Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNl 1972 Sverrir Runólfsson: Endurreisn þjóðveldis á íslandi Fullkomið lýðræði er það, að meiri liluti þjóðar ræður, með frjálsu vali um menn og mál- efni, aðhaidi að mönnunum sem valdir eru og hreyfanlegri lög- gjöf um málefnin. í>að er hverjum manni aug- ljóst, sem lætur sig þjóðmál ein- hverju varða, að flokksræði er ákaflega sterkt afl í íslenzkum stjórnmálum. Tiltölulega fá- mennur hópur ræður allt of miklu, og vegna þess, að almenn ingsálitið virðist vera algjörlega áhrifalaust, er vígi hins fá- menna hóps ráðamanna allt að því óvinnandi. Þetta er hópur stjómmálamanna, sýslumanna og æðstu embættismanna þjóðar innar, sem hefur fléttazt saman vegna sameiginlegra hagsmuna. Hann ræður embættaveitingum að miklu leyti og gætir þess vandlega að tryggir stuðnings- menn sínir skipi mikilvægustu lykilembætti þjóðarinnar. Menn eru valdir í opinberar nefndir og stjórnir fyrirtækja eftir póli- tískum lit og hentisemi. Má þar t.d. nefna skólanefndir og fræðsluráð, útvarpsráð og út- varpsstjóraembættið, bankaráð og bankastjóraembættin, at- vinnumálanefndir, síldarútvegs- nefnd, úthlutunarnefnd lista- mannalauna, stjórnir Áburðar- verksmiðjunnar og Sementsverk smiðjunnar, embætti, þjóðleik hússtjóra, sýslumanna og dóm- ara, fjölmargra annarra opin- berra starfsmanna og fleiri og fleiri. Það er opinbert leyndarmál, að miðstjórnir stjórnmálaflokk- anna og einstakir stjórnmálafor- ingjar geta og hafa haft úrslita- áhrif á það, hvemig veljist í efstu sætin á framboðslistanuro þótt svo eigi að heita, að kjör- dæmaráðin heima í héraði ráði því. Hvort tveggja er, að þessi staðreynd, miðstjórnarvaldið, svo og sú aðferð að krossa við listabókstaf viðkomandi stjóm- málaflokks á kjörseðlinum (þ.e. flokkurinn fær atkvæðið en ur að teljast vafasamt að kalla ekki frambjóðandinn persónu- lega) valda þvi, að aðeins þeir, sem flokksforystan velur, geta vænzt þess að eiga framavon á stjórnmálasviðinu. Það verð- ur að teljast vafasamt að kalla þetta lýðræðislega aðferð, en hið ríkjandi stjórnmálakerfi beinlínis löghelgar slík vinnu- brögð. Það er orðið nauðsynlegt að minnka hið geigvænlega flokks- ræði áður en það breytist í flokkseinræði. Viðfangsefnið er því: Hvemig á að tryggja það, að vilji kjósenda sé virtur og tekið sé ti'liit til hans milli kosn- inga en ekki aðeins á kosninga- daginn ? Hinn almenni kjósandi verður að fá vald til þess að velja um frambjóðendur í persónubundn- um kosningum. Með því móti auk ast mjög bein áhrif hans á stjórn landsins, og möguleikar skapast til að stórminnka miðstjórnar- valdið og embættismannavaldið. Vilji almennings yrði ekki leng- ur sniðgenginn. Kosningin fer fram á þann hátt, að kjós- andinn setur kross (x) fyr- ir framan nafn þess fram- bjóðanda/þeirra frambjóðenda, sem hann velur, en ekki við lista bókstaf flokksins eins og nú er. Við það skapast frambjóðandan um nauðsynlegt aðhald. Hann er persónulega gerður ábyrgur fyr ir afstöðu sinni við afgreiðslu mála á þingi eða bæjarstjórn, — hann sjálfur en ekki flokkurinn eins og nú er. Um leið og