Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1972
Olympíukeppni Sovétríkjanna
Þegar sovézku stómneistar-
arnir L. Stein og W. Tukma-
kov héltu heimleiðis frá Is-
landi á næstliðnum vetri létu
þeir þess getið, að þeir færu
beint til þátttöku í skemmti-
legustu skákkeppni, sem völ
væri á. Keppni sú, sem hér
um ræðir er Olympíukeppni
Sovétríkjanna, sem nú var
háð í fyrsta skipti. Að sögn
hefur undankeppni staðið síð
astliðin tvö ár óg voru þátt-
takendur alls um það bil ein
milljón. I úrslitakeppninni,
sem hófst 1. marz s.l. tóku
þátt sveitir frá öllum lýðveld
um Sovétríkjanna, auk sveita
frá Moskvu og Leningrad.
Úrslitakeppnin var tefld í
þrem riðlum og voru sex
sveitir í A-riðli, sex i B og
fimm í C-riðli. Hverja sveit
skipuðu sex karlar, þrír ungl
ingar, tvær konur og tvær
stúlkur.
Úrslitakeppnin var hörð
og spennandi og lauk henni
með sigri skáksveitar
Moskvuborgar en hana skip
uðu þeir Petrosjan, Smyslov,
Bronstein, Balashov, Suetin
og Vasjukov, auk kvenna,
unglinga og stúlkna. Sem
sagt sveit sem sennilega færi
með sigur af hólmi á hvaða
Ólympíumóti sem væri.
Moskvusveitin hlaut 37 % v.,
en í öðru sæti varð sveit Sam
bandslýðveldisins Rússlands,
hlaut 34 y2 v. Á tveim efstu
borðunum þar tef ldu þeir
Polugajevski og Karpov. 1
þriðja sæti með 33 v. varð
sveit Úkraínu, þar sem þrjú
efstu borðin voru skip-
uð þeim Savon, Stein og
Túkmakov. Við skulum
nú lita á eina skák úr úr-
slitakeppninni, þar sem Leo-
nid Stein sýnir hvers hann
er megnugur þegar hon-
um tekst upp.
Hvítt: L. Stein
Svart: V. Smyslov
Enskur leikur.
1. c4 — Rf'fi, 2. Rc3 — e6,
3. Rí'3 — b6 (?!) (Smyslov
hikar ekki við að láta and-
stæðingnum eftir völdin á
miðborðinu. Öruggari leikur
var hér 3. — D5 en þá gat
hvítur teflt hvort sem hann
vildi heldur, drottningar-
bragð eða katalónska byrj-
un). 4. e4 — Bb7, 5. De2 —
Bb4. (Eftir 5. — d6 væri svarta
staðan þröng, en þó vel tefl-
andi) 6. e5 — Rg8, 7. d4 —
d6, 8. a3 — Bxc3 + , 9. bxc3
— Re7, 10. Ii4! (Stein blæs
þegar til atlögu á kóngs
væng, þar sem svartur
er veikastur fyrir. Hreyfi-
frelsi svörtu mannanna er nú
þegar orðið harla takmarkað,
enda hefur flakk kóngsridd-
arans kostað þrjá leiki) 10.
— Rd7, 11. h5 — Bxf3?
(Svartur ákveður að þiggja
peðsfórnina þótt það kosti
einn mann hans, sem er sæmi
lega virkur. Mér virðist þó
enn betra hefði verið að
leika hér 11. — h6, en eftir
12. Bf4 stendur hvítur engu
að síður mun betur). 12. Dxf3
— dxe5, 13. h6! (Hugmynd-
in að baki peðsfórnarinnar,
svartur neyðist til að opna
kóngsvænginn andstæðingn-
um í hag). 13. — gxh6 (Erf-
itt er að benda á nokkurt við
unanlegt áframhald fyrir
svartan. Eftir t.d. 13. — g6
kæmi 14. Bg5 og svartur má
sig hvergi hræra). 14. Bxh6
— exd4, 15. Bg7 — Hg8, 16.
Hxh7 — Rf5 (Svartur reynir
að blíðka goðin með því að
gefa peðið til baka en allt
kemur fyrir ekki). 17. Bxd4
— c5, 18. g4 — cxd4 (Ef 18.
— Rd6 þá 19. Bg7 ásamt Hdl
og hvítur vinnur). 19. gxf5
— e5, 20. Ddð — Hf8, 21.
cxd4 — He8, 22. Hdl — De7,
23. Bg2 — Hg8, 24. Dl>7 —
Hxc4? 25. dxe5? (Hér gat
hvltur unnið strax með 25.
Da8 + , 25. — Dd8, 26. Dd5 og
hrókurinn fellur vegna mát-
hótunarinnar á f7). 25.
— Dxe5 + , 26. Kfl — Db5, 27.
Kgl — Dc6, 28. Dxc6 —
Hxc6 (Nú hefur Smyslov
trúlega talið sig vera slopp-
inn úr mestu kröggunum, en
. . .) 29. Hh8!! (Þessi stór-
glæsilegi leikur gerir út um
skákina I einu vetfangi. Það
er sama hverju svartur leik-
ur, hann kemst ekki hjá
mannstapi). 29. — Hcg6, 30.
fxg6 — Hxh8, 31. Bc6 —
Hg8, 32. Bxd7+ — Ke7, 33.
