Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNf 1972
Iandi er nánast útilokuð vegna
þeirrar gífurlegu fjárfestingar,
sem slíkt útheimtir. Tæknihá-
Skóli búinn öllum fulikomn-
ustu rannsóknarstofnunum
myndi eflaust kosta marga mill
jarói islenzkra kr. Nær virð-
ist að blása nýju lífi í þær
stofnanir, sem fyrir eru, en
láta hin háu vísindi eiga sig
fyrst um sinn, nema að svo
miklu leyti, sem þau komast
fyrir í því tæknimenntakerfi,
sem við ráðum við. Þannig ætti
þó fljótlega að skapast, nær
sjálfkrafa, rannsóknarstarf-
semi í ákveðnum mikilvægum
greinum, sem hæfði til fram-
haldsmenntunar fyrir verk-
fræðinga með B.S. próf, þótt í
smáum mæli væri.
tæknihAskóli íslands
Okkur langar til þess að
koma hér á framfæri eftirfar-
andi tillögum og hugleiðingum
um skipulagningu og uppbygg-
tngu alhliða íslenzks tæknihá-
skóla.
Við teljum eðlilegast að sam
eina Tækniskóla íslands og
Verkfræði- og raunvisinda-
deild Háskóla Islands i eina
stofnun, Tækniháskóla Islands,
sem sé rekinn sem sjálfstæð
menntastofnun. Með slíkri mið
stðð æðri tæknimenntunar á Is
landi ætti að vera hægt að
skapa jafnvægi í mennta-
málum landsins, sem hingað til
hefur ekki verið fyrir hendi.
Flestir, sem hafa fjallað um
kerfi landsins, og veita þeim
hverja þá tæknimenntun sem
bezt hæfir, hvort sem um er
að ræða stærðfræðideildar-
stúdenta, iðnaðarmenn, verzl-
unarskólafólk eða aðra.
nAm.sskipijl.\g
Við nær allar tæknllegar
menntastofnanir í heiminum
hefur tækninám byggzt á hin-
um fjórum sígildu verkfræði-
greinum, byggingaverkfræði,
vélaverkfræði, rafmagnsverk
fræði og efnaverkfræði.
Hin öra tæknilega framþróun
hefur nú orsakað, að
þessi gamla skipting er óðum
tekin að riðlast. Menntun
þeirra manna, sem eiga að
skipuleggja mannvirki og veita
forstöðu stóriðjuverum væri
betur sett saman úr öllum þess
um greinum, og er þá jafnvíst
að samt vanti undirstöðumennt
un í rekstrarhagfræði og
stjórnfræðilegum greinum. Við
tækniháskólana viðast hvar
fer þvi fram gagnger endur-
skipulagning námsins og
nýrra leiða er leitað. Sem oft
áður verður hér vitnað í
Danska verkfræðiháskól-
ann. Á hausti komanda verð-
ur grundvallarbylting í allri
námstilhögun, er gamla deild-
arskiptingin verður felld nið-
ur. Að loknu prófi er veittur
titillinn verkfræðingur, án
þess að tekið sé fram hvaða
fræði hafi verið stunduð. Nám
Tilraunasaliir Vatnsbygginga-
fræðiháskólans í
krydda námið með lögfræðileg
um, hagfræðilegum og félags-
fræðilegum greinum.
Einmitt þetta námsskipu-
lag myndi mjög henta við kom-
andi tækniháskóla á Is-
landi. Með valfrelsinu skapast
aðstæður til þess að veita
tæknimenntun, sem er sniðin
eftir bæði þörfum einstaklings
ins, svo og hinum fjölbreyti-
legu þörfum þjóðfélagsins.
Slíkur skóli myndi auðveldlega
framtíð tæknimenntunar á ís-
landi, eru sammála um að sam-
eining þessara tveggja mennta
kerfa sé æskileg, enda verður
að telja, að landið hafi ekki
efni á því að reka tvær slík-
ac menntastofnanir, sem í mörg
um tilvikum koma til með að
tvítaka hvor aðra. Hins veg-
ar eru menn ekki sammála um
hvort hægt sé að sameina tvö
slik ólik menntakerfi og
því talin hætta á að annað
verði að vikja.
Við álítum að þetta vanda-
mál verði aðeins leyst á óhefð
bundinn hátt, og leitum því
stuðnings í þeirri grundvallar-
byltingu tækniskólanáms, sem
nú á sér stað víða í heiminum.
Fer hér á eftir lýsing náms-
skipulags í tækniháskóla með
tveggja ára forskóla, sem ger-
ir kleift að taka inn nemend-
ur, hvaðan sem er úr skóla-
ið byggist á nær algeru val-
frelsi, eftir að lokið er við
nokkrar raunvísindalegar und
irstöðugreinar. Hinar ýmsu
deildir skólans bjóða fram fjöl
margar námseiningar i nær öil-
um þeim greinum, sem hægt er
að ímynda sér að hafi einhver
tengsl við námið almennt. Nem
endur geta frjálst valið milli
allra þessara eininga, og að
loknu prófi í hverri einingu
hljóta þeir 6 stig að launum.