ábyrgð in flyzt úr núverandi flokksviðj- um yfir á herðar frambjóðand- ans sjálfs, losnar hann af klafa flokks- og miðstjórnarvaldsins og getur nú barizt fyrir ákveðnu málefni málefnisins vegna, en ekki af því, að flokks stjórnin hefur skipað svo fyrir. Við ákvarðanir, t.d. atkvæða- greiðslur, tekur hann hér eftir aðeins mið af sannfæringu sinni og samvizku og viljayfirlýsingu kjósenda sinna, sem hann hefur leitað eftir, áður en til fullnað- arafgreiðslu kom. Allt kjörtima- bilið verður hann undir smásjá kjósenda sinna. Hann veit, að vinni hann illa eða leggi sig ekki fram við að koma stefnu- málum sínum (og kjósenda sinna) í framkvæmd, þá verður hann ekki kosinn aftur, — þ.e. kjósendurnir setja ekki kross- inn við nafnið hans i næstu kosningum. Þannig skapast hinum kjörnu trúnaðarmönnum almennings á Alþingi nauðsynlegt að- hald, bein, persónuleg og traust yfirlýsing kjósenda um leið. Eins og nú er felur forsetinn ákveðnum manni að mynda rík- isstjörn, oftast formanni stærsta þingflokksins. Sá maður er ekki þjóðkjörinn, eins og forsetinn, heldur er hann einn af þing- mönnum ákveðins kjördæmis (5 til 12 eftir stærð þess.) 1 ríkisstjórninni eru teknar ákvarðanir um mál, er snerta alla þjóðina í heild. Það er því rökrétt, að sá maður, sem situr í forsæti hennar og meginábyrgð- in hvílir á, sé til þess embættis kjörinn af þjóðinni allri. „Hrossakaup" hljóta oft að fylgja núverandi kerfi, vegna þeirra átaka, sem iðulega eiga sér stað, bæði innan hvers flokks og milli flokka, um bitl- inga og embætti. Sú togstreita stafar ekki sízt af fjölflokka- kerfi því, sem hér er. Enginn einn stjórnmálaflokkur hefur þingmeirihluta, og neyðist hann því til að semja (gera hrossa- kaup) við aðra flokka um þau mál sem hann vill hrinda í fram- kvæmd. Þar sem slíkt „hrossa- kaupakerfi" er ráðandi, er for- sætisráðherrann mjög háður flokksst j órnum og embættis- valdi, hann er þræll kerfisins. Hann neyðist til að taka tillit til einstakra hagsmunahópa vegna þess að hann á embætti sitt þeim að þakka að verulegu leyti. Fái einhver þeirra ekki við unandi skerf af kökunni, getur svo farið, að stjórnin riði til falls. „Klíkur“ (eða þröngir og lok- aðir hópar, hver með sín sér- stöku einangruðu hagsmuna- mál), þróast hvergi betur en ein mitt þar sem „hro.ssakaup" eru talin sjálfsögð viðskiptaaðferð, jafnvel óhjákvæmileg. Það er óhugnanleg staðreynd, þegar veita á eitthvert embætti, að ekki er fyrst af öllu spurt um hæfni þeirra, sem til greina koma, heldur um stjórnmálaskoð anir þeirra. Þegar slík viðhorf eru viðurkennd og hafa ákvarð- andi áhrif á gjörðir æðstu emb- ættismanna þjóðarinnar, hlýtur spillingin, sem af þeim leiðir, að gegnsýra smám saman önn- ur svið þjóðlífsins. Hætt ei: við, að þeir embættismenn, sem vald- ir eru í trúnaðarstörf vegna póli tísks litarháttar síns, hagi marg- ir hverjir gjörðum sinum í sam- ræmi við hagsmuni sinnar klíku og meti orð, störf og gjörðir ann Sverrir Rtinólfsson arra eftir þeim. Hins vegar er ekki visst, að klíkuhagsmunir og þjóðarhagsmunir eigi ætíð samleið. Sá forsætisráðherra, sem verð ur ætið