Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1972 Sendibréfskorn Hr. prófessor Sigurður Nordal! Það grípur mig stundum að skrifa mönnum opin bréf, jafn- vel forseta „guðs eigin lands“. Til skýringar skal tekið fram að ég þúa alla menn. Þetta er þó hvorki gert í virðingar- né óvirðingarskyni, heidur finnst mér að maðurinn hafi ekki enn náð þeirri reisn, að honum beri fleirtala. Þegar ég var 1 broddi lífsins og svaf með Fomar ástir, Svart- ar f jaðrir og Söngva förumanns- ins undir koddanum, þá söng lífið einhvers staðar inni 1 manni. Á þessum árum var maður barmafullur af bjartsýni og vænti þess að heimurinn færl að lagast og jörð mundi úr Ægi rísa iðjagræn. Þefcfca hefur breyt27t, þó að etkki sé ástæða til að 'hætt sé að trúa á framtíð mannkynsins. Þá tóku menn það ekki með i reikninginn hvað tíminn er ab- strakt og aldir mundu liða þar til maðurinn kastaði ham villi- dýrsins, eins og gerðist í ævin- týrunum. Ennþá trúi ég þó að lífið sé svo sterkt og máttugt að jafnvel manninum takist ekki að tortíma því. Vöntun á tímaskyni verður að afsanna orð Stefáns G.: „Þvi jafnvel í fomöld sveif hug- ur eins hátt og hvar er þá nokk uð serri vinnst". Sé allt rýnt nið- ur í kjölinn, sýnist lítt miða í siðmenningarátt. Siðmenningargríman sem mannkynið er að burðast við að setja upp, er likust kvöld- snyrtingu eða auglýsingu um „lágfreyðandi" og „málið sé leyst". Jú, hinni svokölluðu tækni hefur fleygt fram. Samt má benda á að fornaldarþjóðir áttu stórkostlega tækni, sem nútima heilar botna ekkert í. En hvað stoðar okkur siðferð- islaus tækni: Hún minnir á hina gömlu setningu: „Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiiminn ef hann bíður tjón á sálu sinni“. Nú fer ég að nálgast efni þessara ISna. Ég hefi stundum verið reiður við sanna visinda- menn og aðra hálærða. Margir af þessum mönnum anza ekki neinu, nema til sé bréf upp á það. Þessir menn ættu þó að vita öðrum betur, hve sáralítið við höfum á höndum, um þessa tilveru. Og þess vegna er það for- heimska að heimta öll spil á borðið og segja allt vitleysu, sem ekki er hægt í svipinn að sanna. Þegar maðurmn þykist vita allt, er hann illa kominn. Það þarf engan speking til að gera sér í hugarlund að maðurinn er hlað- inn óþrjótandi hugarorku sem hann hagnýtir ekki nema að litlu leyti og frekar til hins verra. Þessi orka mun á sínum tíma binda saman stóð og stjörn ur. . . . Frá því að ritferill þinn hófst, hefur þú sett íslenzkt met i þvi að skrifa um bókmenntir vorar á þann hátt að það sé heill an.di lesfcur, hverjum sem hlusta vill. Á þennan hátt og einvörð- ungu, getur fortíð, samtíð og framtíð stigið dans í hugum okk ar. Bókmenntimar eru okk- ar skjaldarmerki; án þeirra er- um við eins og feyskirm stofn án brums og blaða, þrátt fyrir síld og þorsk, sem ég vil þó ekki gera lítið úr. Með umsögninni um þig er ég ekki að rakka nið- ur aðra mæta rithöfunda og vís- indamenn, því svo slungin fram- setning er ekki öllum gefin. Okkar fornu bókmermtir eru eins konar andlegt áfengi. Ég verð að líta í Islendingasögur á hverju ári, byrjaði ég þó lestur þeirra sjö ára. Sama er að segja um „Islenzka menningu", Einar Ól. Sveinson, Halldór Laxness og Þórberg Þórðarson. Galdurinn er að tengja end- ana saman í átt við