Morgunblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1972 21 — íslenzk verzlun Framhald af bls. 17. á móti verðgæzlu, ef hún er byggð á skynsamlegum og sanngjöi’num grundvelli. Vakandi verðskynjun neytenda er bezta lausnin í þessum málum að mínu áliti. G.M.: Hvað er helzt við að glíma um þessar mundir? •I.S.Ó.: Auk verðlagsmálanna er það stærsta málið að íyrirtækin geta ekki byigigt sig upp fjárhaigslega, m.a. vegna ákvæða í skattalögum og vegna hinnar stöðugu verðbólgu hér á landi. Fyrirtækin eru þvi mjög undir valdi bankastofnana og verzl- unin virðist oft lenda milli steins og sleggju i lánamálum. Einnig má kalla það vandamál að mikill skortur er á upplýsingum um viðskiptalífið i landinu, einkum þó verzlunina, s.s. framlag hennar til þjóðarfram- leiðslu, framleiðnistig o.s.frv. G.M.: Oft vill gleymast, að út- flutningur verður einnig að fara um heildsölustig. Framleiðendur hafa með sér sölusamtök á mörgum svið- um. Hvar komið þið inn í myndina? J.S.Ó.: Það er merkileg staðreynd, að margir íslendingar líta ekki á út- flutning sem verzlun, heldur sem nokkurs konar hluta framleiðslu, sem framleiðendur eigi að hafa með höndum. Hér er náttúrlega um mis- skilning að ræða. íslenzkir framleið- endur útflutningsvara vilja annast þessa verzlun sjálfir, þótt hagkvæmt gæti verið fyrir þá að eiga samstarf við stórkaupmenn á þessu sviði. Stór kaupmenn sinna því fæstir útflutn- ingi, en nokkrir annast þó sölu á skreið, lýsi og mjöli, svo eitthvað sé nefnt. G.M.: Var ekki ótti í mönnum við inngönguna i EFTA við að verða keyptir upp af erlendum fyrjrtækj- um? J.S.Ó.: Ég tel, að girt hafi verið fyrir það í upphafi með takmörkun- um á stofnunarrétti erlendra fyrir- tækja hér á landi og fleira kom til. Þau hafa ekki sýnt áhuga á þvi að hefja hér rekstur, þannig að sá ótti virðist hafa verið ástæðulaus. G.M.: Svo að við víkjum að starfs- mannamálum, hvernig eru sölumenn launaðir, Er ekki sjaldgæft, að þeir fái prósentur? J.S.Ó.: Það tiðkast nær eingöngu föst laun. Að nokkru leyti -er þetta vegna þess, að söluframtak manns- ins kemur ekki fram, en hann selur mest í gegnum sima og söluörvun- in felst í auglýsingum. En þetta breytist sennilega með breyttum söluaðferðum. G.M.: Hvað myndirðu ráðleggja ungum manni, sem vill gerast stór- kaupmaður? J.S.Ó.: Ég mundi ráðleggja hon- um að fá sér starf hjá heildverzlun til að kynnast þeim margvís- legu handtökum, sem þarf við rekst- urinn. Það er þó nokkuð völundar- hús, sem koma þarf skjölum í gegn- um og læra verður á. Einnig þarf að kynnast markaðnum. Almenn verzlunarmenntun kæmi að góðum notum við reksturinn. Það er alls ekki svo einfalt að kaupa einn kassa af þessu eða hinu og selja hann. Margt virðist einfalt Ag leika í hönd unum á þeim, sem ktinna til hlut- anna, en viðvaningnum finnst þraut- in þyngri, þegar hann reynir hið sama. — íslandi sómi Framliald af í>ls. 14 mun skemmtilegra sem al- þjóð veit nú, að án aðstoðar minnar við Skáksamband ís- lands, hefði einvígið um heimsmeistaratitilinn ekki far ið fram á íslandi. Að lokusm, eftir að komin va,r hánótt — hirnn 5. maí, var ég vakinn upp og tilikynnt símilieiðis — með meiru — eftirfarandi bók un Skáksambands íslands, sem nú sánnar ósannindi Guð mundar Þ. og mér skipað að koma henni tafarlaust til Pauil Marshallis: — Að svo sem mál standa nú, mun íorseti ekki eiga frumkvaeði að