Morgunblaðið - 24.03.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.03.1972, Blaðsíða 16
16 MORGU'NBLAÐIÐ, FÖSTtÍDAGUR 24. MARZ 1972 Oitgefandí M .ÁrviaJcut', Röytfljavfk Framkvdastjóri Haraldur Sveinsson. Riitsitjóirar Mattihias Johannessen, Eyjólifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunn'arss'on. Ritstj’órnarfolltrúi Þiorbljörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jó’hannsson Auglýsingastjöri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðaistræiti 6, sfmi 1Ó-100. Augilýsingar ASalstræti 6, sfmí 22-4-80 Áskriftargjald 225,00 kr á 'mánuði innantands I teusasöTu 15,00 ikr eirvta'kið lengi sem heilsa leyfir, og þurfa ekki að hrekjast á elli- heimili eða annað. Hin gífur- lega hækkun fasteignaskatts gerir öllum þorra þessa fólks það ókleift. Margt af því hef- ur ekki haft hærri tekjur en svo, að fasteignaskatturinn eins og hann var, varð megin- skattgreiðsla þess. En með hækkun hans og miskunnar- lítilli innheimtu sveitarfélag- anna, verður því óbærilegt að greiða hinn nýja fasteigna skatt, og hlýtur því að hrekj- ELLILÍFEYRISÞEGAR OG NÝJU SKATTALÖGIN k undanförnum árum hefur það verið stefna stjórn- valda að koma til móts við þá, sem komnir eru á elli- lífeyrisaldux-, með ýmsum hætti bæði í sambandi við al- mannatryggingakerfið og skattalögin, og ennfremur með byggingu elliheimila og annarri fyrirgreiðslu. Ekki var kunnugt um, að uppi væri ágreiningur um þetta sjónarmið. Þannig var það t. d. samþykkt einróma á síð- asta þingi, að ellilífeyrisþegar skyldu fá aukafrádrátt til tekjuskatts, er nam 2/5 af persónufrádrætti einstakl- ings. Þetta ákvæði hefur þó verið numið úr gildi nú og ítrekaðar tilraunir sjálfstæð- ismanna til þess að koma í veg fyrir það með sérstökum tillöguflutningi orðið til einskis. Þá má einnig benda á það, að ellilífeyrisþegar voru undanþegnir almanna- tryggingagjaldi og sjúkra- samlagsgjaldi. Með afnámi þessara nefskatta nú verða þeir hins vegar að rísa undir þessum gjöldum með al- mentium sköttum, án þess að tekið sé nokkurt tillit til þeirrar kjaraskerðingar, sem þessi ráðstöfun hefur fyrir þennan hóp þegnanna, að öðru leyti. í merkri grein, sem Stein- dór Steindórsson, skólameist- ari á Akureyri, skrifaði í Morgunblaðið í gær, kom hann inn á þessi breyttu við- horf til ellilífeyrisþega. Þar segir hann m.a. svo um fast- eignaskattana: „Fjöldi gamals fólks á sér íbúð, sem það hefur verið að berjast við að eignast á langri ævi. Það mun vera ósk flestra að geta búið í íbúð sinni, svo ast út í „gnístandi veðrið“ eins og í Skagafirði forðum.“ Þessi varnaðarorð hins reynda skólameistara eru orð í tíma töluð. Eftir að menn eru komnir á ellilífeyrisaldur og búnir að skila sínu dags- verki, á þjóðfélagið að leyfa þeim að njóta ævikvöldsins sem áhyggjuminnst. Það er skuld, sem því ber að gjalda. Þess vegna ríður ekki hvað sízt mikið á því, að þessum hópi þegnanna sé auðveldað að búa sem lengst í sínum híbýlum, þar sem þeir hafa alið börn sín upp og fest tryggð við. Þetta er kjarni málsins. Tilgangurinn með því að létta þyngstu álögun- um af þeim öldnxðu var ein- mitt þessi, að gera þeim kleift að leggja í nokkurn kostnað til þess að búa út af fyrir sig og lifa þó sambærilegu lífi við aðra þegna þjóðfélagsins. AÐSTAÐA BRETAOG V- Þ JÓÐVER JA VEIK 17nginn vafi er á því, að ^ þjóðin hefur ekki fagn- að öðrum tíðindum meir á síðustu mánuðum en því samkomulagi, sem náðist milli stjórnmálaflokkanna í landhelgismálinu. Hin ábyrga afstaða stjórnarandstöðunnar þá kom engum á óvart, en leggur að sjálfsögðu þá sið- ferðilegu skyldu á herðar stjórnarflokkunum að gæta þess að hafa fullt samráð um allar aðgerðir, sem héðan af verða gerðar í sambandi við útfærslu landhelginnar. En á það hefur nokkuð