að taka tilllit til og jafn vel hlýða fyrirskipunum tiltek- ins hagsmunahóps eða valda- klíku er ekki frjáls mað- ur. Hann getur ekki heldur ver ið fastur í sessi nema honum tak ist að halda klíkunum ánæigðum og þær sjái sér hag í því að bera hann fyrir sig sem stjómanda. Opinberlega fær hann heið- urinn, þegar vel tekst til. En hann fær einnig skömmina þeg- ar illa fer, og birtast þá klíkurn ar gjaman á sjónarsviðinu sem bjargvættir þjóðarinnar. Þetta kerfi þarf að afnema. Þjóðin á sjálf í aímennri at- kvæðagreiðslu að velja sér fram kvæmdarstjóra. Hvort sá fram-kvæmdarstjóri ber embætt- isheitið „forseti" eða „forsætis- ráðherra" skiptir ekki máli, held ur hitt, að sá maður, sem þjóð- in felur framkvæmdavald ríkis- ins og ber ábyrgð á gjörðum rík isstjórnarinnar sé valinn til þess í beinum, persónubundnum kosn ingum. Þjóðkjörinn forsætisráðherra hefur gjörólíkan og heilstéypt- ari bakhjarl sér tll stuðnings heldur en sá, er kemst til valda Fyrir nokkrum dögum gerði ég mér forvitnisferð að Lagar- fossi í þeim tilgangi, að virða fyrir mér virkjunarframkvæmd- ir þær, sem nú standa yfir þar. Brá mér aflmikið í brún, er ég sá, að sá híuti fossins sem féll fram af þverhnípi við aust- urbakka fijótsins, er nú með öllu horfinn. Lagarfoss var frá náttúrunnar hendi tviskipt- ur, rann beggja vegna smáeyj- ar í honum miðjum, fram af klettastalli að austanverðu en niður brekku að vestanverðu. En nú er búið að sprengja foss- stæði austurfossins niður og rennur nú ailt vatnsmagn fljóts ins niður brekkuna við vestur- bákkann. Talsverður vöxtur var í fljótinu eftir undanfarnar rign ingar og byltist fljótið þarna nið ur brekkuna með svo feiknleg- um boðaföllum, að varla verður með orðum lýst. Verður þvi varla neitað, að foss þessi, þótt ekki þoli hann samanburð við Gullfoss og Dettifoss að form- fegurð, er samt, þrátt fyrir þá skemmd, sem á honum hefir ver- ið unnin, í hópi athyglisverðra náttúrufyrirbæra hér á landi. Ég get ekki að því gert, að mér þykir töluverður sjónarsvipt- ir að hvarfi austurfossins, og kemur þá til álita, hvort nokkra nauðsyn hafi borið til þess, að sprengja hann niður. Eng- inn maður var þarna utandyra sjáanlegur, enda á sunnudegi, og varð ég því, að styðjast við eigin athuganir á aðstæðum þama. Augljöst virtist mér, að fossinn hefir alls ekki verið sprengdur niður vegna virkjun- arframkvæmdanna, þvi þær virð ast allar vera á landi austan fljótsins. í farveginum þar sem fossinn var áður er verið að hyggja ailmikið mannvirki eftir gildandi leiðum. Sú stað- reynd, að hann er þjóðkjörinn, veitir honum gifurlegan móralsk an styrk, sem auðveldar honum allar ákvarðanir og framkvæmd ir. Hann velur sér meðráðlherra að eigin vild og á eigin ábyrgð, — honum er ekki lengur skylt að taka við þeim, sem flokks- klíkurnar útnefna í ráðherra embættin. Hann er hinn sterki maður rikisstjórnarmnar, ber ábyugð á embættisatferli meðráð herra sinna og getur sett þá af, ef honum býður svo við að horfa. Þar sem hann sjáifur er þjóðkjörinn til að gegna for- sætisráðherraembættinu í ákveðinn árafjölda (eitt kjör- tímabil), og