háð var af þeirra hálfu, sýndu Bandaríkjamenn, að þeir standa við hlið bandamanna sinna. Á hinn bóginn er ljóst, að hefðu Bandaríkjamenn íarið með sigur af hólmi í þassu máli, hefðu fulltrúar Peking-stjómarinnar ekki tekið sæti Kína hjá SÞ í ár. Hvaða afleiðingar hefðu slík málalok haft fyrir Peking- ferð Nixons? Hér á landi hafa nokkrar umræður farið fram um þetta mál. Ríkisstjómin tók þá af- stöðu að styðja tillögu Al- baníu, sem gerði ráð fyrir brottrekstri Formósu. Stjórn- arandstaðan var þeirrar skoð unar, að eðlilegt væri, að Peking-stjómin tæki sæti Kína hjá Sameinuðu þjóðun- um en jafnframt væri sjálf- sagt, að þær 15 milljónir manna, sem búa á Formósu ættu sína fulltrúa á þessum vettvangi. Ein meginröksemdin fyrir því, að Peking-stjómin ætti að taka sæti Kína hefur ver- ið sú; að hún ráði meginlandi Kína og það er alveg rétt. En með sama hætti er ljóst, að Peking-stjórnin ræður ekki Formósu. Stjóm Chiang Kai Shek ræður þeirri eyju og þar búa 15 milljónir manna. Formósa er í raun sjálfstætt ríki, sem kallar sig Lýðveldið Kína með sama hætti og ríki kommúnista á meginlandinu nefnist Alþýðulýðveldið Kína. Slík tvískipting ríkja er ekkert einsdæmi. Sam- bandslýðveldið Þýzkaland nefnist ríkið í Vestur-Þýzka- landi. Þýzka alþýðulýðveld- ið er það kallað í Austur- Þýzkalandi og íslenzka ríkis- stjórnin telur, að bæði þessi ríki eigi að taka sæti hjá SÞ. Hvers vegna hefur hún þá ekki sömu afstöðu til þeirra tveggja kínversku ríkja, sem í raun era til? í umræðum hér innanlands hefur verið bent á það, að fjölmörg nágrannaríki okkar í Evrópu hafi stutt tillögu Albaníu, svo sem Norður- löndin, Bretar o. fl. og þess vegna hefði verið eðlilegt að við gerðum það líka. En í þessu sambandi verða menn að gera sér Ijóst, að það eru fyrst og fremst beinir póli- tískir og viðskiptalegir hags- munir, sem ráða afstöðu hinna stærri og fjölmennari xíkja. ísland er ef til vill eitt af fáum ríkjum heims, sem *hefur efni á að leggja ein- ungis siðgæðislegt mat á þetta deilumál innan SÞ. Við þurfum hvorki að taka tillit til pólitískra eða viðskipta- legra hagsmuna okkar í Kína, af því að þeir eru ekki fyrir hendi. Og þegar þetta sið- gæðislega mat er lagt á mál- efni Kína hjá SÞ er ljóst, að með sama hætti og það er rétt og eðlilegt að fulltrúar Peking-stjórnarinnar taki sæti Kína hjá SÞ er líka rangt, 41 þessar 15 milljónir á Formósu eigi þar enga fulltrúa. Friðarverðlaun Nóbels 1971 og stjórnmála- þýðing þeirra EFTIR MAGNÚS SIGURÐSSON SJALDAN ef nokkru sinmi áður hefur veiting friðarverðlauna Nóbels haft jafn mikla stjórnmálaþýðingu og að þessu sininii. í augum flestra er verðlaunaveit- ingin blessun einnar mikilsvirtustu stofnunar heims yfir þá utanríkisstefnu, sem verðlauniahafinm, Willy Brandt, kanslari Sambandslýðveldisins Þýzka- lands, hefur fylgt á tveggja ára valda- tímia siínum. Burt séð frá hinum mikla heiðri felur verðlaunaveitingin í sér geysi mikinin stj órnmálasigur fyrir kanislarann. Heima fyrir verður stjóm- arandstöðunni miklu erfiðara um vik en áður að beita sér gegn staðfestingu sáttmála þeirra, sem kanslarinin hefur gert við Sovétríkin og Pólland. Og út á við hefur honum verið gefin hæsta einikunn sem friðarkanslara. Þrátt fyrir það að Alexei Kosygin, forsœtisráð- Willy Brandt ræðir við blaðamenn á Keflavíkurflugvelli 1968. herra Sovétríkjannia, hafi lýst því yfir, að Brandt sé vel að friðarverðlaun- unum kominm, er ekki einis víst, að austur-þýzkir kommúnistar séu reiðu- búnir til þess að taka undir þau orð. Búast má neínilega við, að það verði einkanlega í samsfciptum þýzku ríkj- anma í framtíðinni, sem deiluatriði eiga eftir að koma upp og þá mun Brandt heima fyrir sem erlendis hafa almenn- ingsálitið með sér fyrirfram. Friðar- verðlaun Nóbels sjá um það. En friðarverðlaunin eru að sjálfsögðu jafnframt mikill álitsauki fyrir Þýzka sambandslýðveldið. Enginn stjórnmála- maður á Vesturlöndum í svipaðri valda- stöðu og Willy Brandt gegnir niú, hefur verið sæmdur þessum verðlaunum í ára- tugi og með verðlaunaveitingunni nú er í rauninni verið að lýsa því yfir, að Sambandslýðveldið Þýzkaland sé orðið að framverði friðarinis. „Þýzkaland hef- ur verið sýknað,“ lýsti Parísarblaðið „Combat“ yfir í fyrirsögn um verðlauna veitinguna, „aðeinis 27 árum eftir að síð- ustu reykskýiin stigu upp frá Ausch- witz.