Morgunblaðið - 20.05.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.05.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAt 1972 21 Oosta Mesa, Kalifornlu. Þetta er Orange sýsla: Nixon-hér- að, hér er Hvita húsið á sumriin — og hér er lika Disneyland. Hjarta „framtíðarlandsins", fuilkomið sýnis hom ai Suður-Kaliforníu, bryddað malbikuðum hraðbrautum, kryddað pizza-stöðum og barmafullt af ung- mennahjörðum: Brimbrettasiglurum, vélhjólagæjum, íþróttahetjum, keilu- spilurum, poppsöngvurum. Og Mka ,,Jesú-fólki“. Með reglulegu millibili eru fjöldaskirnir hundraða nýrra Uðsmanna sikammt frá i Kyrra- hafinu. Margir taka trúna í Calvary-kap ellunni, sem reyndar er risastórt tjald með malbikað gólf. Ungiingar eru um 60% liðsmannanna 5000. Fólkið situr þétt á bekkjunum og ligigur endilangt á gólfinu' —- hin gullna, vel nærða, káta, nýtízkulega æska Kalifomáu. Þetta eru einkum unglinigar, þar á meðal margir á aldr- inum 13—15 ára. Þeir klæðast stutt- ermabolum og peysum, kjólum og snjáðum gallabuxum, strigaskóm og ilskóm, eru með skegtgjuð og slétt- röíkuð andlit, sítt hár, burstaklipp- ingu. Ung kona i stuttbuxum hraðar sér til sætis, með barn í fanginu. En eng in stuttpils — að minnsta kosti ekki í fremstu röðum. Og mjög fáir virð- ast eldri en þrítugir. POPP FYRIR -JESÍJ Þetta er laugardagskvöld og mik- ið um að vera i augum unglinganna, þvi að nú eru „Jesú-popp“-hljómleik ar — raunverulega guðsþjónusta í tónum. Vinsælasta hljómsveit Calv- ary-kapellunnar „The Love Song", dregur jafnan marga að. Hún er á hljómleikaferðalagi að þessu sinni, og í hennar stað kemur gestahljóm- sveit frá San Jose. Calvary-kapellan hefur sinn prest, séra Chuck Smith, 44 ára, óháðan kirkjunnar mann, sem setti hana á fót fyrir sex árum. En fimm ungir aðstoðarmenn vinna jafnan mikinn hluta þeira verka, sem vinna þarf. Síðhærður unglingur, dökkur yfir- litum, kemur upp á sviðið og örvar áheyrendur með nokkrum lögum, þar á meðal „When The Saints Come Marching In.“ Siðan kemur popp- hljómsveitin: Fjórir hljóðfæraleikar- ar, allt piltar, og þrjár söngkonur. Smávaxin, Ijóshærð stúlka gengur fram og symgur gamla sálminn „Am- azirng Grace“ af slíkum krafti og áhuga, að unglingarnir fara að klappa saman höndum, hátt og ákaft, unz náð er hámarki. Á einum gang- inum er 13 eða 14 ára drengur, grannur og hrokkinhærður, og hann lifir sig inn í þetta, heitur og rjóður, starir á söngvarann og klappar sam- an höndunum. Síðan koma aðrir sálmar, flestir ókunnuglegir — og allir í þessum grípandi, sérstæða takti „Jesú-popps ins.“ Einn sálmur, sem vekur mikla hrifningu, er „Ein Guð, ein bók, ein leið“. Allir hrópa með, þegar sung- ið er „ein leið“, sem er óopinbert slagorð „Jesú-hreyfingarinnar.“ Um leið og maður segir það, á maður að benda vísifingri til himins. Á sum- um samkomum, þó ekki þessari, skýt- ur það raunverulega sumum gestum skelk í bringu að heyra manngrúann söngila látlaust: „Ein leið einleið ein- leið einleið. . . “ „LOFIÐ JESÚ.