simtali við nefndan Paul Marshall eða aðra bandariska aðila. — Síðan er minnzt á skeyti, sem eins og mál stóðu þá hvað tímaþröng snert'i, jafn- giTti svæfingu málsins. Ofanskráð orðrétt bókun í fundagerðarbók Skáksam- bands Islands dags. 4. maí 1972 var svar við eindreginni beiðni Paul Marshalls um að Guðmundur hringdi til hans þegar í stað — beiðni, sem ég hafði komið á framfæri við forseta Skáksambands íslands fyrr um kvöldið. ÓSANNSÖGLI Verður nú rakin sú umsögn Guðmundar G. Þórarinssonar í Morgunblaðinu 7. maí, sem hrekja skal. Grein um ekwíg ið þar endar svo: Varðaindi á sakanir um sambandsileysi við forystumenn skáksambands- ins hér, sagði Guðmundur, að þær væru ekki á rökum reist ar. Sér vitanllega hefðu Bandaríkjamennimir aðeins giert tvær tilraunir til að ná s-ambandi við sig, og hann rætt við þá í síðara skiptið. Hin au'gljósu ósannindi Guð mundar fe'last í, að í Morgun- biaðinu 5. maí lætur hann hafa eftir sér — að harin vissi til þess, að Marshal! hefði reynt að ná í sig í fyrrakvöld —■ það er 3. maí. Og við aðra tilraun Bandaríkjamanna, 4. maí, sem hann rengir á engan hátt, lætur hann bóka það svar, sem áður segir. Sú til- raun Marshali's, að ná í Guð- mund 5. maí, sem tókst, var því að minnsta kosti hin þriðja að vitund Guðmundar. ÉRSLITASTUND Þess má geta hér, að er ég afhenti Marshall simleiðis þau boð frá Skáksambandi ís- lands, sem mér var skipað að- faranótt 5. maí, svaraði Mars- halil undrandi og klökkur: „Á þessu missir ísland einvigið.“ Fyrst eftir nokkurt áframhaid andi rabb, og þá uppástungu mína, að ég hefði samband við utanrikisráðherra um mál- ið, samþykkti Marshall að biða með lokaákvörðun og ró- aðist nokkuð. Síðan náði ég taö af Einari Ágústssyni. sem var vinsamlegur og lofaði að ræða við Guðmund um mál- ið, og Mansthall, ef samband næðist. Um svipað leyti og fleiri þingmenn voru komnir í spiiið, þóknaðist Guðmundi loksinis að ræða við Marshall. Að sögn annars meðiima Skáksambands íslands i sím- tali við miig sama kvöld, féllist það fijótlega á skilmála Bandaríkjamanna um einvig- ismálin með litlum breyting- um og samþykkti jafnvel 72ja stunda frestinn i skeyti til dr. Euwe. Þar með var má'ið feyst gagnvart íslandi, en eft- ir stóð aðeins Fischer og frest urinn var að renna út. Samkvæmt fréttum frá Morgunblaðsmönnu'm og skák sambandinu, stóð Fischer enn öndverður gagnvart íslandi á síðasta degi frestsins. Vegna drumbslegrar framkomv. for- seta Skáksambands íslands, taldi ég rétt að Fischer fengi að minnsta kosti eitt vinsam- legt skeyti frá íslandi, eins og mál þá stóðu. Sendi ég skeyti sem vinur, og hét allri þeirri aðstoð, ss-m ég gæti honum í té látið við einvígishald hér í sumar, ef hann óskaði eftir slíku. Ef ég þekki Fiscner rétt, mun hann meta slikt ein- hvers. Hann á fáa vini á ís- landi, þótt hann eigi marga í heimaland; sínu. LOKAORÐ Þótt ofanrituð dæmi um ósannindi Guðmundar G. Þór- arinssonar kunni að virðast lítilvægt eitt sér, er það þó skýrt dæmi um ósannsögli, sem hrekja má skráðum orð- um. Eftir áður rakin átján axarsköft hans í einvígismál- inu í saimnefndum gveinum mínum í Morgunbtaðinu, verða slík vinnubrögð ekki til að auka hróður hans, eða styrkja ísland út á við í fram- kvæmd þess máls, sem þarf að verða ísJands sómi. Jafn- framt hljóta að vakna þær spurninga.r í hugum lesenda. hvort fjölmargar ásakanir Guðmundar í minn