330 slík stig nægja til verk-
fræðiprófs frá skólanum. Þótt
einingamar séu sumar háðar
hver annarri, er sama í hvaða
röð þær eru teknar og jafn-
framt má velja að sækja nám-
s-keið hjá öðrum menntastofn-
unum og fá fyrir það full stig.
Á þennan hátt er hægt að
setja saman tækninóm á nær
óteljandi vegu, og með því að
sækja stig til annarra skóla
Gróðurntold irú Stólvík
Moka gróðurmold á bila eftir kl. 8 í kvöld og
frá kl. 8 árdegis á morgun, laugardag.
Ölver Kristjánsson.
geta leyst bæði hlutverk verk-
fræðiskóla og tækniskóla sam-
tímis. Á meðfylgjandi mynd er
sýnt skipulagsrit fyrir tækni-
háskólanám eftir þessu sniði.
Við skólann starfi föst undir-
búningsdeild, sem taki eitt til
tvö ár. Með eða án inntöku-
prófs má þar veita inngöngu
nemendum úr nær öllu
skólakerfinu. Eftir undirbún-
ingsdeild tekur við 4 ára eigin-
legur verkfræði- eða tæknihá-
skóli. Má hugsa sér að 1. náms-
árið þar sé að mestu bundið
við fastar námseiningar í und-
irstöðufögunum. Fullt valfrelsi
í námi sé hin 3 námsárin, og
má ímynda sér að 220 námstig
nægi til svokallaðs B.S. prófs
i verkfræði.
Eftir slíku námskerfi getur
stærðfræðideildarstúdentinn
valið sér greinar í raunvísinda
fögunum og ýmsar fræðilegri
greinar, með rannsóknarstarf-
semi sem markmið. Iðnskóla-
genginn sveinn getur lagt
áherzlu á stjórnunarfræði,
verkskipulagningu og önn-
ur hagnýt fög, og verzl-
unarskólanemandinn getur val-
ið enn aðra leið. Þannig mætti
lengi telja. Telja verður að höf-
uðmarkmið sliks tækniháskóla
sé að veita menntun til B.S.
prófs í verkfræði. Ýmsir aðil-
ar hafa síðan talið, að ekki sé
hægt að halda lengra að sinní.
Hjá þeirri staðreynd verður
hins vegar ekki komizt, að á
og straumfræðideildar Verk-
Kaupmannahöfn.
Isílandi eru viss verkefni svo
mikilvæg fyrir þjóðfélagið, að
miklar grundvallarrannsókn-
ir verða að fara fram þar. Má
hér nefna verkefni í sambandi
við fiskiðnað og sjávarútveg-
inn almennt, hagnýting jarð-
hita og margt fleira. Eftir að
slíkur skóli er tekinn til starfa
væri því ekkert til fyrirstöðu
að gefa verkfræðingum með
B.S. próf kost á þvi að sér-
mennta sig i þessum greinum á
Islandi, og Ijúka þannig M.S.
prófi og jafnvel doktorgráðu
frá tækniháskólanum í fáum út
völdum greinum . Siíkt yrði
mikil lyftistöng og uppörvun
fyrir skólann, og því sjálfsagt
að gefa því gaum. Það væri
jafnvel ekki óhugsandi, að
hægt væri að bjóða slíkt sér-
nám við skólann erlendum nem
endum, einkum frá þróunar-
löndunum, ef til vill með stuðn
ingi UNESCO eða annarra
hjálparstofnana. Að sjálfsögðu
myndu verkfræðingar með B.S.
próf, að sama skapi og áður,
leita framháldsmenntunar er-
lendis.
Einn af höfuðkostum slíks
tæknimenntakerfis, sem hér
hefur verið lýst, er að auðvelt
er að koma á framfæri nýjum
námsgreinum svo sem fiskveiði
tækni, fiskiðnfræði,. matvæla-
og niðursuðutækni, svo eitt
hvað sé nefnt, án þess að til
þess þurfi heilar nýjar deild-
ir eftir gamla skipulaginu.
Þannig má sífellt aðlaga nám-
ið þörfum þjóðfélagsins hverju
sinni. Að endingu má benda á
annað höfuð atriði, sem er stað
setning slíks skðia. Auðvelt er
að setja á stofn útibú
frá tækniháskólanum, hvar sem
þörf fyrir slikt væri. Á með-
fylgjandi skipulagsriti er sýnt
hvernig slíkt útibú á Akureyri
gæti verið mótað. Skólinn þar
gæti verið undirbúningsdeild-
in og 1. námsár verkfræðiskól-
ans með hinum föstu námsein-
ingum. Til viðbótar mætti
hugsa sér, að þar færi einnig
fram kennsla í ákveðnum
námseiningum, sem ef til vill
væru þýðingamiklar fyrir iðn-
aðinn þar. Nemendur gætu far
ið milli skólanna eftir vild, tek
ið eitt misseri á Akureyri og
næsta við aðalskólann, enda
skólarnir báðir undir sam-
ræmdri stjórn.
tæknihAskólinn sem
RANNSÖKNARSTOFNUN
Tækniháskólinn skal einnig
vera miðstöð allrar rannsókn-
arstarfsemi í landinu, hvað
snertir verklegar og tæknileg-
ar rannsóknir. Við skólann
starfi áfram hinar ýmsu rann-
sóknarstofnanir, sem þegar eru
tengdar Verkfræði og raunvís-
indadeild, og áherzla skal lögð
á nána samvinnu við rannsókn
arstofnanir atvinnuveganna,
svo og aðrar stofnanir, Orku-
stofnun, Tæknistofnun sjávar-
útvegsins m.fll. Með þvi að sam
eina að nokkru leyti vísinda-
lega starfskrafta þessara stofn
ana starfsliði tækniháskóterus,
má nýta sem bezt sérþeksk-
ingu hinna ýmsu startfsmaínna.
