Morgunblaðið - 07.06.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.06.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNl 1972 SAI BAI N | maigret fær samvizkubit eftir georges simenon „Nei. Ég sá hann fara hér inn, og ég vi&si, að hann ætlaði að hitta yður. Hann dáir yður mjög og yðar starf og minnist á yður við hvert tækifæri sem gefst.“ „Eigið þér við, að þér hafið veitt eiginmanni yðar eftirför?" „Já,“ sagði hún blátt áfram. f>á varð stutt þögn. „Kemur yður það á óvart, þeg ar þér hafið séð hann og heyrt?" „Vitið þér lika, hvað hann sagði við mig?“ „Bg get getið mér þess til. Við höfum verið gift í tólf ár og ég þekki Xavier vel. Hann er i eðli S'íniu bæði góður og gegn maður. Eins og þér vltið sennilega, þekkti hann aldroi foreldra sína en ólst upp á vegum hins opin- bera.“ Hann kinkaði kolli. „Hann ólst upp á bóndabæ i Sologne. Tækist homum að hafa hendiur á bók, var hún tafar- iaust þrifin af honum. Þó hefur hann aflað sér góðrar menntun- ar og að mánu áliti er þetta starf hans nú engan veginn honum samboðið. Hvað þekkingu snert ir, kemur hann mér stöðugt á óvart. Hann hefur lesið ailt. Hann veit um alit. En fólk not- faerir sér það. Hann gengur fram af sér i vinnu. Sex mánuðum fyr ir jól er hann þegar farinn að undirbúa jólahátíðina og vinnur myrkranna á milli.“ Hún hafði opnað handtöskú sin'a og hi'kaði við að taka upp sígarettuhyliki úr silfri. „Þér megið reykja,“ sagði hann. „Þakka yður fyrir. Það er minn löstur. Ég reyki of mikið. Ég vona að nærvera mín aftri yður ekki frá að fá yður í pípu.“ Hann veitti athygli fíngerðum hrufckum við augnakróka henn- ar. Þeir gerðu hana þó ekki elli legri en voru frekar til prýðá. Gráblá augun voru skær, eins og oft i nænsýmu fólki. „Við hljótum að koma yður spaugilega fyrir sjónir, eiginmað ur minn og ég. Við leitum bæði til yðar eins og til að gera játn- ingu. Ég hef haft áhyggjur af eiginmannd mdnum í marga mán- uði. Hann er þjakaður af oí mik ilii vinnu og áhygigjum. Þess á mildi þjáist hann af hugarvíli og þá hefst ekki upp úr hon- um orð.“ Maigret ósifcaði þess með sjálf urn sér, að Pardon læknir væri kominn. Ef til vill hefði hann getað I'agt einhverja merkingu í þetta. „1 október . . . já, einmitt i byrjun október, sagðd ég við hann að hann væri að verða tau'gaveiklaður og ætti að leita læknis . . .“ „Minntust þér fyrst á tauga- veifclun við hann?“ „Já. Hefði ég efcki átt að gera það?“ „Haldið þér áfram.“ „Ég fylgdist náið með honum. Hann fór að kvarta undan ein- um yfirboðara sínum, sem hon- um hefur aldrei verið neitt gef- ið um. En hann minntist á sam- særi gegn sér. Svo beindist and úð hans að unguim söliu- manni . . .“ „Hwers vegna?“ „Ég veit, að þetta kann að virðast hlægilegt, en að vissu leyti skil ég Xavier vel. Það er ekki orðum aukið, að hann er einn færasti sérfræðingur Frafck lands í líkönum af rafmaignsjárn brautum. Þér megið efcki brosa. Fólk gerir ekki gys að þeim, sem til dæmis eyðir aU'ri æ-vimni í að gera fyrirmyndir aö brjiósta- . höldium og liífs'tykkjum." „Hafið þér eittihivað af þeirri starfisigrein að segja?“ Ekki vissi hann, hvers vegna hann spurði þessar. Hún hló við. „Ég verzla með slíkan varn- ing. En ég yar ekki að tala um sjáil'fa mi'g. Svo við. víkjum aftur að söiumanniniuim, þá fór hann að gefa sérstakan gaum að að- fei-ð* ’m mannsins míns, iæra af honium og gera uppdrætti að nýjium já'rnbrautarhrinigjum. Það var engu likara en hann ætlaði sér hans starf . . . en í rauninni fór ég ekki að hafa áhygigjiur í alvöru fyrr en tor- tryg’gni Xaviers beindiist að mér <« „Hvers vegna fór hann að tor tryggja yðiur?