garð í bók unum Skáksambands íslands, þar sem hann er hæstráður og raunar stundum einn að baki, eins og sést í Mongunblaðinu 1 dag, styðst við sama sann- ieiksglldi, eins og fram kemiur í ummælum hans i Morgun blaðinu 7. maí, þar sem hann laggur aldrei í að reyna að svara mér beint i frjálsum blöðurn. Vil ég að lokum l'áta í ljós þá ósk, að heimsmeistaraein- vígið geti farið okkur íslend- ingum farsællega úr hendi. Og að forystumenn skáksam- bandsins gæti sóma okkar ís- lendinga það vel í orðum og athöfnum, að ég eða aðrir þurfi ekki oftar að taka upp hanzkann fyrir Fischer eða Spasský, og verja þá fjar- stadda, eða umbjóðendur þeirra. Ég mæli að síðustu: Góðir ís'endingar! Gieðjist yfir sigri í einvígismálinu, en gleymið ekki að aðstoða flest- ir — á sem beztan méta — við samstillt átak, til að heimsmeistaraeinvígið á ís- landi meg: verða — ísiandi tii sóma. — Minning Bergþóra Framhald af bls. 22 enda höfum við aldrei kynnzt samhentari hjónum. Þau eignuð ust einn son, Berg, sem er raf- magnsverkf-ræðingiur, og vinnur hjá Landsvirkjuni Hann er kvænt )ur Ingu Guð,miundsdóttur frá Efri-Brú í Grimsnesi, og eiga þau fjögur börn, eimnig óiu þau upp bróðurson Bergþóru, Halldór Magnússon, sem er við.skipta- fræðimgur og kvæntur Kriistíniu Bjarnadó'ttur og eiga þau tvö böm. Á nú Jón, sem er orðinn mjög lasburða,. örugigt ath.varí hjá þess'um somum sínum og þeirra yndislegu konum, sem allt vil'ja fyrir hann gera, til að létta homium hið milcla áfaill. Okkur setur hljóðar, vinkonur hennar, sem vorum svo iánsaim- ar að eiga þcssa elskuleigu konu að félaga og vin í fjölda mörg ái. Síðan 1944 hittumst við að jafn aði vikulega yf'ir vetrarmánuð- ina, og var þeð svo sanmarlega til hlökkun í hvert skipti. Álltaf var Bergþóra hress og kát — hún var ailltaf sú sterka. Hún bar af öðrum fyrir glæsibrag og örugga framkomiu, eiri af þeim sem allir báru ósjálfrátt virðinigiu fyrir og lit'U upp ti'l. Við viljum af ein- lægni þakka allar þær ógleyman legu stundir er við áttum á heim ili þeirra Jóns og Bergþóru, þar var jafinan gott að koma. Þar var hátt til lofts og vitt til veggja í orðisiins fyllstu merkingu, þótt sjál'ft húsnæð'ið væri ekki alltaf stórt, þá rikti þar sá heimii isbraig ur sem gaf manni innri gleði. Nú ertu horfiin af sjónarsviði þessa jarðneska tófs, en miiming arnar lifia í hugum okkar aliira. Við drúpum höfði og biðjum góðan guð að blessa þá sem sár- ast sakna og mest hafia misst og siendum eiginmanni, sonum og fjölskyldum þeirra, ásamt systk ínum hennar, okkar hjartanleg- ustu samúðarkveðjur. Vinkonur. — Kanadapistill Framhuld af bls. 17. til þeirrar staðreyndar, að ungt fólk leitar að nýjum til- gangi í lífinu. Það hefur hafn að, a.m.k. allstór hluti þess, efnishyiggju foreldra sinna, sem átti sér ekki aðra hug- sjón háleitari en að komast áfram og að geta sýnt ytri merki þess með einbýlishúsi með öllum tiiheyrandi heimil- ilistælkjium, litasjiónvarpi og tveimur bílum. 