“ Að þessu loknu eru liðsmenn popp hljómsveitarinnar kynntir, einn í einu. Sérhver þeirra vitnar. Dæmi- gerð er ljóshærða söngkonan, sem segir, að gagnfræðaskólinn hafi ver ið orðinn henni kvöl —- hún. var am- fetamínisti, foreldrar hennar voru að skilja og hún var að hugleiða sjálfs morð. En þá sagði einhver henni frá Jesú. Einhver í áheyrendahópnum grípur fram í fyrir henni: „Lofið Jesú!“ Algengt er að þannig sé grip- ið fram í fyrir ræðumönnum. En unglingarnir njóta þess virkilega, þegar hvatningamar, sem búizt er við, koma: „Gefum Jesú gott og mik ið klapp!“ — og þeir stökkva á fæt- ur, stappa niður fótum og fagna. Þeir eru „i sambandi“. Síðan kemur stutt prédikun, flutt af unigum manni, liðlega tvítugum; hárið hálfsítt, virðist háskólastúdent, segist eitt sinn hafa verið eiturlyjfja sjúklingur. Boðskapur hans er ein- faldur og beint hnitmiðað að ungl- ingunum: „Jesús elskar ykkur,“ seg- ir hann við unglingana, „og dó fyrir ykkur til að sanna það. Þið þurfið ekki að vera merkilegt fólk til að öðlast þá ást, þið þurfið ekki að vera lagleg eða ljóngáfuð. Skiptir engu hvað þið hafið gert, skiptir engu hversu mikið þið hafið stundað eitur lyfjaneyzlu eða kynlif, Jesús mun taka á móti ykkur og þið getið sagt heiminum: „Ó, Jesús elskar mig.“ Jesús mun hjálpa ykkur á erfiðleika tímum, og Hann kemur aftur til jarð arinnar bráðlega, og þá verður ekk- ert hatur, engin sorg, engir kyn- þáttafordómar, ekkert stríð.“ Þegar leitað er nýrra liðsmanna í söfnuðinn, gefa unglingar sig fram; einn eða tveir, siðan aðrir kannski 20—25 manns. Sumir eru i miklum hugaræsingi, aðrir virðast feimnir. Áheyrendur syngja lágum röddum sálm, þar sem stöðugt er end urtekið orðið „Halelúja“ '— dáleið- andi. Fólkið, umvafið hlýju, virðist sem einn maður. Þetta er yndislegt, eða ógnvekjandi, eftir því hvers sinnis þú ert. En þetta er lífsreynsla. „EIN RAUNVERULEG RÚSÍNA“. Slæmt eða gott? Fyrir þremur ald arfjórðungum síðan, í hinu sígilda verki sínu „Margbreytileiki Trúar- reynslu", vísaði heimspekingurinn William James of gáfulegum trúar- brögðum á bug sem eins konar prent- uðum matseðli — óætum. Um trúar- reynslu sagði hann: „Matseðill með eina raunverulega rúsinu í stað orðsins „rúsina“ veitir kannski ófullnægjandi máltið, en þar væri þó að minnsta kosti um að ræða upphaf raunveruleikans.“ Það sem þetta „Jesú-fólk“ finnuf er kannski ekki hinn endanlegi raun vefuleiki. En kannski er hann nær því takmarki en sá raunveruleiki, sem þau kynnast hvern dag utan kapellunnar, í „framtiðarlandi" Bandarikjanna. Hliómplötusafn 10 plötur á 3500 kr Úrval úr þekktum verkum eftir: Chopin, Brahms, Ðizei, Strauss, Gershwin, Foster og fl Flutt af Fílharmoníuhljómsveitinni í London, hljómsveit ríkisóperunnar í Hamborg og fleirum. 10 hljómplötur með tónlist í 8 klukkustundir Tónlist, sem allir þekkja. KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800, RVK. OG BREKKUGÖTU 9, AKUREYRI, SÍMI 21630

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.