það sem þú skrifar um samhengið í islenzk- um bokmenntum. Og það er trú mán að margt lært og vel gefið fólk, sem aldrei hefur kynnt sér okkar fornu menningu og sett hana í samband við nútimann, fari að einhverju leyti í jólaköttinn. Aftur á móti verða menn að varast það, að láta vísindamenn og rithöfunda heilla sig svo að þeir telji allt gott og gilt frá þeirra hendi. Já og amen, eru eins og gömlu vopnin, sem bregða varð eftir vissum reglum. Ekkert er fullkomið nema það ófullkomna. Skáld og visinda- menn sem á ýmsum tímum gnæfa yfir, eru að sumu leyti hættuleg liikt og hrekkjóttir góðhestar. Þeir geta gerzt svo heimarík- ir i hugum yngri manna, að minnt getur á endurskinsmerki. Markmið þeirra yngri verður að vera það, að endurmeta, en ekki segja amen eftir efninu eins og séra Sigvaldi... Brjóskið í hnjáliðunum gerir sér stundum dælt með mig, en þegar ég las ummæli þín um að taka aftur upp trú á landvætt- ina, hófst ég í seti sem ungur væri. Kannski erum við þarna að rjátla við kjarna þjóðsagnanna, sögu þjóðanna, sem ekki hefur verið tekin advarlega. Að mínu Halldór Pétursson viti, þó ekkert sé með þvi sagt, hefi ég hvergi fundið dýrari perlur og raunverulegri sann- leika en í þjóðfræðum. En þau má ekki lesa á sama hátt og fjandinn biblíuna. Ég hefi oft sagt í gamni og alvöru að ég harmaði það, að galdur hefði lagzt af á íslandi. Flestir munu nú hrista höfuðið yfir svona ummælum, en það sakar ekki að hrista upp í heilakrútt- inu. Máttur bænarinnar og brenn- andi vissa hins talaða og hugs- aða orðs, hefur gert kraftaverk og gerir erm, svo framt að al- vara fylgi. Þetta er hinn hvíti galdur sem þjóðir heims þurfa að taka upp í stað hins vopnaða friðar, ef hægt er að nefna svo djöfullegt orð. Með þvi að beizia hina ótæmandi orku hugans í þjónustu hinna betri afla, er fundin einasta leið hins hrjáða heims út úr blindgötunni. Trúin á mátt mennskunn- ar, hins hvíta galdurs, á að koma í stað þess að vera „gráir fyr- ir jámum“. Heimurinn okkar er fullkominn; í hann vantar ekk- ert utan hugsandi fólks, ásamt breyttu hugarfari. Svarti galdur inm sem birtist í köldiu striði og ótal öðrum myndum og er að tröllríða þessari tilveru okkar, verður að hörfa, lúta í lægra haldi. Það er mikið talað um Guðs- ríki á himnum uppi sem enginn landafræði nær þó til. Með þessu er ég ekki að neita tilveru þess, en ættum við ekki að einhverju leyti að flytja það niður á jörðina. Til þessa höfum við allar aðstæður og takist það, held ég að engu sé að kvíða, hvað sem bíður okkar við næstu vistaskipti. Séu til önnur tilverustig að loknu bolloki okkar hér, hljóta þau að verða i hlutfalli við það hvernig við höfum varið lífi okkar. „1 himnaríki hefur ei neinn hoppað á öðrum fæti“. Sé þetta punktur á skökkum stað, er ekkert réttlæti til og fótunum þar með kippt undan þvi hugtaki. Það sem við köll- um réttlæti í sinni fegurstu mynd, finnst mér eitt æðsta boð- orðið. Vista- og jarðaskipti eru gömul og góð hugtök; en þau eru kannski ekki eins einföld handan við himintjaldið og lík- ræðan segir til. Það er á móti öllu réttlæti að menn sem verja lífi sínu öðrum til þjáninga og niðurdreps, fari við burtför héð an að baða í rósum á eiiiíðar- anginiu. Fyrirgefning syndanna eins og hún er boðuð, er líkust