Morgunblaðið - 04.05.1972, Qupperneq 32
IGNIS
ÞVOTTAVÉLAR
RAFIÐJAN — VESTURGOTU 11
S(MI: 19294
RAFTORG V/AUSTURVÖLL I
SÍMI: 26660 I
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1972
nucivsmcnn
£|*-"*22480
Teknir með
hasspípur
TVEIR piltar úr Reykjavik voru
í fyrrinótt teknir á Keflavikuir-
flugvelli með 2 pípur, sem grun-
ur lék á að þeir hefðu reykt úr
hass. Voru piltamir í gæzluvarð-
haldi í gær, og hafði annar ját-
að í gærkvöldi að hann hefði
reykt hass með útíenduan hljóm-
listarmönnum, sem þeir voru í
heimsókn hjá.
1 fyrrinótt sögðu piltarnir
hvar þeir hefðu verið og var leit-
að hjá hljómlistarmönnunum, en
ekkert fannst.
Piltarnir eru báðir innan við
tvítugt. Málið var enn í ranrsókn
hjá lögreglunni á KeflavíkurfJug-
velli í gærlrvöidi.
SEGJA UPP Á
VlFILSSTÖÐUM
Vilja að allar séu
deildarh j úkrunarkonur
HJÚKRUNARKONUR á Vífils- eiga fund i dag með hjúkrunar-
stöðum eru nú hver á fætur konunum.
annarri að segja upp störfum -
Mótmælendur hindra, að bifreið William Rogers komist ieiðar sinnar. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
„Harma að ekki var
hægt að sýna Rogers
handritin6í
— segir Einar Ágústsson
Stöðvaðir á leið til Bessastaða
Vopnaðir bensínsprengjum
og naglaspjöldum
sínum, en þær hafa þriggja
mánaða uppsagnarfrest.
Að sögn Georgs Lúðvíkssonar,
forstjóra ríkisspítalanna er það
þrennt, sem þær setja fyrir sig.
1 fyrsta lagi vilja þær fá dag-
heimiii fyrir böm hjúkrunar-
kvenna, sem starfa á Vífilsstöð-
um. 1 öðru lagi að ráðnar verði
fleiri hjúkrunarkonur, þar sem
vinnuálag sé of mikið og í þriðja
Jagi að allar hjúkrunarkonur,
sem þangað verða ráðnar, verði
á launum deildarh j úkru nar-
kvenna, þ. e. fari í 19. flokk í stað
16, þar sem að öðrum kosti fáist
ekki hjúkrunarkonur á svo af-
skekktan stað sem Vífilsstaðir
eru.
1 byrjun marz fék'kst heimild
til að ráða tvær hjúkrunarkonur
tii viðbótar og var auglýst eftir
þeim, en engin fékkst. Telja
hjúkrunarkonumar að útilokað
verði að fá nýjar hjúkrunarkon-
ur nema á deildarhjúkrunarkonu-
launum.
Alar hj úkrunarkonur, sem nú
eru á Vífilsstöðum, eru ráðnar
deildarhjúkrunarkonur, eða 10
talsins, en utan þeirra eru tvær
farsitöðu konur.
Saigði Georg að hann mundi
RÓTTÆKIR stúdentar og félag-
ar úr Fylkingunni vörnuðn Willi
am Rogers, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, inngöngu í Árna
garð í gærmorgun, þegar hann
ætlaði að skoða þar Handrita-
stofnunina og íslenzk handrit.
Varð ráðherra frá að hveri'a víð
svo búið, en þegar aka átti bif-
reið hans frá Árnagarði, reyndi
liópur ungmenna að hindra för
hans, og kom þá til nokkurra
stimpinga milli þeirra og iög-
regiu.
Það var lauist fyrir kl. 13 í gær,
að bamdarísiki utajirikisráðheinr-
auin kom ásamt fylgdarliði sínu
að Árnagarði. Þegar ráðherrann
hugðist ganiga inn í byigginguna,
hafði hópur unigs fólks — 150
að sögn lögreglu, en fleiri að
sögn mótmælenda — tekið sér
stöðu á göngurn og i fordyri
Árnagairðs og neitaðd ráðherran-
um og fylgdarliði hans um inn-
göngu. Þá átti að vísa ráðherr-
anum inn um suðurdyr hússins,
en þá kom í l'jós að mótmæliend-
ur höfðu bundið hurðir þar aft-
ur, og meinnðu forstöðumönnum
Handritastofnunarinnar aðganig
till að opna fyriir gestinum. Utan
rikisiráðhierra, Einar Ágústsson
gekk þá þar að og spurði þá
sem voru í forsvari fyrir mótmæl
endum, hvort þeir ætluðu í raun
og veru að neita gestinum um
innigöngu að stofnuninni. Hann
fékk þau svör, að morðingjar
færu þar ekki inn.
