Morgunblaðið - 06.02.1972, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.02.1972, Blaðsíða 3
MORGUNBkAÐIÐ,, SUiNNL’OAGUH 6. KKBKUAR L97.2;. Sr. Þórir Stephensen: Mynztur mannlífsins AJNKAR sunnudagiiT S 9 vikna föstu ©r testákweðinin Biblíudagur í kirkju okk- íitr. í dag minnumst við þvi trúaxbókar •okkar og þess giidis, sem hún hefur fyx ir líf okkar. Það er hægt að lesa Bibliuna á tvo mjög óJlika vegu. Sé hún iesin án trú- eir á Guð, er hún samt sem áður mjög Bthygldsverð bók. Hún tilheyrir heims- bó'kmeinintunum. Mikiili hluti hennar er JtuOLur athygdisverðra, sögulegra stað- reynda um meruningu, sem er okkur fraanandi. Hún lýsiir háum hugsjónum ©g djúpri og inniiegri guðhræðslu. — Sé Biblian hins vegair leisin í trú á Guð, verður hún þar að auki verkfæri, aem Guð notar til að segja okkur hver hann er, hvað hann hefur gjört, hvað hatnn vijfl og hvað hann hefur gjört. í augum kristinna manna er Biblían óendanlega mikáfls verði, því að þar taQar Guð til maminanina um þau samnindi, er hann varða. Ekki hafa kristnir menn þó alltaf ver- ið saanmáJa í afstöðu sinni til hinnar hiea.gu bókar. Við þekkjum ÖQI deilur um það, hvort hún skuli skiiin út frá avonefindri bókstafstrú eða frá sjónar- miðS hins frjálslyndari manns, er ieitar eð kjarm-a hvers máls í umbúðum þess tíma, er setti það fraan. Við höfum hieyrt deiit um gildi Gamla testamentis- 3ms og jafnvel einnig Nýja testamentis- ins, sem auðvitað er til okkar komið um mannlegar hendur. En sfleppum diedliu málum og ihugum raiunvenulegt gildi bókairinnar, sem meðai kymsQóðanna hef- ur hlotið hið göfuga nafn, Guðs orð. Ég teQ vist, að það, sem við metum metst í Bibliunni, séu orð Krists. Fræði- menn telja öruggt, að þau séu flest eða öli óbnemgluð til okkar komin, hvað hugs un. og innihald snertir, og þau lýsa lika hæstu hugsjónum, sem mannlífið hefur eiignazt um trú og siðgæði. Og orð Krists höfum við lútherskir memn vi'ljað nota sem viðmiðun í gildismati okkar á öðr- um boðskap Ritningarinnar. Við viijum, eins og Lúther, meta gildi rita hennar eítir því, „hversu þau boða Krist.“ Hamn er „kjarni og stjarna“ Bibiíunmar. Gamla testamentið var fuihnótað fyr- ir da-ga Krfets og Nýja testamentið um 400 e. Kr. Svo gömul hók hlýtur að vera að nokkru á framandi og torráðnu máli fyrir okkar samtið, og mörg þau hugtök, sem motuð eru í líkingum og útskýringum, hafa ekki sama innihald nú og fyrr. Þegar Lúther tók boðorðim tiu upp í fermingarkver sitt, Fræðin minni,. þá varð hann, vegna breyttra tíma, að láta fylgja þeim skýringar, sem hæfðu hams samtið. Hið sama gildir í dag. Boðorðim ein næigja ekki. Okkur nægja ekki hieddur sikýringar Lúthers einar. Við verðum að nota mál og hugsun okkar samtíðar, aí þvi að við hugsum og orð- um svo margt á amnan hátt en sam- tíð þeirxa manna, sem rituðu hin ýmsu rit Biblíumnax, og einnig öðru vísi en samtið Lúthers, þó að kjarninn sé hinm sami. Og það hlýtur að vera helgasta skylda kirkjunnar á hverjum tíma að túlka sammimdi BibKunnar á þvi máli, sem samtiðin skilur. Gyðingar notuðu lögmá'l Móse, sem eins konar mynztur fyrir lif sitt. Eins eigum við að nota Guðs orð, bæði kenn- ingu Krists og amhað, fyrir mynztur í lífi okkar. En það er ekki vísf, að Við gerum mynztur okkar á sama hátt og fyrri tíðar menn. Það má segja, að hver ný kynslóð hafi umnið sitt eigið mynzt- ur, og þannig hlýtur það ailtaí að verða. Litimnir, sem eimkenna mynztrið, verða heldur ekki afltaf eða alls stað- ar hinir sömu. Það er svo misjafnt, hvað memn festa augun helzt við í hinni helgu bók. Sumir horfa mest á þján- ingu Krists og