Morgunblaðið - 07.06.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1972, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1972 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 14444^25555 miæifí BILALEI6A-HVÍFISG0TU 103 14444 S* 25555 SENDUM BÍLALEIGA CAR RENTAL STAKSTEINAR Ljótt er, ef satt er Alþýðubandalasíiblaöið á Akureyri birtí íyrir skómmu ritstjórnargreiu, sem bar yfir skriftina: Hlutverk Þjóðvílj- ans. Þar sagði ma.: „Morgun blaðið er útbreidðast allra blaða á íslandi og munu fá dæmi í heiminum um þvilíka útbreiðslu miðað við fjölda landsmanna. Við liggur að blaðið fari inn á hvert heimili í landinu og það er í ljósi þess arar útbreiðslu sem áhrif þess birtast. En jafnframt þvi að vera langútbreiddasta blaðið þá mun jafn ílialdssamt blað vart fyrirfinnast á vestur- hveli jarðar. Undirlægjuhátt- ur blaðsins gagnvart banda- riskum stjórnvöldum er með þeim endemum að samjöfnuð mun hvergi að finna í blaða- heimi Evrópu, ncma ef vera skyldi eitthvað af hinum í- haldssömustu blóðum Spring- er-hringsins i Þýzkalandi og málgögn fasisnians á Italíu, Spáni og Portúgal. Þetta blaö hefur alla tið beitt öHu afii sínu gegn verkalýðshreyfing- unni, ef átök hafa staðið yfir miili hennar og atvinnurek- enda. Það hefur barizt sem Ijón gegn því að bandaríski herinn yrði látinn hverfa frá íslandi. Mega menn i því sam bandi minnast sefasýkisskrifa blaðsins eftir að I jóst’ varð, að núverandi rikisstjórn stefndi að brottflutningi herliðsins á þessu kjörtímabili. í stuttu máli er blaðið aðalbaráttutæki heildsala- og lögfræðingaklik- unitar í Sjálfstæðisflokknuni. Mannanna, sem vilja viðhalda og auka hvers konar forrétt- indi borgarastéttarinnar í þjóð félaginu." — Ljótt er, ef satt er. Stjórnin hleypur undan ábyrgðinni Nýju skattalögiii og lögin um tekjustofna sveitarfélaga, er samþykkt vorti á síðasta Alþingi, mörkuðu verulega stefnubreytingu í skattamál- um. Með stórhækkun fast- eignagjalda hugðist ríkis- stjórn ólafs Jóhannessonar snúa við þeirri stefnu, að auðvelda almenningi að búa í eigin húsnæði. — Stefnubreyting i þessum efn- um er fyrst ag fremst ruimin undan rifjum sósíalista. Rík- isstjórnin gerði sér hins veg- ar grein fyrir því, aö þessi stefnubreyting myndi mæta verulegri andsp’yrnu hjá fóik- inu í landinu. Til þess að reyna að skjóta sér undan ábyrgð á eigin gerð um greip ríkisstjórnin til þess skollaleiks að ákveða gjsvlda upphæðina 0,5% af fasteigna mati ,en „heimild'* var veitt til að hækka gjaldið í 0,75%. Öllum var ljóst, að sveitarfé- iögin yrðu yflrleitt að nota þessa „heimild“. En Samb. ísl. sveitarfélaga lagði sasot sem áður til að heimildin yrði Iiáð samþykki ráðherra. Ráðherra vildi hius vegar ekki liafa það vald að geta hindrað þessa hækkun, enda var honura full ljóst, að öll stærri sveitarfélög in þyrftu á þessum tckjum að halda. Hann strikaði því út ákvæðið um það, að hækkun- in skyldi háð samþykki ráð- herra. Það, sem-hér gerðist, er of ureinfalt. Ráðherra vissi, að sveitarfélögin þyrftu 0,75% gjald, vegna þess að aðrir tekjustofnar höfðu verið tekn ir af þeim. Hann ætlaði hins vegar að velta ábyrgðinni af sér yfir á sveitarféiögin, eins og raunar liafa verið gerðar tilraunir til að uadanförnu. Þess vegna kallaði hann hluta gjaldsins aðeins heimildar- ákvæði, en gætti þess ræki- lega, að ekki þyrfti að sækja um heimiidina til sín heldur gætu sveitarfélögin lagt þetta á, gagnstætt því, sem er utn heimildarákvæði til 10'/« hækkunar útsvars, þar þarf ráðherrasamþykki. Leiðrétting í Staksteinum í gær var