hræ- loga. Þessi fyrirgefning synda á einu bretti, virðist sniðin eftir gjaldþrotamálum síðustu ára- tuga. Hver hefur rétt til að fyr- irgefa og hverju þjónar það? Fyrsta stig í fyrirgefningu finnst mér það, að maður reyni með betri breytni að fyrirgefa sjálfum sér. . Þá fyrst væri þess von að menn fengu einhverja niður- greiðslu. Önnur fyrirgefning finnst mér líkust loddaraleik. Allt sem okkur er einhvers virði, verðum við sjálfir að hafa unnið fyrir, þá verður það hluti af oktour. Ég hef veifct því at- hygli, að suimir nýríkir vim- ir mínir, sem lifa hátt og skortir ekki peninga, eru alltaf að skipta um húsgögn. Gæti þetta stafað af því að þarna fyndu þeir ekkert af sjálfum sér og létu þau því lönd og leið? Mín skoðun er sú, að hvar sem við lendum i bás, i hvaða tilveru sem er, þurfum við að vinna okk ur upp og áfram af heiðarleika, og i því sé fyrirgefningin fólg- in. Það er mikið rætt um mildi Krists, en ekki fannst mér hann nú mjúkur á manninn þegar hann var að reka út úr muster- inu. Og ekki er hún mikil né glæsileg lýsing hans í Fjallræð- unni á afturhaldinu i Gyðinga- landi. Eftir nútíma mælikvarða finnst mér ekkert undarlegt þó að andsfcæðin'gar hans vi'ldu kxsma við hanm. Við skulum bara hugsa okkur að Kristur væri kominn hingað til Reykjavíkur og vildi fara að rýma til i okkar musteri. Myndi ekki koma sónn og ekki ómögu- legt að honum yrði boðin næt- urgisting á Skólavörðustig 9. Mér verður oft tíðrætt um trú- mál þótt ég hafi aldrei verið trú- maður í þesisa orðs skilningi. En því er ekki að neita að í trúar- brögðum ásamt þjóðsögum og ævintýrum er flest af því bezta sem hugsað heíur verið. Árang- ur þessa hefur þó reynzt frekar seinn á fæti. Það bezta heíur lolkazt immi en ágredmimig um kemnisetn- ar borið það hátt, að báðir að- ilar hafa verið tilbúnir að reka hvor annan í gegn, i Jesú nafni. Samt er ég ekki x neinum vafa um að sterk trú er beitt- asta baráttutæki, sem maðurinri á, en tvíeggjað og hægt að nota það bæði til góðs og ills. Það eru ekki eingöngu góðir menn, sem eru trúaðir. Morðingj ar og alts komar misindismienm geta verið strangtrúaðir. Einhvers staðar las ég það, að Rockefeller, sem var mikill kirkjunnar maður, hefði legið þar á knjám og beðið Guð að tortíma þeim, sem kepptu við hann á viðskiptasviðinu. Sjálfur leigði ég um tíma her- bergi hjá húseiganda, sem þá bar einna hæst í fjármálamis- ferli. Karl gat verið skemmtilegur og við tókum stundum tal sam- an er ég greiddi húsaleiguna. Eifct simn bar ti'úmál á góma og þá sagði hann mér í óspurðum fréttum, að hann tryði biblíunni spjaldanna á milli, og ekki var annað að sjá en hann segði þetta í fúlustu alvöru. Svona mönnum getur alveg eims orðið að frú sinmi, þótt ár- angur sé lítt glæsilegur. Málverkauppboð Myndamóttaka kl. 2—7 e. h. Umboðssala og útvegun listaverka. LISTMUNAUPPBOÐ Sigurðar Benediktssonar h.f. Hafnarstræti 11 — Sími 13715. Húsnœði óskast fyrir saumastofu um 40—60 ferm. Fátt fólk í vinnu, góð umgengni, enginn hávaði. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Húsnæði — 1909“. Plaköt Vorum að fá glœsilegt úrval af PLAKÖTUM og MINI-myndum Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Austurstræti 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.