1 barátitiunni við að ná þassu marki varð allt hið mannlega og andlega útundan, svo að jafnvel hjónin og börnin lifðu í tveimur heimum, sem voru ekki einu sinni í kall- færi hvor við annan. Framtið fjölskylckmaiar taldi dr. Lar- son ekki vera í voða, én áð- ur en öldin væri liðin, mynd- um við að líikindum sjá ný fjöls'kylduform lögleidd, sem nú þegar væru til í reynd, t.d. samkynja hjónabönd tveggja karla eða tveggja kvenna og sambýli hópa, sem hefðu allt sameiginlegt, eign ir og ástir. Slíkt hópsambýli er nú þegar tíðkað, en fyrir- lesarinn taldi að það myndi verða löghelgað í framtíð- inni. Valfrelsi verður meira, en sá á kvölina, sem á völ- ina. Eitt er víst, starf kirkj- unnar og trúarlíf fjölskyld- unnar mun taka miklum breytingum með breyttum þj óðf élagsháttum. Fimmtudaginn og föstudag- inn heyrðum við og ræddum fyrirlestra um Jörðina sem vistkerfi, sem ekki á sinn líka, um manninn og landið og mannfjölda. Erindin voru flutt af jarðfræðingi, jurta- fræðingi og líffræðingi, allt stórfróðleg erindi sem of langt yrði að gera grein fyrir í blaðagrein. Fyrirlestrar og umræður eru ramminn utan um nám- skeið sem þessi. Að auki sann reynium við það, að maðiur er manns gaman. Hér er vett- vanigur til að hitta starfs- bræður úr ölium fylkjum Vestur-Kanada og er það f jör- ugur hópur. Þetta ár eru 50 ár liðim frá því að fyrstu tveir nemendurnir útskrifuð- ust úr prestaskólanum, síðan eru þeir orðnir 281. Mikið samkvæmi var haldið til að minnast þessara tímamóta og til' að heiðra þann nemand- ann, sem enn er á lífi. Þá var gaman að hitta þarna séra Ingþór Indriða son Isfeld frá Gimli, en við Ingþór erum einu íslenzku prestarnir, sem þjónum söfn- uðum í Kanada um þessar mundir. Guðrún og Jón Örn Jóns son buðu okkur klerkunum í kvöldmat á miðvikudags- kvöldið og þá var nú eins og jólin væru komin, því að Guð rún hafði íslenzkt hangikjöt á borðum með kartöflum og uppstúfi. 1 hópinn bættust svo Vatur Magnússon og kona hans Jónína Björg Gisla dóttir. Valur er að ljúka prófi í sálarfræði við háskól- ann og eru þau hjónin á för- um eftir nokikrar viikur til ís- lands. Það var glatt á hjalla hjá okkur löndunum hjá þeim Guðrúnu og Jóni. Sameigin- leg reynsla i litlu, stéttlausu þjóðfélagi mótar okkur land ana á fremur einhæfan veg, þannig að við höfum svipaða samkennd og fjölskylduhóp- ur. Þetta er einn af kostum þess að vera smáþjóðarþegn. Síðdegis á föstudag er svo haidið heim, vestur á bóginn til Edmonton og þaðan til Bawlf. Einn af ferðafélög- um mínum í bílnum er séra Donald Olson, sem er Winni- peg-Islendingur að uppruna. Við rifjum upp ýmsa þætti kirkju- og trúmálasögu Is- lendinga i Vesturheimi, sem minnir um margt á flokkapóli tíkina heima á Islandi. Þegar heim er komið til konu og barna, veröur mér hugsað til þeirra hugmynda um framtíði.na sem dregnar hafa verið upp á fyrirlestr- um undanfarinna daga. Mín börn verða á miðjum aldri ár ið 2000. Mun mannkynið brátt renna sitt skeið á jörðinni eða mun það þekkja sinn vitj unartima ? Krdstin trú og kenn'ng boða endurlausn ekki aðeins einstaklingsins heldur og alls heímsins. Enn er von. Bawlf, Alberta, 27. apríl 1972. Lyfseðlaútgáfan könnuð SAKSÓKNARI ríkisins hefur gert kröfu um sakadómisrann- sókn vagna skrifa Kristjáns Pét- urssonar, deiidarstjóra, þar sem Kristján staðhæfði, að Viss hóp- ur lækna í Reykjavík gæfii út lyf seðla á óeðlilega mikið magn af sterkum og róandi lyfjum. — Handknatt- leikskeppni Framhald af bls. 31. Skatitst. Bl. og Stál 15:11 (7:7) Hekla Búnaðarb. 6:4 (4:0) Héðinn Kassagerðin 9:3 (4:2) Brieið'h. Landsib. 8:4 (5:1) Lögreglan--P. Edda 6:6 (2:1) 'Loftleiðir — Bæjarl. 11:9 (8:3) Héðinn -- Breiðihoit 10:9 (3:5) SS Sliippstöðin 9:5 (5:3) BP P og S. 15:6 (7:1)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.