fórn, aðrir á orð hans og hugsun og enn eru þeir, sem horfa mest á það, sem hamm gierði öðrum tii góðs, Eftir þessu fara Mtirnir í mynztr- imu þeirra. Hver Mtar sterkast, það sem hrifur hanm mest. Kirkja dagsins i dag hefur það hlut- verk brýnast að hjálpa samtíð sinni að vinna mynztur fyrir Mfvef sinn úr himmi miklu bók bókanna. Hemni hlýtur að vera það ljóst, að það eru ekki játn- 3 inganatriði ein, form eða fastmótaðar kennisetninigar, sem eru líklegustu hlut- imir til að bæta heiminn á öid mótþróa og uppreisnar. Það, sem aiiheimskirkjan hrópar hæsf í dag, eru orð Páls post- uiia: Verið eftirbreýtiendur Drottins. — Drottinn Kristur er hið Ufandi orð Guðs, orðið, sem varð hold og býr enn okbar á meðai. Og kirkjummi er það ljóst, að það, sem mennimir þurfa mesf á e@ haida í dag, er lifandi kristindómur, að Mfa Krist í hugsun, í orði, í verki. Mynztuæ Mfs okkar á að vera mynd hainis. og ég tei, að á þeirri mynd séu það hendurnar hanis, sem við ættum að horfa mest á og vefa með sterkiustum litum, því það eru verkin hans, sem okkur vamtar mesf í dag inn i mamnláí- ið allt. Það eru þau, sem geta hjálpað í okkar eigin Mfi. Það eru þau, sem geta unmið baráttuna gegn hungirinu í heiminum, kiæðleysinu, heimilisleysinu, styrjöldunum. En hvemig eignumst við mynd Krisfs? Hvemig gefum við uppvaxandi kynslóð það Mfsmymztur, sem hún þarf á að halda? Með því fyrst og fremot að elska, virða, lesa og lifa sjáif hina helgu bók bókanna, Biblíuna. Það mun verða lifi okkar og samtíð til blessun- ar. En það verður einnig guM í lófa framtíðar, þvi þannig gefum við hinni uppvaxandi kynslóð það fordæmi, sem hana vantar. Biblían hefur reynzt ótæmandi upp- spretta Mfsmynzturs kynslóðanna. Til henmar hefur verið sótt hin heilaga gíóð, sem varð að vaxtarmætti og sigurafb i lífi einsfakiinga og þjóða. Svo mun enn verða. Avarp forseta Hins íslenzka Biblíufélags á Biblíudaginn 1972 BiBLÍUDAGUR er ekki sérstak- lega auðkenndur í almanaikinu, enda hefur hann ekki iengi bor- ið heiti sitt. En hann hefur heiigað eér sess í Mfi kirkjunnar á þeim tiMölulega fáu árum, sem hanm hefur verið haldinn. Hann hiefur ©rðið BibMufélaginu tækifæri til þeas að minna á sig og hlutverk eitt. Vissulega hefur það borið áranigur, sem vert er að þakka. Guð hef ur blessað þennan dag á undanförnum árum. Megí hamn gera það enn einu sinni og fram vegis rikuiega. Með BibMudeginum iýkur ertiarfsári Hins íslenzka BibMufé iags. Ég þakka aila daga hins 157. árs félagsins, þaikka þeirn, sem fiesta da.ga hafa unnið því eitthvað til mytja og borið það fyrir brjósti ailar sfundir. Ég þakka þeim, sem hafa minnzt þess í bænum simum og sýnt það í smáu eða stóru að þeir meta viðleitni þess og köllun. Dagur Biblíunnar á það erindi að vekja og glæða vitund krist- inna mamma um sína helgustu sameign, BibMuna, Guðs heilaga orð. Alit raunverulegt, kristið líf er i grunni sinum þakklát gleði yf- iir því að eiga þetta orð. Þar höfum vér heyrt Guð tala. Þar mætum vér náð hans og hjálp- ræði í Kristi Jesú. Þökkin og gieðin viija tjá sig og fagna hverju tækifæri til þess a3 bera sér vitni. BiibMufélögin eru í ömdverðu sprottin af þess- ari þörf. Þau urðu til af því, að menn höfðu þreifað á þeim krafti Guðs til hjálpræðis, sem í orð- inu býff. Þeir mættust í sameigin legri gleði og þökk og tóku hönd um saman til þess að veita öðr- um hlutdeild í þeirri auðlegð, sem Drottimm hafði lokið upp fyr iir þeim. Síðan breiddust þessi samtök út um aila jörð og eru nú eitt hið ótvíræðasta og áhrifamesta tæki í þjónustunmi við þann viija hims upprisna Drottins, að fagn- aðarboðin