“ Og vissulega hefur ástand og viðhorf breytzt í Þýzkalandi og er hér átt við hinn frjálsia hluta þess. Þegar Gustav Stresemann hlaut frið- arverðlaun Nóbels sem utanrikisráð- herra Þýzíkalands árið 1926 ásamt starfa- bræðrum sínum í Frakklandi og Bret- landi, þeim Aristide Briand og Austen Chamberlain, hafði Stresemanin fylgt stefnu, sem var ekki ólík stefnu Brandts nú. Stre9emanm hafði m. a. reynt að koma á sættum við Frakkland eftir fyrri heimstyTjöldina með því að lýsa því skorinort yfir, að Þýzkaland ætti ekkert tilkall til Alsace-Lorraine. Hann var óspart úthrópaður fyrir undanláts- semi og það þrátt fyrir það að hann væri leiðtogi Þýzlka þjóðarflokksins, sem var íhalds- og þjóðernissinnaður. Það vantar ekki heldur nú, að Willy Braindt hafi verið borin undanlátssemi við kommúnistaríkin á brýn, en þær raddir hafa verið fáar og smám saman hljóðnað, enda þótt þær hafi ekki sarun- færzt. Ef tilefnii gefst, láta þær áreiðan- lega til sín heyra að nýju. En það dylist ekki, að stefna Brandts hefur fundið afar ríkan hljómgrunn meðal þýzku þjóðarinniar. Að því leyti eru tímamiir allt aðrir nú en á dögum Stresemarans. En þar með er efcki sagt, að Willy Brandt hafi verið bezt allra að frið- arverðlaununum komimn í ár. Uppá- stungur höfðu komið fram um eina 39 menn, svo að það var af nógum að taka. í þeirra hópi voru m. a. Sikileyj arbú- inn Daniel Dolci, sem með starfsemi sinini í félagsmálum fátækra Si'kileyinga hefur að margra áliti unnið svo frá- bært starf, að hneyksli er, að hann sfculi ekki hafa hlotið friðarverðlaunin fyrir löngu. Sá grunur læðist að, enda þótt hamm kunini að vera fullkomlega ástæðulaus, að tengsl Willy Brandts við Noreg, fyrr og síðar, hafi skipt máli við veitingu friðarveirðlauna Nóbels nú. í útlegð sinmi frá Þýzkalandi á valdatímum nas- ista dvaldist Bramdf lengi í Noregi. Hann gerðist norskur rí'kisborgari, uraz hann hvarf aftur til heimalands sína eftir stríð og hanin kvæntist norskri konu. Það er sagt, að á heimili Brandts sé töluð norska enn þann dag í dag. Fyrir nofckrum árum gerðist það á Keflavíkurflugvelli, er Brandt kom til fundar utanríkisráðherra NATO í Reykjavík, að hann talaði norsku við blaðamenni'na, sem þar voru mættir, þeim íslenzku til óblandinnar ánægju en þeir emiskumælandi aninars staðar frá, vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið og misstu af öllu. Þetta gerði Brandt ekki af kunmáttuleysi í ensku. Frú Aase Liomaes, formaður Nóbels- nefndar niorska Stórþingsins, viður- kenndi í blaðaviðtali fyrir nokkru, að hún þekkti „eims og nær allir stjórn- málamenin okkar“ Willy Brandt per- sónulega. Við þetta bætist óhjákvæmi- leg samstaða norskra jafnaðarmanna og þýzkra. Borgaraflokkarmir eiga að vísu meirihluta í norslku Nóbelsnefndinmi, hafa þar þrjá fulltrúa af fimm. Hinir tveir eru jafnaðarmenn, þeinra á meðal frú Lionaes sjálf, sem er formaður n'efndarinnar. Orð frúarinmar eftir veit- ingu friðarverðlaumanna nú: „Flokfcsleg sjónarmið réðu engu,“ eru því ekki virkilega saninfærandi. Og athugasemd- ir eins og sú, sem frú Elisabeth Klee, þingmaður úr röðum kristilegra demó- krata á vestur-þýzfca samibamdsþinginu, lét frá sér fara, geta því naumast kom- ið á óvart, en hún sagði: „Það er furðu- legt, hvernig jafnaðarmenn í heiminum vinna saman.“ Enda þótt bollaleggingar sem þessar vafcni, er alls ekki þar með sagt, að þær hafi sannleikann að geyma. En hvað sem þeim líður, má Willy Brandt vera Norðmönmum enn þakklátari en áður. Svo lengi sem samningarnir við stjórn- irnar í Moskvu og Varsjá hafa ekki ver- ið staðfestir af Sambandsþinginu, hefur tákmark Brandts ekki verið immisiglað. Því hefur noriska Nóbelsnefndin með- vitandi eða ómeðvitandi slævt ósegjan- lega eggjar allrar amdspym'U við utan- ríkisstefnu Brandts í framtíðinni í Sam- bamdslýðveldinu sjálfu. Að því leyti hefur Nóbelsnefndin veitt Brandt ómet- anlega aðstoð. Sagan ein getur um síðir dæmt um það, hvort Willy Brandt hafi með réttu verið verðugur friðairverðlaumahafi. Sá dómur kanm að verða á þá leið, að Brandt hafi verið það, sem í veitingu Framhald á bls. 20. ?$######################

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.