Þegar hér var komið var afráð
ið að hætta við heimsóknina, en
þegar aka átti Rogers frá Árna-
giarði, þyrptist hópur ungmenna
að bíl hans og varnaði því að
hann kæmist ileiðar siinnar. Ung-
ur piltur í hópnum tók sig til,
stökk upp á vélarhiífina, þaðan:
upp á þakið og niður á faramg-
ursgeymsluna og dældaði með
þessiu bilinn. Lögreglunni tókst
þó fljótlega að dreifa hópnum.
Meðan þessu fór frarn fl'utti unig
ur maður, Jón Ásgeir Sigurðs-
son að nafnii, ræðu og fordæmdi
þátttöku Bandaríkjanna í styrj-
öldinni í Vietnam.
Frá Árnagarði hélt Rogers og
fyligdarlið til Bessaistaða, þar sem
hann snæddi hádegiisverð í boði
f orse tahj óna nn a. Mótmælendur
Framhald á bls. 31
Seldi fyrir
35 kr. kg.
TOGARINN Daigný seldi afla
sinn í Bretlandi og var meðalverð
kr. 35,00 á kg. Dagný seldi 175
ilestir af fiski fyrir samtals 27.073
sterlingspund.
Akranes:
Sj úkrahúslækn
ar segja upp
25 uppsagnir komnar
sjúkrahúslækna um kaup
Sorp-
tunnur
fyrir 3,2
millj. kr.
EITT tilboð barst vegna út-
boðs á 1500 sorptunnum fyrir
hreinsunardeild Reykjaví'kur-
borgar. Var ákveðið að fallast
á tilboðið og semja við Stái-
umbúðir h.f. Tilboðið var að
upphæð 3.525.000,00.
kjor þeirra hafa staðio yfir frá
í janúar og miðað lítið í sam-
komulagsátt. Hafa sjúkrahús-
læknar nú byrjað að segja smám
saman upp störfum sínum og
munu 17 þegar hafa sagt upp á
sjúkrahúsum rikisins og 7—8 hjá
Reykjavíkurborg.
Læknarnir hafa tveggja mán-
aða uppsagnarfrest. Byrjuðu upp
sagnimar 12. apríl og munu því
hefjast erfiðleikar á sjúkrahúsun
um um miðjan júní af þessum
sökum.
Samningar sjúkrahúslæiknanna
runnu út um áramót, og lögðu
læknar fram sínar kröfur i lok
janúar. Er málið í höndum sátta-
semjara rikisins, en miðar hægt
til samkomuiags. Ekki hefur feng
izt upplýst hverjar kröfur lækn-
anna eru.
Fá lán til viðgerða
á dráttarbrautinni
en heldur lítið
LIÐNAR eru nær 15 vikur síðan
óhappið varð í dráttarbraut Þor-
geirs og Ellerts á Akranesi, og
nú lítur út fyrir að loks verði
hægt að hefjast lianda um við-
gerðhia. Hefur fyrirtækinu verið
gefinn kostur á 23 milljón króna
láni, sem ríkissjóður (tekur og
endurlánar því.
Jósep H. Þorgieirsson, fram-
kvæmdastjóri, kvaðst ekki aliLt of
ánægður, en nú skipti mestu
máli að komasit í ganig aftur efitir
þennan langa tíma, þótt það
verði minna í sniðum en ætlað
var. Lánið er mun minna en
farið var fram á, og hafði hann
orðið fyrir vonbrigðum með það.
Sagði Jósep að þeir teldu siig
þurfa 36 milljónir kr. ög hefðu
farið fram á það. Hefðu þeir þá
miðað við að kaupa fjögur ný
spi'l og fjölga spiilunum, sem
hífa upp lyftupal'linn í dráttar-
brautinni úr 8 í 12, og þá haft
i huga meira öryggi. Nú byðust
23 milljónir og gerði hann þá ráð
fyrir að kaupa aðeins tvö ný spil,
fjölga þeim úr 8 í 10. Lánið er
með 8y2% vöxtum, afibargunar-
laust í ei'trt ár, en endurgreiðist
svo á 12 árum, sem Jóisep sagði
að sér þætti æði stutt.
Reiiknaði hann þó með að
að taka þessu og reyna
svo að berjast áfram. Ekki væri
hægt að bíða lengur með við-
gerðir, því liðnar væru 15 vikur
frá óhapþinu og það hefði skap-
að mikla erfiðleika.
Lögfræðingur
Fischers væntanlegur
Alþjóðaskáksambandið hef-
ur gefið keppendum um
heimsmeistaratitilinn í skák,
Boris Spassky og Robert
Fischer, frest tii laugardags-
ins 6. maí klukkan 10 árdegis
tii að gefa svar við því, hvort
þeir tefli í Reykjavik eða ekki.
Svari þeir neitandi, missa
þeir rétt til keppni.
Guðmundur G. Þórarinsson
skýrði Mbl. frá þvi í gær að
lögfræðingur Bobby Fischers,
Paul Marshall væri væntan-
legur til Islands. Dr. Max
Euwe, forseti Alþjóðaskák-
samhandsins óskaði eftir því
í skeyti til Skáksambands ís-
lands í gær að það tæki á
móti lögfræðingnum. Ekki
var vitað í gær, hvenær Paul
Marshall kæmi til Islands.