Morgunblaðið - 24.03.1972, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.03.1972, Blaðsíða 31
 MORGUÍN1BL.AÐEÐ, FÖSTU'ÐAGUR 24. MARZ 1972 31 „Betri helmingarnir66 í eldFmmni Hlustad á handboltalýsingu með konunum heima B«ðiS fyrir Hjalta „Svona. Komið þið það“. nú með ÞÆR sögðust vera betri helm ingur landsliðsins okkar í handknattleik og einn á báti var égr ekkert að mótmæla því. Þær vildu fá að vita, hvort ég vissi úrslitin — og þó . . . nei, það skemmdi bara spenninginn. En ég vissi ör- ugglega úrslitin? Svo hóf Jón Ásgeirsson lýs- inguna. Staðan í hálfleik 8:5 fyrir ísland. „Vei, vei“, sögðu frúmar. Svo varði Hjalti vel og frú Jóhanna Helgadóttir tók vel aðdáun hinna. Hún átti eftir að brosa breitt þetta kvöld. Þær hlustuðu af ákefð og i hvert sinn sem hinn helming urinn gerði eitthvað gott í út varpinu fór bros um andlit betri helmingsins þarna í stof unni. Jón Ásgeirsson var nú orðinn vel heitur og lýsti af ákefð. Svo skaut hann því inn í, að sér hefði verið saigt, að ís lenzka liðið væri það vinsæl- asta hér í keppninni. Þessi yf irlýsing fékk blandnar undir tektir. „Hver sagði Jóni þetta?“ Svo hlógu þær bara. „Sigurbergur stekkur upp og skorar,“ æpti Jón og frú Guðrún Hauksdóttir brosti i kampinn: „Oh. Heyrðuð þið þetta?“ Svo skoruðu Búlgarir. Hangt „aaaaaa . . .“ „Þeir fá svo oft mörk á sig svona þeg ar þeir eru nýbúnir að skora,“ sagði ein og það var greini- legt, að hún hugðist taka þetta mál upp, þegar hún heimti hús bóndann úr þessaori frægðar- ferð. Og svo var dæmt víti á ís- land. Það hefði mátt heyra saumnál detta í stofunni og „Þetta er unnið“. Baráttunni lokið: Fremri röð frá vinstri: Elínborg Kristjánsdóttir (Ágúst ögmundsson), Jó- hanna Helgadóttir (Hjalti Einarsson), Guðrún Hlín Þórarinsdóttir (Gísli Blöndal), Guðrún Hauksdóttir (Sigurbergur Sigsteinsson). — Aftari röð — f.v.: Unnur Sigtryggsdóttir (Hilmar Btjörnsson, þjálfari), Kristbjörg Magnúsdóttir (Axel Axelsson), Elsa Thorberg (Stefán Gunn- arsson), Sigrún Gunnarsdóttir (Gunnsteinn Skúlason, fyrirliði), Halldóra Sigurðardóttir (Við- ar Símonarson) og Guðrún Árnadóttir (Ólafur H. Jónsson). ( Myndir Mbl.: Kr. Ben.) allra augu hvíldu á konu Hjalta, Jóhönnu Helgadóttur. Hún spennti greipar. — „Og Hjaiti varði,“ æpti Jón svo hátt að heyra hefði mátt utan símialína alLa leið frá Spáni. Þögnin hélzt sekúndubroti lengur; svo æptu þær — allar i kór, nema frú Jóhanna. Hún broisti bara. „Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti,“ sagði hún svo, en það mátti greina á öllu, að hvert víti var henni ekki léttbærara, en manni hennar i markinu. „Og snýr bara Sigurberg niður,“ sagði nú Jón. Þá reisti Guðrún sig í stólnum. „Hann sneri Sigurberg minn niður!“ Og þær urðu allar sammála að Búlgarir væru „svo ruddailegir í sér við þetta“ „Ha? Hver hitti ekki?“ — ,,Æ, hann Jón Hjaltalín." Og nú galt Jón Hjaltalin þess illa, að eiga engan betri helming sér til varnar í stofunni uppi á íslandi. „Taktu hann Jón bara út af,“ var miskunnar laus dómur kvennanna. ,,Sko Sigurberg minn í horninu". Nú skoraði Geir úr viti og frú Jóhanna leyfði sér að vor kenna búlgarska markmann- inum svolítið. Skömmu siðar spennti hún aftur greipar fyr ir Hjalta sinn. „Og Hjalti ver,“ „Olafur Jónsson skot. — Búmm! Og mark! æpti Jón, „neeeei, hann fór inn.“ Stunan sem fór um stof una minnti mig á bellibrögð brezkra hryllingsmynda. Svo fóru Búlgarir að leika maður á mann. „Eru þeir vit- iausir,“ var dómurinn, sem þessi breytni þeirra fékk upp á íslandi. Svo tók einhver Búlgarinn Gisla Blöndal á loft. „Heyrðuð þið þetta?“ spurði Guðrún Hlín Þórarins- dóttir alveg dolfallinn. „Hann lyíti Gísla á loft. Þetta eru nú meiri beljakarnir, þessir Búlg arir.“ Nú voru 7 mínútur eftir. — Hjalti vairði og staðan vár 15:8. „Þetta er unnið,“ sagði Elsa Thorberg og hallaði sér makindalega aftur á bak í stólnum. Nú gat ekkert bjarg að Búlgörum framar. En undir lokin jókst spenn an aftur. Betri helmingarnir börðust nú fyrir fyrsta sæt- inu, vantaði eitt mark. „Notið þið nú hvert tækifæri, strák- ar mínir.“ — „Svona. Komið þið nú með það.“ En ekkert dugði. „Síðasta skot,“ æpti Jón suður á Spáni. „Og . . . var- ið.“ „Nei, djöfullinn hafi það Framhald á bls. 10. Lr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.