skort í vissum atriðum og ber að vona, að slíkt endurtaki sig ekki. Hinu verður einnig fylgzt með, hvort ríkisstjórn- in verður sjálfri sé samkvæm í yfirlýsingum sínum og mál- flutningi, og þess krafizt, að metingur einstakra ráðherra verði lagður á hilluna. Á þessu stigi málsins skal ekki rifjaður upp ágreiningur stjórnar og stjórnarandstöð- unnar, hvort miða skuli út- færslu landhelginnar við 400 metra jafndýpislínu eða við 50 sjómílur alfarið. En þó verður ekki hjá því komizt að vekja athygli á þeim eftirtektarverðu upplýsingum Guðmundar Jörundssonar út- gerðarmanns, að ekki undir 60% af heildarafla togaraflot- ans hafa fengizt á land- grunninu utan 50 mílna mark anna. Þetta sýnir ljóslega, hversu þýðingarmikill land- grunnspallurinn vestur af landinu, utan 50 mílna mark- anna, er íslenzka togaraflot- anum, eins og Ingólfur Jóns- son dró fram í Morgunblað- inu sl. laugardag Ingólfur Jónsson gerði jafnframt að umtalsefni kynningu landhelgismálsins á erlendum vettvangi bæði af fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn. Hann benti á, að þeim þjóðum fer stöðugt fjölgandi, sem kynna sér málstað íslands og fá skiln- ing á sérstöðu þess, en engin þjóð byggir afkomu sína í jafnríkum mæli á sjávarút- vegi og íslendingar. Þannig voru sjávarafurðir 81,9% af heildarútflutningnum árið 1969. 23. Síðan sagði Ingólfur Jóns- son: „Hjá Bretum og V-Þjóð- verjum er sjávaraflinn lítill þáttur í þjóðarbúskapnum. Árið 1969 voru sjávarafurðir aðeins 0,2% af heildarútflutn ingi V-Þjóðverja og Breta. Þegar þjóðir heims gera sér þetta ljóst, verður aðstaða Breta og V-Þjóðverja of veik til þess að hefja deilur við ísland út af útfærslu land- helginnar. Líklegt er að mál- staður íslands fái aukið fylgi og stuðning nægilega margra þjóða, til þess að stækkun landhelginnar megi fara fram friðsamlega og átakalaust.“ Vid Skeiðará og Skaftafell; Þ ar sem vatnið belj ar út úr Rætt við vísindamenn um forvitnilegar rann- sóknir og flandrað með þeim um hlaupsvæðið I GÆRKVÖLDI var hlaupið í Skeiðará komið í 5000 rúninietra á sekúndu, 1000 rúmmetra í Gígjukvísl og 250 rúmmetra í Súlu, þannig að hlaupið úr Grímsvötnum er orðið talsvert, en það óvenjulega við það er hve hægt það hefur vaxið og hvað það kemur undan Skeiðarárjökli á mörgum stöðum. AIls hafði jökulhlaupið brotið sér leið und- an jöklinum á 11 stöðum. Vatna- svæði Skeiðarár er um 1100 fer- ldlómetrar og þar af eru Gríms- vötn um 300 ferkilómetrar. Grímsvötn eru inni á Vatnajökli í um 1400 m hæð. Safnast þar vatn saman undir 100—200 m þykkum ís og þegar vatnið er komið í ákveðið magn brýtur það sér leið undir Vatnajökul og áfram undir Skeiðarárjökul og kemur fram undan jökulrönd- inni með mismiklum hlaupkrafti. Vitað er að Grímsvötn liafa lækk- að um 90 metra, en ísinn yfir þeim hefur þá fallið niður. Hlaup eins og nú er komið í Skeiðará er ámóta og ef allt vatn væri runnið úr Þingvaliavatni, en til samanburðar má geta þess að vatnsmagn Sogsins er um 100 rúmmetrar á sekúndu á móti 5000 rúmmetrum á sekúndu, sem voru í Skeiðará í gær T>að var stórbrotið að standa við útfallið undan jöklinum og sjá beljandi strauminn spýtast út, en loftlínan milli útfallsins og Grímsvatna er 42 kílómetrar. I»að hefur líka verið fróðlegt að fylgjast með rannsókmmi vís- indamannanna síðiistu daga, en eins nákvæmar athuganir á Skeiðarárhlaupi hafa aldrei verið gerðar og tilefnið er eins og ailir vita, að fá haldbeztu vitneskju um það hvernig og hvar á að leggja veginn Iangþráða yfir þetta mikia vatnasvæði. I*yrla Andra Heiðbergs er til staðar tii þess að flytja vísindamennina á milli staða, en án þyrlu væri ekki unnt að gera þessar viðamiklu rannsóknir nema að litlu leyti. Við fylgdumst með vísindamönn- unum á ferðum þeirra um