“ „Hann hlýtiur að haía sagt yð ur það sjálfur. Ryrjiunin var éig inlega sú, að eitt kvöldið horfði hann l'engi á mig og sagði svo: „Þú yrðir vissulega glæsi- leg ekkja." Og þetta orð bar stöðuigt á góma í samræðum okk ar. Til dæmis: „Konur eru til þess skapaðar að verða ekkjur. Auk þess sína linurit . . .“ Þér skiljið Og siðan fór hann að lýsa því fyrir mér, hversu mikdð betur mér miundi vegna án hans, hann væri aðeins hindrun á framabraut minni . . .“ Henni fipaðist aldrei, þrátt fyrir tóma augnaráðið, sem Mai- gret beindi vidjandi tid hennar. „Þér vitið framhaddið. Hann er sannfærður um, að ég hafi ákveðið að ryðja bonum úr vegi. Við matborðið skipti'r hann oft á minu glasi og sínu, án þess að reyna á niokkurn hátt að dylja það fyrir mér. Horíir bara á mig með hæðinisigliotti. Áð ur en hann tekur til matar sdns, í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. biður hann eftir, að ég hafi kyngt fyrsta bitanum. Þegar ég kem beim á eftir honum, kem ég stundum að honiurn þar sem hann er á kafi í leit að ein- hverju í eldihússíkápunum. Éig veit ekki, hvað Steiner l'æknir sáigði við hann .. .“ „Fóruð þér þangað með hon- um?“ „Nei. Xavier sagðist ætía að fara til hans. Það var líka ein- hiwers konar ögrun af hans háilfiu. Hann sagði við mdg: Ég veit að þú ert að reyna að telja mér trú um, að ég sé að gainga af göfdunum og þú beitir við það mikidli kænsfcu. En nú skiul- um við kynma okkur, hvað sér- fræiðdngur segir um mállið.“ „Sagði hann yður, hver niðiur staða læfcnisvitjunarinnar var?“ ,'Hann sagði ekkert, en síðan . . . þetta var fyrir mánuði eða svo . . hefiur hann horft á mig með kaldhæðni þess sem hefur GLÆSILEG NORSK FRAMLEIÐSLA. E. TH. MATHIESEN H.F. SUÐURG'ÖTU 23— HAFNARFIRÐI — SÍMI 50152 Til sölu í Háaleítishverfi mjög glæsileg 3ja herbergja íbúð við FELLSMÚLA. Upplýsingar gefnar á skrifstofunni á milli kl. 4 og 6 e.h. og á kvöldin í síma 25425. HAFSTEINN HAFSTEINSSON HDL., Bankastræti 11. velvakandi 0 Þakkir frá enskri sjómannskonu Frú T. Brickwood, 9 Red- cliff Drive, North-Ferriby, Yorkshire, HU14 — 3DP, Eng- landi, skrifar: „Gætuð þér skilað þakklæti mínu til Reykvíkinga og áhafn- arinnar á þýzka skipinu „Frithjof"? Áhöfnin bjargaði skipverjum í Ranger Ajax, þeg- ar skipið sökk undan Græn- landi. Hvemig get ég komið orðum að þakklæti minu fyrir að bjarga lífi mannsins mtns? Hann var loftskeytamaður á Ranger Ajax. Þalkkarorð eru ekki nóg. Guð blessi þá. Reykvikingum sendi ég hjart- anlegt þakklæti fyrir hjálp og góðar móttökur við hina skip- reika menn, þegar þeir komu til ísiands. Yðar einlæg, T. Brickwood.“ Q Skemmtistað vantar handa unglingum Velvakanda hefur borizt. eftirfarandi bréf, sem ellefu unglingar skrifa undir: „Reykjavík, 18. maí 1972. Kæri Velvakandi! Við deyfum okkur hér með, nokkrir vinir á aldrinum 19—21 árs, að rita þér bréf i von um birtingu þess. Svo er mál með vexti, að unglingar frá 18—21 árs hafa mjög fáa staði til að skemmta sér á, og er það alveg furðu- legt, að enginn skuli gera neitt i því sambandi að koma á stofn fleiri skemmtistöðum fyrir þennan addursflokk. Síðan Glaumbær brann, er orðið alveg óviðunandi ástand fyrir utan skemmtistaðina hér í borg, og viljum við nefna sem dæmi Klúbbinn, Röðul og Sig- tún. Þar bíður hópur unglinga úti, oft í bullandi rigningu, roki og frosti, i um klukkutíma, til þess að komast inn. Er oftast orðið uppselt á þessum stöðum kl. 21.30, nema ef maður end- ist til að bíða úti í biðröð til kl. 22.30 eða 23.00, eins og maður hefur svo oft þurft að gera, þá hleypa þeir stundum nokkrum inn, eftir að nokkrir hafa farið út. Það hlýtur