skuM flutt ölium mönn um og þjóðuim um aidimar. For- til þess að verða lærisveinair hans. Hið isienzka Biblíufélag er tækifæri þitt, íslenzki bróðir og systir, til þesis að votta í verki, að þú metir, eigir eða viljir eiga hlutdeild í þeimri blessun, sem Biblian hefur veitt einstakling- um og þjóðum um aldirnar. For- feður þínir og formæður i þessu landi hafa hver af öðrum í rás kynslóða notið þeirrar blessunar. Hún var styrkur þeirra í lífinu, huiggun í dauðanum. Og allt, sem jákvæðast er í islenzku mannfé- lagi, er valdð eða frjóvgað aí þessari UfsJind. Ef þú hugsar út í þetta, þá gemgur þú þakklátum huga til liðs við Hið islenzka Biblíufélag. Og þú minnist þess þá Mka, að féiagið gefur þér fæffi á því að stuðla að útbreiðsiu Guðs orðs, kynninigu þess, meðal manna, sem aidrei hafa kynnzt þvi eða eru orðniir viðsikila við það. í þriðja lagi manstu eftir þeim, sem eiga að erfa ísland. Þú viit að niðjar þínir missi ekki Sjónar af því vitaljósi, sem lýsir af oiði Guðs? Þá tekur þú í orði og verki undir bænarorðin: Lát. börn vor eftir oss það erfa blessað hnoss, ó, gef það glatist engum. 2. sd. í níu vikna föstu 1972. Sigurbjörn Einarssom, biskup. Rauði kross íslands: Fjölbreytt skemmtun Sinfóníuhljómsveit og fjöldi listafólks leggja hönd á plóginn RATJBI kross íslands efnir til mjög iburðarmikillar og fjöl- breyttrar skemmtunar i Háskóla bíói til ágóða fyrir starfsemi Rauða krossins á íslandi. En safnanir þær, sem hafa farið fram, hafa gengið til ákveðinna verkefna úti í heimi, sem kunn ugt er. Hefst skemmtunin kl. 2 e. h. iaugardaginn 12. febrúar. — Allir þeir sem koma frarn, leggja fram krafta sína ókeypis til styrktar Rauða krossinum og eru í þeim bópi margir þekktustu iistamenn þjóðarinnar. Sinfóníuhljómsveit ísiands ætl ar að leika undir stóm Páis P. Pálssonatr, en þjóðkunnur stjórn málamaður mun taka við tón- sprotamum og er ekki gefið upp hver það er fyrr en á staðnum. Þá munu kom fram Róbert Arnfinnsson, leikari, sem er rétt að koma heim úr frægðarleikför til ÞýzkaJamds, einnig Jónae og Einar Vilberg, María Markan og Tage Möller, Lúðrasveitin Svain Framhald á bls. 21. Kaupmannahöfn Brottför alla sunnudaga kr. 14.900.— Flugferðir, hótel og tvær máltíðir í heila viku. London Brottför alla laugardaga og sunnudaga kr. 13.600,— Flugferðir, gisting og morgunv. í heila viku. SUNNA GEFUR YÐUR MEIRA FYRIR PENINGANA Lægstu fargjöld á öllum flug- leiðum. Fljótar staðfestingar á hótelpöntunum- og flugferð- um með beinu fjarritunarsam handi (telex) beint við útlönd. IT-Ferðir. Einstaklingsferðir á hópferðakjörum með áætlun- arflugi. Ótrúlega ódýrarutan- landsferðir með leiguflugi. Kynnið ykkur hin einstæðu og hagkvæmu ferðakjör SUNNU. Mikill fjöldi annarra vetrarferða. Einstaklingsferðir á hópferðakjörum. Lang stærsta ferðaúrval á íslandi er auðvitað hjá stærstu ferðaskrifstof- unni. — DÆMI: Ítalíuferðir 10 dagar kr. 14.900,— Austurríki 10 dag- ar 16.400,— Mallorka 12 dagar kr. 17.600,— Costa del Sol 12 dagar frá kr. 17.600,— Kanaríeyjar beint frá Keflavik hálfsmánaðarlega frá kr. 17 800,— (Kanaríeyjaferðir með viðkomu í London eða Kaupmannahöfn í hverri viku). Leikhúsferðir til London og Kaupmannahafnar. Ferðir á sýningar og ráðstefnur í mörgum löndum. Kaupsýslu- og skemmtiferðir til Tokyo og Hong Kong á svo lágu verði að menn hafa efni á að taka eiginkonuna með. Fjölskyldufargjöld til Norðurlanda og Bretlands. Egyptalandsferðir fyrir sama verð og Spánarferðir, Kynnið ykkur ferðalögin hjá SUNNU, áður en þér ákveðið ferð, það borgar sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.