Jlökksíklikumar geta ekki haft nein áhrif þar á til breytinga, er „hrossakaupa-. aðferðin" orðin áhrifalaus. Hann getur einbeitt sér að stjórnarstörfum, laus við þá pressu, sem fylgir klíku- pólitik. Hann á engum að þakka embættið nema sjálfum sér og þjóðinni, sem kaus hann. Það traust, sem hún þannig sýnir honum persónulega verður hon um leiðarljós á embættisferli, afl gjafi til að framkvæma hugsjón- ir sínar í þágu þjóðarinnar og sá öryggisventill, sem krefst gætni og varkárni í meðferð við kvæmra deilumála. Það dylst engum, að núver- andi kerfi, sem einkennist af mið stjórnar- og embættismanna- valdi, pólitískum kunningsskap og klikuhætti, er gengið sér til húðar. Fólk er orðið þreytt á „gömlu“ foringjunum, ekki sizt þegar það þykist verða vart við einræðistilhneigingar í fari þeirra (sbr. pólitiskar embætta- veitingar). Undanfarin ár hafa þeir farið sínu fram án þess að þurfa að óttast nokkur eftirköst gjörða sinna fyrir sig persónu- lega. Þeir hafa „átt“ sín öruggu sæti á framboðslistum við alþing iskosningar, og hafa fyrir löngru gert sér ljóst, að algjörlega áhættu’laust er að ganga í ber- högg við almenningsálitið vegna þess að það á sér hvorki mál- og mun þar vera um laxastig- ann að ræða. Þykir mér óliklegt, að ekki hefði mátt finna honum annan stað, t.d. vestan fljótsins eða meðfram aðfærsluskurði virkjunarinnar, sem sprengdur hefir verið gegn um klappir á austurbakkanum. En vera má, að ódýrara hafi þótt, að gera hann þarna í farvegi fossins. Þótt undarlegt megi virðast þá hefir ekki opinbertega heyrzt svo mikið sem bops í náitt úruverndarmönnum á Austur landi út af þeim náttúruspjöfU- um, sem hér hafa verið unnin. Mjög ólíklegt þykir mér þó, að stjórn náttúruverndarsamtaka Austurlands hafi orðalaust eða mótspyrnulítið fallizt á niður- sprengingu fossins, enda þótt mig reyndar gruni, að forustu- menn þess félagsskapar séu meiri fyrir sér í orði en á borði. En þótt mér þyki að vísu ali mikill skaði að fosshvarfi þessu, verð ég þó að játa, að mér finnst meira til um efna- hagsiegt mikilvægi laxastigans en náttúrufegurð hins horfna vatnsfalls og vil þvi ekki, að svo stöddu, kveða upp neinn áfellisdóm yfir þeim, sem þessu hafa ráðið, einkum þó með tilliti til þess, að mér eru ekki kunn þau rök, sem þeir kunna að hafa fyrir sig að bera. Auk þessa dreg ég ekki neina dul á það, að ef ég ætti ekki annarrá kosta völ en velja á mi'lli laxastigans og fossins, þá myndi ég hiklaust velja laxa- stigann, enda er ég algerlega á öndverðum meiði við þá „nátt- úruunnendur" nútímans, sem enga fegurð virðast sjá i öðru en því, sem gagnslaust er eða gagnslítið og dást því fyrst og fremst að eyðisöndum, öræfum, forarmýrum, grjótauðnum og % verða breyting á. « Boðberi þeirra breytinga og hreyfinga, sem bærast nú I undirmeðvitund þjöðarsálarinn £ir, birtist skyndilega einn góð viðrisdag sumarið 1968, þegar nýr forseti lýðveldisins Islands var kjörinn. Þar gafst almenn- ingi tækiifæri tál að sýna vilja sinn i verki á kjördegi. Hvort Kristján Eldjárn heifði gef- ið kost á sér til að gerast raun- verutegur stjómmálaleiðtogi