Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 8
• • Tr* ' Með Qræfingum á Selveiðum, I* grein: Selakeppurinn reiddur Sláturtíð hjá selveiðibændum I.ulli að greiða kóp úr netinu . . . „Ég ætla bara að vona að þessi skrif þín uni veiðina verði ekki til þess að við verðum að fara með kópana í sláturhúsið næst,“ sagði Magnús I.árusson, bóndi í Svínafelli, er við héldum af stað í selveiðiferðina. Selveiði hefur oft ver'ð hallmælt á iindanförnum ár- um, og mönnum þótt aðfarirn ar ómannúðlegar. Skrautleg- ar lýsingar hafa birzt í fjöí- miðiiim um óargardýr i mann iegu gervi, sem hlóði drifin murkiiðu lifið úr kópununi, meðan kæpurnar horfðu á „með tárin í augunum", ómegnugar þess að skerast í leikinn. Þannig var t.d. sagt frá selaveiðum í Norðurhöf- um, að eftir að mennirnir höfðu danglað léttilega í liausinn á kópiinum, og síðan flegið þá meðvitundarlausa. Eftir Gísla Baldur Garðarsson hefðu þeir raknað úr rotinu, og skriðið eftir ísniim, öskr- andi af kvölum. Um sannleiksgildi þessara sagna skal ég ekki dæma, en að fenginni reynslu hérlend- is leyfi ég mér þó að draga það í efa. Ég fór þess á leit við þá bændur á Svínafelli í Öræf- um í vor, að fá að koma með þeim í selveiði til þess að skrifa um þær og taka mýnd- ir. Var það auðsótt. 1 austri sást móta fyrir komandi degi er við hittumst á Háötldu, austan við rætur Sandfells, þótt enn hvíldi húm næturinnar yfir sveit- inni við rætur Öræfajök- uls. Klukkan var rétt far- in að ganga fimm, og virtist svo sem að veðurguð- irnir ætluðu að verða okkur hliðhollir við veiðiskapinn. Farartækin voru þrjár dráttarvélar, ein frá hverjum bæ i Svínafelli. Nokkuð hafði fjölgað i hópnum frá því að við fórum að troða brautina yfir ósinn. Auk þeirra Magga í Böltan- um, Lulila í Vesiturbænum, Guðjóns í Austurbænum og Hannesar sonar Lulla, höfðu fjögur ungmenni slegizt i hópinn. Voru það tvær heima sætur frá Svínafeilli, þær Hrefna Magnúsdóttir og Sól- veig Guðlaugsdóttir, Guð- rún Óladóttir frá Reykjavík og Jóhann bróðir Guðjóns. Leiðin fram á fjöru sóttist nokkuð greiðlega, þótt örlitl- ar tafir yrðu þegar ein drátt- arvélin festist í brautinni, sem við höfðum troðið yfir eystri ósinn. Farið var með netin u.þ.b. ein,n kálómetra upp með stærri ósnum og þar stað næmzt til að gera klárt. Karl- mennirnir klæddu sig i vöðl- urnar, komu kutanum hagan- iega fyrir, og með selakepp í hendi héldu þeir af stað enn lengra upp með ósnum, þar sem Maggi og Guðjón óðu yfir með streng. Á meðan gengu stúlkurnar frá veiðar- færunum, greiddu netin og breiddu þau út í fjörusand- inum á ósbakkanum. Mikili fjöldi sela hafði leg- ið i látrum uppi á ósbakkan- um þegar okkur bar að, en fljóílega forðað sér niður i vatnið er hann varð okkar var. Svo grandlaus var sel- urinn þó, að í stað þess að forða sér á haf út, þá sval- aði hann forvitni sinni með því að fylgjast með þeim tilburð- urn sem þessar tvífæt'bu veir- ur viðhöfðu við ósinn. Nokkrir kópanna voru enn svo ósjálfbjarga, að mæð ur þeirra urðu að synda með þá á bakinu. Aðrir smá- kóparnir urðu viðskila við mæður sínar á ósbakkanum, og vegna þess, hve stutt var siðan þeir höfðu komið í heim inn var ekki farið að gæta minnstu sjáilfsbjargarviðleitni hjá þeim. Keppurinn var reiddur, og brátt lágu fjórir kópar í valnum hjá þeim Magga og Guðjóni á vestur- bakka óssins. Þegar strengurinn var kom- inn á þann stað, þar sem ráð- gert hafði verið að byrja, að draga fyrir var hainn festur á bökkunum báðuim megin óss ins. Netin voru klár, og var þá fyrst dreginn yfir sá strengur, sem hnýttur var í netin. Þegar Maggi og Guðjón höfðu náð honum, var aðalvaðurinn dreginn austur- yfir aftur, og bundinn kyrfi- lega. Þá var netið látið fara, og brátt var það farið að reka undan straumnum niður ósinn. Haldið var i endana báðum megin össins, og reynt að draga netið til, þannig að það færi þar sem mest var af kópi hverju sinni. í>ótt mikill fjöldi sela væri í ósnum, leið ótrúlega langur timi þar til sá fyrsiti áneitj- aðist. Netið tók kipp, og úti í miðjum ósnum reyndi kóp- urinn árangursilaust að losna úr gildrunni með miklum bægslagangi. Ekki virtist þetta þó verða hinum til varnaðar, því nú festust þeir hvar á fætmr öðrum. . . . blóðgar hann og mænustingur. (Ljósm. Mbl. G.B.G.) Guðjón, Maggi, og Jói klárir fyrír veiðina, íklæddir vöðlum og með selakeppi í höndum. K'tpurinn dreginn á land. Hrefna reiðir keppinn tii höggs, - og sendir kópinn með duglegu höggi inn í eilífðina. Jói er ]ægar komin - stað til að ná i þann næsta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.