Bf5 — fxg-6, 34. Hd7+ — Kf6,
35. Bd3 — Ha8 og gafst npp
um leið.
Nýlokið er niinningarmóti
Capablanca, sem fram fór í
Cienfuegos, þriðju stærstu
borg Kúbu. Sigurvegari
varð sovézki stórmeistarinn
Lein, sem lilaut 14 v. af 19
mögulegum, tapaði engri
skák. I öðru sæti varð ann-
ar Sovétmaður, Piatonov með
13 v. og þriðji ungverski
unglingurinn Ribli með 12 v.
The Times:
Leit Kristur á sjálfan
sig sem Messías?
Fyrir skömmu kom út í
Lundúnum mikið uppsláttar-
rit um Gyðingdóm, sem ber
heitið Encyclopedia Judaica.
Þar er þvi haldið fram, að
Kristur hafi ekki litið á sjálf-
an sig sem Messías fyrr en
undir lok ævi sinnar. Þetta
mikla ritverk er í 16 bindum
og hefur að geyma alls 25000
uppsláttarorð. Þar er fjallað
um alla þætti gyðingatrúar og
gyðinglegrar menningar. 1 rit
inu er dregið í efa, að ýmsar
hefðbundnar skoðanir krist-
inna manna um líf og
dauða Krists fái staðizt, þótt
guðspjöllunum sé ekki hafn-
að sem trúverðugum heimild-
um.
Biturleiki hefur löngum ein
kennt afstöðu Gyðinga til
kristinna manna og veldur
þar mestu ásökun hinna síð-
arnefndu um að Gyðingar
hafi myrt Krist, sem raunar
er undirról hinna fjöiimörgu
gyðmgaofsókna sögunnar.
Eftir stofnun Israelsríkis ár-
ið 1948 hefur samkomulagið
hins vegar farið batnandi og
í sameiningu hafa Gyðingar
og kristnir menn staðið að
rannsóknum á skyldleika trú-
arbragða sinna.
1 fyrra kom út í ísrael bók,
sem ber heitið Réttarhöldin
yfir Jesúm og dauði hans,
eftir Haim Cohn hæstaréttar-
dómara. Þar er þvi haldið
fram, að Jesús hafi verið
dæmdur og líflátinn af Róm-
verjum, án þess að hafa hlot-
ið dóm æðstaráös Gyðinga,
sanhedrin. Þvert á móti tel-
ur Cohn, að meðlimir æðsta
ráðsins hafi reynt að bjarga
lífi hans með þvi að fá hann
til að afneita þvi að hann
væri Messías.
Höfundur greinarinnar í
Encyclopedia Judaica er ekki
fyllilega sammála þessari
skoðun. Hann samþykkir að
vísu að réttarhöld æðsta ráðs
ins hafi ekki átt sér stað, en
heldur því hins vegar fram,
að æðstu prestarnir hafi selt
Jesús í hendur Pontiusi Pila-
tusi vegna spásagnar hans um
eyðingu musterisins og vaida-
missi þeirra sjálfra. Því er
haldið fram, að kirkjunnar
menn hafi viljandi breytt frá
sögninni af réttarhöldun-
um og krossfestingunni í þeim
tiigangi, að auka sekt Gyð-
inga og gera um leið minna
úr afskiptum Pílatusar af
málinu. Síðan segir orðrétt:
er deilur kirkjunnar og Gyð-
inga jukust leizt kristnum
mönnum það héldur ólíklegt
til árangurs, að segja róm-
verskan embættismann hafa
tekið höfund trúarinnar a/
lífi.
Prófessor Fiusser, sem rit-
aði áðurnefnda grein í En-
cyclopedia Judaica, telur
þrjú fyrstu guðspjöllin,
Mattheusar-, Markúsar-, og
Lúkasarguðspjall áreiðan-
ar heimiidir um ævi Krists
þótt hann geri ráð fyrir þeim
möguleika, að einhverju
kunni að hafa verið breytt
við síðari útgáfur. Hann tel-
ur að þessi guðspjöll hafi
verið bókfest fyrir árið 100
samkvæmt frásögnum læri-
sveinanna. Að dómi Flussers
lýsa þau Kristi miklu frekar
sem gyðinglegum krafta-
verkamanni og predikara en
sem endurlausnara mann-
kyns.
I uppsláttarverkinu er sú
skoðun látin í ljós, að ef til
vill hafi Jesús fæðzt í Naza-
ret, þar sem fjöiskylda hans
bjó, en ekki í Betlehem. Þá er
því og haldið fram, þótt gæti-
lega sé í sakimar farið, að
ættartölurnar í Mattheusar-
og Lúkasarguðspjöllum hafi
verið samdar tii þess að sýna
fram á skyldleika Jesúm við
Davíð konung, en það var
nauðsynlegt Messíasi, og ber
þá að gæta þess, að guðs-
spjöllin segja Jesúm fæddan
í borg Davíðs. Hins vegar
ber ættartölum guðspjallanna
aðeins saman, þar sem rakið
er frá Abraham til Davíðs. I
Jóhannesarguðspjalli er þess
ekki getið, að Jesús hafi
fæðzt i Betlehem, né heldur
að hann hafi verið afkomandi
Davíðs, og hvorki Markúsar-
né Jóhannesarguðspjall geta
þess að hann hafi verið ein-
getinn.
