Morgunblaðið - 20.05.1972, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1972
ið er um veika punkta. Líkleg-
ast er, að tónlistin verði síðar
meir fyrst og fremst hátt metin
fyrir það, hversu samstæð hún
er og vel gerð, en ekki fyrir
einstaka frábæra kafla eða
meistaraverk, sem skera sig úr.
Óperan hefur verið sviðsett
á Broadway, eins og áður er
getið. Leikstjóri sýningarinnar
var Tom O'Horgan, sem hafði
áður vakið athygli fyrir útgáf
ur sínar af „Hárinu“. Hann
þykir sérstaklega fær í að
finna upp sérstök tæknibrögð
í sýningarnar, eins og not á
lyftum og lyfturum, til að lyfta
upp bæði leikurum og sviðs-
myndum. Hann hefur ekki far-
ið troðnar slóðir í leikaravali
sínu: Jesús er að vísu hvitur,
en Júdas svartur og Maria
Magðalena Kínverji í aðra ætt-
ina. En það er ekki útlit leikar
anna, sem skiptir máli, heldur
hæfileikar, ekki sizt á söng-
sviðinu. Óperuhlutverkin eru
sum hver talsvert erfið og
þurfa söngvaramir að búa yfir
verulegri tækni i hljóðnema-
söng, svo að vel eigi að vera.
Glingur
Óperan hefur vakið athygli
og umtai, og þótt skiptar skoð-
anír séu um efni hennar og
meðferð, þá eru flestir sammála
um að hún hafi gert sitt til að
vekja unga fólkið til umhugs-
unar um trúmál, og það er tals
verður ávinningur. Hitt er öllu
verra, að i kjölfar áhuga ungs
fólks á trúmálum hefur komið
ótrúlega stór flóðbylgja alls
kyns glingurs, sem framleitt
er í hagnaðarskyni — tengt
nafni Jesú Krists. Framtaks
semin hefur þó lildega hvergi
náð hærra en hjá höfundum
þessarar útvarpsauglýsingar:
„Hæ, kra'kkar, þetta er ég,
Jesús. Sjáið hvað ég er með á
úlnliðnum. Það er úr með fimm
lita mynd af mér á skífunni og
visa festa á fjólublátt hjarta!“
Ragnheiður Steindórsdóttir:
— Ég hef ekki trú á þvi að
þetta sé neins konar bylting.
Þetta er að ég held aðeins i
nösunúm á þessum krökkum,
— þetta er einhvers konar út-
rás. Krakkarnir reykja,
drekka, neyta hass og annars
sliks, stoppa Rogers upp í
Ámagaröi, tiibiðja Jesú. Þetta
á ailt rætur sinar að rekja til
innri óánægju.
Ég hef ekki trú á því að trú
á Jesú Krist geti komið i slíkri
fjöldahreyfingu. Hver og einn
verður að finna slíkt hjá sjálf-
um sér.
E.t.v. skilur þó þessi vakn-
ing eitthvað eftir sig í hugum
sumra, og ég vona að svo sé.
Þessi hreyfing er vissuiega
mun jákvæðari en margar aðr-
ar fjöldahreyfingar. Hún vek-
ur kannski marga til umhugs-
unar, —- þar sem fólk hugsar
um að reyna að bæta sjálft sig,
en ekki að reyna að leita eftir
fróun utan frá.
Baldvin Steindórsson:
— Ég lít þannig á, að þetta
sé í raun og veru engin bylt-
ing, heldur sé hér um að ræða
geysilega sterk áhrif frá litlum
hópi fólks, sem stóð að samn-
ingu og útgáfu plötunnar „Jes
us Christ Superstar“. A.m.k.
held ég að því sé þannig farið,
en standi ekki í beinu sam-
bandi við trúmál, þ.e. kristna
trú hér á landi.
Þetta er bara ein af þessum
dægurflugum sem grípur um
sig meðal ungs fólks, enda get
ég fuilyrt að áhrifa „Jesúbylt-
ingarinnar" svokölluðu var
ekkert farið að gæta hér á
landi fyrr en platan kom hér
á markað.
Þessi Jesúbyitig er að
mínu mati einungis nýtt gildis-
mat unigmenna á þessum fornu
trúarbrögðum. Það litur ekki á
Jesú sem neinn Guðsson, held-
ur einungis mann, sem lifði
liku lífi og það lifir nú, hafði
svipað útlit, ferðaðist um og
lifði á því sem til féll, og það
sem mest er um vert lét gott af
sér leiða.
Trúin á Guð er þó alls ekki
að aukast, enda er ekkert tal-
að um himnaríki, englana, Guð
og slíkt.
— Nei, ég held að Jesúbylt-
ing geti aldrei orðið hér á
landi svo neinu nemi. Maður
tekur mest eftir þessu í skrif-
um blaða, en meðal kunningj-
anna og fóíks, sem maður um-
gengst er ekkert um þessi mál
rætt.
Kristinn Björnsson:
— Ég held að þessi Jesú-
bylting hljóti að vera mjög já-
kvæð fyrir trúarlif á íslandi.
Þessi hreyfing virðist hafa
orðið mörgum umhugsunarefni
t.d. var eitt af ritgerðarefnum
á stúdentsprófi í MR „Trúar-
leg vakning ungs fólks á Is-
landi."
Hér á landi eru það helzt
þeir krakkar, sem jafnan hafa
sýnt trúmálum áhuga, sem mér
virðast taka réttan pól I hæð-
ina. Hins vegar held ég að það
sé grynnra á trúnni hjá þorra
ungmenna, en e.t.v. fær þessi
bylting einhverju breytt þar
um.
Hjörleifur Kvaran:
— Jesúbylting? Ja, guð
hjáipi mér. Ég hef nú ekki orð
ið var við neina Jesúbyltingu,
13
hvorki hjá sjálfum mér né mín
um kunningjum, reyndar alls
ekki orðið var við hana nema
í blöðum. — Jú og í einum fár
ánlegum sjónvarpsþætti.
Ég var mest hissa á því
hvernig Ölafur Ragnar Gríms-
son gat grafið upp alla þessa
menn svona frelsaða og fina.
Ef um einhverja byltingu er
að ræða, þá hefur hún algjör-
lega farið fram hjá mér.
Stefanía Ólafsdóttir:
— Ég held að það sé ekki
um neina byltingu að ræða hér
á landi, hvorki Jesúbyltingu
né annað.
Mér finnst þetta allt hálf
vitlaust, og ég hef ekki trú á
því að unga fólkið sé farið að
sinna trúmálum meir en það
hefur áður gert. Þetta er bara
eitt af þessum tizkufyrirbrigð-
um, sem alltaf skjóta upp koil-
inum öðru hverju.
Það getur þó svo sem vel ver
ið, að eítthvað sitji eftir í sum-
um krakkanna, og það er sjálf
sagt ósköp jákvætt.
Jesú-
bylting?
mmm
uhiochHH. KRISTJÁNSSON H.f.
SUDURLANDSBRAUT 2
SÍMI 3 53 00
FORD BRONCO er farartæki, sem hentar við allar
aðstæður. Jafnt á breiðstrætum borgarinnar, sem
torfærum óbyggðanna.
FORD BRONCO er farartæki, sem sameinar kosti
fólksbíts og jeppa.
Ford Bronco 1972