og framkvæmdarstjóri rikisvalds- ins, slkal látið ósagt. Og engu skal heldur spáð um það, hver hefði borið sigur af hóitoii, heifðu all- ir formenn stjórnmálaftekkanna leitað eftir traustsyfirlýsingu fólksins í þjóðaratkvæða- greiðslu um forsætisráðherra- embættið, eða hvort ennóþekkt leiðtogaefni hefði boðið sig fram og sigrað. SJíkar vangavelt ur geta legið mdlli hluta, aðeins bent á, hve bertega kom í ljós, að fólkið hikaði ekki við að tjá vilja sinn, þegar tækifæri barst því upp í hendur. Núverandi miðstjórnar- og embættismannavaldi þarf að hnekkja og taka upp nýtt kerfi, sem tryg.gir hinum almennu kjós etndum raunveruleg áhrií á stjórnun landsins, þannig að kjörnum fulltrúum í æðstu emb- ætti þjóðarinnar líðist ekki að misnota vald sitt ti’l eigin þénustu eða í þágu sérhagsmuna hópa. Til að tryggja þet.ta, er hér lagt til, að kosindngalögunum og þar með stjórnarskránni, verði breytt þannig: 1. að allir alþingismenn verði kjörnir beinni, persónubund- inni kosningu (eins og lýst er hér að framan), og 2. að sá maður, sem fer með framkvæmdavald þjóðarinnar (Jiorseti eða forsætisráðherra) verði valinn í almennri þjóðar- atkvæðagreiðslu. Megintilgangur þessara til- lagna er sá, að þjóðinni verði aftur fengið það váld, sem hún eitt sinn hafði. Þess vegna mœtti gjarnan kalla þær „TiJlögur um endurreisn þjóðveldis á íslandi." gagnslitlu birkikjarri, en fyrir- lita grasgefin tún, akra og önn ur ræktarlönd. Ég skal þó fús- tega játa, að birkikjarr hefir mikla rómantíska fegurð til að bera, en hreinskilnistega sagt hefir hin efnahagstega fegurð barrskóganna dýpri áhrif á mitt fegurðarskyn. Ég veit raun ar vel, að þessi sjónarmið munu vekja andúð og hæðni þeirra síð hærðu menningarvita, sem helzt sjá enga fegurð í neinu, sem efnahagslegt gildi heifir, en dást einkum að þvi sem markað er af fátækt og ræfildómi. Ég er þvi hreint ekki í hópi þeirra mörgu, sem hlæja hæðnishlátri að orðum Sigurjóns heitins á Laxamýri, er hann sagði við ferðamann, sem dáðist að feg- urð Laxár og umhverfis: „Já hér er fallegrt þegar vel veiðist." — Sonur hans var í fremstu röð skálda hinnar upprennandi 20. aldar. Hann dreymdi stóra drauma og hafði með höndum stórfeHdar ráðagerðir um haf- skipahöfn í Höfðavatni austan Skagafjarðar, og hefir þvi ekbl verið blindur fyrir efna- hagslegu mikilvægi og feg- urð þess, fremur en faðir hans. Mættu sumir af hinum háværari náttúruverndar illspámennum hugleiða þetta. Ég efast heldur ekki um það, að hinir margrómuðu landkost- ir og verðleikar vors fagra Fljótsdalshéraðs myndu færast mjög í aukana, bæði í augum þeirra, sem eru svo gæfusamir, að eiga þar heima, og svo ekki síður að mati aðvífandi ferða- manna og náttúruunnenda, eí ’laxveiði reynist á næstu áratug- um og öldum 'góð í Lagarfljóti og hinum mörgu ám, sem í það renna. Þar verður vissulega fag urt „þegar vel veióist". En að lokum þetta: Var nauð- synlegt að fórna austurfossin- um? Sváfu einhverjir, sem hefðu átt að vaka? Gunnlaugiir Jónasson. svara né máligagn. Hér þarf að Við Lagarfoss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.