Að áliti próf. Flussers starf
aði Kristur ekki opinberlega
nema í eitt ár. Hann var
sennilega skírður árið 28, eða
29 og dó árið 30. Flusser
gagnrýnir hins vegar ekki
frásagnir guðspjallanna um
hina tómu gröf, upprisuna
eða það að Kristur hafi birzt
lærisveinunum.
Þar sem rætt er um gyðing-
legan uppruna Krists átelur
próf. Flusser síðari tíma
breytingar á guðspjöllunum
til þess að sanna, að Jesús
hafi ekki fylgt lífsreglum
gyðingatrúar, þrátt fyrir það,
að þrem elztu guðspjöllunum
beri öllum saman um að hann
hafi starfað í samræmi við
lögmálið, t.d. læknaði hann
einungis með krafti hins tal-
aða orðs á hvíldardeginum,
ekki með snertingu. Með öðr-
um orðum: Kristur var ekki
þjóðfélagslegur byltingar-
maður.
Þá telur próf. Flusser, að
árekstrar Krists við Fari-
seana hafi verið ýktir. Trúar-
leg viðhorf Krists telur hann
hafa verið svipuð viðhorfum
hinna svonefndu Hilleil Fari-
sea, sem boðuðu Guðsást og
náungakærleika. Kristur
gekk þó lengra er hann
kenndi að menn skyldu elska
óvini sína, en það var eins-
dæmi i trúarboðskap þessa
tíma. 1 þjóðfélagslegum við-
horfum virðist Kristur hafa
átt samleið með Essenum, sem
bjuggu við Dauðahaf.
1 Nýjatestamentinu er gef-
ið i skyn, að Kristur hafi lit-
ið á sjálfan sig sem spámann.
Hann talaði ætíð um manns-
soninn í þriðju persónu, svo
sem hann væri sjálfur af
öðru bergi brotinn. Þetta
gerði hann, að áliti próf.
Flussers, ekki til þess að
dýija sinn eigin uppruna
heldur vegna þess, að hann
leit ekki á sjálfan sig sem
Messías. Engu að síður er
ekki hægt að skilja ýmis
önnur ummæli á.annan veg
en þann, að hann hafi litið
á sjálfan sig sem mannsson-
inn og er þá komið fram
ósamræmi i skoðun hans á
sjálfum sér sem Messíasi. Um
þetta farast próf. Flusser svo
orð: framan af beið hann
komu Messíasar, en undir
lokin sannfærðist hann um
það, að hann sjálfur væri
Messías.
1 kristinni trú hefur Krist-
ur orðið sú höfuðpersóna
hins mikla sjónarspils, sem
vissulega gat frelsað trúaða
áhorfendur. Ein ástæða þess
var hinn sorglegi dauðdagi
hans, sem skýrður var með
gyðingiegum hugtökum um
friðþæginigarmátt píslarvotta.
Um þetta segir próf. Flusser:
„Ef Kristur hins vegar var
Messias, og því trúa kristnir
menn, þá hafði öauði hans
afar litla þýðingu." Siðferðis-
boðskapur Gyðingatrúar
komst inn í kristnar kenning-
ar með boðskap Krists og
þannig varð hann tengiliður
trúarbragðanna tveggja og
sundrungartákn þeirra um
leið.
Annar höfundur ritar
grein um Jesúm í En-
cyclopedia Judaica og ræðir
um þau trúarrit Gyðinga, sem
um hann f jalla, en mörg þess-
ara rita voru bönnuð árum
saman. Þar er þess getið, að
upphaf kristindómsins vakti
engu meiri athygli en stofn-
un ýmissa annarra trúflokka,
sem spruttu upp um svipað
leyti. Síðan segir: „Augljóst
er, að þeir atburðir, sem áttu
sér stað i sambandi við höf-
und kristindómsins, voru ekki
höfuðatburðir samtíðar-
innar eins og guðspjöllin láta
í veðri vaka.“
Af greinum í babílóníska
trúarritinu Talmud má einn-
ig sjá, að þar var litið á
Jesúm sem gyðinglegt
prestsefni, sem lent hafði á
villigötum. I einni grein þessa
rits er þvi jafnvel haldið
fram, að Jesús hafi verið
dæmdur fyrir galdra og grýtt
ur í hel að landsvenju á pásk
um Gyðinga. Síðan hafi lík-
ami hans verið hengdur upp
i tré sem siður var. Þó er
dregið í efa að hér hafi ver-
ið um Jesúm Krist að ræða,
mannsnafnið Jesús var al-
gengt á meðal Gyðinga og því
gætu margir með því nafni
hafa verið dæmdir fyrir villu
trú bæði fyrr og síðar.