Hliutverk tækmháslkólianis
sem þjónustustofmmar við at-
vinnuvegi landsins skal ekki
vanmetið. Fyrst með slíkri
starfsemi væri hin mikla fjár-
festing í tækniháskóla réttliæt-
anleg og kæmi að fullum
notum fyrir þjóðfélagið. Sem
dæmi um sllíka þjónustustarf-
semi má nefna rekstur tækni-
bókasafns og rekstur stór-
tölvu. Verkefni tæknibóka-
safnsins yrði bókaskráning og
útlán fyrir allt landið, svo og
ljósritunarþjónusta. Reiknimið-
stöð tækniháskólans, með
rekstur stórtölvu í huga,
gæti annazt tölvuútreikn-
inga og gagnaúrvinnslu fyrir
alla þætti hins íslenzka þjóð-
félags. Telja verður að tækni-
háskólinn sé einasta stofnunin,
sem gæti annazt slíkan rekstur,
séð um námskeið og haft upp-
lýsingaþjónus'tu fyrir alla not-
endur. Hinir ýmsu notendur,
þ. e. tækniháskólinn sjálfuir,
opinberar stofnanir og fjöl
mörg einkafyrirtæki, myndu
bæði hafa beinan aðgang til
innlesturs verkefna og svo
inngang símleiðis eftir því sem
við ætti. Þannig gætu notend-
ur í fjarlægari landstflut-
um haft jafna aðstöðu á við
hina. Hinar ýmsu rannsókna-
stofur tækniháskólans gætu
jafnframt tekið að sér að leysa
alls kyns verkefni stór og smá
fyrir opinberar stofnanir ög
einkaaðila, og þannig mætti
lengi telja.
Að lokum má benda á mikil-
vægi þess, að nemendum
tækniháskólans gefist kostur
á að vinna að margvislegum
verkefnum við hinar ýmsu
rannsóknastofnanir. Þannig
gæti sérnám til M.S. prófs og
doktorsgráðu að mestu leyti far
ið fram hjá rannsóknastofnun
unum. ELnnig má benda á þá
túlkun námseiningakerfisins,
sem leyfir að fyrirlestrar 1
einni einingu séu leystir af
hólmi með afleysingaverkefni.
Slik verkefni má vinna að
mestu hjá rannsóknastofnun-
um og þá undir handleiðsllu
þeirra.
LOKAORÐ
Island er lítið land, en það
þarf á sömu tæknimenni'n.gu
að halda og aðrar þjóðir, þeg-
ar eiginn atvinnurekstur á í
hlut. Vandamálið er að sam-
ræma þessa þörf þeim aðstæð-
um féleysis og fólksfæðar, sem
þetta land á norðurhjara heims
á við að stríða. Þetta verður
bezt gert með þvi, að allir sam-
einist um að nýta sem bezt þá
aðstöðu og starfskrafta, sem
fyrir hendi eru, án þess þó
að hengja sig fastan í klafa
nokkurs einskorðaðs kerfis.
Með tillögum okkar, sem hér
hefur verið lýst, höfum við vllj
að leggja fram okkar skerf til
lausnar þessara máia, og
er það von okkar að þessar til-
lögur megi opna nýjar leiðir í
þeim umræðum, sem fram hafa
farið um þessi mál að undan-
fömu. Með þessu er þó ekki
sagt, að rangri stefnu hafi ver-
ið fylgt fram til þessa, né und-
anfarið starf í þessum málum
sé unnið fyrir gig. Þvert á móti
virðist sem þessa stundina sé
unnið merkt brautryðjenda-
starf I uppbyggingu tækni-
menntunar á Islandi. Sem mark
mið æðri tæknimenntunar og
rannsóknarstarfsemi á íslandi
teljum við það fyrirkomu-
lag mála, sem hér hefur stutt-
lega verið lýst, vera hagstæð-
ast fyrir iandið. Náin samvinna .
tækniháskólans við rannsókn-
arstofnanir atvinnuveganna, .
svo og það námskerfi valfrels-
is, sem leysir nú sem óðast
hina gömlu hefðbundnu verk-,.
fræðikennslu af hólmi, er ein ,
mitt líklegt til þess aö
gefa bezta nýtingu á þéimi
starfskröftum og þeirri aflj
stöðu, sem fyrir er í landinu.
Kaupmannahöfn 1. júní 1972, j
Júlíus Sólnea,
Jónas Eliassom.