hlaup- svæðið, þar sem þeir fram- kvæmdu mælingar, könnuðu mannvirkin og ræddum við þá. Fara viðtölin hér á eftir. Það var líka nóg að gera hjá fleirum en rannsóknamönnum og t. d. má nefna Uaufeyju Lárusdóttur konu Ragnars í Skaftafelli, en þar voru orðnir 14 í heimili í staðinn fyrir 4. Við gistum þar og nutum frábærrar gestrisni. „Þetta hæga hlaup hefur verið hagstætt fyrir rannsóknirnar“ Við rædidum við Helga Hall- grímsson verkfræðmg hjá Vega- gerðinTii og inntium hann eftir Skiptingu verkefna í hinum margþættu rannsókmnm á hlaup- inu. Þegar við hittum hann stóð hann eins og herforingi á varn- argarðinum og sikipulagði ferðir þyriunnar með vísindamienn í all- ar áttir á hlaupsvæðinu. Fjórir aðilar skipta I rauninni með sér verkum við rann.sóknirnar á Skeiðarárhlaupinu nú. Sigurjón Rist og hans menn sjá um vatna- mælingar, Hauikur Tómasson og hans menn kanna eifnið í vatninu,- Raunvísindasitofniunin er með ísótópaimælingar á rennsiii. Eru þær mælimgar gerðair í tilrauna- slkyni tii samanburðar á mæling- um með venjulegum aðferðum. Páli Theodórtsison sér um þá rannsókn, sem gerð er með til- liti til þesis að mjög erfitt er að gera sliikar mælingar í stórum jökuilvötnum, sökum þeiss hve þær breyta sér ört. I þriðja lagi er dr. Gunnar Sig- urðisson ráðgefandi verkfræðing- ur við ýmsar vatnafra>ðilegar at- huganir og framburðarathuganir. í fjórða lagi er svo Vegagerö ríkisins. Þá hefur prófesisior Sigurður Þórarinsison frá Raunvísinda- stofnun Hásikóla Islands fylgzt með breytingum á Grímsvömum eftir því sem unnt hefur verið og raunar sitóð til að koma mönnum upp í Griimsvötn til mseHnga, en það hefur ekki teik- izt enn vegna veðurs. „Okkar athuganir“, sagði Helgi, „beinast að því að fylgjast með framþróun hlaupsins, breyt- ingunum á ánni og áhrifum hennar á þau mannvirki, sem þegar eru fyrir hendi hér. Alilt er þetta geot í því sikyni að reyna að gera sér raunhæfa grein fyrir því hvernig tilhögun mannvirkja er heppilegust og hvar endanileg staðsetning vega- .gerðarm'annvirkja verður.“ Þau mannvinki, sem þegar eru á sandinum, eru stauramir með símaMnunum. Allmargir staur- anna eru í árfarveginum og eru þetta elztu mannvirkin á sand- inum sj'áfcfiuim, um 20 ára gömul. Sigurjón og Eberg búa sig til mælinga. Undir símalínustaiurana eru rekn- ir stáilstaurar um það bii 5—6 metra iangir, en í síðustu hlaup- um hafa að jaánaði farið nokkrir staurar, miismargir þó. 1 gær fór til dæmis fyrsti staiurinn í þasisu hlaupi. Auik síimasitauranna hefur Vegagerðin rekið marga próf- staura niður í sandinn víðs vegar og allir staurarnir eru meriktir til þeiss að hægt sé að mæla dýpið við þá og hvemi'g breytimgar vei’ða á árbotninum þegar áin grefur si'g fram. y „Þá hefur Vegagerðin giert hér tvo tilraunavarnargarða,“ sagði Heligi, ,,en þeir voru byggðir érið 1969 og í gær kom vatn í fyrsta skipti að þeim i þessu htoupi svo nokfcru nami. Við þesisa vamar- garða eru framikvæimdar maalimg- ar á dýpi, hraða vatnsins og fleiru. Auk þess eru garðamir mældir upp og landið ánmegin við þá, bæði fyrir og eftir hiaup, þannig að saimamburðuir fáist é farvegmum og áhritf hlaupsins á þessium silóðum verði metin. Auk þesis hafa verið framkvæmdar ýmsar mælinigar á fyririhuiguðum brúarstæðum, bæði við Skeiðará og við Gí'gjukvíisl, svo sem mæl- ingar á vatnshraða, dýpi og að loknu hlaupi verður farvegurinn mæld'ur upp till samaniburðar við kort sem áður var búið að gera. Fyrir utan þessi verkiefni hefur með hj'álp þyrlunnar verið fylgzt mieð útföMunum undir jöiklinum, en þau virðast vera dreiifðari en oft áður og til marfes um það er að nokkurt vatnsmagn úr hlaup- inu sikuli vera komið í Súlu, sem rennur undan vesturhorni Skeið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.