fjallað um samstarf Kommún istaflokks Rúmeniu og Al- þýðubandalagsins; í niðurlagi frásagnarinnar urðu þau mis tök, að talað var um sameigin legan boðskap „Alþýðublaðs- ins og Kðmniunistaflokks Rúmeniu". Eins og öllum má vera Ijóst, var í þessu tilviki átt við sameigtnlegau boð- skap Afþýðubaudalagsins og Kommúnistal'Iokks Rúmeníu, enda veit enginn til þess, að Alþýðublaðið iiafi nokkur sam skipti við kommúnsstaflokka austan járntjaldsins; það er ekki einu sinn víst, að komm únistar þar vifci, að Alþýðu- blaðið er til. Tf 21190 21188 Ódýrari en adrir! Snaon LEIGAN 44-46. SlMI 42600. Til sölu traktorgrafa Marsey Ferguson, árgerð 1963 með hósi á góðum ciekkjum, til sýnis og söki hjá Dráttarvélum hf., sími 86500. Bútur óshust Óska eftir að kaupa bát, 24— 26 fet, má vera opinn og vél- artaus. Sírrvi 25574 eftír kl. 9.30 á kvöldin. Atli Heimir Sveinsson Þriðju tónleikarnir eru alís- lenzkir og verða sunnudaginn 11. júni. Síðustu kammertónleikamir eru miðvikudaginn 14. júní og leikur þá kvartett Tónlistarskól- ans. LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK ISLENZKIR tónlistarmenn standa að fjölbreyttum kammer- tónlistarflutningi í Austurbæjar- bíói þriðjudaginn 6., miðvikudag- inn 7., sunnudaginn 11. og mið- vikudaginn 14. júni. Auk þeirra koma þar fram þrír sænskir hljóðfæraleikarar Thore Janson klarinettleikari, Rune Larsson fagottleikari og Ib Lanzky-Otto homleikari, sem er sonur Vilhelms Lanzky-Ottos, en hann var hér starfandi tórdistar- maður um nokkurra ára skeið. Ib lék fyrir tveimur árum einleik með Stnfóníuhljómsveit Islands í hornkonsert eftir Richard Strauss. Mikill áhugi er fyrir auknum samskiptum við erlenda listamenn og bar Félag ísl. tónlistarmanna fram við fram- kvæmdanefnd hátíðarinnar til- lögu um þátttöku Svianna. Sex islenzk verk verða frumflutt, öll samin af yngri tónskáldum okk- ar. Fyrstu tónleikarnir í gær í Austurbæjarbiói hófust með því að Thore Janson, Rune Larsson og Ib Lanzky-Otto léku verk Atla Heimis Sveiinssonar „Side by side“ (1972). — Þá lék kvartett Tónlistarskólans strengjakvartett op. 28 eftir Ant- on Webern, en verk hans hafa örsjaldan heyrzt hér á tónleik- um. Að lokum kom svo Oktett Schuberts fluttur af kvartett Tónlistarskólans, Einari B. Waage kontrabassaleikara, Thore Janson, Rune Larsson og Ib Lanzky-Otto. Á næstu tónleikum i dag leika Jórunn Viðar og Gisli Magnússon Arudante og tilbrigði op. 46 fyrir tvö píanó eftir Robert Schumann. Því næst er „Plus sonat, quarn valet“ (1971) fyrir horn, fiðlu, lágfiðlu og selló eftir Þorkel Sigurbjörnsson leikið af Ib Lanzky-Otto, Einari G. Svembjörnssyni, Ingvari Jón- assyni og Hafliða Hallgrímssyni. Þá syngur Sigríður E. Magnús- dóttir Sjö sígenaljóð op. 55 eftir Dvorák, en Jórunn Viðar leikur þar með á píanó. Þessum tón- leikum lýkur með Septett Strav- inskys. Hann flytja GLsli Magn- ússon píanó, Einar G. Svein- björnsson fiðla, Ingvar Jónasson lágfiðla, Hafliði Hallgri.msson selló, 7*hore Jcmson klarinett, Rune Larsson fagott og Ib Lanzky-Otto horn. Listahátíðin: Fjölbreyttur kammer- tónlistarflutningur Hljóðfæíaleikararnir Einar Sveinbjörnsson, Ingvar Jónasson, Ib Lanzky-Otto, Gísli Magnússon, Rnne Larsson og Thore Janson æía Septett eftir Stravinsky fyrir kammertónleikana. Glasgow Stokkhólmur mánudaga |1 föstudaga f Osló mánudaga miðvikudaga föstudaga Luxemborg al!a daga Kaupmannahöfn ^ þFiöjuðaga / \\ mióvikudaga /J I fimmtudaga I 1 sunnudaga j 1.maí-3l.okt LOFTLEIDIR Farpantanir ísíma 25100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.