Morgunblaðið - 06.02.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.02.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1972 11 Eitt af málverkum Kjarvals. Listmunauppboö Siguröar Benediktssonar hf. Nokkrar gamlar myndir eftir núlifandi listamenn — meðal verka á málverka- uppboði „ÞAÐ hefur komið fram nokk- uð af gagnmerkum, gömlum myndiun eftir núlifandi lista- menn, sem við munum bjóða upp og þær gera uppboðið að sjáif- sögðu mjög athyglisvert,“ sagði Hilmar Foss um listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf. í Súlnasal Hótel Sögu þriðjudag- inn 8. febrúar nk., þar sem boð- in verða upp málverk og vatns- litamyndir, alls 50 númer. „Það er stefna okkar að halda áfram á þeirri braut, sem Sig- urður heitinn Benediktsson hafði markað með þessum uppboðum sinum, að leggja áherzlu á að vera með úrval af verkum eft- ir góða og þekkta málara. Þann- ig erum við aðallega með verk eftir málara, sem eru löngu við- urkenndir, og eins tökum við með, þegar tilefni er til, sérstæð verk og sjaldgæf. Við viljum líka kynna verk ungra manna og ger- um það á þessu uppboði," sagði Hilmar ennfremur. Þekktasti listamaðurinn, sem á verk á uppboðinu, er Jóhann- es Kjarval, en eftir hann eru fimm myndir, tvær vatnslita- myndir, ein tússteikning, ein blýantsteikning frá 1919, sem nefnist „Huldufólk gengur í kirkju", og eitt oliumálverk, 94x 102 sentimetrar að stærð og nefn ist það „Hugleiðing um landslag". Þá eru þarna tvö olíumálverk eftir Jón Þorleifsson, en verk hans eru orðin mjög sjaldgæf á frjálsum markaði, og eitt olíu- málverk eftir Kristínu Jónsdótt- ur, en verk eftir hana hafa ekki komið fram á frjálsum markaði árum saman, að sögn Hilmars Foss. Einnig verður boðin upp lítil oliumynd eftir Friðrik Jónsson (Sturlubróður), en um hana sagði Hilmar, að hún hefði fund izt uppi í Borgarfirði, þar sem Friðrik og bræður hans voru með allmikil umsvif í eina tíð. Þar fannst einnig önnur mynd, sem kemur fram á næsta upp- boði. Friðrik og bræður hans voru þekktir umsvifamenn í Reykjavík fyrir mörgum áratug um, og Friðrik fékkst einnig nokkuð við að mála i frístundum sínum. Þá má benda á verk eftir Magnús Jónsson, prófessor, og Nínu Sæmundsson, en verk henn- ar vöktu mikla athygli á siðasta uppboði, sem erfingjar Sigurðar Benediktssonar héldu í nóv. sl. Af núlifandi listamönnum, sem eiga verk á uppboðinu, má nefna, auk Kjarvals, þá Finn Jónsson og Jón Engilberts, Pét- ur Friðrik og Ragnar Pál Einars- son. Eftir Finn Jónsson eru tvær myndir, frá 1925 og 1930, og eft- ir Jón Engilberts er mynd frá 1927, en þá var listamaðurinn ungur að árum og máiaði lands- lag. Pétur Friðrik og Ragnar (Páll eru úr hópi yngri lista manna, en verk þeirra vekja jafn an athygli. Uppboðið verður í Súlnasal Hótel Sögu þriðjudaginn 8. fiebr- úar og hefst klukíkan 5 síðdeg- is, en myndimar verða til sýnis frá kl. 2 til 6 á mánudag og kl. 10—4 á þriðjudag. Málverk eftir Finn Jónsson. S4 SEMEINU S/NN/ HEFUR ÁTT AMERlSKANBÍL VILL EKK/ANNAÐ MERCUBY COMET 72 Fyrir utan óviðjafnanlega aksturseiginleika, meta eigendur bandarískra bíla hvað mest þá staðreynd að allur viðhaldskostnaður er langtum minni og ending þeirra allt að tvöföld á við það sem menn eiga að venjast. Bjóðum nú hinn glæsilega Mercury Comet á hagstæðara verði en nokkru sinni fyrr. Gerið samanburð við evrópska bíla á verði og gæðum. Sýningarbíll á staðnum. BÍLL Á ETRÓPSSU TEBSI ....... KHISTIANS50N H.F. SUDURLANDSBRAUT SÍMI 3 53 00 z HLSÝNIS í FORDSKÁLANUM SUÐURLANDSBRAUT 2 (VIÐ HALLARMÚLA) í DAG KL. 2-5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.