að vera öllum ljóst, að ailur sá fjöldi ungl- inga, sem er á þessum aldri, rúmast ekki inni á þessum stöðum, sem eru fjórir að tölu, að Tjarnarbúð meðtaldri. Nógu slæmt var það, þegar Glaum- bær var uppi, hvað þá nú, þeg- ar allur sá hópur, sem stundaði Glaumbæ, þarf að velja á milli þessara staða, sem eru allir miklu minni en Glaumbær var. Ekki er hægt að ætlast til, að við förum í Tónabæ, eða er það? Á meðan krakkar á aldr- inum 14—15 ára eru að skemmta sér í Tónabæ um hverja helgi, (sem okkur finnst allt of mikið fyrir þann ald- ursflokk), þurfa margir ungl- ingar á aldrinum 18—21 ára að vera heima, og oft 18—19 ára sökum þess, að þeir komast ekki inn á staðina, vegna þess að þeir hafa ekki náð 20 ára aldrinum. Þess vegna leyfum við okkur að spyrja, hvað á að gera við Glaumbæ? Er það satt, sem við höfum heyrt, að það eigi að breyta honum í safn? Er ekki til nóg af þeim i bili? Utlendingar hafa örugglega oftar kvartað yfir því, hve það eru fáir skemmtistaðir hér í borginni, heldur en að hér séu of fá söfn. I það minnsta þeir, sem við höfum talað við. Væri ekki nær að byggja upp Glaum- bæ, eins og hann var, — það tæki ekki svo langan tíma, ef byrjað væri strax. Eða þá að leigja út annan stað, sem starf- ræktur yrði með sama hætti, þ.e.a.s. diskótek og hljómsveit. Að síðustu langar okkur til að minnast á hina svoköiluðu Glaumbæjarhreyfingu. Hvað hefur henni orðið ágengt, — og yfirleitt, hvað hún er að gera? Væri ekki gott ráð, ef hún t.d. gengi á milii á skemmtistöðum borgarinnar og bæði fólk að leggja nokkrar krónur í sjóð fyrir nýjum skemmtistað? Við erum viss um, að það myndi brátt safnast nógu há fjárhæð til að standsetja nýjan stað. Þetta yrði nákvæmlega eins og þegar skólar og félög tóku sig saman og söfnuðu stórum fjárhæðum fyrir Pak- istan- og Biafrasöfnunina og fleiri safnanir. Síðar meir yrðum við mjög stolt af þvi, að hafa sjálf lagt fram fé fyrir honum (skemmti- staðnum). Vlð gætum virkilega stært okkur af því, að hann væri okkar eign. Við vonum, að einhver taki þetta til athugunar hið bráð- asta. Með þökk fyrir lesturinn og birtinguna. Virðingarfyllst. Vinir á aldrinum 19—21 árs. P. S. — Okkur langar einnig til að minnast á, hvernig stendur á því, að beztu hljóm- sveitirnar, eins og t.d. Roof Tops, Náttúra, Svanfriður og Trúbrot, leika eiginlega ein- göngu úti á landi og í Ungó og Stapanum, en ekki á þeim stöð- um hér í Reykjavík, sem ég hef minnzt á hér í bréfinu. Það er alveg furðulegt, að þessar hljómsveitir skuli leggja sig svo lágt að spila fyrir eins mik- inn skríl og t.d. sækir Ungó í Keflavík, það liggur við, að maður skammist sín fyrir land- ann af að sjá þann skríl. Hvers vegna geta þær ekki farið á samning við eitthvað af veit- ingahúsunum hér i bænum, t.d. Klúbbinn eða Röðul? Maður er farinn að fá leið á að heyra sjónvarpsauglýsinigalög, eins og „Ljóminn er góður" og fleira í þeim dúr, hvað eftir annað. S#mu.“ GUNNAR JÓNSSON lögmaður löggiltur dómtúlkur og skjala- þýðandi í frönsku. Grettisgata 19a — simi 26613. ÚTSÝNARKVÖLD í VESTMANNAEYJUM FERÐAKYNNING OG SKEMMTIKVÖLD í samkomuhúsi Vestmannaeyja föstudaginn 9. júní kl. 21.00. ★ FERÐAKYNNING: Ingólfur Guðbrands- son, forstjóri, kynnir ferðaáætlun Út- sýnar 1972. ★ MYNDASÝNING: Ný kvikmynd frá Costa del Sol. ★ FERÐABINGÓ: Spilað um 2 stóra vinn- inga. Útsýnarferð til Costa del Sol og Lundúnaferð. ir SKEMMTIATRIÐI: ? ? ? 'A' DANS: Hljómsveitin LOGAR leika fyrir dansi til kl. 01.00. fjölmennið og kynnizt hinum rómuðu ÚTSÝNARFERÐUM eða rifjið upp skemmtilegar ferðaminningar. FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.